Sveitarstjórn

14. fundur 06. febrúar 2019 kl. 09:00
Starfsmenn
  •  Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

             Fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. febrúar 2019  kl. 09:00.

        Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson og Guðlaugur Þórarinsson frá  Landsvirkjun mættu til fundar. Þeir greindu frá hönnun Búrfellslundar. Hugmyndir eru um að fjölga vindmyllum á því svæði. Stefán kynnti breyttar hugmyndir að verkefninu, helstu breytingar eru að ásýndaráhrif fyrirhugaðra vindmylla er mun minni en var í fyrri tillögu. Tekið er tillit til fyrirhugaðra friðlýsinga í Þjórsárdal. Guðlaugur lagði áherslu á að auðvelt væri að áfangaskipta verkefninu.
  2. Sultartangastöð aflaukning. Beiðni um umsögn. Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun undirritað af Matthildi Stefánsdóttur, þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin eigi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Samhliða var lögð fram skýrsla frá Landsvirkjun um verkefnið, auk afrits af tilkynningu frá Landsvirkjun til Skipulagsstofnunar um verkefnið. Sveitarstjórn er sammála um að ekki sé þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna aflaukningar Sultartangavirkjunar.
  3. Þóknanir til sveitarstjórnarfulltrúa. Framhald frá fundi nr. 13. Oddviti lagði fram svohljóðandi  tillögu um þóknun til sveitarstjórnarfulltrúa. Föst greiðsla til sveitarstjórnarfulltrúa verði 55.000 kr. á mánuði. Auk þess fái hver fulltrúi 27.500 kr fyrir hvern setin fund. Varamaður fái jafnframt greitt 27.500. kr. fyrir setinn fund. Samkvæmt yfirliti yfir kostnað mun breyting samkvæmt tillögunni hafa  lítilsháttar kostnaðaraukningu í för með sér. Breyting þessi gildi frá 1. Janúar 2019. Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að koma greinargóðum upplýsingum um málið á framfæri.
  4. Hólaskógur. Ákvörðun um ráðstöfun. Deiliskipulag. Deiliskipulag um Hólaskóg hefur tekið gildi. Áhugi hefur verið sýndur á aukinni uppbyggingu við Hólaskóg. Talsverðar umræður urðu um málið.
  5. Aðalskipulagsmál. Áshildarmýri, Sandholt, Kálfhóll.

Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulagsbreytinga í Áshildamýri, Sandholti og á Kálfhóli. Undirritaðar af Birnu Árnadóttur.

Sveitarstjórn bendir á að ekki sé verið að taka ný svæði undir byggð, þar sem einungis er um að ræða svæði sem eru skilgreind sem frístundasvæði eða svæði með blandaðri landnotkun (frístunda­svæði/svæði til sérstakra nota) í gildandi aðalskipulagi, minnka þau og skipuleggja sem íbúðasvæði. Slík breyting úr einu byggðaformi í annað kallar ekki á umfjöllun skv. 61 gr. náttúruverndarlaga. Engin gögn/upp­lýsingar liggja fyrir um að verið sé að skerða „ … eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar eða  votlendi, svo sem hallamýrar, flóar, flæðimýrar, rústamýrar, [20.000 m2]1) að flatarmáli eða stærri,… umfram það sem ætla má að skerðist vegna frístundasvæða (skv. gildandi skipulagi). Þá tekur sv.stjórn ekki undir ákvæði landsskipulagsstefnu um að einungis skuli beina uppbyggingu að núverandi byggðakjörnum. Margvíslegar ástæður liggja fyrir áhuga einstaklinga til að setjast að í dreifbýli og   vill sveitarfélagið koma til móts við þann áhuga. Nú þegar þarf að halda úti margs konar þjónustu, dreifi- og veitukerfum í dreifbýli, t.d. samgöngum, skólaakstri, ljósleiðara, rafveitu og   vatnsveitu. Aukinn fjöldi notenda styrkir rekstur og stöðugleika þeirra kerfa sem fyrir eru. Þá hefur verið ráðstafað öllum byggingar­hæfum íbúðarlóðum í þéttbýlinu í Brautarholti. Í Árnesi hefur verið töluverð ásókn í íbúðalóðir síðustu misseri, en þar eru lóðir almennt litlar og höfða til annars markhóps en vill vera á rúmum lóðum í dreifbýli. í ljósi þessar telur sveitarstjórn ekki ástæðu til að bregðast við ábendingu UST og Skipulagsstofnunar varðandi byggð í dreifbýli.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til nýrra íbúðasvæða í landi Sandholts, Kálfhóls og í Áshildarmýri, sbr. framlagða tillögur, dags. 19. sept. 2018, með breytingu dag. 31. jan. 2019. Sveitarstjóra og oddvita falið ganga frá svari til skipulagsstofnunar.

  1. Þjórsárdalur friðlýsing minja. Lagt fram bréf frá Minjastofnun undirritað af Kristínu Huld Sigurðardóttur. Í bréfinu eru kynnt friðlýsingaráform Minjastofnunar í Þjórsárdal. Meðfylgjandi er kort er sýnir það svæði sem um ræðir. Vísað er til þess að í lögum menningarminjar standi að friðlýsa megi samfelld svæði þar sem fleiri en einn minjastaður teljist hafi menningarsögulegt gildi. Óskað er eftir svari við erindinu fyrir 10. febrúar nk. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að taka sér þann tíma sem þarf til að svara erindinu. Sveitarstjórn gagnrýnir að ekki sé haft samráð við viðeigandi landeigendur um umrædd friðlýsingaráform.
  2. Þjórsárdalur friðlýsingaráform. Lagðar fram og kynnt fundargerðir samráðsnefndar um friðlýsingar í Þjórsárdal frá 25.11.2018 og 25.01.19.
  3. Umsókn um lóð við Vallarbraut. Lögð fram umsókn Traðarlands ehf um lóðina Vallarbraut 11. Undirrituð af Agli Gestssyni. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Traðarlandi ehf lóðinni. Sveitarstjóra falið að vinna að lóðarleigusamningi.
  4. Drög að samkomulagi við Landsvirkjun. Mótvægisaðgerðir. Lögð fram drög að samkomulagi um mótvægisaðgerðir vegna Búrfells 2. Þær felast meðal annars í auknu aðgengi að Búrfellsskógi og göngubrú á Þjórsá við Búrfellsskóg. Vísað var í samráðsfund um verkefnið 24.01. sl. Talsverðar umræður urðu um málið. Samningur samþykktur með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður greiddi atkvæði á móti og lagið fram eftirfarandi bókun : Ég get ekki fallist á þetta samkomulag af þeim sökum að ég tel að verið sé að opna á umferð á svæði sem óvíst er hvað þolir eða hvaða innviðir taki við þeirri auknu umferð sem færi inn á svæðið. Ég hefði talið æskilegra að fram hefði farið skoðun á þolmörkum Búrfellsskógar og áform um hvernig umferð verði stýrt um svæðið. 

Fundargerðir

  1. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 170 frá 30.01.2019. Mál nr. 12,13 og 14. Þarfnast afgreiðslu.

      12.  Langamýri I L166479 og 2 L 166480 Sameining jarða og stofnun Lóðar 1901052

      Lagðar fram umsóknir Kjartans H. Ágústssonar, dags. 20.01.2019. Annars vegar er óskað eftir sameiningu jarðanna Langamýri 1 L166479 og Langamýri 2 L166480 í eina jörð, Langamýri L166479.            Jarðirnar eru óskiptar og eru í eigu sama landeiganda.

      Hins vegar er óskað eftir stofnun um 59.000 fm landeignar sem stofnuð yrði úr Langamýri L166479 ef sameining jarðanna er samþykkt. Óskað er eftir að spildan fái heitið Víðimýri. Aðkoma að                    spildunni er frá Skeiða- og Hrunamannavegi (30) og um Löngumýrarveg (3249)

      Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu jarðanna né stofnun landeignarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á          hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við heitið Víðimýri. Þá er ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga né sameiningu jarða skv. 15. gr. jarðalaga.

      Sveitarstjórn samþykkir sameiningu ofangreindra jarða og stofnun landeignarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna.                         Sveitarstjórn samþykkir landsskiptin fyrir sitt leyti.

     13. Skeiðháholt 3 lóð; Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1901024

      Fyrir liggur umsókn Kristínar Skaftadóttur dags. 08.01.2019 móttekin 10.01.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með risi 123,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Skeiðháholt 3a (L187518) í Skeiða-         og Gnúpverjahreppi.

      Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhúss með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr.        123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Skafti Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu máls.

     Sveitarstjórn samþykkir að byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi  samkv. Ofangreindu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Skafti Bjarnason vék af       fundi við afgreiðslu málsins.

     14.  Reykjahlíð spilda 5 (L216354); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús 1901045

     Fyrir liggur umsókn Braga Vilhjálmssonar og Stefaníu Guðrúnar Sæmundsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,9 m2 á Reykjahlíð spilda 5                   (L216354) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

     Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhúss með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr.         123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

      Sveitarstjórn samþykkir að byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi  samkv. Ofangreindu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

 11. Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu 18.12.18. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 12. Fundargerð 3.fundar stjórnar Brunavarna 12.11.2018. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 13. Fundargerð 4.fundar stjórnar Brunavarna 31.01.2019. fundargerð lögð fram og kynnt.

 14. Fundargerð 3. fundar Umhverfisnefndar 31.01.2019. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 15. Fundargerð Ungmennaráðs 27.01.2019. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 16. Fundargerð skólanefndar Flúðaskóla 31.01.19. fundargerð lögð fram og kynnt.

 17. Þingskjal 434. Frumv.um br á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Breytingin felst í lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 ára. Frumvarp lagt fram og kynnt.

 18. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin. Bréf frá Fors.ráðuneyti. Undirritað af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Kynning á heimsmarkmiðum fer fram í Reykjavík 15. febrúar nk. Samþykkt að Matthías         Bjarnason mæti á kynninguna.

 19. Skaftholt. Beiðni um styrk. Lögð fram beiðni um styrk frá Ferðafélags Skaftholts. Undirritað af Unni þroskaþjálfa í Skaftholti. Samþykkt samhljóða að veita 110.000 kr. Styrkur rúmast innan                             fjárhagsáætlunar.

 20. Drög að samþykkt um dýravelferð. Sveitarstjóri greindi frá undirbúningi samþykktar um dýravelferð. Leitað hefur verið eftir ráðgjöf frá Matvælastofnun. Máli frestað til næsta fundar.

 21. Erindisbréf skólanefndar Flúðaskóla. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti.

 22.  Erindisbréf Ungmennaráðs. Lagt fram. Sveitarstjórn gerir athugasemd  við formgalla á 2. grein. Ungmennaráði falið að taka greinina til endurskoðunar.

 23. Félag um sjálfbærni og lýðræði. Lagt fram bréf frá Öldu- félagi um sjálfbærni og lýðræði. Félagið leggur áherslu á styttingu vinnuviku og eflingu lýðræðis Undirritað af Guðmundi Daníelssyni. Anna               Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun. ,, Ég fanga að sveitarstjórn fái kynningarfund frá Öldu-félags um sjálfbærni og eflingu lýðræðis um styttingu vinnuviku og eflingu lýðræðis, enda         samrýmist það mjög vel markmiðum Grósku. Alda býður sveitarstjórn kynningu á sinni starfsemi. Sveitarstjórn samþykkir að fá kynningu frá Öldu.

 24. Erindi frá Skógræktinni. Varðar Hjálparfoss. Lagt fram bréf frá Skógræktinni undirritað af Hreini Óskarssyni. Varðar framkvæmdir á salerni við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Samþykkt að veita 1.000.000 kr         til verksins að svo stöddu. Fjárhæð rúmast innan fjárhagsætlunar.

    Mál til kynningar:

  1. Fundargerð 193. fundar Heilbrigðisnefndar
  2. Fundargerð 276. fundar SOS. 17.01.19
  3. Afgreiðslur byggingafulltrúa 19-93.
  4. Fundargerð 542. fundar stjórnar SASS:
  5. Fundargerð 867. fundar Stjórnar Sambands ísl. svf.
  6. Áfangastaðaáætlun ferðamannastaða 2018-2021.
  7. Boð á landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga 29. mars nk.
  8. Útlánavextir lánasjóðs sveitarfélaga.
  9. Klettar – rekstrarleyfi.
  10. Lög um félagsþjónustu nr. 40/1991. Breytingar.
  11. Þingskjal 305. Tillaga til þingsályktunar. Stefna til eflingar erlendra.
  12. Þingskjal 358. Frumv. um br. Laga 125/1999 um Framkvsj. aldraðra.
  13. Umsögn Umhverfisstofnunar um Reykholt í Þjórsárdal.
  14. Skýrsla sveitarstjóra.

    Fundi slitið kl. 12:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi. Kl. 09.00.

   

 

Gögn og fylgiskjöl: