- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 9. janúar 2019 kl. 09:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
Albert sagði lauslega frá fyrirhugaðri göngubrú á Þjórsá austan við Búrfell. En Landsvirkjun mun standa að þeirri framkvæmd. Hönnun stendur yfir. Stefnt er að því að framkvæmdum við brúna verði lokið í október 2020. Oddviti greindi Albert og Sveini frá friðlýsingaráformum í Þjórsárdal.
Sveitarstjóri greindi frá vinnu við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp 2019-2025. Stefnt er að því að húsnæðisáætlunin verði tilbúin á næsta fundi sveitarstjórnar. Sveitarfélagið hefur verið valið í tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánasjóðs er miðar að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Húsnæðisáætlun er ein af forsendum við þátttöku í því verkefni.
Greinargerð um styrkinn er eftirfarandi:
Eigendur og/eða leigjendur að fasteignum, sbr.3. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr: 6/2001, í sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi geta sótt um markaðsstyrk, til að auka nýtingu viðkomandi atvinnuhúsnæðis í sveitarfélaginu.
Forsendur fyrir styrknum eru:
1. Að umsókn sé dagsett og skýrt komi fram hvaða ár markaðsátakið fari fram.
2. Að í umsókn komi fram staðsetning og fasteignanúmer fasteignarinnar skv. fasteignaskrá.
3. Að umsækjandi sé eigandi fasteignarinnar eða hafi umboð eiganda til að taka við styrknum. Í því sambandi ber að minna á 23.gr. laga nr:36/1994.
4. Að umsækjandi lýsi skriflega í hverju markaðsátakið sé fólgið og áætlaður heildarkostnaður á árinu. Tekið skal sérstaklega fram ef um sameiginlegt markaðsátak vegna tveggja eða fleiri atvinnuhúseigna, klasasamstarf er að ræða.
5. Ef umsækjanda dettur ekki í hug neitt markaðsátak eða getur rökstutt að þess sé ekki þörf getur hann sótt um á grundvelli verkefna sem fela í sér aukna sjálfbærni, umhverfisþættingu, kynjajöfnunar og lýðræðisþróunar.
6. Styrkurinn er að hámarki kr: 250.000 á ári.
7. Styrkurinn er reiknaður út frá sömu forsendum og í sömu hlutföllum og fasteignaskattar að frádregnum 1,32% af sama stofni, sbr. 3 gr.laga um tekjustofna sveitarfélaga nr:4/1995 þó aldrei hærri en 25% af fasteignagjöldum viðkomandi eignar.
8. Sveitarstjórn er heimilt að hafna umsókn teljist hún ekki fullnægja skilyrðum.
Samþykkt samhljóða að markaðsstyrkur verði áfram í boði með sömu skilyrðum.
Gjaldskrá samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að senda gjaldskrá til auglýsingar í stjórnartíðindum.
Gjaldskráin er eftirfarandi:
GJALDSKRÁ
fyrir gatnagerðargjald í þéttbýli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
1. gr.
Almenn heimild.
Af öllum nýbyggingum, svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignarlóðum eða
leigulóðum í þéttbýli í Árnesi og Brautarholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skal greiða gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari. Um gatnagerðargjald
fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um
gatnagerðargjald nr. 543/1996.
2. gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í þéttbýli í Árnesi og Brautarholti, Skeiða- og
Gnúpverjahreppi.
Skal nota það til greiðslu kostnaðar við undirbyggingu götu með tilheyrandi lögnum,
þ.m.t. vegna götulýsingar, við lagningu bundins slitlags og gangstétta, gerð umferðareyja,
gangstíga og opinna svæða. Innifalið í gatnagerðargjaldi er ein mæling fyrir staðsetningu og
hæðarsetningu byggingar og staðsetningu lóðarmarka.
3. gr.
Grunnur gatnagerðargjalds.
a) Grunnur gatnagerðargjalds er byggingarkostnaður á fermetra í vísistöluhúsi fjölbýlis
samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987.
Gjaldflokkar eru þrír og skal viðeigandi hundraðshluti af byggingarkostnaði vísitöluhúss
fjölbýlis lagður á hvern fermetra nýbyggingar.
3%
Einbýlishús með bílgeymslu
Parhús með bílgeymslum
Raðhús með bílgeymslum
Fjölbýlishús með bílgeymslum
2%
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði
Iðnaðarhúsnæði
1%
Hesthús
Útihús gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði
b) Flatarmál byggingar skal reikna eftir ÍST 50. Af endurbyggingu þaka íbúðarhúsa, án
aukningar á nýtingu skal ekki greiða gatnagerðargjald.
c) Fyrir lagnakjallara og glerskála með gagnsæju þaki greiðist ekki gatnagerðargjald.
d) Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á
byggingarkostnaði vísitöluhússins fjölbýlishúss (nóvember 2018 kr. 220.334).
4. gr.
Lágmarksgjald.
Við ákvörðun lágmarksgatnagerðargjalds skal að jafnaði miðað við eftirfarandi stærðir:
Einbýlishús með bílgeymslu 160 m2 pr. íbúð
Parhús með bílgeymslum 115 m2 pr. íbúð
Raðhús með bílgeymslum 105 m2 pr. íbúð
Fjölbýlishús með bílgeymslum og sameign 115 m2 pr. íbúð
Lágmarksgjald skal þó aldrei vera hærra en skv. 3. gr. laga nr. 153/2006.
5. gr.
Greiðsluskilmálar.
Heimilt er að haga greiðslu gatnagerðargjalds sem hér segir: Innan þriggja mánaða frá
undirskrift lóðarleigusamnings eða útgáfu byggingarleyfis á eignarlóð skal greiða 25% af
álögðu gatnagerðargjaldi, 75% þegar lokið er lagningu bundins slitlags á viðkomandi götu.
6. gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:
a) Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.
b) Ef gatnagerðagjald hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis, en leyfið
fellur úr gildi.
Endurgreiðslu gatnagerðargjalds skv. a-lið er heimilt að fresta þar til lóð er úthlutað að
nýju, en þó ekki lengur en sex mánuði.
Frestur til endurgreiðslu er í öðrum tilvikum einn mánuður frá því að lóðarhafi krefst
endurgreiðslu gatnagerðargjalds skv. b-lið.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt og verðbætt, án vaxta, miðað við breytingu á vísitölu
byggingarkostnaðar, frá því lóðarhafi greiddi gatnagerðargjaldið til endurgreiðsludags.
Við framkvæmd ákvæða þessarar greinar skal stuðst við 9. gr. reglugerðar um gatnagerðargjöld
nr. 153/2006.
7. gr.
Afturköllun lóðarúthlutunar og heimild til afturköllunar byggingarleyfis,
ef gatnagerðargjald er ekki greitt.
Nú greiðir lóðarhafi ekki gatnagerðargjald á tilskyldum tíma og er hreppsnefnd þá
heimilt að afturkalla byggingarleyfið og/eða lóðarúthlutun og skal kveða svo á í úthlutunar eða
byggingarskilmálum.
Hafi teikningar af fyrirhuguðu húsi ekki borist byggingarnefnd til samþykktar innan 6
mánaða frá úthlutun lóðar, fellur lóðarúthlutun úr gildi og endurgreiðast þá gatnagerðargjöld
samkvæmt 6. gr. a-lið.
Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ.e. að lóð fellur aftur til sveitarsjóðs hafi framkvæmdir
ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu byggingarleyfis, nema leyfið hafi verið háð
öðrum skilmálum um byggingarfrest.
8. gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Lögveðsréttur.
Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi
fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
9. gr.
Áfangaskipting framkvæmda.
Í þeim tilvikum að lóðarhafi eða lóðareigandi ætli að byggja í áföngum, getur hreppsnefnd
heimilað áfangaskiptingu gatnagerðargjalds og skal þá gatnagerðargjald hverju sinni
vera skv. gjaldskrá sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í umsókn um úthlutun lóðar að hann ætli að
reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum.
Verði áfangaskipting heimiluð falla áætluð gjöld í gjalddaga í samræmi við samþykkta
áfangaskiptingu eða samþykktir hreppsnefndar.
10. gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.
Samningar um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur
hafa gert við Skeiða- og Gnúpverjahrepp fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar
varðandi gatnagerðargjöld, sem hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur sett fyrir
sömu tímamörk og lóðarhafi eða lóðareigandi hefur undirgengist, halda gildi sínu, sbr. 2.
tölulið í ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 17/1996, nema aðilar séu um annað sáttir.
11. gr.
Gildistaka.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann
9. janúar 2019, skv. heimild í lögum nr. 17/1996 um gatnagerðargjald og 11. gr. reglugerðar um
gatnagerðargjald nr. 543/1996.
Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjóri lagði fram sjóðsteymisáætlun fyrir sveitarsjóð janúar – apríl 2019. Rekstur er í jafnvægi. Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til töku yfirdráttarláns á veltureikningi sveitarfélagsins allt að 20.000.000 kr. frá 10. janúar til 30. apríl 2019. Samþykkt samhljóða að veita sveitarstjóra umbeðna heimild.
Fundargerðir
Mál 25. Sandlækjarkot ( l 166588) Umsókn um byggingarleyfi; íbúð og skemma. -1811024
Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúð með svefnlofti og skemmu með svefnlofti 174,8 m2, á jörðinni Sandlækjarkot 166588.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.
Mál 26. Miðhús 1 L 166579; Miðhús 1A; Stofnun lóðar- 1812020.
Umsókn um stofnun 8,85 ha landsspildu úr landi Miðhúsa 1L 166579. Gert ráð fyrir að nýja landspildan fái heitið Miðhús 1a.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun landspildunnar, með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Sveitarstjórn samþykkir einnig fyrir sitt leyti heiti lóðarinnar sem og landskipti skv 13 gr. jarðarlaga.
Haukur Friðriksson f.h. Ósar ehf. leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar UTU þess efnis að fá heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Árhraunsvegur 13, 15, 17 og Miðhraunsvegur 2, á þá leið að heimilt verði á byggja geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 50m2 í stað 25 sem tilgreindir eru í gildandi deiliskipulaga svæðisins.
Einnig leggur hann fram fyrirspurn um hvort heimilt verði að breyta lóðinni Árhraunsvegur 17 ásamt aðliggjandi landi 17,06 ha í lögbýli. Fyrirhuguð starfsemi á landinu er skógrækt en nú þegar er búið að planta um 30 þúsund trjám í landið. Inni í landinu stæðu áfram lóðirnar Árhraunsvegur 13 og 15 og Miðhraunsvegur 2, sem frístundalóðir.
(lóðirnar Árhraunsvegur 15 og Miðhraunsvegur 2 hafa ekki verið stofnaðar í Þjóðskrá Íslands)
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að gerð verði sú breyting á gildandi deiliskipulagsskilmálum á ofangreindri lóð á þann veg að heimilt verði að byggja geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 50 m2.
Auk þess samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leyti að umræddri lóð verði breytt í lögbýli ásamt 17,06 ha aðliggjandi landi.
Samningar og fleira
Mál til kynningar :
Fundi slitið kl. 12:48.
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 23. janúar næstkomandi. Kl. 09.00.
Gögn og fylgiskjöl: