Sveitarstjórn

4. fundur 22. ágúst 2018 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 22. ágúst 2018  kl. 14:00
  •  
Starfsmenn
  • Mættir til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Útgáfa fréttabréfs. Breytt fyrirkomulag. Oddviti greindi frá  hugmynd um að útvista útgáfu fréttabréfs sveitarfélagsins til verktaka. Hann lagði fram tilboð í útgáfuna frá tveimur aðilum. Haraldi Jónssyni og Stefáni Þorleifssyni. Samþykkt að taka upp viðræður við Stefán Þorleifsson.  Oddvita falið að ræða við Stefán um verkefnið og leggja fram samningsdrög á næsta fundi sveitarstjórnar.

2.     Skipun fulltrúa í lýðheilsu – og æskulýðsnefnd Hrunamannahrepps. Skipa þarf fulltrúa í lýðheilsu – og æskulýðsnefnd Hrunamannahrepps. Nefndin fjallar meðal annars um félagsmiðstöðina Zero, sem rekin er í samstarfi við Hrunamannahrepp. Oddviti lagði fram tillögu um Ástráð Unnar Sigurðsson sem fulltrúa í nefndina. Samþykkt samhljóða.

3.     Nemendur í Tónlistarskóla Árnesinga. Lagt fram bréf frá Helgu Sighvatsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga. Óskað er eftir 1,5 klst aukningu á kennslukvóta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Með því komast þeir þrír nemendur sem eru á biðlista í nám við skólann.  Kostnaður við aukninguna nemur kr 847.500. Samþykkt samhljóða. Kostnaður bókast á lykil 45101. Rúmast innan fjárhagsáætlunar

4.     Beiðni um skólagöngu nemanda utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram erindi frá Birni Björnssyni kt 260154-4869. Hann óskar eftir að fóstursonur hans Watin Munlao kt. 160703-2100, fái að stunda grunnskólanám  veturinn 2018-2019 utan sveitarfélagsins. Erindi samþykkt samhljóða. Stuðst verður við viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga um grunnskólavist. Sveitarstjóra falið að annast frágang málsins. Kostnaður bókast á lykil 0429. Rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Fundargerðir

5.     Fundargerð verkfundar. Gatnagerð og lagnir. Nr. 10. 14.08.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

6.     Fundargerð 160. fundar Skipulagsnefndar. 01.08.18 Mál nr 28,29,30 og 31. þurfa afgreiðslu.

28. mál

Stóra- Hof land L203207: Stóra-Hof lóðir 1-3:

Aðalskipulagsbreyting – 1807010

Lögð fram ósk um breytingu á Aðalskipulagi 2004-2016. Sem felur í sér breytingu á 10,3 ha spildu úr frístundabyggð í verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn gerir ekki  athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir breytinguna og samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samhliða auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

29. mál

Grámosar 4. L222425: Kjallari undir húsi: Fyrirspurn -1806068.

Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til að heimildar til að nýta niðurgrafinn/steyptan kjallara undir sumarhúsi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

30. mál

Götumelur úr landi Birkikinnar L166577: Deiliskipulag – 1808003

Umsókn um að byggja frístundahús allt að 160 m2, auk gestahúss og geymslu.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og samþykkir einnig að hún verði auglýst skv. 1.mgr. 41. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

31. mál

Brautarholt á Skeiðum : Ýmsar breytingar: Deiliskipulagsbreyting – 1805007.

Breyting á tillögu að deiliskipulagsbreytingu í landi Brautarholts eftir að auglýsingatíma lauk. Gert ráð fyrir að lóð nr. 2. við Malarbraut minnki og verði að lóð undir gistihús í stað verslunar. Byggingarreitir á lóð 4 og 6 sameinaðir í einn reit og lóð 4. stækkuð á kostnað lóðar 2. og lóð 6 minnkar örlítið.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins af þeim ástæðum að málið er tekið aftur fyrir af Skipulagsnefnd þann. 22. ágúst.

Annað

7.     Skipulagsmál Áshildarmýri. Kílhraunsvegur landnr 225907- Breyting á staðfestu aðalskipulagi. Óskað er eftir að Kílhraunsvegi landnr 225907 verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.

8.     Borholureglur. Beiðni um umsögn. Seinni umræða. Borholureglur. Lögð voru fram drög að reglum um skráningu, hönnun og frágang borholna og um skil á upplýsingum um borholur til Orkustofnunar. Markmið reglnanna er að skilgreina aðferðir og skyldur við hönnun borun og frágang á borholum og fylgja eftir tilkynningarskyldu. Reglur lagðar fram og kynntar. Sveitarstjórn samþykkir að fresta umsögn til næsta fundar.

9.     Landsnet. Tillaga að landsáætlun 2018-2027. Umsögn. Seinni umr.

Umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga undirrituð af Guðjóni Bragasyni og frá Sambandi Sunnlenskra sveitarfélaga undirrituð af Bjarna Guðmundssyni við tillögum Landsnets að kerfisáætlun 2018-2027. Umsagnir lagðar fram og kynntar.

10.                       Íþróttavika 23-30 .sept. Boð um þátttöku. Lagt fram bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands undirritað af Hrönn Guðmundsdóttur. Þar er Íþróttavika Evrópu ( European Week of sport) sem haldin verður 23.- 30. September nk. Sveitarfélög eru  hvött til að tengjast íþróttavikunni. Máli vísað til menningar og æskulýðsnefndar til umfjöllunar og afrit verði sent stjórnum Ungmennafélags Gnúpverja og Ungmennafélags Skeiðahrepps.

11.                       Umsókn um styrk til Ferðamálastofu. Lagt fram bréf frá Ferðamálastofu undirritað af Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Þar eru kynntir möguleikar á að sækja um styrk til tvennskonar verkefna. Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu og styrkir vegna kynnis- og námsferða. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjóra falið að vekja athygli málinu á heimasíðu og facebook síðu sveitarfélagsins.

12.                       Önnur mál, löglega framborin.

    Mál til kynningar :

A.   Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-82. 27.06

B.   Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-83. 18.07

C.   Fundargerðir samstarfsnefnda.

D.   Fundarboð Umhverfisráðuneytis.

E.   Skýrsla sveitarstjóra.

 

Fundi slitið kl. 15.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 05. september næstkomandi. Kl. 09.00.

 

__________________________

Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarsson                          

 ________________________                           ________________________

Matthías Bjarnason                                                               Elvar Már Svansson                           

Gögn og fylgiskjöl: