Sveitarstjórn

1. fundur 14. júní 2018 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Kosning oddvita og varaoddvita. Björgvin Skafti Bjarnason stýrði kjöri oddvita samkvæmt þeirri hefð að sá sveitarstjórnarfulltrúi sem býr að mestri starfsreynslu í sveitarstjórninni stýri því kjöri. Tillaga kom fram um að Björgvin Skafti yrði kjörinn oddviti. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Ingvar Hjálmarsson sátu hjá. Tillaga kom fram um að Einar Bjarnason yrði kjörinn varaoddviti. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Ingvar Hjálmarsson sátu hjá.
  2. Skipan í nefndir á vegum sveitarfélagsins samkvæmt fundarsköpum Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Nefndirnar eru eftirtaldar :

Afréttarmálanefnd Gnúpverja 3 fulltrúar. Samþykkt samhljóða að skipa í nefndina  eftirtalin : Lilju Loftsdóttur, Gylfa Sigríðarson og Arnór Hans Þrándarson. Til vara : Eddu Pálsdóttur, Tryggvi Steinarsson og Gunnar Örn Marteinsson.

Atvinnu- og samgöngunefnd 3 fulltrúar. Skipun fulltrúa frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

Skólanefnd Flúðaskóla 2 fulltrúar frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi : Samþykkt að skipa Einar Bjarnason og Sigurður Unnar Sigurðsson sem aðalmenn. Ásmundur Lárusson til vara. Frestun annars varafulltrúa frestað til næsta fundar.

Kjörstjórn 3 fulltrúar. Samþykkt að fresta skipun fulltrúa til næsta sveitarstjórnarfundar.

Menningar- og æskulýðsnefnd 3 fulltrúar. Samþykkt að fresta skipun fulltrúa til næsta sveitarstjórnarfundar.

Skólanefnd 5 fulltrúar. Samþykkt að skipa eftirtalin : Einar Bjarnason, Ástráður Unnar Sigurðsson, Önnu Þórnýju Sigfúsdóttur, Ingvar Þrándarson og Anna María Flygenring. Til vara Anna Kr. Ásmundsdóttir, Ásmundur Lárusson og Helga Úlfarsdóttir og Sigurður Unnar Sigurðsson. Skipun fimmta varafulltrúa frestað til næsta fundar sveitarstjórnar

Umhverfisnefnd 3 fulltrúar. Samþykkt að fresta skipun fulltrúa til næsta sveitarstjórnarfundar.

Skipulagsnefnd Uppsveita 1 fulltrúi. Oddviti lagði fram tillögu um að Björgvin Skafti oddviti yrði fulltrúi í skipulagsnefnd og Einar Bjarnason til vara. Var það samþykkt samhljóða.

Umræða varð um fjölda fulltrúa í nefndum. Anna Sigríður og Ingvar lýstu bæði þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að fjölga fulltrúum í Atvinnu- og samgöngunefnd, Umhverfisnefnd og Menningar- og æskulýðsnefnd úr þremur fulltrúum í fimm. Til að koma til móts við aukið lýðræði. Einar Bjarnason benti á að fjölgun fulltrúa fæli í sér aukinn kostnað og að hætt yrði við að starf nefnda yrði þyngra í vöfum. Samþykkt að halda umræðu um þessi mál áfram á næsta sveitarstjórnarfundi.

  1. Ákvörðun um fasta fundartíma á kjörtímabilinu.

Samkvæmt  8. gr. samþykkta Fundir sveitarstjórnar. Í upphafi kjörtímabils sveitarstjórnar tekur sveitarstjórn ákvörðun um hvar og hvenær sveitarstjórnarfundir eru haldnir, og skal sú ákvörðun kynnt íbúum sveitarfélagsins með tryggum hætti Oddviti lagði fram tillögu um að fastir fundartímar á kjörtímabilinu yrðu fyrsti og þriðji miðvikudagur í hverjum mánuði og skulu fundirnir hefjast kl. 09:00.

  1. Launakjör sveitarstjórnarfulltrúa.  

Oddviti vísaði til samþykkta sveitarfélagsins. 5. gr. þóknun o.fl. Sveitarstjórnarmaður skal fá hæfilega þóknun úr sveitarsjóði fyrir störf sín í sveitarstjórn. Ef um langan veg er að fara milli heimilis sveitarstjórnarmanns og fundarstaðar sveitarstjórnar skal sveitarstjórnarmaður fá hæfilega greiðslu vegna ferðakostnaðar. Takist sveitarstjórnarmaður á hendur ferð á vegum sveitarfélagsins samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnarinnar á hann rétt á greiðslu hæfilegs ferða- og dvalarkostnaðar. Sveitarstjórn setur nánari reglur um greiðslur skv. 1. mgr. Sveitarstjórnarmaður má ekki afsala sér greiðslum sem honum eru ákveðnar á grundvelli þessarar greinar.  Samþykkt samhljóða að kjör sveitarstjórnarfulltrúa verði óbreytt frá því sem kjörum sem voru í gildi í lok nýliðins kjörtímabils og gildi þau til ársloka 2018.

  1. Kosning fulltrúa á Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 2018-2022. Samþykkt samhljóða að Björgvin Skafti Bjarnason verði fulltrúi sveitarfélagsins á landsþingum og Einar Bjarnason til vara.
  2. Aukaaðalfundur SASS og Sorpstöðvar Suðurlands.

Samþykkt að Einar Bjarnason, Matthías Bjarnason og Elvar Már Svansson verði fulltrúar á aukaaðalfundi SASS sem haldinn verður í Vestmannaeyjum 27 júní nk. og til vara Anna Kr Ásmundsdóttir, Ástráður Unnar Sigurðsson og Ingvar Hjálmarsson. Samþykkt samhljóða að fulltrúi á aukaaðalfundi Sorpstöðvarinnar verði Einar Bjarnason og Matthías Bjarnason til vara.

  1. Tilnefning fulltrúa í stjórn Hitaveitu Gnúpverja. Sigurður Kárason sem verið hefur fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Hitaveitunnar hefur beðist lausnar. Tillaga lögð fram um að Ingvar Þrándarson í Þrándarholti verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórninni. Tillagan var samþykkt samhljóða. 
  2. Sala á fasteigninni Holtabraut 27. Kaupsamningur. Um er að ræða framhald máls frá 61. fundi sveitarstjórnar nýliðins kjörtímabils.

Elín Anna Lárusdóttir og Elvar Már Svansson gera öðru sinni kauptilboð í fasteignina Holtabraut 27 í Brautarholtshverfi fastanr. 230-5633. Tilboð 23.000.000 kr í eignina. Tilboðið samþykkt með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður sat hjá. Sveitarstjóra Kristófer Tómassyni kt. 060865-5909 falið að undirrita tilheyrandi kaupsamning fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Erindi frá Lofti Erlingssyni og Helgu Kolbeinsdóttur um Tröð.

Erindið lagt fram öðru sinni. Þar er óskað eftir að horfið verði frá því að færa tengingu inn á Heiðarbraut við Skólabraut. Fyrirhuguð breyting  er samkvæmt deiliskipulagi samþykktu árið 2002. Erindi hafnað. Að auki er lögð fram beiðni um að sveitarfélagið kosti skjólvegg meðfram fyrirhugaðri götu á lóðarmörkum Traðar. Erindi hafnað með þeim rökum að fáir íbúar búa við götuna, umferð er því lítil og samkvæmt því litlar líkur á hljóðmengun að mati sveitarstjórnar.

Skipulagsmál

  1. Flatir lóð 17. Erindi frá Kirsten Jennrich. Framhald frá fundi 61.

Lagt öðru sinni fram erindi frá Christiane Bahner fyrir hönd Kirsten Jennrich vegn lóðarinnar Flatir 17. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðin verði tekin úr frístundanotkun og breytt í landbúnaðarland. Sveitarstjóra falið að vinna með skipulagsráðgjafa og skipulagsfulltrúa  að útfærslu skipulagsbreytingar á umræddri lóð.

  1. Skipulagsnefnd 157. fundur 24 maí 2018. Mál nr. 30,31,32 þarfnast staðfestingar.

Mál. 30. Skarð 2 L166595: Stofnun frístundalóðar; Deiliskipulag-1805048

Umsókn um að ný frístundalóð verði deiliskipulögð í landi Skarðs 2. Lóð 4. Lnr. 166595. Stærð 7.020 m2 að stærð. Jafnframt óskað eftir stofnun lóðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillaga um lóðina verði auglýst skv, 1.mgr. 41. gr. Leitað verði umsagna Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir landskipti skv. 13.gr. jarðarlaga. Sveitarstjórn óskar eftir að lögð verði fram tillaga að heiti aðkomuvegar sem einnig liggur að lóð nr 3.

Mál. 31. Álfsstaðir II: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1805026.

Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús 126,7 m2. Á tveimur hæðum á Álfsstöðum II lnr. 215788. Sveitarstjórn setur sem skilyrði fyrir byggingarleyfinu að unnið verði deiliskipulag fyrir tilheyrandi svæði.

Mál. 32. Stekkur lnr. 166686:Skarð 1 lnr. 174781: Breytt stærð, afmörkun og heiti lóðar-1802006. Beiðni um að lóðin Skarð lnr. 166686 fái heitið Skarðstekkur. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin fái heitið Skarðstekkur.

  1. Reykholt í  Þjórsárdal. Breyting aðalskipulags. Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar um breytingar á aðalskipulagi við Reykholt í Þjórsárdal. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd við umrædda breytingu aðalskipulags. Lagt fram og kynnt.

Fundargerðir

  1. Skýrsla velferðar- og  jafnréttisnefndar. Skýrsla lögð fram og staðfest. Talsverðar umræður urðu um skýrsluna.
  2.  Skólanefnd Flúðaskóla. Fundargerð 21. fundar. 16. maí 2018. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  3. Fundur Hússtjórnar Þjóðveldisbæjar. 27.04.2018. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  4.  Fundargerð 33. fundar Bergrisans. Fundargerð lögð fram og staðfest.

Styrkbeiðnir

  1.  Blindrafélagið - beiðni um styrk. Lagt fram erindi frá Blindrafélaginu, undirritað af Halldóri Einarssyni formanni. Þar sem óskað er eftir styrk til viðhalds húseignar félagsins. Erindi hafnað. Sveitarstjóra falið að leggja fram tillögur að reglum um fyrirkomulag styrkveitinga úr sveitarsjóði.
  2.  Vímulaus æska – beiðni um styrk. Lagt fram erindi  frá samtökunum Vímulaus æska. Erindi hafnað. Vísasta til afgreiðslu máls nr. 17.
  3. Aldarafmæli lýðveldisins.

Lagt fram bréf frá 100 ára afmælisnefnd íslenska lýðveldisins undirritað af Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur. Í bréfinu eru sveitarfélög hvött til að taka þátt í hátíðarhöldum tengdu afmæli lýðveldisins. Bréf Lagt fram og kynnt.

Samningar

  1. Samningur við Fornleifastofnun. Þarfnast staðfestingar.

Samningur staðfestur

  1. Samningur við Símann um þjónustu. Þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur.
  2. Samningur um land til beitar í eigu sveitarfélagsins. Þarfnast staðfestingar. Framlagðir samningar staðfestir. Í kjölfar umræðna um innihald framlagðra samninga samþykkir sveitarstjórn að láta meta reglulega gæði lands sveitarfélagsins sem er í útleigu til beitar. Sveitarstjóra falið að leita til sérfróðra aðila um mat landsins.

    Mál til kynningar :

  1. Fundur stjórnar SASS nr 532.
  2. Kynning á kerfisáætlun Landsnets.
  3. Aukaðalafundur Bergrisans.
  4. Fundargerð 187. Fundar Heilbrigðisnefndar.
  5. Úthlutun úr Styrktarsjóð EBÍ.
  6. Tónlistarskóli Árnesinga. Uppfærð áætlun.
  7. Minjastofnun Skarð. Umsögn.
  8. Rannsókn Skóla- og Velferðarþjónustu.
  9. Plastpokalaust Suðurland.

Fundi slitið kl.16:45 næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  miðvikudaginn 4. júlí næstkomandi. Kl. 9.00.

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: