- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Gunnar Örn Marteinsson setti fundinn og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Óskað var eftir að bæta á dagskrá þremur málum, nr. 27, 28 og 29. Var það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum
Lögð fram tillaga um að Haraldur Þór Jónsson gegni stöðu oddvita á kjörtímabilinu. Gengið var til kosningar oddvita og hlaut Haraldur Þór Jónsson 4 atkvæðum. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá. Haraldur Þór Jónsson er því rétt kjörinn oddviti út kjörtímabilið.
Nýkjörinn oddviti, Haraldur Þór Jónsson, tekur við fundarstjórn.
Lögð fram tillaga af meirihluta stjórnar um að Bjarni Hlynur Ásbjörnsson gegni stöðu varaoddvita á kjörtímabilinu. Gunnar Örn Marteinsson og Gerður Stefánsdóttir óska eftir að Vilborg Ástráðsdóttir gegni stöðu varaoddvita í ljósi niðurstöðu kosninga og sæti hennar á lista og í ljósi jafnréttissjónarmiða.
Vilborg Ástráðsdóttir frábað sig því að gegna stöðu varaoddvita.
Gengið var til kosninga um varaoddvita með handauppréttingu og hlaut Bjarni Hlynur Ásbjörnsson 4 atkvæði. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá. Bjarni Hlynur Ásbjörnsson er því rétt kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.
Rætt var um stöðu sveitarstjóra. Lögð var fram tillaga frá meirihluta stjórnar um að Haraldur Þór Jónsson sinni sameiginlegri stöðu oddvita og sveitarstjóra í samtals 100% starfi út kjörtímabilið. Gerður tók fram,fyrir hönd U listans, að þau kjósi að starf sveitarstjóra sé auglýst.
Rætt var um hvernig starfsemi skrifstofunnar og stjórnsýslu sveitarfélagsins yrði með sameiningu á starfi oddvita og sveitarstjóra, hvernig greiðslum væri háttað til hans á meðan hann situr einnig í öðrum nefndum sem greitt er sérstaklega fyrir á sama tíma og hann þiggur laun fyrir störf oddvita.
Oddvita falið að koma með nánari skilgreiningu á starfslýsingu hins sameiginlega starfs og starfsemi skrifstofu og stjórnsýslunnar.
Sveitarstjórn telur að endurskoða skuli siðareglur kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins og felur oddvita að endurskoða reglurnar út frá athugasemdum sem ræddar voru og leggja fram drög að nýjum reglum fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga um kjör fulltrúa í eftirfarandi nefndir, stjórnir og ráð, sbr. 41. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins, sem unnið hefur verið af öllum þremur listum sveitarstjórnar.
Eftirfarandi skipun nefnda var samþykkt samhljóða af sveitarstjórn:
Skólanefnd |
||||
Aðalmaður |
Varamaður |
|||
Vilborg M. Ástráðsdóttir |
Gunnhildur Valgeirsdóttir |
|||
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
Vilmundur Jónsson |
|||
Ingvar Hjálmarsson |
Helga Jóhanna Úlfarsdóttir |
|||
Karen Óskarsdóttir |
Anna María Flygenring |
|||
Sigríður Björk Gylfadóttir |
Sigríður Björk Marínósdóttir |
_______________
Afréttamálanefnd Gnúpverjaafréttar |
|
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
||
Helga Höeg Sigurðardóttir |
Ingibjörg María Guðmundsdóttir |
|||
Gylfi Sigríðarson |
Tryggvi Steinarsson |
|
||
Arnór Hans Þrándarson |
Sigurður Unnar Sigurðsson |
_______________
Afréttamálafélag Flóa og Skeiða |
||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
Elin Moquist |
Ingvar Hjálmarsson |
|
Jón Vilmundarson |
Hafliði Sveinsson |
_______________
Loftslags- og Umhverfisnefnd |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Vilmundur Jónsson |
Haraldur Ívar Guðmundsson |
||
Gunnhildur Valgeirsdóttir |
Birna Þorsteinsdóttir |
||
Sigþrúður Jónsdóttir |
Hannes Ólafur Gestsson |
_______________
Veitunefnd |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Vilmundur Jónsson |
Hlynur Árnason |
||
Sigríður Björk Gylfadóttir |
Hannes Ólafur Gestsson |
||
Valdimar Jóhannsson |
Kjartan Ágústsdóttir |
_______________
Ungmennaráð: |
Magnea Guðmundsdóttir |
_______________
Samráðshópur um málefni aldraðra |
||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
Sigvaldi Kaldalóns Jónsson |
Lilja Össurardóttir |
_______________
Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings |
||
Aðalmaður |
Varamaður |
|
Andrea Sif Snæbjörnsdóttir |
Karen Óskarsdóttir |
|
_______________
Nefnd oddvita og sveitarstjóra |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
_______________
Aðalfundur Bergrisans |
||||
Aðalmaður |
Varamaður |
|||
Andrea Sif Snæbjörnsdóttir |
Gunnhildur Valgeirsdóttir |
|||
Gunnar Örn Marteinsson |
Sigríður Björk Marinósdóttir |
|||
Axel Njarðvík |
Karen Óskarsdóttir |
_______________
Skipulagsnefnd Umhverfis - og tæknisviðs |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
||
_______________
Umhverfis og tæknisviðs uppsveita bs. |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
||
_______________
Héraðsnefnd Árnesþings |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
_______________
Seyrustjórn |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
_______________
Öldungaráð |
|
||||||
Aðalmaður |
Varamaður |
||||||
Lilja Össurardóttir |
Sigvaldi Kaldalóns Jónsson |
||||||
_______________ |
|
|
|||||
Almannavarnanefnd Árnessýslu | |||||||
Aðalmaður |
Varamaður |
||||||
Haraldur Þór Jónsson |
Gerður Stefánsdóttir |
||||||
_______________ |
|||||||
|
|
|
|
|
|||
Oddvitanefnd uppsveita Árnessýslu |
|
||||||
Aðalmaður |
Varamaður |
||||||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
||||||
_______________ |
|||||||
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
||||||
Aðalmaður |
Varamaður |
||||||
Haraldur Þór Jónsson |
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
||||||
_______________
Aðalfundur sambands sunnlenskra sveitarfélaga |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Vilborg M. Ástráðsdóttir |
||
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson |
Andrea Sif Snæbjörnsdóttir |
||
Karen Óskarsdóttir |
Gunnar Örn Marteinsson |
||
_______________
Svæðisskipulag Suður hálendi Íslands |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Gerður Stefánsdóttir |
Sigurður Unnar Sigurðsson |
||
Gunnar Örn Marteinsson |
Ingvar Hjálmarsson |
_______________
Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps |
|||
Aðalmaður |
Varamaður |
||
Haraldur Þór Jónsson |
Andrea Sif Snæbjörnsdóttir |
||
Vilborg M. Ástráðsdóttir |
Gunnhildur Valgeirsdóttir |
||
Bjarni H. Ásbjörnsson |
Vilmundur Jónsson |
||
Gunnar Örn Marteinsson |
Sigríður Björk Gylfadóttir |
||
Karen Óskarsdóttir |
Gerður Stefánsdóttir |
_______________
Skipun í eftirfarandi nefndir frestað fram að næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillaga að launum nefndarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi lögð fram og rædd.
Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.
6. Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026
Samþykkt er samhljóða með 5 atkvæðum að fundartími sveitarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026 verði fyrsta og þriðja hvern miðvikudag í mánuði kl 9.
7. Skipurit
Oddvita falið að skoða breytingar á skipuriti sveitarfélagsins.
8. Sumarleyfi sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að sveitarstjórn verði í sumarleyfi í júlí. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi verður 3. ágúst kl. 9.
9. Sumarlokun skrifstofu
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 4. júlí til og með 22. júlí.
10. Landsþing SÍS 2022 - til nýrrar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að Haraldur Þór Jónsson yrði tilnefndur sem fulltrúi sveitarfélagsins á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og felur honum að sækja landsþingið sem haldið verðu 28-30 september og til vara Bjarni Hlynur Ásbjörnsson.
Oddvita falið að ganga frá kjörbréfi.
11. Aukaaðalfundur SASS
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Haraldur Þór Jónsson, Bjarni Hlynur Ásbjörnsson og Karen Óskarsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúar sveitarfélagsins á auka aðalfund SASS þann 15-16. júní.
Oddvita falið að ganga frá skráningarformi.
12. Heimsóknir v. innleiðingar farsældarlaga barna
Fundarboð á fund Barna- og fjölskyldustofu þann 8. júní. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Vilborg María Ástráðsdóttir og Karen Óskarsdóttir sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Oddvita falið að skrá fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.
13. Framhald um gerð svæðisskipulags f. Suðurhálendi
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Gunnar Örn Marteinsson og Gerður Stefánsdóttir sitji í skipulagsnefnd fyrir svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands.
14. Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélag
Lagt fram til kynningar.
15. Bókasafnshús- Beiðni um leigutöku
Beiðni frá Selásbyggingum um að taka bókasafnshúsið í Brautarholti á leigu og koma húsnæðinu í notkun fyrir vinnustofur, fjarvinnustofur og létta framleiðslu einingar.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið felur oddvita að skoða málið nánar með umsækjanda.
16. Félagsheimili Brautarholti- umsókn um umsjón
Auglýst var til umsóknar umsjón með útleigu á félagsrými og sal húsnæðis sveitarfélagsins í Brautarholti. Ein umsókn barst frá Hörpu Dís Harðardóttur.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að ganga til samninga við Hörpu Dís Harðardóttur um umsjón með útleigu á húsnæðinu í Brautarholti. Oddvita falið að ræða við umsækjanda og mynda ramma um nýtingu húsnæðisins.
17. Beiðni um leyfi til rannsókna að Bergsstöðum
Fornleifastofnun Íslands óskar eftir leyfi til fornleifarannsókna á Bergsstöðum í Þjórsárdal. Fyrirhugað er að rannsókn fari fram fyrri hluta júlí og er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar, Minjastofnunar og Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Fornleifastofnun Íslands geri fornleifarannsókn á Bergsstöðum í Þjórsárdal sumarið 2022.
18. Heimasíða sveitarfélagsins
Tilboð barst frá Stefnu í nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið.
Oddvita falið að skoða málið nánar.
19. Kynningarmyndband fyrir Skeiða-og Gnúpverjahrepps
Lagt fram til kynningar kynning frá Tjörva Jónssyni kvikmyndagerðarmanni varðandi kynningarmyndbandagerð fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
20. Menntun til sjálfbærni. Ákall til sveitarstjórna
Lagt fram til kynningar ákall til nýrra sveitarstjórna að leggja aukna áherslu á menntun til sjálfbærni á komandi tímum.
21. Skipulagsnefnd Umhverfis og tæknisviðs uppsveita. Fundargerð 240. fundar
Lögð er fram fyrirspurn Davíðs Arnar Ingvasonar um skiptingu lóðarinnar Brjánsstaðir lóð 4 L213014 í þrjár lóðir, tvær þeirra til að byggja íbúðarhús á. Lóðin er skráð sem 10.000 fm íbúðarhúsalóð sem samþykkt var til stofnunar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2007. Meðfylgjandi er afstöðumynd með fyrirhugaðri skiptingu til skýringar.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar
byggingar á landbúnaðarlandi skal skilgreina viðeigandi landnotkunarflokk séu 4 eða fleiri lóðir undir 2 ha samliggjandi á sama svæði. Samliggjandi Brjánsstöðum lóð 4 er lóðin Brjánsstaðir 2 sem er einnig íbúðarlóð. Verði Brjánsstaðir lóð 4 að þremur íbúðarlóðum verða því 4 samliggjandi lóðir á svæðinu og skal þá skilgreina svæðið sem íbúðarsvæði í takt við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd UTU telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Lögð er fram umsókn frá Magnúsi Sigurði Alfreðssyni er varðar breytingu á
deiliskipulagi að Stóra-Hofi. Gerðar eru breytingar á uppdrætti og greinargerð
skipulagsins.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
22. Skólanefnd - Leikholt. Fundargerð 19. fundur
Fundargerð lögð fram til kynningar.
23. Skólanefnd- Þjórsárskóli Fundargerð 18. fundur
Fundargerð lögð fram til kynningar.
24. Menningar- og æskulýðsnefnd. Fundargerð 18. Fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar. Ný sveitarstjórn skorast ekki undan áskorun Menningar- og æskulýðsnefndar.
25. Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerðir stjórnar
Fundargerðir lagðar fram og kynntar
26. Lagafrumvörp og þingsályktunartillögur til umsagna
Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun - Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Lagt fram til kynningar
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Lagt fram til kynningar
Frumvarp til laga um skipulagslög. Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Lagt fram til kynningar
Tillaga til þingsályktunar um framkv. áætlun í málefnum innflytjenda. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk
Lagt fram til kynningar
27. Aðalfundarboð Eignarhaldsfélag Suðurlands
Lagt fram fundarboð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands miðvikudaginn 15. júní. Samþykkt að Haraldur Þór Jónsson sæki fundinn f.h. sveitarfélagsins.
28. Skeiðalaug
Samningur við rekstraraðila, Eyþór Brynjólfsson, rennur út 30.06.2022.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn við Eyþór Brynjólfsson til 31.12.2022. Á þeim tíma verður mun sveitarstjórn móta framtíð Skeiðalaugar. Oddvita falið að ganga frá samningi.
29. Fasteignamat 2023
Nýtt fasteignamat fyrir árið 2023 lagt fram. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári, 22% á Suðurlandi og 16,2% í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fasteignaskattur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er 0,45% á A flokki, 1,32% á B flokki og 1,65% á C flokki. Í dag er álagningarprósenta á íbúðahúsnæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi lægst í uppsveitunum.
Sveitarstjórn skoðar álagningarforsendur í tengslum við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Fundi slitið kl. 20.45. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 15. júní nk. kl 09.00 í Árnesi.
Gögn og fylgiskjöl: