Sveitarstjórn

61. fundur 16. maí 2018 kl. 14:00
Nefndarmenn
  •                  Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Gunnar Örn  Marteinsson
  • Meike Witt
  • Halla Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  •                 Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið

              svo reyndist ekki vera

                   61. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi fimmtudaginn 16. maí 2018  kl. 14:00.

                      Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Fjárhagsáætlun 2018 viðauki.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

Málaflokkur 13. Lykill 0710. Útgjöld til uppbyggingar ferðamannastaða hækkuð um 1.000.000 kr. Eignasjóður viðhald : Vegna Brautarholts 2.500.000 kr gler og gluggar. Vegna Skeiðalaugar 1.500.000 kr vegna lagna og annars viðhalds. Framkvæmdaáætlun 1.000.000 kr hækkun vegna lokafrágangs byggingar áhaldahúss. 1.500.000 til girðinga á gámsvæðum. Aukin útgjald samtals 7.500.000 kr mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukar samþykktir samhljóða.

  1. Fjárþörf – Fjárfestingar- Fjárstreymisáætlun. Sveitarstjóri lagði fram sjóðsstreymisáætlun frá maí -desember 2018 og áætlun um fjárþörf.
  2. Holtabraut 27. Kauptilboð- verðmat. Lagt fam kauptilboð Elínar Önnu Lárusdóttur og Elvars Más Svanssonar um kaup á húseigninni Holtabraut 27. Samhliða lagt fram verðmat fasteignasala. Sveitarstjórn samþykkir að selja húsnæðið á matsverði samkvæmt mati fasteignasala. Halla Sigríður Bjarnadóttir sat hjá.
  3. Erindi vegna Flata 17. Lagt fram erindi frá Christiane L. Bahner hdl fyrir hönd Kristen Jennerich, varðar leyfi til gistingar í sumarhúsi á Flötum í nafni félagsins Flatir Cottage.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og leita lausna á erindinu. Sveitarstjóra falið að vinna að lausn málsins og kalla tilheyrandi aðila til lausn fundar um málið.

  1. Styrkur til framboða. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja hvert og eitt framboð til sveitarstjórnar 2018 um 100.000 kr. Styrkur rúmast innan fjárhagsáætlunar.
  2. Innleiðing persónuverndarlaga. Lögð fram drög að samningu við Dattaca labs um þjónustu við innleiðingu persónuverndarlaga. Samningur samþykktur samhljóða. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
  3. Erindi frá ábúendum og íbúum Traðar. Lagt var fram erindi frá eigendum og íbúum fasteignarinnar Traðar fastanr. 220271. Þar er getið um fyrirhugaðar gatnagerðarframkvæmdir. Óskað er endurskoðunar á skipulagi nærsvæðis fasteignarinnar. Máli frestað, þar sem leiðrétta þarf tilheyrandi lóða og skipulagsgögn.
  4. Sala á iðnaðarhúsnæði til Björgunarsveitar. Máli frestað til næsta fundar. Gögn hafa ekki borist.
  5. Lóðir við Suðurbraut. Lögð fram lóðarblöð og drög að lóðarleigu-samningum um lóðir nr. 1,2,3,4,5,6,7,8,9 og 10 við Suðurbraut í iðnaðarhverfi sunnan hverfis við Árnes. Nesey ehf sækir um lóðir nr. 3,4,5,6,7,8,9 og 10.

   Drög að lóðarsamningum um lóð nr. 1. Við Suðurbraut samþykkt til Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs. Lóðir nr. 2 og 7. við Suðurbraut samþykktar til Neseyjar ehf.  Lóðarleigusamningur um lóð nr 3      við Suðurbraut samþykkt til Gamla settsins ehf. Afgreiðslu annarra lóðarleigusamninga  frestað.

  1. Bókun vegna Lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Vegna formgalla í fyrri bókun sveitarstjórnar á fundi nr. 57. 7 mars 2018 um lántöku og veitingar tilheyrandi umboðs en bókað á ný vegna málsins.

           Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

           Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.800.000,  til allt að 37 ára, í samræmi við                     

          skilmála lánasamninga sem áður hafa verið kynntir á sveitarstjórnafundi og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

          Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr.           138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

         Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri lífeyrisskuldbindinga við Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers                hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

         Jafnframt er Kristófer Tómassyni, sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps kt.060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps að undirrita lánssamning við               Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um                     útborgun láns.

  1. Eignarhaldsfélag Suðurlands. Tilnefning fulltrúa á aðalfund. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins verður haldinn 23 maí næstkomandi. Lagt var fram boð til fundarins, undirritað af Bjarna Guðmundssyni. Óskað er eftir fulltrúa sveitarfélagsins til setu á fundinum. Samþykkt samhljóða að Björgvin Skafti Bjarnason verði fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinum.
  2. Rauðikambur. Staða á framkvæmdaáformum. Magnús Orri Schram mætti til fundarins og greindi frá hvar stöðu undirbúnings framkævmda við Reykholt í Þjórsárdal.

    Fundargerðir

  1. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 156. Mál nr. 24,25,26,27,28,29,30,31 og 32 þarfnast afgreiðslu.

24. Hólaskógur: Afmörkun fjögurra lóða: Deiliskipulag - 180500

Lögð er fram umsókn Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 04.05.2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Hólaskóg sem er skilgreindur sem jaðarmiðstöð og verslunar og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Um er að ræða deiliskipulag fyrir landspildu á Gnúpverjaafrétti sem er innan þjóðlendu. Tillagan tekur til afmörkunar á fjórum lóðum. Skipulaginu er ætlað að staðfesta núverandi mannvirki og uppbyggingar á lóðum.

Lögð er fram umsókn Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 04.05.2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Hólaskóg sem er skilgreindur sem jaðarmiðstöð og verslunar og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Um er að ræða deiliskipulag fyrir landspildu á Gnúpverjaafrétti sem er innan þjóðlendu. Tillagan tekur til afmörkunar á fjórum lóðum. Skipulaginu er ætlað að staðfesta núverandi mannvirki og uppbyggingar á lóðum.

Á lóð 1 lnr. 186970 stendur fjallaskáli. Gert er ráð fyrir stækkun skálans auk þess sem er gert ráð fyrir bílastæðum og rútustæðum á lóðinni. Ekki er fyrirhuguð uppbygging á lóð 2.

Óheimilt er að breyta kofanum sem er þar fyrir en þó ert gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar.

Á lóð 3 lnr. 166704 er fjallamannaskáli á tveimur hæðum og hesthús.

Fyrirhugað er að endurbyggja fjallaskálann á einni hæð allt að 250m2 og er gert ráð fyrir rennandi vatni og bílastæðum innan lóðar.

Lóð 4 er notuð sem safngirðing fyrir fé og hross

Ekki er fyrirhuguð frekari uppbygging á þeirri lóð önnur en viðhald girðinga og aðhalds.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

25. Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Aðalskipulagsbreyting - 1803045

Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Skeiða og Gnúpverjahrepps frá Eflu verkfræðistofu dags. 02.05.2018. Tillagan snýr að breyttri landnotkun úr landbúnaðarsvæði í blandaða landnotkun íbúðar og landbúnaðarsvæði svo unnt sé að fjölga lóðum fyrir smábýli á svæðinu. Jafnframt verður svæðið stækkað til austurs um allt að 18ha og verður alls um 26 ha að stærð.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með fyrvara um að gögn verði lagfærð í samráði við skipulagsfulltrúa. Leitað verður umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar

Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. Mgr. 36.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Með fyrirvara um að gögn verði lagfærð í samráði við skipulagsfulltrúa. Leitað verður umsagna ofangreindra stofnana.

26. Fossnes frístundasvæði: Minnkun svæðis F30: Breytt notkun: Aðalskipulagsbreyting - 1805018

Lögð er fram tillaga frá Eflu verkfræðistofu dags.02.05.2018 að breyttu aðalskipulagi sem snýr að breyttri landnotkun úr frístundarsvæði í landbúnaðarsvæði á allt að 10 ha svæði. Afmörkun frístundarsvæðisins verður breytt og verður tvískipt en með sama númeri

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verður umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar

Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði auglýst skv. 1.mgr. 36. Gr.Skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verður umsagnar ofangreindra stofnana. Meike Witt sat hjá.

27. Brautarholt á Skeiðum: Ýmsar breytingar: Deiliskipulagsbreyting – 1805007

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi dags. 04.05.2018. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag 2004-2016. Um er að ræða breytingu sem er tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar eftir parhúsalóðum og stærri atvinnulóðum á svæðinu. Í breytingunni felst m.a að verið er að fjölga parhúslóðum á kostnað einbýlishúalóða við Vallar- og Holtabraut ásamt að lóðarmörk og byggingarreitir þriggja lóða við Malarbraut 2-6 breytast. Einnig er staðsett hreinsivirki skv. mælingu, lóðin stækkuð og byggingarreitur fyrir tengistöð er færður.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. Mgr. 43. Skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verði umsagnar ofangreindar stofnana.

28. Flóa- og Skeiðamannaafréttur lnr 223325: Afmörkun Rauðafoss (F17) og stækkun þjóðlendunnar – 1805015.

Lagt er fram uppfært landspildublað fyrir Flóa- og Skeiðamannaafrétt dags. 23.04.2018. Afmörkun á hniti fyrir Rauðafoss ( fs 17 ) hefur verið breytt. Stærð þjóðlendunnar stækkar því úr 801 km2 í 803km2.

Málinu er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum þar sem breytingin komi skýrt fram.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar.

29. Þjórsárholt lnr 166616: Stofnun 0,7 ha íbúðahúsalóðar - 1805017

Lögð er fram umsókn Árna Ísleifssonar og Helgu Óskarsdóttur dags. 02.05.2018 um stofnun 6612m2 lóð undir íbúðarhús úr landi Þjórsárholts lnr. 166616 sem á að fá nafnið Þjórsárholt 2. Aðkoma er um Þjórsárholtsveg sem er jafnframt heimreið bæjarins. Lóðin er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um samþykki allra landeiganda um að á lóðinni verði byggt íbúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. Jarðalaga.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun íbúðarhúsalóðarinnar með fyrirvara um samþykki allra landeigenda um að á lóðinni verði byggt íbúðarhús. Auk þess samþykkir svietarstjórn fyrir sitt leyti landsskiptin skv. 13.gr. Jarðarlaga.

30. Hlemmiskeið 2A lnr 217104: Stækkun lóðar – 1805023

Lögð er fram umsókn Vilhjálms Eiríkssonar og Ásthildar Sigurjónsdóttur dags. 07.05.2018 ásamt uppdrætti sem sýnir breytta afmörkun og stærð lóðar .

Hlemmiskeið 2A lnr. 217104 úr landi Hlemmiskeiðs 2 lnr. 166465.

Gert er ráð fyrir að lóðin verði 4300m2 að stærð í stað 3575 m2 eins og hún er skráð núna.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eiganda aðliggjandi lóða á hnitsettningu lóðamarka. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13 gr. jarðarlaga.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarkga. Svietarstjórn gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13.gr. jarðarlaga.

31. Hlemmiskeið 2 lnr 166465: Hlemmiskeið 2D, Hlemmiskeið-Drífudæld og Hlemmiskeið-Hraunsnef: Stofnun þriggja lóða – 1805024

Lögð er fram umsókn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Snæbjörns Guðmundssonar dags. 07.05.2018 um stofnun þriggja nýrra lóða út úr jörðinni Hlemmiskeið 2 lnr. 166465

Fyrsta lóðin er 4176 m2 að stærð skv. hnitsettu lóðarblaði og jafnframt óskað eftir að landið fái nafnið Hlemmiskeið – Drífudæld.

Önnur lóðin er 11,3 ha að stærð skv. hnitsettu lóðarblaði og jafnframt óskað eftir að landið fá nafnið Hlemmiskeið – Hraunsnef.

Þriðja lóðin er 4.850 m2 að stærð skv. hnitsettu lóðarblaði og jafnframt óskað eftir að landið fá nafnið Hlemmiskeið 2D.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsettningu lóðamarka. Mið fyrirvara um samræmingu á heiti lóðanna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. Jarðalaga.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnuna lóðanna með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hntisetningu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti landsskiptin skv. 13. Gr. Jarðarlaga.

32. Hlemmiskeið land 2 lnr 174528: Hlemmiskeið 2C: Breytt stærð og heiti lóðar – 1805022

Lögð er fram umsókn Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Snæbjörns Guðmundssonar dags. 07.05.2018 ásamt uppdrætti sem sýnir breytta afmörkun og stærð lóðar

Hlemmiskeið land 2 lnr.174528 úr landi Hlemmiskeið 2 lnr. 166465. Gert er ráð fyrir að lóðin verði 13.330m2 í stað úr 1.250 m2 eins og hún er skráð núna . Samhliða er óskað eftir að breyta heiti lóðarinnar í Hlemmiskeið 2C.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eiganda aðliggjandi lóða á hnitsettningu lóðamarka. Með fyrirvara um samræmi heiti lóða á bæjartorfunni. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13 gr. jarðarlaga.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnuna lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hntisetningu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti landsskiptin skv. 13. Gr. Jarðarlaga.

  1. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  2. Fundargerð 34. fundar menningar- og æskl.nefndar 03.05.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

Samningar

  1. Samningar um skólaakstur. Þarfnast staðfestingar. Lagðir fram undirritaðir samningar um skólaakstur við verktaka í skólaakstri. Veturna 2017-2018 og 2018-2019. Samningar staðfestir. Meike Witt samþykkti með fyrirvara um  að læknisskoðun sé samkvæmt reglugerð 830/2011.
  2. Samningur við Sjóð innheimtur. Samningur staðfestur.
  3. Samningur við Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða. Lögð fram drög að samningi við Ræktunarsamband Flóa – og Skeiða um borun efti rheitu vatni í Þjórsárholti. Samningsdrög samþykkt og sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn. Gert hefur verið ráð fyrir kostnaði við verkefnið í fjárfestingaáætlum.
  4.  Samningar um hrossabeit. Lögð fram drög að samningum um leigu lands  í eigu sveitarfélagsins í land Réttarholts og nágrennis undir hrossabeit.  Samningshafar : Traðarland ehf, Lilja Loftsdóttir, Sigurður Bjarnason og Pétur Kjartansson. Samingsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að skrifa undir samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.
  1. Samningur við Birgi S.Birgisson um Nónstein og aðstöðu í Árnesi. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningum um leigu á gistiheimilinu Nónsteini sumarið 2018, auk aðstöðu í félagsheimilinu Árnesi. Samningshafi Nico ferðaþjónusta ehf í eigu Birgis S Birgissonar. Samningar samþykktir samhljóða og sveitarstjóra falið að skrifa undir fyrir hönd sveitarfélagsins.

Annað

  1. Ísland- Atvinnuhættir og menning. Lagt fram erindi frá ZagaZ undirritað af Árna Emilssyni. ZagaZ vinnur að útgáfu bóka í fjórum bindum um Atvinnuhætti og menningu á Íslandi.  Óskað er eftir stuðningi við útgáfuna gegn því að sveitarfélagið fái umfjöllun í bókunum. Sveitarstjórn hafnar beiðninni.
  2. Orlofsnefnd SSK. Lagt fram bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu undirritað af Önnu Kr Ásmundsdóttur. Skeiða- og Gnúpverjahreppi ber að greiða Kr. 76.528 til orlofsnefndarinnar. Það er í samræmi við fjölda íbúa. Fjárhæð er innan fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ganga frá greiðslunni. Sveitarstjórn leggur áherslu á að stuðningur við orlofsnefnd húsmæðra sé barn síns tíma.
  3. Önnur mál, engin.

    Mál til kynningar :

  1. Afgreiðslur byggingafulltrúa. 18-78, 2. Maí 2018.
  2. Bugðugerði 3. Staðfesting lóðar UTU.
  3. Fundargerð 859. Fundar stjórnar Sambands Ísl sveitarfélaga.
  4. Styrkúthlutun vegna minjaskráningar.
  5. Verkfundur gatnagerð.
  6. Íbúakönnun landshlutanna.
  7. Fundargerð 186. Fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
  8. Viljayfirlýsing um sorpmál.
  9. Styrkveiting EBÍ.
  10. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl.17:30 næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  miðvikudaginn  6. Júní næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: