- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi fimmtudaginn 2. maí 2018 kl. 14:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
Ársreikningurinn lagður fram. Rekstrareikningur: Heildartekjur A og B hluta 659.156 þkr. Rekstrargjöld fyrir afskriftir 608.231 þkr. Hagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði 50.925 þkr Eftir afskriftir og fjármagnsliði 27.217 þkr. Fyrir A hluta 42.881 þkr. Efnahagsreikningur A og B samtals: Fastafjármunir 748.107 þkr. Veltufjármunir 67.886 þkr. Eignir samtals 815.993 þkr. Eigið fé 637.639 þkr. Fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum 97.387 þkr. Eiginfjárhlutfall 80 %. Skuldahlutfall 27,1 %. Veltufé frá rekstri 7,3 %. Nokkrar umræður urðu um ársreikninginn og einstaka málaflokka. Ársreikningur samþykktur samhljóða.
Fyrirspurn frá Elínu Önnu og Elvari um kaup á húseigninni Holtabraut 27. Samþykkt að leita verðmats fasteignasala og leggja málið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Varðar útleigu sumarhúss á Flötum í nafni félagsins Flatir Cottage. Máli frestað. Sveitarstjóra falið að ræða við Kirsten og Christiane.
Sýn óskar eftir uppsetningu á fjarskiptaloftneti á félagsheimilið Árnes. Þess er vænst að það muni bæta símaskilyrði á nokkrum bæjum þar sem skilyrðum er ábótavant. Umsókn samþykkt samhljóða.
Óskað eftir að sveitarstjórn veiti heimild til byggingar sumarhúss á Sandlæk. Sveitarstjórn hafnar einróma erindinu með vísan til Skipulagslaga. Ekki er hægt að verð avið beiðninni fyrr en að loknu skipulagsferli.
Oddviti greindi frá fundi sem haldinn var með Gesti Þórðarsyni og sonum hans um útleigu á landi sveitarfélagsins til hrossabeitar er liggur að landi í þeirra eigu í Réttarholti. Gengið verði frá samningi við umsækjendur. Oddvita falið að ganga frá samningum.
Hestagerði. Sveitarstjórn samþykkir að sett verði upp tvö hestagerði. Annað verði Bólstað og hitt við Fossnes. Sveitarstjóra falið að semja við hlutaðeigandi landeigendur og sjá um verkefnið. Útgjöld vegna verkefnis rúmast innan fjárhagsáætlunar. Bókast undir atvinnumál.
Fundargerðir
Mál 16. Skarð 1 lnr 174781 Skógarskarð frístundabyggð DSK 1804062. Umsókn um deilsikipulag nýrrar lóðar í landi Skarðs. 1 hektari að stærð. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Skógarskarð
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst sk. 1. Mgr. 41.gr. með fyrirvara um að leyft verði að byggja eitt hús auk gestahúss á lóðinni. Ekki gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar.
Fundargerð lögð fram og staðfest.
Fundargerð lögð fram og staðfest.
Fundargerð lögð fram. Meike Witt lagði fram eftirfarandi bókun í tengslum við að þess er getið í fundargerðinni að ,,samningamál við Skólabílstjóra séu í vondum farvegi“
,,Ekki get ég séð annað en að sveitarstjóri hafi unnið þetta mál heiðarlega og af heilindum og með það eitt sjónarmið að gæta að öryggi skólabarna í akstri.”
Fundargerð staðfest.
Annað
Oddviti lagði fram ný drög að samningum um skólaakstur árin 2017-2018 og 2018 – 2019. Helstu breytingar frá þeim drögum sem lögð voru fram á sveitarstjórnarfundi þann 18. apríl sl. Eru að sett er inn krafa um heilsufarsskoðun og samningur gildi út skólaárið 2018 og 2019. Drög að samningum samþykkt.
Meike Witt samþykkti samningsdrögin með fyrirvara og lagði fram eftirafarndi bókun :
,,Ég tel nauðsynlegt að bæta eftirfarandi skýringum við samninginn sem er lagður núna fyrir bílstjórana:
1.) Læknisskoðun sé eftir reglugerð nr 830/2011.
2.) Vottorð sem bílstjórar leggja fram sé með tilvísun í þessa reglugerð.
3.) Að bílstjórar séu búnir að skila því vottorði fyrir byrjun skólaárs 2018 - 2019.
Að öðru leyti geri ég athugasemdir við stjórnsýslu eftir síðasta sveitastjórnafund 18.4.2018“
Lögð var fram ályktun frá 90 ársþingi. Þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til heilsueflandi samfélags. Sambandið hvetur sveitarstjórnir til að stuðla að heilsueflandi samfélagi og bættri lýðheilsu íbúanna með því að móta fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélög sín.
Jafnframt hvetur fundurinn sveitarfélögin til að huga að sveigjanleika er varðar yngstu börnin, eftir að fæðingarorlofi foreldra þeirra lýkur. Þannig að foreldrarnir geti haft val um leikskólapláss eða að fá niðurgreiðslu sveitarfélagsins greidda, til að eiga betri möguleika á að vera lengur heima með barninu. Ályktun lögð fram og kynnt.
Þórir Stephensen vinnur að útgáfu bókar um Stefán sterka og óskar eftir styrk til útgáfunnar. Erindi hafnað.
Þingskjal lagt fram og kynnt.
Sveitarstjórn lýsir óánægju sinni með þjónustu Íslandspósts við íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Er það með komið á framfæri óánægju meðal íbúa. Óhjákvæmilega hefur þjónusta Íslandspósts minnkað mjög með fækkun ferða. Til viðbótar fækkar ferðum óeðlilega þegar um almenna frídaga er að ræða. Auk þess þarf meiri fyrirvara en áður gerðist til að senda fjölpóst. Sveitarstjórn skorar á stjórnendur Íslandspósts til að bæta þjónustuna.
Mál til kynningar :
Fundi slitið kl. 18:10 næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn miðvikudaginn 16. maí næstkomandi. Kl. 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: