- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi fimmtudaginn 5. apríl 2018 kl. 14:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
1. Skipulagsstofnun. Álit – Hvammsvirkjun. Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar. Undirritað að Jakobi Gunnarssyni.
Meike Witt tók til máls. Hún lagði fram eftirgreinda bókun
Skipulagsstofnun ákvað í desember 2015 að endurskoða mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar að hluta, þ.e. mat á áhrifum framkvæmdarinnar á ferðaþjónustu og útivist og landslag og ásýnd lands. Þa nn 16. október 2017 lagði Landsvirkjun fram matsskýrslu og óskaði eftir áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar var staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 15. febrúar 2018.
Fjöldi athugasemda við matsskýrlsu LV barst, þar á meðal bréf frá Ungsól, samtökum ungs fólks sem býr í eða hefur sterk tengsl við sveitarfélög sem Þjósár rennur um, sem sagt bréf með 110 undirskriftum dags. 6. júlí 2017 þeirra 110 ungmenna með tengingu í sveitafélagið. Í báðum tilfellum mat Skipulagsstofnun áhrif mun verri en kemur fram í matskýrslu LV .
Varðandi áhrif á landslag og ásýnd:
„ Skipulagsstofnun telur að áhrif virkjunarinnar á landslag verði verulega neikvæð í ljósi þess að umfangsmiklu svæði verður raskað og mjög margir verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna ásýndar og yfirbragðsbreytinga auk þess sem áhrif af virkjuninni verða varanleg og óafturkræf.“
Þess ber að geta að þetta mat er versta einkunn sem hægt sé að fá á einkunnarskala fyrir vægi á umhverfisáhrifum.
Varðandi áhrif á ferðaþjónustu og útivist:
„Að mati Skipulagsstofnunar er Hvammsvirkjun líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu vegna þeirra óhjákvæmilegu breytinga sem munu verða á upplifun ferðamanna af svæðinu. Í dag er áhrifasvæðið landbúnaðarhérað en með tilkomu fyrirhugaðrar virkjunar mun það fá annað yfirbragð sem kemur til með að einkennast að umfangsmiklum mannvirkjum Hvammsvirkjunar sem munu sjást víða að en einkum í mikilli nálægð frá veginum upp í Þjórsárdal og heimilum íbúa og sumarhúsum í grennd við fyrirhugaðar framkvæmdir. Þessi áhrif á upplifun verða þannig bæði á þá ferðamenn sem eru á leið um svæðið til annarra áfangastaða, m.a. liggur ein aðalleið upp á hálendið um áhrifasvæði fyrirhugaðrar virkjunar, sem og á þá sem koma til með að dveljast á svæðinu til útivistar. Þessi neikvæðu áhrif munu verða til staðar, að mati Skipulagsstofnunar, þrátt fyrir niðurstöðu Landsvirkjunar um að möguleikar til útivistar komi ekki til með að skerðast. [...] Framkvæmdin sé líkleg til að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist.
LV taldi þau áhrif einungis vera óverulega neikvæð og ljóst er að einkunn Skipulagstofnunnarinnar er verri en vægið sem LV lagði til í sínu mati.
Ennfremur segir Skipulagsstofnun: “Í umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og mörgum athugasemdum er lýst yfir að ekki sé eðlilegt að tengja tilkomu brúar yfir Þjórsá neðan virkjunar við virkjanaáformin eins og gert hafi verið í spurningakönnun RRF um áhrif Hvammsvirkjunar á ferðaþjónustu, útivist og samfélag. [...]Þá tekur stofnunin undir þá gagnrýni að í könnun RRF eru spurningar sem varða nýjan veg og brú yfir Þjórsá sem fyrir liggur skýrt að er ekki hluti af virkjunarframkvæmdum og ekki forsenda fyrir þeim né að virkjun sé forsenda fyrir gerð vegarins og er því alfarið um ótengda framkvæmd að ræða.“
Þó að samstarf Landsvirkjunar og Skeiða-og Gnúpverjahrepps hafi verið farsællt í sambandi við margar virkjanir á svæðinu þá ber okkur að horfa með gagnrýnum augun á hverja virkjunarframkvæmd fyrir sig. Núverandi sveitastjórn ber einnig ábyrgð vegna komandi kynslóða og réttar þeirra til að nýta landið til atvinnuuppbyggingar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar gefur til kynna að umhverfisáhrifin eru talsverð neikvæð á ferðaþjónustu og útivist og sú niðurstaða ber að hafa í huga þegar sveitastjórn Skeiða-og Gnúverjahrepps verður krafin um framkvæmdaleyfi. Að öllum líkindum mun orkan sem verður til hér flutt héðan til uppbygginga annarsstaðar og þar með má segja að okkar sveitarfélag verði refsað á tvöfaldan hátt. Náttúrufórnin og neikvæðu áhrif á ferðaþjónustu verða okkar til framtíðar en hagnaðurinn fluttur í burtu. Ferðaþjónustan hefur verið ört vaxandi og mikilvægur þáttur í atvinnu í okkar sveitarfélagi. Vægi ferðaþjónustunnar mun skv. öllum hagspám fara vaxandi bæði varðandi atvinnuuppbyggingu og tekjuöflun.
Ólíklegt er að núverandi sveitastjórn muni verða krafin um framkvæmdaleyfi en mig langar að skora á sveitastjórnamenn næstkomandi sveitastjórnar að íhuga þessi mál vel og vandlega.
Skafti Bjarnason og Einar Bjarnason tóku undir ofangreinda bókun.
Gunnar Örn Marteinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun :
„Hér er til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar, hvort eða hvenær verður ráðist í framkvæmdir við Hvammsvirkjun er ekki ljóst á þessu stigi málsins en ef til framkvæmda kemur er nauðsynlegt að þau sem í sveitarstjórn sitja þegar þar að kemur séu vel vakandi varðandi mótvægisaðgerðir vegna áhrifa framkvæmdarinnar.
Ljóst er að þessi framkvæmd eins og aðrar slíkar hafa raskanir í för með sér sérstaklega á framkvæmdartíma og þær breyta ásýnd lands, hvað þá þætti varðar er hægt að taka undir margt í áliti Skipulagsstofnunnar. Ekki er hægt að taka undir álitið hvað varðar neikvæð áhrif framkvæmdarinnar á ferðaþjónustu, raunar má frekar gera ráð fyrir ef framkvæmdin verði í samræmi við núverandi hugmyndir um aðgengi og útlit mannvirkja þá geti Hvammsvirkjun virkað sem aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu. Halla Sigríður Bjarnadóttir tók undir bókunina.
Leyfi samþykkt samhljóða með því skilyrði að gerð verði framkvæmdaáætlun og skýrslu skilað um verkefnið að því loknu. Staðið verði við tímaáætlun.
Umsögn frá Umhverfisstofnunar um breytingu á aðalskipulagi í Reykholti í Þjórsárdal þar eru ekki gerðar athugasemdir. Undirritað af Kristínu S Jónsdóttur og Rakel Kristjánsdóttur. Umsöng lögð fram og kynnt.
Fundargerðir
5. mál. Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1803003
Umsókn Skaftholts, sjálfseignarstofnunar dags. 28. febrúar 2018, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraunhóla. Í breytingunni felst að afmarkaðar eru 6 nýjar stórar íbúðarhúsalóðir auk þess sem afmörkun þriggja núverandi íbúðarhúsalóða breytist (lóðirnar stækka).
Að mati skipulagsnefndar er forsenda deiliskipulagsbreytingarinnar að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins. Lóðirnar virðast ekki vera innan svæðis sem afmarkað er sem blanda íbúðarsvæðis- og landbúnaðarsvæðis auk þess sem í aðalskipulaginu kemur fram að eingöngu sé gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum á þessu svæði.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Umsókn Sigrúnar Bjarnadóttur um hvort að gera megi deiliskipulag fyrir land Fossness þar sem afmarkaðar eru þrjár nýjar frístundahúsalóðir og gert ráð fyrir nýju íbúðarhúsi og fjölnota skemmu
Að mati skipulagsnefndar er fyrirliggjandi tillaga ekki samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins. Fyrirhugað íbúðarhús og skemma virðist vera á svæði fyrir frístundabyggð og a.m.k. 1 frístundahúsalóðin virðist vera á landbúnaðarsvæði. Breyting á aðalskipulagi er því forsenda þess að hægt sé að samþykkja deiliskipulag í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.
7. mál. Fossnes lnr 176269: Sumarhúsalóð: Nýtt lögbýli: Fyrirspurn - 1803007
Fyrirspurn Sigrúnar Bjarnadóttur dags. 15. janúar 2018 um hvort breyta megi frístundahúsalóð í landi Fossnes með lnr. 176269 í lögbýli. Lóðin er 9.000 fm að stærð og á henni er 68,8 fm frístundahús byggt 1996.
Þar sem lóðin er á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreind sem frístundabyggð er ekki hægt að breyta lóðinni í lögbýli nema að aðalskipulagi svæðisins verði breytt. Skipulagsnefnd mælir ekki með að aðalskipulagi fyrir staka lóð innan frístundabyggðar sé breytt í lögbýli. Þá liggur ekki fyrir hvort að hús sem er á lóðinni samræmist kröfum byggingarreglugerðar um íbúðarhús.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.
8. mál. Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting - 1709046
Endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels- og baðlóns við Reykholt í Þjórsárdal. Er búið að gera breytingar til að koma til móts við ábendingar sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum og bréfi Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða deiliskipulagi svæðisins. Senda skal tilkynningu til umsagnaraðila um leið og tillagan er auglýst.
Sveitarstjórn samþykkir að umrædd aðalskipulagsbreyting verði auglýst skv. 1. Mgr.31.gr skipulagslaga nr 123/2010 samhliða deiliskipulagi svæðisins, samhliða verði tilkynning send til umsagnaraðila.
9. mál. Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag - 1712021
Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi vegna uppbyggingar hótels- og baðlóns við Reykholt í Þjórsárdal, ásamt umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið, ásamt umhverfisskýrslu, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Senda skal tilkynningu til umsagnaraðila um leið og tillagan er auglýst.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti ásamt umhverfisskýrslu, sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið og umhverfisskýrslan verði auglýst skv. 1.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Tilkynning verður send til umsagnaraðila auglýsinga um tillöguna.
9. Skipulagsnefnd fundargerð 153. Fundar. Mál 16,17,18 og 19 þurfa afgreiðslu.
16. mál. Birkikinn 166577: Götumelur: Stofnun lóðar - 1803042
Lögð fram umsókn Davíðs Viðars Loftssonar og Bente Hansen dags. 12. mars 2018 um stofnun 8.829 fm frístundahúsalóðar úr landi Birkikinnar. Er óskað eftir að lóðin fái heitið Götumelur.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að stofnuð verði frístundahúsalóð með byggingarheimild er að auglýst verði deiliskipulag fyrir svæðið. Gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að deiliskipulag fyrir lóðina verði auglýst með skilmálum sem almennt gilda um frístundahúsalóðir, þ.e. að byggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0.03.
Sveitarstjórn gerir ekki athugaemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir svæðið með skilmálum sem almennt gilda um frístundalóðir.
17. mál. Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Aðalskipulagsbreyting - 1803045
Lögð fram umsókn Sjálfseignarstofnunarinnar Skaftholts dags. 9 mars 2018 um óverulega breytingu á aðalskipulagi svæðis í landi Hraunhóla, til samræmis tillögu að deiliskipulagi svæðisins sem nýlega var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar. Er óskað eftir að svæði fyrir stórar íbúðarhúsalóðir sunnan Þjórsárdalsvegar verði stækkað til austurs.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulaginu til samræmis við umsókn. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti breytinguna á aðalskipulaginu til samræmis við umsókn skv. 2. Mgr skipulagslaga nr. 123/2010
18. mál. Stóra-Hof 1 lnr 166601: Tjald - og hjólhýsasvæði: Tilfærsla á byggingarreit: Deiliskipulagsbreyting - 1803047
Lögð fram umsókn Byggiðnar dags. 13. mars 2017 um óverulega breytingu á deiliskipulagi í landi Stóra-Hofs. Í breytingunni felst m.a. að byggingarreitur á tjald- og hjólhýsasvæði fyrir þjónustuhús færist auk þess sem heimilt verður að byggja 200 fm hús í stað 150 fm. Þá er sýnir losunarstaður fyrir ferðasalerni auk þess sem vegur að tjaldsvæði er lengdur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna sem er óveruleg og er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er mælt með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda óverulega breytingu á deiliskipulagi í landi Stóra- Hofs samkvæmt 2. Mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki verður framkævmd grenndarkynning.
19. mál. Sandlækur 1 lóð 5 (166643): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús - 1803030
Lögð fram umsókn Helgu Guðrúnar Loftsdóttur dags. 6. mars 2018 um byggingarleyfi fyrir 32,6 fm frístundahúsi á landi Sandlækur 1 lóð 5 lnr. 166643.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að veitt verði byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni að auglýst verði deiliskipulag fyrir svæðið. Gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að deiliskipulag fyrir lóðina verði auglýst með skilmálum sem almennt gilda um frístundahúsalóðir, þ.e. að byggingarmagn miðist við nýtingarhlutfallið 0.03.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir umrædda lóð með þeim skilmálum sem almennt gilda um frístundahúsalóðir.
10.Fundargerð 51. Fundar stjórnar BS Skip- og bygg. Fundargerð lögð fram og staðfest
11. Fundargerð Skóla- og Velferðarþj. 26.Fundur. 06.03.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.
12. Fundur um afréttarmál. 22.03.18. Fundargerð lögð fram og staðfest. Sveitarstjórn tekur undir með sveitarstjóra Hrunamannahrepps um að leggja áherslu á að stofnaðar veðri lóðir við alla fjallaskála.
13. Fundargerð 13. Fundar Afréttarmálafélags. Fundargerð lögð fram og staðfest. Í fundargerðinni hvetur stjórn Afréttarmálanefndarinnar til þess að gengið verði sem fyrst frá fyrirkomulagi við umsjón og eftirliti með fjallaskálum. Sveitarstjóra falið að ræða við nefndina hvað það varðar og koma með tillögur á næsta fund sveitarstjórnar.
14. Fundargerð 14. Fundar Afréttarmálafélags. Fundargerð lögð fram og staðfest.
15. Fundargerð vegna fundar um friðlýsingu Kerlingafjalla. Fundargerð lögð fram og staðfest.
16. Fundargerð 20. Fundar stjórnar Brunavarna Árn. Fundargerð lögð fram og staðfest.
17. Fundargerð 20. Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð lögð fram og staðfest.
18. Fundargerð 7. Fundar um æskulýðsmál Flúðaskóla. Fundargerðð lögð fram og staðfest.
19. Fundargerð 33. Fundar Menningar- og æskulýðsmála. Fundargerð lögð fram og staðfest.
20. Fundargerð Ungmennaráðs 06.05.18. Í fundargerð kemur fram ósk um fund með sveitarstjórn. Samþykkt að boða Ungmennaráð til næsta sveitarstjórnarfundar.
Umsagnir - styrkir
21. Hraunvellir umsögn um leyfi til rekstur gististaðar. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirrituð af Agli Benediktsyni um umsögn um leyfi til reskturs gististaðar að Hraunvöllum fastanr. 229-1029. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við að ofangreint leyfi verði veitt.
22. Þingskjal 0279. Skipting útsvarstekna. Umsögn. Meike Witt og Halla Sigríður Bjarnadóttir lýstu ánægju með að til standi að skipa vinnuhóp til að fjalla um skiptingu útsvarstekna.
23. Þingskjal 0459. Frumvarp um lögheimili. Umsögn. Lagt fram og kynnt
24. Forvarnir – beiðni um styrk. Lagður fram tölvupóstur frá Fræðslu- og forvörnum. Þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar. Samykkt samhljóða að styrkja samtökin um 25.000 kr.
25.Sagna- Samtök um barnamenningu. Beiðni um styrk. Erindi undirritað af Margréti Tryggvadottur. Beiðni hafnað
Samningar
26. Samningur um jarðhitaleit. Þarfnast staðfestingar.
Lagður fram undirritaður samningur milli sveitarfélagsins og ÍSOR um jarðhitaleit í Þjórsárholti. Samningur staðfestur
27. Mentor -Vinnslusamningur. Lagt fram sýnishorn af samningi milli ábyrgðaraðila persónuupplýsinga og vinnsluaðila persónuupplýsinga.
28. Lóðarleigusamningur um lóð 8 á Flötum. Staðfesting. Lagður fram undirritaður lóðarsamningur um sumarbústaðalóðina Flatir 8. Lóðarhafar Ragnar Haraldsson og Kristín Ásta Jónsdóttir. Lóðarleigusamningur staðfestur.
29. Lóðarleigusamningur um lóðina Bugðugerði 3. Lagður fram undirritaður lóðarleigusamningur um lóðina Bugðugerði 3. Um er að ræða raðhúsalóð. Lóðarhafi Selásbyggingar. Lóðarleigusmaningur staðfestur.
30. Lóð við Hjálparfoss. Lögð fram umsókn frá Forsætisráðneyti um lóð undir salernishús við Hjálparfoss. Undirrituð af Regínu Sigurðardóttur. Umsókn samþykkt samhljóða.
31. Kjörskrá. Umboð sveitarstjóra til að semja kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma varðandi kjörskrá (fram að kjördegi) vegna sveitarstjórnarkosninga 26 maí 2018. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna (27. gr. laga um kosningar til Alþingis.)“
32. Bugðugerði 3. Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Árness sem nær til lóðarinnar Bugðugerði 3. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni í stað parhúss. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dags. 27. febrúar 2018 með athugasemdafresti til 28. mars. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu um gildistöku hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
33. Önnur mál
Mál til kynningar :
Fundi slitið kl 17:25 næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi. Kl. 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: