Sveitarstjórn

55. fundur 07. febrúar 2018 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

             55. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. febrúar 2018  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Sala á húsnæði Suðurbraut 1. Oddviti greindi frá umræðum við fulltrúa Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs um sölu á hlut sveitarfélagsins til  björgunarsveitarinnar á fasteigninni Suðurbraut 1. Eins og áður hefur komið fram hefur björgunarsveitin líst áhuga á að kaupa eignina. Sveitarstjórn er hlynnt því að eignin verði seld björgunarsveitinni. Samhliða viðræðum um sölu eignarinnar er samþykkt að taka samstarfssamning við Björgunarsveitina til endurskoðunar. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að kaupsamningi og endurskoðun samstarfssamnings
  2. Lífeyrissjóðurinn Brú uppgjör. Heimild til fyrirgreiðslu. Þau kjör sem Lánasjóður sveitarfélaga býður á lánafyrirgreiðslu til uppgjörs  við Lífeyrissjóðinn Brú eru umtalsvert hagstæðari en Lífeyrissjóðurinn Brú býður. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Lánasjóð sveitarfélagsins um áðurnefnda lánafyrirgreiðslu. Sveitarstjóra falið að annast þau mál fyrir hönd sveitarfélagsins. Lögð fram tillaga frá stjórn og framkvæmdastjóra SASS er varðar uppgjör Heilbrigðiseftirlits Suðurlands við Lífeyrissjóðinn Brú. Tillagan er svohljóðandi : Tillaga formanns og framkvæmdastjóra SASS er að hvert sveitarfélaga geri upp, á þessum grunni, við samtökin og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þannig að hægt sé að gera upp við lífeyrissjóðinn fyrir viðkomandi stofnanir.  Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir ofangreinda tillögu samhljóða.
  1. Samningur við Markaðsstofu Suðurlands. Lögð voru fram drög að þjónustusamningi milli Markaðsstofu Suðurlands og sveitarfélagsins. Drögin miða að samningi til áranna  frá 2018 til og með 2020. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falin undirritun fyrir hönd sveitarfélagsins.
  1. Reglur um birtingu fylgigagna sveitarstjórnarfunda á heimsíðu. Sveitarstjóri lagði fram drög að reglum um birtingu fylgigagna með málum til umfjöllunar og kynningar á sveitarstjórnarfundum. Framlögð drög að reglunum samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að birta reglurnar á heimasíðu  sveitarfélagsins.
  1. Innkaupareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lögð fram drög að endurskoðuðum innkaupareglum. Afgreiðslu frestað.
  2. Sveitarstj.- og samg.ráðuneyti. Samninga- yfirferð. Lagt var fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Undirritað af Hermanni Sæmundssyni og Ólafi Hjörleifssyni þar er óskað eftir að upplýst verði um alla samninga um samstarf sem sveitarfélagið á aðild að. Lagt fram og kynnt.
  3. Forsætisráðuneyti- varðar námur í Þjórsárdal. Lögð fram bréf frá Forsætisráðuneyti undirrituð af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni. Í öðru bréfinu er vísað til samnings milli Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða og Jarðefnaiðnar hf um vikurnám í  Þjórsárdal innan þjóðlendunnar, Landgræðslusvæði í Þjórsárdal.  Í því bréfi kemur fram að ráðuneytið hyggist ekki bjóða út frekari vinnslu í námunni Búrfells- og Skeljafellsland. Í hinu bréfinu er vísað til   samnings milli iðnaðarráðherra og Vikurvara hf um vikurnám á svæði austan Búrfells og vestan Þjórsár innan þjóðlendunnar Búrfells- og Skeljafellsland. Tilkynnt er sú fyrirætlan ráðuneytisins að taka til skoðunar að bjóða út frekari vinnslu í námunni í samstarfi við Ríkiskaup. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirætlan Forsætisráðuneytis varðandi ofangreindar vikurnámur.
  1. Lóðir við Nónstein og Bugðugerði. Lögð fram og kynnt tilkynning frá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita um deiliskipulagsbreytinguna : Nónsteinn og Bugðugerði við Árnes stækkun lóðar og fjölgun lóða. Vísað  til afgreiðslu liðar 9 í fundargerð 54. Fundar frá 24.01. Þar sem deiliskipulagsbreytingin er samþykkt.
  2. Sandlækur 2 spilda. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi. Lögð fram beiðni frá Elínu Erlingsdóttur um breytingu á landnotkun á 11 hektara landsspildu úr landi Sandlækjar 2. Oddvita falið að lagfæra tillögur í samráði við landeigendur.

          Fundargerðir:

  1. Fundargerð 49 fundar BS Skip- og bygg.  Mela efnis í fundargerð er uppgjör vegna Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, skiptist það á milli aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  2. Fundargerð 149. fundar Skipulagsnefndar. Mál. 4 og 5 þarfnast     umfjöllunar.

    Mál 4. Ásólfsstaðir 1 lnr 166538: Akurhólar 1-4: Stofnun fjögurra lóða – 1712032  

    Lagt fram bréf Sigurðar U. Sigurðssonar, f.h. landeigenda, vegna afgreiðslu skipulagsnefndar þann 21. desember 2017 á umsókn um stofnun fjögurra lóða úr landi Ásólfsstaða 1. er jafnframt lagður fram lagfærður uppdráttur sem sýnir afmörkun lóðanna Akurhólar 1-4 sem óskað er eftir að verði stofnaðar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna, með fyrirvara um lagfæringu á hnitsetningu austurmarka lóða nr. 3 og 4, þ.e. að ekki séu sett hnit sem ná út í eða yfir Hvammsá. Felur þetta í sér að lagfæra þarf stærð lóðanna. Þá er einnig gerður fyrirvari um samþykki eigenda aðliggjandi landa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Tekið er fram að ekki er hægt að veita byggingarleyfi á lóðunum nema á grundvelli deiliskipulags.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir leiti stofnun lóðanna með ofangreindum fyrirvörum. Sveitarstjórn samþykkir einnig landsskiptin.

            Mál 5. Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021

           Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Reykholt í Þjórsárdal þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og baðstað. Breyting á aðalskipulagi svæðisins var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga

          10. janúar sl. og voru drög að deiliskipulagi svæðisins hluti af kynningargögnum. Deiliskipulagið nær til tveggja svæða, merkt sem svæði A og B. Svæði A er um 24 ha að stærð og er umhverfis                    núverandi sundlaug. Er þar afmörkuð um 13 ha lóð þar sem heimilt verður að byggja hótel, baðaðstöðu og veitingastað sem samtals geta verið allt að 5.000 fm að stærð. Þá er einnig gert ráð fyrir              allt að 300 fm þjónustubyggingu. Á reit B, sem er við afleggjara aðkomuvegar og Þjórsárdalsvegar, er gert ráð fyrir bílastæðum og allt að 300 fm þjónustubyggingu. Fyrir liggja umsagnir                                Landgræðslu ríkisins, Vegagerðarinnar, Náttúrufræðistofnun og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

         Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

         Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv, 1.mgr. 41. Skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytis.

    12. Fundargerð 24. fundar Atvinnu- og samgöngunefndar 31.01.18. Fundargerð lögð fram og staðfest. Lagður fram verkefnalisti nefndarinnar til sveitarstjórnar er snúa að ýmsum verkefnum.                             Sveitarstjóra og oddvita falið að fara yfir verkefnin.

     13. Skólanefndarfundur 30.01.18. Grunnskólamálefni. Fundargerð lögð fram og staðfest.

    14. Skólanefndarfundur 30.01.18. Leikskólamálefni. Fundargerð lögð fram og staðfest.

     15. Skólanefnd Flúðaskóla fundargerð 31.01.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

    Annað :

  1. Umsögn Sambands svf um lögheimilislög. Lagt fram bréf  með umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga undirritað af Guðjóni Bragasyni um lögheimilislög. Gerðar eru athugsemdir af hálfu Sambandsins við nokkrum atriðum frumvarpsins. Bent er á að það muni hafa í för með sér róttækar breytingar frá gildandi lögum og vanti upp á að gerð hafi verið greining á áhrifum þeirra breytinga á rekstur sveitarfélaganna. Lagt fram og kynnt.
  2. Kraftur- beiðni um styrk. Lögð frá beiðni um stuðning frá Krafti- stuðningsfélagi við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samþykkt að styrkja samtökin um 50.000 kr. Styrkveiting rúmast innan fjárhagsáætlunar.
  3. Ms félag  beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni um styrk frá MS félagi Íslands. Samþykkt að styrkja samtökin um 30.000 kr. Styrkveiting rúmast innan fjárhagsáætlunar.
  4. Erindi frá oddvita Bláskógabyggðar. Lagt fram bréf frá Helga Kjartanssyni. Bláskógabyggð vill  hefja vinnu við undirbúning að aukinni vatnstöku í Fljótsbotnum skammt frá Haukadal, en þar vatnslindir sem hafa annað Biskupstungum með kalt vatn. Leitað er eftir því hvort áhugi sé til staðar hjá nágrannasveitarfélögum um að tengjast kaldavatnsveitu Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn hafnar því að taka þátt í að tengjast kalsavatnsveitu Bláskógabyggðar.

          Mál til kynningar

  1. Holtabraut – fækkun lóða
  2. Gögn vegna menntunar kennara og stjórnenda.
  3. Afgreiðslur byggingafulltrúa 17-71.
  4. Fundur fagráðs TÁ. Nr. 187.
  5. Fundargerð Skóalnefdar Undralands 31.10.17.
  6. Starfsleyfisskilyrði fráveitu.
  7. Fundargerð 856 fundar stjórnar Sambands Svf.
  8. Tillaga um skilyrðislausa framfærslu.
  9. Þingskjal um þjóðarsátt um bætt kjör kvenna.
  10. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl  16:30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  miðvikudag 21. febrúar næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: