Sveitarstjórn

79. fundur 27. apríl 2022 kl. 13:00
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
  • í fjarveru Einars Bjarnasonar
  • Ingvar Hjálmarsson
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð

Fundur hófst kl 14
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Ársreikningur 2021

Ársreikningur sveitarfélagsins 2021, ásamt sundurliðunum, lagður fram til fyrri umræðu. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og fór yfir ársreikning sveitarfélagsins, kynnti helstu kennitölur og svaraði fyrirspurnum. Ársreikningi vísað til annarar umræðu.

 

2. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts

Hitaveita Brautarholts 2021, ásamt sundurliðunum lagður fram til fyrri umræðu. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG, fór yfir ársreikning hitaveitunnar og svaraði fyrirspurnum. Ársreikningi vísað til annarar umræðu.

 

3. KPMG- Endurskoðunarskýrsla

Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG, fór yfir framlagða endurskoðunarskýrslu KPMG fyrir árið 2021.

 

4. Brautarholt- gönguleiðir

Erindi frá verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags um gerð 650 metra reiðvegar milli afleggjarans að Brautarholti og að Hestakránni. Lagt er upp með að stígurinn verði á þann veg að hægt sé að ganga á, hjóla og nýta sem reiðveg. Með þessari leið opnast betra útivistarsvæði fyrir Brautarholt og niður að Murneyrarvegi og jafnvel niður að ánni.

Áætlaður kostnaður er um 1.000.000 kr.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við verktaka til að fara í verkið og sækja um styrk á móti í styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Gera þarf ráð fyrir framkvæmd í viðauka við fjáhagsáætlun.

 

5. Hestamannafélagið Jökull- styrkbeiðni

Styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Jökli,sameinuðu hestamannafélagi í Uppsveitum, um styrk að fjárhæð 500.000 kr. árið 2022 og síðan árlega 1.000.000 kr. á árunum 2023-2026.

Sveitarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum styrkbeiðni hestamannafélagsins fyrir árið 2022. Ekki er tekin afstaða til styrkveitingar fyrir árin 2023-2026. Sveitarstjórn vill með samþykki sínu gefa næstu sveitarstjórn möguleika á að taka ákvörðun um styrkveitingu til næstu 4 ára. Gera þarf ráð fyrir auknu framlagi til málaflokksins í viðauka við fjárhagsáætlun. Ingvar Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu  málsins vegna nefndarsetu í félaginu.

 

6. Jöfnunarsjóður- trúnaðarmál

Lagt fram til kynningar og bókað í trúnaðarmálabók

 

7. Tilkynning til fyrirtækjaskrár - afskráning félaga

Lagt er til að kennitölur sem skráðar eru á sveitarfélagið, og eru ekki lengur í notkun, verði lagðar niður og afskráðar.  Um er að ræða kennitölurnar: Gnúpverjaskóli, kt. 630580-0569, Skeiðalaug, kt. 630580-1029, Brautarholtsskóli, kt. 660774-0259, Þróunarverkefni uppsv. Árnessýslu, kt. 470492-2799.

Sveitarstjórn samþykkir að framangreindar kennitölur verði afskráðar og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 

8. Framlög til stjórnmálaflokka 2022

Haraldur Ívar Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum að styrkja hvert og eitt framboð til sveitarstjórnar 2022 um 100.000 kr. Gera þarf ráð fyrir styrkveitingu í fjárhagsáætlun.

 

9. Úthlutun lóða í Árnesi

Þrjár umsóknir bárust í auglýstar lóðir við Bugðugerði 6 og Hamragerði 1.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að úthluta framangreindum lóðum í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

Bugðugerði 6 verður úthlutað til Serba ehf.

Hamragerði 1 verður úthlutað til Selásbygginga ehf.

 

10. Tjaldsvæði- rekstur

Drög að nýjum samningi vegna tjaldsvæðis í Árnesi lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum drög að nýjum samningi vegna tjaldsvæðis í Árnesi og að Árnes ferðaþjónusta á Íslandi verði áfram umsjónaraðili að svæðinu. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.

 

11. Lausamunir sveitarfélagsins

Sveitarfélagið á nokkur lítil hús sem notuð hafa verið sem salernisaðstöður sem ekki eru í notkun í dag, m.a. á skógræktarsvæðinu í Þjórsárdal, við Stöng og á tjaldsvæðinu í Brautarholti, auk rafmagnstengla í Brautarholti.

Sveitarstjóra falið að láta meta húsin. Húsið í Brautarholti og rafmagnstenglar verða nýtt á tjaldsvæðinu í Árnesi.  

 

12. Leigusamningur við Rauðukamba um Hólaskóg

Samningur við Rauðukamba vegna leigu á Hólaskógum lagður fram til staðfestingar.

Sveitarstjórn staðfestir samning með 4 atkvæðum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. 

 

13. Samningur um stofnlagnir og veg við Nautavað

Samningur um framkvæmdir við stofnlagnir og veg við Nautavað lagður fram til staðfestingar.

Sveitarstjórn staðfestir samning með 5 atkvæðum.

 

14. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita. Fundargerð 237. Fundar

 

33. Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2101012

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Miðhúsa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir kynningu. Svæðið sem um ræðir er í landi Miðhúsa 1 og 2 og liggur beggja vegna Þjórsárdalsvegar (nr. 32). Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha.

Miklar umræður sköpuðust um málið. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Miðhúsa 1 og 2 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir hafnar erindinu með vísan til fyrri bókana um nýtingu landbúnaðarlands. Anna Kristjana Ásmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins en tekur undir bókun Önnu Sigríðar með tilliti til nýtingu landbúnaðarlands.

      

15. Skóla-og Velferðarnefnd. Fundargerð 54. fundar

Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrárbreytingar. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

16. Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 310. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

17. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 217. fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

18. Héraðsnefnd Árnesinga. Fundargerð 24. fundur stjórnar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

19. Byggðasafn Árnesinga. Fundargerð stjórnar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Nefnd oddvita og sveitarstjóra. Fundargerð

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

21. Samtök orkufyrirtækja. Fundargerð 50. fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

22. Barna- og menntamálaráðuneyti. Fundargerðir 17. og 18. fundar samráðshóps

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

23. Aðalfundarboð Samtök um söguferðaþjónustu

Fundarboð lagt fram til kynningar.

 

24. Önnur mál löglega fram borin.

 

Menningar- og æskulýðsnefnd. Fundargerðir 16. og 17. fundar.

Tekin fyrir 3 liður í 17. fundargerðar um tillögu að Frisbýkörfum í sveitarfélaginu og bekkjum.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið en óskar eftir nánari útfærslu að hugmyndinni frá verkefnastjóra.

Fundargerðir að öðru leyti lagðar fram til kynningar.

 

Styrkbeiðni frá Sigurhæðum.

Styrkbeiðni frá Sigurhæðum að fjárhæð 124.206 kr. lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð 124.206 kr. til Sigurhæða vegna reksturs ársins 2022.

 

Grenndargámastöð

Lagt er til að komið verði fyrir grenndargámum neðar á Skeiðunum. Landeigendur í Skeiðháholti hafa samþykkt að settir verði grenndargámar við vegamótum við Skeiðháholt og Skeiða- og Hrunamannavegar.

Samþykkt er að sett verði upp þriðja grenndargámastöðin í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að fá tilboð verktaka í að útbúa plan fyrir gámana samhliða gerða göngu- og reiðvegar við Brautarholt.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17.45   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 11. maí 2022. kl  14.00. í Árnesi.

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: