Sveitarstjórn

54. fundur 24. janúar 2018 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Meike Witt

54. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 24 janúar 2018  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1.      Markaðsstofa Suðurlands. Kynning. Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar og Gunnar Þorgeirsson fulltrúi Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi í stjórn Markaðsstofunnar mættu til fundarins og sagði Dagný frá viðfangsefnum og umfangi Markaðsstofunnar. Meðal þess sem fram kom í erindi Dagnýjar var aðgreining og sérstaða Suðurlands, auk markhópa. Meðal helstu hlutverka Markaðsstofunnar er að koma ferðamannastöðum á Suðurlandi á framfæri. Markaðsstofan hefur tekið þátt í sýningum á sviði ferðamála erlendis og innanlands auk þess að gefa út kynningarefni. Gunnar greindi frá svonefndu DMP verkefni. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er með aðild að Markaðsstofunni. Aðildarsamningur rann út 31.12.2017. Drög að nýjum samningi verða lögð fram innan skamms.

2.      Erindi frá Björgunarsveitinni Sigurgeir – kaup á húsnæði. Lagt var fram erindi frá Björgvin Þór Harðarsyni formanni Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup á þeim hluta húsnæðis að Suðurbraut 1 sem hýst hefur Slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í iðnaðarhverfi neðan við Árnes. Lagt var fram afrit af skiptasamningi um eignina frá árinu 1990. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og oddvita að ræða við fulltrúa Björgunarsveitarinnar um sölu húsnæðisins. Drög verði að samningi verði lögð fram á næsta sveitarstjórnarfundi.

3.      Persónuvernd. Lagt fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga undirritað af Thelmu Halldórsdóttur. Þar er upplýst um þá vinnu sem allir grunnskólar landsins þurf að takast á við vegna væntanlegra breytinga á persónuverndarlögum.  Sambandið hefur lagt fram bókun um persónuvernd. Sambandið telur að hægt sé að ljúka þessari vinnu í lok janúar 2018 en Persónuvernd hefur hvatt til þess að undirbúningsvinna hefjist sem fyrst og starfsmenn settir í verkefnið. Ennfremur er hvatt til þess að sveitarstjórnir veiti skólastjórnendum stuðning við verkefnið. Skólastjóri Þjórsárskóla og leikskólastjóri Leikholts hafa þegar sótt námskeið þessa efnis og mun sveitarstjóri gera það einnig. Sveitarstjóra falið að fylgja innleiðingu eftir.

4.      Erindi frá Elwiru og Sveini. Kaup á landi. Lagt fram erindi frá Elwiru Kacprzycka og Sveini Gunnarssyni þar sem óskað er eftir landi til kaups af sveitarfélaginu í námunda við Árneshverfi. Sveitarstjórn tekur vel í erindi Elwiru og Sveins um að skoða möguleika á að úthluta landi neðan Þjórsárdalsvegar, austan Kálfár. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við Elwiru og Svein og hefja tilheyrandi undirbúningsferli í skipulagsmálum.

5.      Umsögn Umhverfisstofnunar um aðalskipulag. Lögð var fram umsögn frá Umhverfisstofnun um aðalskipulag sveitarfélagsins 2017-2029. Undirrituð af Kristínu S Jónsdóttur og Birni Stefánssyni. Í umsögninni er fjallað um samgöngur, valkosti um veg við Brautarholt, uppgræðslu á verndarsvæðum, virkjanakostir, stakar framkvæmdir og vindorku. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsögnina. 

6.      Atvinnumálanefnd verkefnalistar. Atvinnumálanefnd sveitarfélagsins hefur unnið verkefnalista fyrir nefndir á vegum sveitarfélagsins. Þeir voru lagðir fram og kynntir. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með framtakið en mælir með að verkefnalistunum verði vísað til umsagnar í hverri nefnd fyrir sig.

7.      Afgreiðsla byggingarfulltrúa máls er varðar Áshildarmýrarveg. Byggingafulltrúi hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki reglugerð 1277/2016. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8.      Skýrsla sveitarstjórnarþings Evrópuráðs. Á haustþingi sveitarstjórnarþings Evrópuráðs 2016 samþykkti þingið  skýrslu um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu og stuðla að góðu siðferði á sveitarstjórnarstigi. Meðal þess sem vegvísirinn kveður á um er gerð skýrslu um hvernig hægt sé auka gegnsæi í opinberum innkaupum. Hvatt er til þess af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga að sveitarstjórnir kynni sér skýrsluna. Lagt fram og kynnt.

Fundargerðir – samningar- styrkur

9.      Fundargerð 148 fundar Skipulagsnefndar. Mál 9 og 18 tekin til afgreiðslu.

Mál nr. 9. Nónsteinn og Bugðugerði: Árnes: Stækkun lóðar og fjölgun: Deiliskipulagsbreyting – 1706022

Á fundi Skipulagsnefndar var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árness. Er þar gerð athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem skipulagsákvæði fyrir lóð Nónsteins séu ekki nógu markviss og að gæta þurfi að því að grunnur utan deiliskipulagsbreytingar sé réttur. Lagfærður deiliskipulagsuppdráttur var auk þess lagður fram.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna með lagfæringum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

  Mál nr. 18. Drög að lagafrumvarpi um lögheimili – 1801027

  Lagt fram til kynningar frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lögheimili og aðsetur.  Að mati skipulagsnefndar eru ákvæði um að heimila megi skráningu lögheimilis í         frístundahúsum varhugaverð og í ósamræmi við ákvæði gr. 6.2. lið h í skipulagsreglugerð um að föst búsetu í frístundabyggð sé óheimil.

  Skipulagsnefnd leggst alfarið gegn ákvæðum um lögheimilisskráningu í frístunda- og iðnaðarhúsnæði.

  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

10.  Fundargerð stjórnar BS Skip og bygg. Fundargerð lögð fram og kynnt.

11.  Fundargerð Atvinnumálanefndar. 15.01.2018. Fundargerð lögð fram og kynnt.

12.  Samningur um Hólaskóg. Þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur samhljóða.

13.  Borun eftir heitu vatni – samningur um ráðgjöf. Lögð fram og kynnt drög að samningi við Íslenskar orkurannsóknir um ráðgjöf við borun eftir heitu vatni. En til stendur að bora eftir heitu vatni við Þjórsárholt. Afgreiðslu frestað.

14.  SIBS Beiðni um styrk. Lagt fram bréf frá SÍBS þar sem óskað er eftir kaupum á auglýsingu í SÍBS blaðið til styrktar samtökunum, en blaðið verður verður gefið út á næstunni. Samþykkt að styrkja samtökin um 10.000 kr. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.

15.  Aðalskipulagsbreyting,  Reykholt Þjórsárdal verslunar- og þjónustusvæði lagfærð tillaga. Umsagnir  um tillöguna frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti  og Landgræðslu ríkisins.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem fyrirhugað er að fara í uppbyggingu baðstaðar, hótels og veitingastaðar við Reykholt í Þjórsárdal. Í breytingunni felst að afmarkað er um 13 ha svæði fyrir verslun- og þjónustu, merkt V12, á svæði í nágrenni við núverandi Þjórsárdalslaug þar sem megin hluti uppbyggingar fer fram. Að auki er afmarkað annað svæði fyrir verslun- og þjónustu við gatnamót Þjórsárdalsvegar og aðkomuvegar að Reykholti, merkt V13, þar sem fyrirhugað er að byggja upp aðstöðu fyrir móttöku gesta. Í breytingunni er einnig gert ráð fyrir að gatnamótin færist lítillega til að auka umferðaröryggi. Þá er afmarkað vatnsból og vatnsverndarsvæði við Reykholt. Breytingin var kynnt með auglýsingu sem birtist 10. janúar sl. og gefinn frestur til 22. janúar til að koma með athugasemdir eða ábendingar. Drög að deiliskipulagi svæðisins var hluti af kynningargögnum málsins. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma en fyrir liggja umsagnir frá Landgræðslu ríkisins, Vegagerðinni, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Náttúrufræðistofnun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að senda gögn málsins til athugunar Skipulagsstofnunar.

 

                       Mál til kynningar

A.    Art er Smart

B.     Afgreiðslur byggingafulltrúa

C.     Skipulagsstofnun- kostnaðarframlag ASK.

D.    Framkvæmd NPA á norðurlöndum.

E.     Frumvarp til laga um félagsþjónustu. Umsögn Sambands.

 

Fundi slitið kl 16:50. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  miðvikudag 7. febrúar næstkomandi. Kl. 14.00.

 

__

Gögn og fylgiskjöl: