- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Gestur fundarins undir lið 1, Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Rauðakambs ehf
52. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6 desember 2017 kl. 14:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
1. Rauðikambur- Samkomulag um uppbyggingu við Reykholt í Þjórsárdal. Lögð fram drög að samkomulagi milli Rauðakambs og Skeiða- og Gnúpverjahrepps með aðkomu Forsætisráðuneytisins um land í Þjórsárdal í þeim tilgangi að byggja upp ferðaþjónustu. Samkomulagið er til 40 ára. Magnús Orri Schram greindi frá hugmyndum og áformum um framkvæmdir í Þjórsárdal. Samningurinn samþykktur samhljóða með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytis. Oddvita falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
2. Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2018.
Fasteignagjöld
A-flokkur.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.
B-flokkur.
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.
C-flokkur.
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3. Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar 2006. Samkvæmt 3. Grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af örðum, tekjuviðmið er í lið 7.
Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2017 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2016 til 1.des 2017. Gjalddagar fasteignagjalda 2018 verði 10 í samræmi við það sem lög og reglur heimila. Álagningarhlutfall fasteignagjalda samþykkt samhljóða.
3. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018
Vatnsgjald :
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði verður óbreytt frá þeirri gjaldskrá sem í gildi hefur verið frá árinu 2012.
Vatnsgjald er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. þó að hámarki 35 þúsund krónur. Vatnsgjald sumarhúsa er 27.000 kr.
Seyrulosunargjald :
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveitu vatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 9.204.-kr á rotþró.
Fráveitugjald :
Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,25% af fasteignamati.
Miðarnir á gámasvæðin afhendast í 12 miða blokkum á hvert heimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi svo íbúar geta áfram komið og losað sig við gjaldskyldan úrgang allt að 6 m3 á gámasvæðum sveitarfélagsins þeim að kostnaðarlausu. Eins munu sumarbústaðaeigendur geta sótt miða á skrifstofu sveitarfélagsins.
1 miði ½ m3.
Reiknað er með að utan afgreiðslutíma geti fólk skilað almennu rusli í smáum stíl.
Opnunartímar gámasvæðis
• Árnes þriðjudaga frá kl:14 – 16 og laugardaga frá kl:10 – 12
• Brautarholt miðvikudaga frá kl 14.00-16.00 og laugardaga frá kl: 10 - 12
Hægt verður að leigja gám frá þjónustuaðila vegna sérstakra tilefna og greiðist samkvæmt gjaldskrá .
Fyrirtæki greiða ekki sérstakt sorphirðugjald heldur greiða fyrir sorp samkvæmt gjaldskrá.
Gámasvæðin taka við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Gámasvæðin taka við Almennu sorpi, grófum úrgangi, dýrahræjum, málmum brotajárni og lituðu timbri. Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.
1. Gr.
Innheimta skal gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. samþykkt nr. 32/2007 um meðhöndlun úrgangs, og nr. 149/2004 um hirðu og meðhöndlun seyru. Gjöldin eru lögð á árlega og innheimt samhliða fasteignaskatti.
2. gr. Sorphirðugjald.
a) 240 lítra tunna 28.000
b) 660 lítra tunna 39.500
c) 1.100 lítra tunna 45.000
3. gr. Sorpeyðingargjald.
Íbúðir 16.000
Sumarhús 14.000
Grá tunna 660 l 55.000 kr.
Grá tunna 1100 l 93.000 kr .
Almennt sorp 1/2 m3 3.000 kr
Flokkað sorp gjaldskylt ½ m3 2.000 kr
4.gr Gjald fyrir dýrahræ.
Lagt á aðila með búrekstur
Gjaldflokkur 1 (mikil notkun) 120.000 kr
Gjaldflokkur 2 80.000 kr.
Aðilar með búrekstur og ársveltu undir 5 mkr geta sótt um 40 % afslátt af gjaldi fyrir dýrahræ.
5. gr. Seyrulosunargjald.
Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa er. 9.205,-
Lóðaleigugjöld:
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá mötuneytis:
Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 330-kr.
Hádegisverður til nemenda Leikholts 270 kr. –
Gjald fyrir hádegisverð til starfsmanna nemi hráefnisverði máltíða.
Gjaldskrá Þjórsárskóla:
Morgunhressing kr. 83.-
Skólavistun klst. kr. 326,-
Aukavistun klst. kr.400.-
Náðarkorter 15 mín. 600 kr.-
Gjaldskrá leikskólans Leikholts :
Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.
Stök morgunhressing kr. 83-
Stök síðdegishressing kr.93-
Gjald fyrir klukkustund utan kjarnatíma kr. 2.528. fyrir 30 mínútur kr. 1.264.
Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 632.-
Gjaldskrá gatnagerðargjalda verði óbreytt frá árinu 2017
Gjaldskrár samþykktar samhljóða
4. Tómstundastyrkur 2018. Sveitarstjórn samþykkir að allir grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur frá 6 ára til og með 18 ára geti notið styrks sem nemur allt að 60.000.- kr. á árinu 2018 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf. Með umsókn þarf að fylgja frumrit kvittunar um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og /eða menntun
5. Hluthafafundur Hitaveitu Gnúpverja. Kostun borholu.
Lögð fram fundargerð Hitaveitu Gnúpverja. Á þeim fundi var óskað eftir að sveitarfélagið komi að fjármögnun borholu við Þjórsárholt fyrir Hitaveituna. Í ljósi þess að sveitarfélagið er stærsti notandi vatns frá hitaveitu Gnúpverja hefur það hagsmuna að gæta. Ljóst er að skortur á heitu vatni hamlar uppbyggingu á lóðum sveitarfélagsins. Lán til hitaveitunnar allt að 20 milljónir króna til verkefnisins verði endurgreitt samkvæmt samningi. Samþykkt samhljóða og var sveitarstjóra falið að vinna að samningagerð um málið við Hitaveitu Gnúpverja.
6. Fjárhagsáætlun 2018-2021 lokaumræða.
Sveitarstjóri greindi frá helstu atriðum fjárhagsáætlunarinnar.
Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur nemi 295 mkr.
Fasteignagjöld 211,1 mkr
Tekjur frá Jöfnunarsjóði 71,7 mkr
Rekstrargjöld samstæðu 608,2 mkr
Afskriftir 29,9mkr
Rekstrarniðurst. A-hluta tekjur umfram gjöld 92,1 mkr
Rekstrarniðurstaða. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld 85,4 mkr
Handbært fé frá rekstri samstæðu 113,1 mkr.
Næsta árs afborganir langtímalána 3,5 mkr.
Samhliða Fjárhagsáætlun var lögð fram fjárfestingaáætlun fyrir árið 2018. Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar fyrir 121,1 mkr. Stærsta fjárfestingaverkefni er gatnagerð í Brautarholts og Árneshverfum 102,6 mkr að frádregnum 14 mkr sem þegar hafa verið greiddar auk tekna af gatnagerðargjöldum 9,5 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018-2021 borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða
Fjárhagsáætlun 2019-2021. Sveitarstjóri lagð fram fjárhagsáætlun 2019-2021. Skatttekjur eru áætlaðar þær sömu samtals, en reiknað er með að útsvartekjur minnki en tekjur af fasteignagjöldum aukist um hliðstæðar upphæðir. Framlög úr jöfnunarsjóði og aðrar tekjur eru áætlaðar þær sömu árin 2019-2021 og árið 2018. Ef ekki kemur til lækkunar útsvars er áætlað að rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði 82.393 þkr árið 2019, 85.512 þkr árið 2020 og 88.387 þkr árið 2021 Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Áætlað er að heildarvirði eigna vaxi og muni nema 1.1132. þkr í lok árs 2021. Útlit er fyrir að handbært fé hækki frá ári til árs og verði komið 118.172 þkr í lok árs 2021. Fjárhagsáætlun 2018 og fjárhagsáætlun 2019 til 2021 samþykkt samhljóða.
7. Fjárhagsáætlun 2017 viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram eftirgreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
01 Skatttekjur |
Upphafl áætlun þkr |
Hækkun skv viðauka 1 07.06.17 |
Hækkun viðauki 2 |
|||
11 |
Útsvar |
- 243.877 |
- 16.123 |
- 17.000 |
- 277.000 |
|
10 Jöfnunarsjóður |
- 64.156 |
- 5.934 |
- 70.090 |
|||
samtals tekjuaukning |
- 22.934 |
|||||
Breyting á útgjöldum |
|
|||||
Málafl/lykill |
upphafl áætlun þkr |
8. Hækkun |
eftir viðauka |
|||
02. Félagsþjónusta |
|
|||||
0251 málefni fatlaðara |
5.647 |
3.423 |
|
|||
03 Heilbrigðismál |
|
|||||
4990 |
Heilbrigðiseftirlit |
468 |
132 |
600 |
||
04 Fræðslumál |
|
|||||
4211 |
Þjórsárskóli |
|
||||
1010 |
Launakostnaður |
81.980 |
7.300 |
|
89.280 |
|
4112 |
Leikskóli |
|
||||
1010 |
Launakostnaður |
55.151 |
12.199 |
67.350 |
||
2000 |
Vörukaup |
2.250 |
750 |
3.000 |
||
05. menningarmál |
|
|||||
560 |
Félh. Árnes |
|
||||
1010 |
Launakostnaður |
2.598 |
800 |
3.398 |
||
06. æskulýðs- og íþróttamál |
|
- |
||||
621 |
Vinnuskóli |
2.285 |
1.049 |
3.334 |
||
07. Bruna- og almannavarnir |
|
- |
||||
3711 |
samstarf sveitarfélaga |
15.852 |
2.808 |
18.660 |
||
08. |
Hreinlætismál |
|
- |
|||
2990 |
Sorphreinsun |
11.483 |
2.700 |
14.183 |
||
21. |
sameignilegur kostn |
|
- |
|||
1010 |
Launakostnaður |
39.475 |
600 |
40.075 |
||
3332 |
Endurskoðun |
5.407 |
900 |
6.307 |
||
|
||||||
|
||||||
Samtals hækkun málaflokka |
10.723 |
21.938 |
||||
Nettóáhrif breytinga reksturs málaflokka |
- 996 |
Breytingar á fjárfestingaáætlun.
Eignasjóður:
Fjárfestingaáætlun |
||||||
Breyting frá viðauka 1. 7 júní 2017 |
||||||
Eignasjóður A |
upphafl áætl |
Viðauki 1 |
Viðauki 2 |
|||
Iðnaðarhúsnæði |
5.985 |
5.985 |
||||
Brautarholt |
3.000 |
3.000 |
||||
Skeiðalaug |
2.000 |
-2000 |
||||
Vegakerfi |
24.000 |
- 9.000 |
15.000 |
|||
Fjallaskálar |
1.000 |
1.000 |
||||
Skólabíll |
3.800 |
200 |
4.000 |
|||
Samtals A |
35.985 |
1.800 |
- 8.800 |
28.985 |
||
Eignasjóður B |
Fráveita |
5.000 |
25.000 |
13.000 |
43.000 |
|
Leiguíðbúðir |
10.000 |
- 10.000 |
||||
Samtals A og B |
50.985 |
26.800 |
- 5.800 |
71.985 |
||
Samtals |
eftir viðauka 1 |
77.785 |
||||
Samtals eftir viðauka 2 |
71.985 |
|||||
Lækkun fjárfestingar |
5.800 |
|
Viðaukar samþykktir samhljóða.
9. Fossá í Þjórsárdal. Erindi frá Laugardalsá ehf. Lagt fram erindi frá Laugardalsá ehf undirritað af Guðmundi Atla Ásgeirssyni. Laugardalsá ehf hefur verið leigutaki Fossár síðastliðin ár. En leigutímabilið er nú útrunnið. Leigutakar Fossár óska eftir því að samingurinn um leigu árinnar verði framlengdur um þrjú ár. Sveitarstjórn hafnar ósk leigutakanna um framlengingu samningsins og samþykkir jafnframt samhljóða að bjóða út veiðiréttinn til þriggja ára. Sveitarstjóra falið að annast undirbúning útboðs í samráði við Skógræktina og Forsætisráðuneytið.
10. Landsvirkjun. Skipulagsmál Hvammsvirkjunar. Lagt fram bréf frá Landsvirkjun undirritað af Ólöfu Rós Káradóttur og Óla Grétari Blöndal Sveinssyni. Í bréfinu er tillkynnt um frestun á vinnu við deiliskipulag við Hvammsárvirkjun. Ennfremur kemur fram í bréfinu að stefnt sé að því að vinna við deiliskiðulagið hefjist að nýju á miðju ári 2018 eða þegar álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir og Úrskurðarnefnd umhverfis – og auðlindamála hefur skilað úrskurði í þessum efnum. Lagt fram og kynnt.
11. Landsvirkjun. Verkefni-samstarf- skipun í vinnuhóp. Lagt var fram bréf frá Landsvirkjun, undirritað af Herði Arnarsyni forstjóra, þar er tilkynnt að Landsvirkjun hafi skipað tvo fulltrúa í samráðsnefnd til að fjalla um virkjanamál og aðkomu ferðmanna að Búrfellsskógi og Búrfellstöð. Þess er óskað að Skeiða- og Gnúpverjahreppur tilnefni tvo fulltrúa í sama hóp. Samþykkt samhljóða að tilnefna Gunnar Örn Marteinsson og Skafta Bjarnason sem fulltrúa í hópinn.
12. Íþróttasamstarf við Hrunamenn. Lagt fram bréf undirritað af Árna Þór Hilmarssyni. Þar er hvatt til samstarfs um íþróttastarfs í Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Óskað er eftir að fulltrúi verði tilnefndur af því tilefni. Samþykkt að tinefna Gunnar Sigfús Jónsson á Stóra- Núpi sem fulltrúa sveitarfélagsins.
Fundargerðir.
13. Fundargerð 145. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 4 þarfnast afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Réttarholt land lnr 189447: Sæluvellir/Sælugrund: Íbúðarlóð og frístundalóðir: Deiliskipulag - 1711033
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Skúlasonar og Renötu Vilhjálmsdóttur dags. 7. nóvember 2017 um deiliskipulag sem nær til lóðarinnar Réttarholt land 189447. Lóðun er um 4,2 ha að stærð og skv. tillögunni er gert ráð fyrir 4 frístundahúsalóðum og einni lóð fyrir íbúðarhús, hesthús og gróðurhús. Gert er ráð fyrir frístundahúsalóðirnar fái heitið Sælugrund og íbúðarhúsalóðin Sæluvellir. Í umsókninni kemur fram að óskað er eftir að leitað verði eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar fyrirhugaðra frístundahúsa frá Gnúpverjavegi sem er tengivegur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að áður fáist undanþága frá ákvæðum gr. 5.3.2.5 d í skipulagsreglugerð varðandi fjarlægð mannvirkja frá stofn og tengivegum. Einnig er gerð krafa um að byggingarreitir fari ekki nær þjóðvegi en 50 m.
14. Skýrsla um starfsemi bókasafns SKOGN. Lögð fram skýrsla frá Jóhönnu Lilju Arnardóttur bókaverði um starfsemi bókasafns.
15. Fundargerð Skólanefndarfundar- Grunnskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt
16. Fundargerð Skólanefndarfundar – Leikskólamál. Fundargerð Lögð fram og kynnt.
17. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga. Fundargerðir lagðar fram og kynntar. Fjárhagsáætlanir aðildarstofnana Héraðsnefndarinnar lagðar fram í fundargeðrunum. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlanirnar fyrir sitt leyti.
Umsagnir og samningar.
18. Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Lagt fram og kynnt.
19. Greinargerð Orkunýtingarnefndar SASS. Beiðni um umsögn. Greinargerð lögð fram. Sveitarstjórn tekur jákvætt í greinargerðina.
20. Hólaskógur samningur við Rauðakamb. Máli frestað.
21. Samningur við Eyþór um rekstur Neslaugar, þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur.
22. Samningur Fjölís, þarfnast staðfestingar. Máli frestað
Styrkbeiðnir.
23. Klifur - beðni um styrk. Samþykkt að styrkja Klifur um 7.000 kr.
24. Aflið - beiðni um styrk. Samþykkt að styrkja Aflið um 15.000 kr.
25. Saman – beiðni um styrk. Beiðni hafnað.
26. Umsókn um lóðir við Árnes. Lögð fram umsókn Stellerts ehf um Lóðir undirritað af Ellert K Schram Óskað er eftir tveimur parhúsalóðum og tveimur raðhúsalóðum. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að því að undirbúa lóðir til úthlutunar.
Mál til kynningar
A. Skýrsla um sameiningarmöguleika sveitarfélaga í Árnessýslu
B. Fundur stjórnar SASS 526.
C. Fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 854.
D. Framlög jöfnunarsjóðs.
E. Staðgreiðsluáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018.
F. Afgreiðslur byggingafulltrúa.
G. Fundur stjórnar Sorpstöðvar nr 261.
H. Ársreikningur Sorpstöðvar 2016.
I. Valkostaskýrsla Sorpstöðvar.
J. Fundargerð Ársþings SASS.
K. Afgreiðslur byggingafulltrúa.
Fundi slitið kl 18:00. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 10 janúar 2018 næstkomandi. Kl. 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: