Sveitarstjórn

51. fundur 15. nóvember 2017 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

             Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 15. nóvember 2017  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.       Fjárhagsáætlun 2018-2021. Umfjöllun.

         Sveitarstjóri fór yfir áætlun einstakra málaflokka í rekstri sveitarfélagsins ásamt tekjuliðum. Talsverðar umræður urðu um áætlunina. Lokaumræða fjárhagsáætlunar verður 6. desember nk.

2.       Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018. Nokkrar umræður urðu um einstaka liði gjaldskrárinnar. Afgreiðslu frestað til 6. desember nk.

3.       Rauðikambur ehf. Samningar um landsvæði í Þjórsárdal. Oddviti greindi frá vinnu við gerð samnings við Rauðakamb ehf um landsvæði í Þjórsárdal með aðkomu Forsætisráðuneytis. Svæðið sem um ræðir stendur á þjóðlendu.

4.       Endurskoðun svæðisáætlunar um úrgang. Lagt fram bréf undirritað af Teiti Gunnarssyni fyrir hönd verkefnisstjórnar sorpsamlaga um endurskoðun svæðisáætlun um úrgang Suðvesturlandi. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í tilheyrandi vinnuhópi. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Einar Bjarnason í vinnuhópinn.

Fundargerðir

5.     Starfshópur um sameiningarmál. Lögð fram fundargerð frá umræðuhópi er fjallað hefur um möguleika á sameiningum sveitarfélaga í Árnessýslu dagsett 15. september sl.

6.     Fundargerð 144. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 2,3,7 og 8 þarfnast umfjöllunar.

Mál 2. Sandlækur 1 land 2 lnr. 201307: Sandholt 1-8: Deiliskipulag – 1703092

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til 17,5 ha svæðis úr landinu Sandlækur I land 2 þar sem gert er ráð fyrir 6 um 1,5 ha frístundahúsalóðum á holti sem kallast Sandholt og draga lóðirnar heiti sitt af því. Tillagan var auglýst 31. ágúst sl. með athugasemdafresti til 13. október. Engar athugasemdir bárust utan umsagna frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðarinnar. Til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar er tillagan lögð fram með breytingu á tengingu svæðisins við þjóðveg. Í tölvupósti vegagerðarinnar dags. 7. nóvember sl. kemur fram að ekki sé gerð athugasemd við breytta aðkomu.  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með ofangreindum breytingum

Mál 3.Löngudælaholt lóð 21 lnd 166670: Aðstöðuhús og geymsla: Fyrirspurn – 1711009

Lögð fram fyrirspurn Landshúsa ehf. dags. 24. október 2017 um hvort að heimilt sé að byggja 60-100 fm aðstöðuhús/fjölnotahús á lóðinni Löngudælaholt 21. Húsið yrði að hluta köld geymsla en einnig upphitað. Yrði húsið notað fyrir tæki en einnig yrði mögulega útbúnar stíur fyrir 4-6 hesta, auk snyrtingar.

Skipulagsnefnd mælir ekki með að samþykkt verði að byggja 60-100 fm aðstöðuhús á lóðinni, enda er almennt ekki gert ráð fyrir svo stórum aukahúsum á lóðum innan frístundahverfa.

Sveitarstjórn hafnar því að byggt verði 60-100 fm aðstöðuhús á umræddri lóð.

Mál 7. Árnes: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Breyting á landnotkun: Aðalskipulagsbreyting – 1704045

Á fundi skipulagsnefndar þann 27. október sl. var tekin fyrir að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan þéttbýlisins Árness og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin var í kjölfarið tekin fyrir og samþykkt í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundi 1. nóvember sl. við afgreiðslu málsins í skipulagsnefnd láðist að leggja fram eitt athugasemdabréf sem barst á kynningartíma.

Er aðalskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt þeim tveim athugasemdabréfum sem bárust á kynningartíma. Þá liggur fyrir tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda.

Skipulagsnefnd telur að innkomnar athugasemdir gefi tilefni til breytinga á tillögunni og samþykkir fyrirliggjandi umsögn um innkomnar athugasemdir. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkir að nýju ofangreinda aðalskipulagsbreytingu.

Mál 8. Nónsteinn og Bugðugerði: Árnes: Stækkun lóðar og fjölgun: Deiliskipulagsbreyting - 170602

Á fundi skipulagsnefndar þann 27. október sl. var tekin fyrir að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulag innan þéttbýlisins Árness og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin var í        kjölfarið tekin fyrir og samþykkt í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundi 1. nóvember sl.

Við afgreiðslu málsins í skipulagsnefnd láðist að leggja fram eitt athugasemdabréf sem barst á kynningartíma. Er deiliskipulags-breytingin því lögð fram að nýju ásamt þeim tveim                athugasemdabréfum sem bárust á kynningartíma. Þá liggur fyrir tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda.

Skipulagsnefnd telur að innkomnar athugasemdir gefi tilefni til breytinga á tillögunni og samþykkir fyrirliggjandi umsögn um innkomnar athugasemdir. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna að nýju.

Sveitarstjórn samþykkir að nýju samhljóða ofangreinda aðalskipulagsbreytingu.

7.     Fundargerð 47. fundar Stjórnar BS Skipulags- og Byggingafulltrúa. Fundargerð lögð fram. Fjárhagsætlun lögð fram í fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunin samhljóða. Í fundargerðinni en greint frá því að Börkur Brynjarsson hafi sagt upp störfum hjá sviðinu og er þar samþykkt að óska eftir starfsmanni í hans stað. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir starfsmanni. Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun : Tilefni er til að bíða með að auglýsa eftir starfsmanni við Umhverfis- og tæknisviðið og endurskoða starfsemi sviðsins.

8.     Fundargerð 24. fundar Skóla- og velferðarþj. Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt. Í fundargerðinni voru lagðar fram reglur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

Umsagnir

9.     Gjaldskrá Skóla- og velferðarþj. Árnesþings 2018. Gjaldskrá þjónustunnar lögð fram, sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

10. Bergrisinn- Staða á þjónustueiningum- Ársreikningur 2016. Lagt fram og kynnt.

11. Minjastofnun, umsögn um Aðalskipulag 2017-2029. Lögð fram umsögn Minjastofnunar um Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029 undirrituð af  Kristni Magnússyni. Samþykkt að vísa málinu til Skipulagsráðgjafa.

12.  Önnur mál.

I.   Kristjana Gestsdóttir kvaddi sér hljóðs. Hún lagði til að óskað yrði eftir skýrslu um starfsemi bókasafns sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að kalla eftir slíkri skýrslu.

        Mál til kynningar

A.   Fundargerð verkfundar vegna Gatnagerðar í Brautarholti.

B.    Fundargerð 853. Fundar Stjórnar Samband Ísl Svf.

C.    Fundargerð 260. Funar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

D.    Fundargerð fagráðs TÁ.            

E.    Kynning á Bergrisanum BS.

F.     Afgreiðslur byggingafulltrúa.

 

Fundi slitið kl .17:00.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  6. desember næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: