- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
49. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 14:00.
Mál til umfjöllunar.
1. Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps lögð fram. Skýrsla um Atvinnustefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps lögð fram af Atvinnu- og samgöngumálanefnd. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með vel unnið verk og skýrsluna. Skýrslan samþykkt samhljóða.
2. Auglýsing um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Við gerð sjórnunar- og verndunaráætlunar fyrir friðlandið leggur sveitarsjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps áherslu á að haft verði víðtækt samráð við sveitarfélög á svæðinu. Einnig telur sveitarstjórn eðlilegt að umsjón svæðisins ætti að vera í höndum Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem stærsti hluti friðlandins, utan jökuls, er innan marka sveitarfélagins.
3. Breytingar á efnistökusvæðum vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar. Ákvörðun um matsskyldu. Lagt fram.
4. Ástandsmatsskýrsla um Nónstein. Samkvæmt ástandsmatsskýrslunni sem gerð var af Stefáni Short, Tæknisviði Uppsveita dags.12. október 2017 er of kostnaðarsamt að uppfylla kröfur svo núverandi starfsemi geti haldið áfram.
5. Minnisblað um Hólaskóg. Máli frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
6. Breytt umsókn um rekstrarleyfi vegna gistingar í flokki II fyrir Gunnar Örn Marteinsson, Steinsholti. Beiðni um umsögn. Beiðni samþykkt samhljóða. Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi.
7. Framlenging samnings um Markaðsstofu Suðurlands. Sveitarstjórn óskar eftir fundi með fulltrúa Markaðsstofu Suðurlands.
8. 142. fundur Skipulagsnefndar 12.10.2017. Mál nr. 16. og 17. Þarfnast umfjöllunar.
Mál 16.
Réttarholt A lnr. 166587 Ferðaþjónusta: Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þjónustusvæðis í landi Réttarholts A við Árnes með lagfæringum til þess að koma a móts við athugasemdir sem fram koma í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 31. ágúst 2017. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrir liggjandi tillögu og mælir með að sveitarsjtórn samþykki tillöguna með fyrirvara um umsagnir Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og minniháttar lagfæringar á byggingarreitum í samráði við Skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir bókun Skipulagsnefndar.
Mál 17.
Stækkun friðlands í Þjórsársverum.
Á fundi skipulagsnefndar 15. ágúst og aftur 28. september 2017 var tekið fyrir erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 3. júlí 2017 vegna tillögu um stækkun friðlands í Þjórsárverum. - Málið var ekki formlega afgreitt á þessum fundum þar sem ekki lágu fyrir nægjanlega ítarleg gögn að mati nefndarinnar til að gefa umsögn um máltið, t.d. varðandi starfsemi Þjórsárveranefndar. Skipulagsnefnd tekur heilshugar undir bókun sveitarstjórnar Ásahrepps frá 11. október 2017 um gagnrýni á málsmeðferð stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Skipulagsnefnd ítrekar að skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögunum en ekki hjá ríkinu.
Sveitarstjórn vísar til fyrri bókunar í máli 2 í fundargerð.
9. Engin önnur mál.
Mál til kynningar:
A. Minjastofnun, umsögn um frístundabyggð dsk Sandlækur 1.
B. Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 - 64 dags. 04.10.2017.
C. 183. fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundi slitið kl 16:10: Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi. Kl. 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: