Sveitarstjórn

10. fundur 19. desember 2006 kl. 10:30
Starfsmenn
  • Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson Ingvar Hjálmarsson

Gunnar setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið, en svo reyndist ekki vera. Einnig bauð hann Björgvin Guðmundsson frá KPMG velkominn á fundinn

10.fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 19. desember kl. 10:30 í Árnesi.

Dagskrá:

  1. Gjaldastefna 2007 – Síðari umræða.

Samþykkt samhljóða.

  1. Beiðni um styrk frá Vörðuvinafélaginu.

Samþykkt að veita 30.000 kr styrk.

  1. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands vegna 100 ára afmælisins.

Samþykkt að kaupa heiðursáskrift að andvirði 25.000 kr.

  1. Fjárhagsáætlun 2007 – Síðari umræða.

Björgvin Guðmundsson mætti á fundinn og skírði út  ýmsa liði í fjárhagsáætluninni.

Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta er 13.3  milljónir

Veltufé frá rekstri A og B hluta 19,2 milljónir

Fjárfesting 16 milljónir

Sala eigna 20 milljónir

Ekki liggur enn fyrir niðurstaða úthlutunar úr Jöfnunarsjóði.

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

  1. Bréf frá Hrunamannahreppi varðandi hugmynd um sameiginlegan starfsmann í íþrótta – og æskulýðsmálum.

Lagt fram

  1. Bókasafnsmál.

Umræður urðu um það hvort ástæða er til þess að athuga aðrar leiðir en að færa safnið í Brautarholt, t.d. á Selfoss. Ákveðið að boða bókasafnsnefnd á fund með sveitarstjórn.

Fundargerð bókasafnsnefndar frá 8.11 2006

Fundargerðin staðfest.

  1. Fundargerð Skólanefndar frá 18.des.

Lögð fram til kynningar.

Í fundargerð skólanefndar frá 18. desember kemur fram að Ólafur Jónsson í Eystra-Geldingaholti hefur látið af störfum eftir 30 ára starfsferil, sem skólabílstjóri.  Vill hreppsnefnd koma á framfæri þakklæti til Ólafs fyrir farsælt og velunnið starf í þágu sveitarinnar.

  1. Bréf frá Skipulagsfulltrúa varðandi breytingar á aðalskiplagi í landi Skarðs I og II   vegna breytinga úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Sandlækur úr landbúnaðarsvæði í blandaða notkun frístundasvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Ólafsvellir vegna stofnunar lögbýlisins Hraunvellir á um 30 ha svæði úr landi Ólafsvalla austan Árhraunsvegar og norðan lögbýlið Mörk minnkar svæði fyrir frístundabyggð úr 72 ha í 66 ha. Kílhraun vegna stofnunar lögbýlisins Mörk á um 80 ha svæði úr landi Kílhrauns norðan þjóðvegar nr. 30 og austan Árhraunsvegar, minnkar frístundabyggð úr 54 ha í 8 ha. Þjórsárholt um 17 ha svæði norðan við bæinn Þjórsárholt breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

Samþykkt samhljóða

Fundargerð skipulagsnefndar nr 32 frá  14. desember 2006

Lóðablöð vegna Steinsholts 2 og Kílhrauns lögð fram, einnig lóðablað frá  Vestra- Geldingaholti lagt  fram.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lóðablöðin

  1. Fundargerð félagsmálanefndar frá 5.12.06.

Fundargerðin staðfest.

  1. Aðalskipulagsbreyting vegna Holta – og  Hvammsvirkjunar.

Samþykkt að setja aðalskipulagsbreytinguna í auglýsingu.                     

Sveitarstjórn telur eðlilegt að Landsvirkjun gangi frá samningum  við landeigendur v virkjanaframkvæmda í neðri Þjórsá, áður en breytingar  á aðalskipulagi verða staðfestar.

  1. Íbúaþing. Málinu frestað.
  1. Mál til kynningar.  Engin.

Meðfylgjandi bréf og greinargerð frá Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Smára.

Fundi slitið kl: 14.40