Sveitarstjórn

48. fundur 04. október 2017 kl. 11:00
Starfsmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 4.október 2017  kl. 11:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Aðalskipulagsdrög 2017-2020- umfjöllun um tiltekið efni. Bjarni Ófeigur tók til máls og sagði frá viðhorfi sínu til virkjananna Vörðufellsvirkjunar og Hestvatnsvirkjunar. Umfjöllun vísað til vinnu við aðalskipulagsvinnu.

2.     Erindi frá Veiðifélagi Stóru-Laxár. Varðar fiskirækt.Lagt fram erindi frá Veiðifélagi Stóru- Laxár þar sem félagið ásamt veiðifélagi Árnesinga óskar eftir heimild til Fiskistofu til flutnings á 10 löxum á hvoru kyni í Stóru- Laxá. Erindi samþykkt samhljóða.

3.     Umboð- Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í samræmi við 27. gr. Laga um kosningar til Alþingis“ Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela oddvita að semja kjörskrá og ofangreinda fullnaðarheimild vegna alþingiskosninga 28. október 2017 ef til forfalla sveitarstjóra kemur fram að og á kjördegi.

4.     Hólaskógur – umsækjendur um rekstur. Sveitarstjóri kynnti umsóknir um rekstur fjallaskálans í Hólaskógi. Umsækjendur eru Gestur Þórðarson, Fish partner, Ólöf Anna og Einar Harðarson og Rauðikambur ehf. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Rauðakamb ehf um leigu á Hólskógi. Sveitarstjóra falið að vinna að samningsgerð.

5.     Yfirfasteignamatsnefnd- varðar vindmyllur. Fulltrúar nefndarinnar óska eftir að fara í vettvangsferð til skoðunar á vindmyllum á Hafinu. Lagt fram og kynnt.

6.     Skipulagsnefnd. 141 fundur.  22. Hvammsvirkjun. Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag- 1509062.

Á fundi Skipulagsnefndar 14. sept. Voru lagðar fram til kynningar athugasemdir og umsagnir við tillögu að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar, samhliða breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd frestaði umfjöllun um aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag svæðisins.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

23. Hraunhólar 166567.  Bjarkarlaut 1. Samþykki lóðarheitis innan deiliskipulags 1709107. Lögð fram umsókn um stofnun lóðar úr landi Hraunhóla í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins þar sem óskað er eftir að hún fái heitið Bjarkarlaut. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðin fái heitið Bjarkarlaut. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin fái heitið Bjarkarlaut.

7.     Reglur Skóla- og velfþj. Árnesþings um ferðaþjónustu fatlaðra. Lagðar fram til samþykktar reglur Skóla- og velferðarþjónustu um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglur þessar voru staðfestar af Skólaþjónustu- og velferðarnefnd 13. September 2017 og eru sendar til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga til samþykkta. Reglurnar samþykktar samhljóða.

Fundargerðir

8.     Atvinnu- og samgöngunefnd 22. Fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.

9.     Fundur stjórnar BÁ. Nr. 16. 29.08.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.

10. Fundur stjórnar BÁ. Nr 17. 19.09.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.

11. Fundur stjórnar BÁ. Nr. 18. 29.09.17. Fundargerð lögð fram og kynnt

12. Fundur framkvæmdanefndar AÁ nr 20. 19.09.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.

13. Fundur Skólanefndar Flúðaskóla nr. 5. 28.09.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14. Fundur Skólanefndar Flúðaskóla v. æskulýðsmála nr. 2. 05.09.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.

15. Hitaveita Gnúpverja. Framkvæmdaáform. Lögð voru fram drög að kostnaði við borun eftir heitu í Þjórsárholti frá stjórn  Hitaveitunnar óskar stjórnin eftir aðkomu sveitarfélagsins að kostnaðinum. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við stjórn Hitaveitu Gnúpverja að haldinn verði hlutahafafundur í Hitaveitunni um verkefnið.

 

             Mál til kynningar 

A.   Heilbrigðisnefnd 181.fundur.

B.    Aðalfundargerð Túns 2017.

C.    Afgreiðslur byggingafulltrúa 17-63.

D.   Aðalskipulagsvinnuhópur. Fundargerð 20.09.17

E.    Fundur um Gjána í Umhverfisstofnun.

F.     Ársreikningur HSU 2016.

G.   Náttúrufræðistofnun Vistgerðir.

H.   Læsisstefna Flúðaskóli og Undraland.

I.       Skólaakstur öryggismál.

J.      Starfsáætlun Flúðaskóla.

K.   Flúðaskóli. Ytra mat.

 

Fundi slitið kl 12.50:

 Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  18. október  næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: