Sveitarstjórn

46. fundur 06. september 2017 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

1. Kosning fulltrúa á aðalfund SASS 19 - 20 október nk. Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi undirritað af Bjarna Guðmundssyni þar sem óskað er eftir tilkynningu um þátttöku sveitarfélagsins á aðalfundi samtakanna ásamt aðalfundum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Skeiða- og Gnúpverjahreppur á rétt á þremur fulltrúum til setu á aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 19-20 október á Hótel Selfossi. Samþykkt að Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundunum og til vara Halla Sigríður Bjarnadóttir, Anna Þórný Sigfúsdóttir og Anna María Flygenring.

2. Svæðisskráning fornleifa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lögð var fram og kynnt skýrsla frá Fornleifaskráningu Íslands sem ber heitið Menningarminjar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skýrslan fjallar um svæðisskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn lýsir ánægju með skýrsluna.

3. Fráveitur. Tilmæli til stjórnvalda varðandi virðisaukaskatt. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun : Sveitarfélög bera að öllu leyti kostnað af fjárfestingum í fráveituverkefnum og er þar með talinn virðisaukaskattur. Sveitarfélög hafa sum hver lagt í mikinn kostnað við slík verkefni að undanförnu, þar á meðal Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Ljóst er að mörg sveitarfélög standa frammi fyrir framkvæmdum af því tagi, koma þar meðal annars til hertar reglur í heilbrigðismálum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að beina þeim tilmælum til alþingismanna kjördæmisins að þeir beiti sér fyrir því að sveitarfélögum verði endurgreiddur virðisaukaskattur af fjárfestingum vegna fráveitumála.

4. Snjómokstur. Samningar að renna út. Umræða um framhald. Samningur um snjómokstur sem gilt hefur frá 2014 við Strá ehf og Georg Kjartansson rann út síðastliðið vor. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bjóða út snjómokstur í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að annast gerð útboðsgagna.

5. Veiðiréttur í Fossá. Umræður- ákvörðun um útboð. Laugardalsá ehf er leigutaki ánna Fossár og Rauðár. Gildistími samnings eru veiðiárin 2014-2017. Forræði ánna er auk sveitar-félagsins í höndum Skógræktar ríkisins og Forsætisráðuneytis. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að bjóða veiðiréttinn út. Sveitarstjóra falið að ræða við Skógræktina og Forsætisráðuneytið um útboð veiðiréttarins.

6. Samningur við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar. Lagt fram erindi frá Eyþóri Brynjólfssyni, þar sem hann óskar að taka að sér rekstur Neslaugar árin 2018 og 2019. Sveitarstjóra falið að meta erindi Eyþórs. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7. Erindi frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu. Erindi frá stjórn Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu undirritað af Geir Gíslasyni. Í erindinu er skorað á sveitarstjórn að ræða þann vanda sem kominn er upp í sauðfjárrækt og leita lausna. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum af afkomu sauðfjárbænda og hvetur til að ekki verði gripið til skyndilausna sem skerða hag sauðfjárbænda á Suðurlandi umfram önnur byggðarlög.

8. Fundargerð 139. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 17, þarfnast umfjöllunar. Mál nr 17. Sandlækur 1 land 2. Lnr 201307 Byggingarleyfi fyrirspurn. Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á landinu Sandlækur 1 landnr 2. Lnr 201307. Samþykkt að fresta ákvörðun um málið til næsta fundar. Samningar – umsagnir - beiðnir

9. Samningur um refaveiðar. Þarfnast staðfestingar. Lagður fram samningur milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps annars vegar við verktaka hins vegar um refaveiðar. Samningur staðfestur.

10. Miðhús – leigusamningur. Þarfnast staðfestingar. Lagður fram undirritaður leigusamningur við Krosshól ehf um íbúðarhúsið að Miðhúsum. Samningur staðfestur. Húseignin verður framleigð til starfsmanns sveitarfélagsins.

11. Knarrarholt ósk um leyfi til gistingar. Lögð fram frá Sýslumanninum á Suðurlandi beiðni undirrituð af Agli Benediktssyni um umsögn vegna umsóknar Lindu Óskar Högnadóttur um leyfi reksturs gististaðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt.

12. Heilaheill Beiðni um stuðning. Lagt var fram erindi frá stjórn Heilaheilla um stuðning við samtökin. Samþykkt að kaupa styrktarlínu fyrir kr 10.000 kr.

13. Önnur mál. I. Sveitarfélaginu býðst að senda fulltrúa í spurningakeppnina Útsvar. Samþykkt að senda fulltrúa í keppnina.

Mál til kynningar

A. Fundargerð 522. Fundar stjórnar SASS.

B. Ársreikningur Túns vottunarstofu.

C. Afgreiðsla byggingarfulltrúa. 9. Ágúst 17.

D. Afgreiðsla byggingarfulltrúa. 23. Ágúst 17.

E. Fundargerð vinnufundar um aðalskipulag 17 ágúst 17.

F. Reykholt Þjórsárdal. Deiliskipulagskynning.

G. Fundur vinnuhóps um sameiningarmál 23.08.17.

H. Byggðasamlög í Árnessýslu yfirlit.

I. Sveitarstjórnarráðstefna.

J. Sjóður innheimtukerfi.

K. Ástand Þjórsárdalslaugar

L. Talning fugla.

Fundi slitið kl . 15.20. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 20. september næstkomandi. Kl. 14.00.

Gögn og fylgiskjöl: