Sveitarstjórn

44. fundur 01. ágúst 2017 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Halla Sigríður Bjarnadóttir

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Rauðikambur ehf- Viljayfirlýsing um samning um svæði í Þjórsárdal.  Lögð fyrir sveitarstjórn lýsing að deiliskipulagi í Þjórsárdal. Um er að ræða svæði milli Rauðakambs og Reykholts.

Sveitarstjórn samþykkir að leggja lýsinguna fyrir skipulagsnefnd.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar  á 3. gr. leigusamnings aðila dags. 13. september 2016:

a)    Í stað orðanna  „ 10. september  árið 2017 “ í 1. málslið 4. mgr. 3. gr.  komi orðin „ 10. september árið 2019 “.

b)    Dagsetningin 15. september 2017, í 2. tl. framkvæmdaáætlunar Rauðakambs ehf., dags. 10. september 2016, breytist í 10. september 2019, og ártalið 2019 kemur í stað ártalsins 2017  annarstaðar í töluliðnum.

2.     Stækkun friðlands í Þjórsárverum.  Lagt var fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, undirritað af Guðríði Þorvarðardóttur og Sigríði S. Helgadóttur fyrir hönd ráðherra. Bréfið varðar stækkun friðlands í Þjórsárverum, með bréfinu voru lögð fram drög að auglýsingu þessa efnis, ásamt yfirlitskorti er sýna afmörkun fyrirhugaðs svæðið. Svæðið er 156.260,12 hektarar að stærð. Það er talsvert stærra en svæðið sem áður nokkru stærra en áður var fyrirhugað. Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðva heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Kostnaður vegna umsjónar og rekstrar friðlandsins mun greiðast af Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn fagnar tillögu að friðlandi í Þjórsárverum og gerir ekki athugsemd við framlögð drög að auglýsingu.

3.     Tilboð í gatnagerð í þéttbýliskjörnum. Lagt fram að nýju tilboð er barst frá Nesey ehf í gatnagerð í Þéttbýliskjörnunum í Brautarholti og við Árnes. Þar með talin malbikun gatnanna. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða. Jafnframt er samþykkt að lokið verði gatnagerð og malbikun í Brautarholti á árinu 2017. Lokið verði við gatnagerðina í Árneshverfi árið 2018. Kostnaður við þann hluta verkefnisins sem unninn verður á árinu 2017 rúmast innan viðauka við fjárhagsáætlun er samþykktur var 7 júní sl. Tekið verði tillit til þess hlutar sem unninn verður 2018 við gerð fjárhagsáætlunar þess árs. Sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun verksamnings.

4.     Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög á Suðurlandi. Síðari umræða.

Lögð fram til síðari umræðu sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.

5.     Hólaskógur. Uppsögn leigusamnings. Lögð fram uppsögn leigusamnings milli sveitarfélagsins og Extreme Iceland ehf um fjallaskálann í Hólaskógi. Uppsögnin barst á tölvupósti frá Kára Björnssyni starfsmanni Extreme Iceland.Uppsögn samþykkt samhljóða. Umræður urðu um framtíðarmöguleika fjallaskálans. Ákvörðun um leigu eða sölu eignarinnar frestað.

6.     Fundargerð 137. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 14,15,16 og 17 þarfnast staðfestingar.

Mál 14.

Holtabraut 1-7: Holtabraut 1 og 3: Fækkun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1704037 

Lögð var  fyrir Skipulagsnefnd öðru sinni að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brautarholts en afgreiðslu málsins var frestað frá þar síðasta fundi skipulagsnefndar. Í breytingunni fólst að í stað fjögurra einbýlishúsalóða nr. 1, 3, 5 og 7 við Holtabraut var gert ráð fyrir tveimur raðhúsalóðum fyrir 4-6 litlum íbúðum í hvoru húsi. Tillagan var kynnt lóðahöfum innan Brautarholts með bréfi dags. 2. maí 2017 með athugasemdafresti til 30. maí. Tvö athugasemdabréf bárust, með undirskrift nokkurra íbúa og nú liggja fyrir viðbrögð umsækjenda við athugasemdunum í bréfi dags. 3. júlí 2017.

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar og var skipulagsfulltrúa falið að vera í samráði við skipulagsráðgjafa um gögn málsins.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

   

Mál 15.

Réttarholt A lnr 166587: Verslun og þjónusta: Breyting á nýtingu lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1610004

Lögð var fyrir Skipulagsnefnd tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem liggur upp að þéttbýlinu Árnes. Er fyrirhugað að byggja þar upp þjónustu í tengslum við hestaferðir og er m.a. er gert ráð fyrir byggingu gistiaðstöðu og þjónustuhúss. Landið er rúmlega 9 ha að stærð og er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að um 4 ha svæðisins breytist í verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan var auglýst 24. maí 2017 með athugasemdafresti til 6. júlí 2017

Í ljósi þess að ekki bárust athugsemdir innan tilskilins frests samþykkir sveitarstjórn aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til staðfestingar Skipulagsstofnunar með fyrirvara um umsögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Sbr. 4. mgr. 6 gr. Jarðarlaga.

 

Mál 16.

Réttarholt A lnr 166587: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag – 1612035

Lögð var fyrir Skipulagsnefnd tillaga að deiliskipulagi fyrir landið Réttarholt A lnr. 166587 sem er um 9 ha spilda austan við þéttbýlið Árnes. A svæðinu er afmarkaður einn 11.500 fm byggingarreitur þar sem gert er ráð fyrir að byggð verði allt að 30 smáhýsi á bilinu 12-30 fm. Innan reitsins er þegar 117 fm hús sem gert er ráð fyrir að nýta sem þjónustuhús. Tillagan var auglýst 24. maí 2017 með athugasemdafresti til 6. júlí 2017.

Í ljósi þess að ekki bárust athugsemdir innan tilskilins frests samþykkir sveitarstjórn  samþykki deiliskipulagstillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

   

Mál 17.

Hjólhýsabyggð í Þjórsárdal: Skriðufell: Kæra til ÚUA – 1706083

Lagt var fyrir Skipulagsnefnd bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2017 ásamt meðfylgjandi kæru Kolbrúnar Garðarsdóttur hrl. dags. 21. júní 2017 f.h. Félags leigutaka hjólhýsastæða í landi Skriðufells, þar sem kærð er samþykkt sveitarstjórnar á breytingu á deiliskipulagi í landi Skriðufells.

Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að senda úrskurðarnefnd gögn um málsmeðferð deiliskipulagsbreytingarinnar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. Auk þess var sveitarstjóra falið að svara Úrskurðarnefndinni.

7.     Búrfell- Deiliskipulagsbreyting.  Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar sem auglýst var 4. maí með athugasemdafresti til 16. júní 2017. Málið var áður á dagskrá fundar sveitarstjórnar þann 5. júlí sl. Nú er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum til að koma til móts við athugasemdir sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14. júní 2017. Gerðar eru breytingar á greinargerð deiliskipulagsins sem felast aðallega í ítarlegri umfjöllun um námur og efnislosunarsvæði. Varðandi athugasemd um að náma E7 sé í ósamræmi við aðalskipulag að þá bendir sveitarstjórn á að skv. gildandi deiliskipulagi er náman afmörkuð á norðurbakka Þjórsár og að nú er eingöngu verið að færa hana aðeins vestar. Að mati sveitarstjórnar er náman ekki afmörkuð með nákvæmum hætti í aðalskipulagi og er litið svo á að sú afmörkun eigi við um allar eyrar Þjórsár á þessu svæði.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu með breytingum á greinargerð sem tilgreindar eru í kafla 3.4 og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga.

 

8.     Arngrímslundur í Skarði. Beiðni um leyfi til sölu gistingar. Lögð fram umsókn frá Draumahöll ehf, undirrituð af Björgvin G Sigurðssyni um leyfi til sölu gistingar í Arngrímslundi í Skarði fastanr. 224-679. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.

Með umsókninni fylgdi bréf undirritað af Björgvin G Sigurðssyni þar sem þess er óskað  er eftir að aðalskipulagi tilheyrandi svæðis verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland. Máli vísað til Skipulagsfulltrúa.

9.     Álftröð. Beiðni um leyfi til gistingar. Lögð var fram umsókn B.Guðjónsson ehf undirrituð af Báru Guðjónsdóttur um leyfi til gistingar og veitinga að Álftröð fastanr. 235-1226. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.

10.   Sala á Holtabraut 17. Forkaupsréttur.  Lagður var fram kaupsamningur vegna Holtabrautar 17 í Brautarholtshverfi. Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að eigninni.

11.   Starfsmannaferð. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að haustferð starfsmanna sveitarfélagsins á komandi hausti. Gert er ráð fyrir að kostnaður við slíka ferð verði allt að 250.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar og verður bókaður á starfsmannakostnað. Samþykkt samhljóða.

12.  Almannavarnarvika. Erindi frá Lögreglustjóra. Lagt fram erindi frá Víði Reynissyni fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi. Þar eru kynntar hugmyndir um sérstakar almannavarnarvikur í sveitarfélögum í umdæmi lögreglustjórans. Hugmyndir eru um að Unnið verði að verkefnum tengdum almannavörnum og lagt til að lykilstarfsmenn sveitarfélagana taki þátt. Fundað yrði með viðbragðsaðilum og í lok vikunnar yrði haldinn íbúafundur þar sem almannavarnamál yrðu kynnt og sérfræðingur á tilteknu sviði væri fengnir til að kynna það sem áhugavert væri. Lögreglustjóri leggur til að almannavarnarvika í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verði í annarri viku nóvember næstkomandi. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með framkomna hugmynd Lögreglustjóra um almannavarnarviku.

13.  Drög SASS að samgönguáætlun. Lögð fram og kynnt drög að samgönguáætlun sem unnin eru af samgöngunefnd fyrir SASS. Í drögum að skýrslunni eru tekin saman þau verkefni sem að mati fulltrúa sveitarfélaga á svæðinu eru talin brýnust til úrbóta. Tilgangur skýrslunnar er að marka stefnu í samgöngumálum á Suðurlandi.  Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með gerð skýrslunnar.

14. Samningur um hagabeit. Þarfnast staðfestingar. Lagður var fram undirritaður samningur um hagabeit milli Traðarlands ehf og sveitarfélagsins. Samningur staðfestur.

15. Úthlutun lóðar Bugðugerði 3 A og 3 B. Selásbyggingum ehf var úthlutað lóðunum Bugðugerði 3 A og 3 B árið 2015. Hákon Gunnlaugsson lagði fram endurnýjun umsóknar lóðarinnar. Samþykkt samhljóða að endurúthluta lóðunum til Selásbygginga ehf og sveitarstjóra falið að ganga frá lóðarleigusamningi.

16.  Önnur mál löglega fram borin.

I.    Halla Sigríður kvaddi sér hljóðs og greindi frá því að vantað hefði upp á standsetningu fjallaskála í upphafi sumars. Sveitarstjóra falið að ræða vinna að framtíðarfyrirkomulagi þeirra mála.

Mál til kynningar

A.   Afgreiðslur byggingafulltrúa, 17-57.

B.   Umbótaáætlun lokaskýrsla.

C.   Ráðuneyti staðfesting.

D.   Ráðstefna um íbúalýðræði.

E.   Fundur stjórnar Sambands Ísl sveitarfélaga.

F.   Dómur 2016-768.

G.   Lýðheilsudagar.

H.  Fasteignamat 2018.

Fundi slitið kl . 10:05.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  23. ágúst  næstkomandi. Kl 14.00.

 

Gögn og fylgiskjöl: