- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 14:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :
1. Landsvirkjun, staða verkefna í Búrfelli. Georg Pálsson Stöðvarstjóri, Einar Mathiesen yfirmaður Orkusviðs og Olivera Ilic mættu til fundarins. Þau rædd um helstu viðfangsefni í Búrfellsstöð. Þar eru 41 stöðugildi. Þar af starfa 5 í sveitarfélaginu. 35 ungmenni við störf í sumar. Þau greindu frá umhverfisþáttum. Eldsneytisnotkun við starfsemina komst til tals notkun hefur færst yfir úr dísel í lífdísel. Vatnsforða er stýrt til að draga úr rennslissveiflum. Vatnsbúskapur er mjög góður um þessar mundir að sögn Georgs. Sumarrennsli 280 m3 /sekúndu og svara það fullri vinnslu í Búrfelli. Viðgerðir standa nú yfir á Sultartangaskurði sem og lokum við Ísakot. Gestastofa er lokuð sem stendur vegna framkvæmda á svæðinu og óvist með framhald hennar. Samfélagsstyrkir eru veittir með ýmsum áherslum af Landsvirkjun.
2. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2016. síðari umræða.
Ársreikningurinn lagður fram. Rekstrareikningur: Heildartekjur A og B hluta 586.872 þkr. Rekstrargjöld fyrir afskriftir 484.685 þkr. Hagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði 67.121 þkr Eftir afskriftir og fjármagnsliði 43.018 þkr. Fyrir A hluta 43.887 þkr. Efnahagsreikningur A og B samtals: Fastafjármunir 671.169 þkr. Veltufjármunir 94.589 þkr. Eignir samtals 765.758 þkr. Eigið fé 610.421 þkr. Fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum 50.862 þkr. Eiginfjárhlutfall 80 %. Skuldahlutfall 24 %. Veltufé frá rekstri 10,8 %. Nokkrar umræður urðu um ársreikninginn og einstaka málaflokka. Ársreikningur samþykktur samhljóða.
3. Erindi frá Önnu S. Valdimarsdóttur, Gunnari Sigfúsi Jónssyni, Grétari Ólafssyni. Sigurlaugu Reimarsdóttur og Jóni Einari Valdimarssyni. Varðar umsókn um land til búsetu á Flötum norðan við Skaftholtsréttir til kaups eða leigu til stofnunar smábýla. Landið þarf að geta rúmað u.þ.b. þrjár rúmgóðar lóðir. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi og vísar því til vinnu við aðalskipulag.
4. Útleiga lands sveitarfélagsins til skemmri tíma. Fyrir liggur beiðni Gests Þórðarsonar um leigu á landi úr Réttarholti til hrossabeitar sumarið 2017. Samhliða var lagt fram bréf frá Sigþrúði Jónsdóttur beitarfræðingi hjá Landgræðslu ríkisins þar sem varað er við beit hrossa á hluta þess lands sem um ræðir. Lögð voru fram drög að leigusamningi um land sveitarfélagsins til hagabeitar. Sveitarstjórn samþykkir að taka tillit til athugasemda beitarfræðingsins og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Gest. Leigugjald verði í samræmi við það sem gerist um afnot af landi til slíkra afnota. Varðandi grein 4.1 í drögum um leigusamnings bætist við. Ofbeit er brot á þessu ákvæði og leiðir til uppsagnar samnings. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að ofangreint samningsform gildi almennt um leigu á landi í eigu sveitarfélagsins til þessara nota.
5. Umsókn um rekstur Skeiðalaugar, drög að samningi.
Lögð voru drög að samningi sveitarfélagsins við South central ehf um útleigu á Skeiðalaug sumarið 2017. Auk þess lögð fram drög að opnun sundlaugarinnar á tímabilinu. Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin samhljóða og felur sveitarstjóra undirritun þeirra.
6. Umsókn um störf og rekstur í Árnesi. Lögð var fram umsókn frá Birgi Birgissyni og Ólöfu Birgisdóttur og drög að samningi við þau um leigu á Flísasal og eldhúsi í Árnesi til veitingarekstur. Auk þess sækja þau um störf í Þjórsárstofu og umsjón tjaldsvæða júní, júlí og ágúst nk. Kristjana Gestsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Einnig lögð fram umsókn frá Petrínu Jónsdóttur um leigu á aðstöðu í Árnesi til að bjóða uppá morgunmat til ferðamanna í júní, júlí og ágúst nk. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við ofangreinda aðila og felur sveitarstjóra að undirrita samninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
7. Eignarhaldsfélag Suðurlands. Boð á aðalfund. Fundarboð undirritað af Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra félagsins. Fundurinn verður haldinn 11. maí nk. Samþykkt að Kristófer Tómasson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
8. Ungmennaráð. Ástráður Sigurðsson, Guðmundur Ágústsson, Iðunn Ósk Jónsdóttir og Aníta Vilhjálmsdóttir mættu til fundarins, þau skipa ungmennaráð. Sveitarstjórn bauð ráðið velkomið til starfa kynnti fyrir þeim fyrirkomulag sveitarstjórnarfunda og hvernig markvissast væri að haga samskiptaleiðum
9. Samningur við Motus um innheimtuþjónustu. Lögð voru fram drög að samningi frá Motus ásamt tilheyrandi minnisblaði. Samningurinn er til þriggja ára og er uppsegjanlegur af beggja hálfu. Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórn.
10. Fundargerð 131. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 23,24,25, og 26 þarfnast afgreiðslu.
23. mál Stöng og Gjáin Deiliskipulag 1511004
Tillaga að deiliskipulagi sem nær til Stangar og Gjárinnar í Þjórsárdal. Kynningu lokið, ekki hafa borist athugsemri eða umsagnir.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
24. mál Sandlækur 1 land 2. lnr. 201307. Lóðir fyrir íbúðarhús : Deiliskipulag – 1703092. Umsókn/tillaga með lýsingu deiliskipulags fyrir spilduna Sandlæk 1 lands 2. Gert er ráð fyrir 6 1,5 ha lóðum fyrir íbúðarhús ásamt bílskúr. Skipulagsnefnd bendir á að tillagan sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar.
25. mál Réttarholt B lnr. 223803 : Urðarholt: Aðalskipulagsbreyting : umsókn- 1606007 Tillaga að Aðalskipulagsbreytingu á svæði við Árnes sunnan þjóðvegar og austan við núverandi athafnasvæði í Árneshverfi. Auglýsingu/kynningu lokið. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna óbreytta að felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
26. mál Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Deiliskipulagsbreyting- 1609048. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu svæðis austan við núverandi athafnasvæði við Árneshverfi, sunnan þjóðvegar á svæði sem er innan spildu sem kallast Urðarholt lnr 223803. Auglýsingu og athugsemdarfesti lokið. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
11. Fundargerð 132. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 14,15 og 16 þarfnast afgreiðslu.
14. mál. Holtabraut 1-7: Holtabraut 1 og 3 : fækkun lóða Deiliskipulagsbreyting- 1704037.
Umsókn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um breytingu á deiliskipulagi Brautarholts sem felst í því að í stað fjögurra einbýlishúsalóð nr 1,3,5 og 7 er gert ráð fyrir tveimur raðhúsalóðum með 4-6 íbúðum í hvoru húsi. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytinguna skv. 2. Mgr.43.gr. skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
15. mál. Árnes: Breyting á landnotkun. Aðalskipulagsbreyting -1704045. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004 – 2016 innan þéttbýlisins við Árnes. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun íbúðalóða við Bugðugerði, að lóð fyrir leikskóla norðan Skólabrautar er felld út og svæði fyrir verslun og þjónustu við Nónstein er stækkuð.
Sveitarstjórn samþykkir að kynna lýsinguna skr. 1. Mgr.30.gr skipulagslaga og í kjölfarið tillögu að breytingu skr. 2.mgr. 30.gr. laganna.
16. mál. Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall : Deiliskipulag- 1509062. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun. Tillagan var auglýst og kynnt skilmerkilega.
Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meike Witt sat hjá.
12. Fundargerð 42. fundur stjórnar Byggðasamlags. Fundargerð lögð fram og kynnt.
13. Fundargerð 43. fundur stjórnar Byggðasamlags. Ársreikningur byggðasamlagsins fyrir árið 2016 lagður fram á fundinum og samþykktur. Sveitarstjórn samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti. Lögð fram breyting á samþykktum samlagsins er fela í sér breytingu á nafni þess. Sveitarstjórn samþykkir breytingu samþykktanna fyrir sitt leyti.
14. Fundargerð NOS nefndar 25.04.17. Á fundi NOS sem haldinn var í Vatnsholti var forstöðumanni Skóla – og velferðarþjónustu veitt heimild til að ráða sálfræðing í verktöku til að grynnka á fyrirliggjandi biðlistum hjá þjónustunni. Einnig var samþykkt að fela Aldísi Hafsteinsdóttur að hefja samningaviðræður við eigendur hentugs húsnæðis fyrir Skóla- og velferðarþjónustu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreind mál fyrir sitt leyti.
15. Fundargerð Framkvæmdaráð Almannavarnaráðs. Á fundinum var samþykkt af ráðinu að framlengja ráðningu Víðis Reynissonar sem verkefnisstjóra til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir ráðninguna fyrir sitt leyti.
16. Fundargerð Skólanefndar 25.04.17. 34.fundur, grunnskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.
17. Fundargerð Skólanefndar 25.04.17. 35. Fundur, leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.
18. Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla.14. fundur. 04.04.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.
19. Fundargerð 25. fundar Menningar – og æskulýðsnefndar. 04.04.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.
20. Fundargerð 26. fundar Menningar – og æskulýðsnefndar. 25.04.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.
21. Fundargerð 18. fundar Atvinnu- og samgöngunefndar. 07.04.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.
22. Fundargerð 19 fundar Atvinnu- og samgöngunefndar. 23.04.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.
23. Fundargerð Umhverfisnefndar 04.04.17. Í fundargerð nefndarinnar kemur fram hvatning til sveitarstjórnar að hefja friðlýsingarferli Gjárinnar í Þjórsárdal. Samhliða fundargerðinni var lagt fram erindi þess efnis frá nefndinni þar sem hún leggur til að sveitarstjórn og umhverfisnefnd vinni saman að því að senda inn umsókn til umhverfisstofnunar að sækja um friðlýsingarferli. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og felur sveitarstjóra og oddvita að vinna að málinu.
24. Fjármálastefna, beiðni um umsögn. Samband Ísl. svf. Lagt fram og kynnt.
25. Barnaheill. Beiðni um styrk. Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að leggja samtökunum til styrk. Samþykkt var að styrkja samtökin með 7.000 krónum. Rúmast innan fjárhagsáætlunar bókast á lykil 285.
26. Beiðni frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um greiðslur til Skaftholts SES. Lagt var fram bréf undirritað af Örnu Ýr Gunnarsdóttur þar sem óskað er eftir aukningu á félagslegri liðveislu og akstri íbúa Skaftholts. Kr 3.423.000 á ári. Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.
27. Batasetur Suðurlands. Beiðni um styrk. Erindi lagt fram undirritað af Jónu Heiðdísi Guðmundsdóttur forstöðukonu Bataseturs Suðurlands. Afgreiðslu málsins frestað. Sveitarstjóra falið að boða Jónu Heiðdísi að mæta til næsta sveitarstjórnarfundar og kynna starfsemina.
28. Norðurljósamynd. Boðin til kaups. Erindi frá Rósu Benediktsdóttur þar sem margmiðlunarmynd um Norðurljós fyrir kr. 250.000. Erindi hafnað.
29. Opnunartími skrifstofu sumarið 2017. Samþykkt að skrifstofan verði lokuð frá 10. – 26. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.
30. Stöðugildi í Þjórsárskóla. Oddviti greindi frá fundi sem hann átti með sveitarstjóra og skólastjóra. Á fundinum kom fram í máli skólastjóra að þörf væri á að fjölga stöðugildum við Þjórsárskóla. Horft er meðal annars til þess að draga úr samkennslu. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni skólanefndar að meta nánar í samráði við skólastjóra og skólaþjónustu Árnesþings og auglýsa lausa stöðu ef þörf gerist. Lagður verður fram viðauki við Fjárhagsáætlun ef til kemur.
Mál til kynningar
A. Stjórnarfundur SASS.
B. Afgreiðslur byggingafulltrúa.
C. Fundargerð vinnufundar um Aðalskipulag.
D. Akstursundanþágur.
E. Fundargerð SÍS nr 849.
F. Vorþing sveitarstjórnarþings í Evrópu.
G. Úthlutun stofnframlaga ÍLS.
H. Svæði til deiliskipulags í Þjórsárdal. Rauðikambur.
I. Þingsályktun 0145.
J. Þingsályktun 0173.
K. Þingsályktun 0223.
L. Þingsályktun 0311.
M. Þingsályktun 0377.
N. Þingsályktun 0504.
O. Drög að uppgjöri jan- mars 2017.
P. Frá Umfí.
Q. Skýrsla sveitarstjóra.
Fundi slitið kl 18:35.
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 7. júní næstkomandi. Kl 14.00.
Gögn og fylgiskjöl: