- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 1 febrúar 2017 kl. 14:00.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Kostir og gallar sameininga sveitarfélaga. Annars vegar í Árnessýslu. Hinsvegar sveitarfélög meðfram Þjórsá auk Rangárþings Eystra. Vinna við sviðsmyndir sameiningarkosta. Oddviti sagði frá fundi sem haldinn var 16 janúar sl í umræðuhópi sem fjallar um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu. Ákveðið hefur verið að leggja í greiningarvinnu/gerð sviðmynda um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í sýslunni. Á þeim fundi kom fram að fulltrúar Bláskógabyggðar hafa ákveðið að taka þátt í viðræðunum.Tilboð í greiningarvinnu komu frá fimm fyrirtækjum, þ.e. Capacent, Deloitte, KPMG, Ráðrík og R3. Fyrir fundinn voru þrjú tilboðanna valin og ákveðið að kynna þau sérstaklega á áðurnefndum fundi. Það voru tilboð frá Capacent, Deloitte og KPMG, frá þeim fyrirtækjum mættu fulltrúar á áðurnefndan fund og kynntu tilboðin, var þar samþykkt að ganga til samninga við KPMG á grundvelli tilboðs þeirra. Fyrir liggur að framlag fæst úr jöfnunarsjóði til þessa verkefnis. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að halda áfram þátttöku í verkefninu.
Hvað varðar umræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga meðfram Þjórsá auk Rangárþings Eystra, þá hafa fulltrúar Flóahrepps tilkynnt að þeir hafi dregið sig út úr þeim umræðum. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að láta staðar numið í þeim viðræðum.
2. Erindi frá Atla Eggertssyni. Kaup á landi. Lagt var fram bréf frá Atla Eggertssyni og Lindu Högnadóttur þar sem óskað er eftir kaupum á landinu Knarrarholti landnr. 186299 3,9 ha spilda. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að semja við Atla og Lindu um kaupin.
3. Vegagerðin. Beiðni um framkvæmdaleyfi Ísakotsnáma. Erindi frá Vegagerðinni undirritað af Svani G. Bjarnasyni svæðisstjóra Suðursvæðis þar sem óskað eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Ísakotsnámu. Leyfið samþykkt samhljóða.
4. Vegagerðin. Beiðni um framkvæmdaleyfi Skáldabúðagryfja. Erindi frá Vegagerðinni undirritað af Svani G. Bjarnasyni svæðisstjóra Suðursvæðis þar sem óskað eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Skáldabúðagryfju. Sveitarstjórn leggur þunga áherslu á að það efni sem tekið verður úr gryfjunni verði nýtt til endurbóta á vegum í sveitarfélaginu. Öllum má vera ljóst að ástand vega víða í sveitarfélaginu er með óviðunandi hætti. Ennfremur leggur sveitarstjórn áherslu á að aðflutningsleiðir að gryfjunni verði lagfærðar með fullnægjandi hætti til að bera tilheyrandi umferð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu leyfisins þar til Vegagerðin hefur lagt fram skýra áætlun um hvernig viðhaldi og endurbótum vega verði háttað í sveitarfélaginu á næstu misserum.
5. Viðbragðsáætlun vegna samfélagsáfalla- drög. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti drög að viðbragðsáætlun vegna samfélagsáfalla. Áætlunin er unnin af Víði Reynissyni verkefnastjóra almannavarna á Suðurlandi og er hún að mestu tilbúin. Stefnt er að almennum íbúafundi um viðbragðsáætlunina í apríl næstkomandi.
6. Breytingar á ráðningarsamningum sveitarstjóra og oddvita.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. desember 2016 var samþykkt að laun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn taki framvegis breytingum samkvæmt breytingum á launavísitölu. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á launum kjörinna fulltrúa 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar 2017. Vegna tengingar við launavísitölu skal grunnvísitala vera 573,1 (maí 2016). Breyting 1. janúar skal miðuð við launavísitölu desembermánaðar. Breyting 1. júlí skal miðuð við launavísitölu júní mánaðar. Um er að ræða nýjustu birtu launavísitölu við fyrstu útborgun eftir breytingar. Samþykkt samhljóða.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. desember 2016 var lögð fram bókun frá sveitarstjóra um að laun hans taki framvegis breytingum samkvæmt breytingum á launavísitölu. Lagður var fram viðauki við starfssamning sveitarstjóra frá 25. júní 2014. Viðaukinn samþykktur samhljóða og oddvita falið að staðfesta hann fyrir hönd sveitarstjórnar. Sveitarstjóri vék af fundi á meðan umræða og afgreiðsla málsins fór fram.
Oddviti leggur til að laun hans hækki ekki samkvæmt hækkun sem Kjararáð ákvað í nóvember sl. Hækkun ráðsins frá júní 2016 standi og framvegis taki laun oddvita breytingum samkvæmt breytingum á launavísitölu. Lagður var fram viðauki við starfssamning oddvita frá 30. júlí 2014. Viðaukinn samþykktur samhljóða og varaoddvita falið að staðfesta hann fyrir hönd sveitarstjórnar.
7. Erindi frá Elvar Svanssyni – Varðar Skeiðalaug. Lagður fram tölvupóstur frá Elvar Svanssyni 221176-4999 en hann óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um að taka að sér rekstur Skeiðalaugar frá 1 apríl 2017.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa eftir aðila til að reka Skeiðalaug til eins árs. Sveitarstjóra falið að annast auglýsingu og samningaviðræður.
8. Sæluvellir – Erindi vegna skipulagsbreytingar. Lagt fram erindi frá Hákoni Páli Gunnlaugssyni kt 100572-3039 fyrir hönd landeiganda Gunnlaugs Skúlasonar 100633- 3889 vegna landsins Sæluvellir (Réttarholt) landnr189447. Þar er óskað eftir að landið sem nú er skilgreint sem landbúnaðarland verði breytt í 4-6 frístundalóðir. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar áframhaldandi afgreiðslu málsins til Skipulagsfulltrúa.
Fundargerðir:
9. Fundargerð 125. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 10 og 11 þarfnast afgreiðslu.
125. fundur.
10. mál. Réttarholt A lnr 166587 : Ferðaþjónusta : Deiliskipulag -1612035.
Í endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi er afmarkaður byggingareitur fyrir allt að 30 smáhýsi á bilinu 12 til 30 m2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
11. mál. Kílhraun land 191805: Hraungerði (Árhrauns- og Miðhraunsvegur): Stofnun lóðar – 1701011. Lögð fram umsókn Kílhrauns ehf um stofnun 17,06 ha spildu úr landi Kílhrauns lnr. 191805.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og landsskipti samkv. 13. Gr. jarðarlaga.
10. Fundargerð 126. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 12,13,14,15,16,17 og 18 þarfnast afgreiðslu.
126. fundur
12. mál. Flatir lóð 24 lnr 209182: Byggingarmagn á lóð-1701036.
Lögð fram fyrirspurn SIGA ehf. dags 13. janúar 2017 um hvort heimilt verði að setja niður tvö hús 93 og 48 m2 á lóð nr 24 á Flötum
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og felur Skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á skipulagi svæðisins sem feli í sér að settir verði almennir skilmálar um byggingarheimildir á lóðum.
13. mál. Ásólfsstaðir 1 lnr 166637: Leiðrétting á afmörkun lóðar – 1701042.
Umsókn Skógræktarinnar þar sem óskað er eftir að stærð lóðarinnar Ásólfsstaðir 166637 verði breytt úr 5.000 m2 í 4.000 m2. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tilheyrandi lóðarblað og landsskipti samkv. 13 gr. jarðarlaga.
14. mál. Húsatóftir lóð 2 lnr 191340 og Húsatóftir 2B: Húsatóftir 2 lnr. 166472: Deiliskipulagsbreyting -170144.
Umsókna um breytingu á deiliskipulagi Húsatófta 2 sem felst í afmörkun lóðar. Mun hún fá heitið Húsatóftir lóð 3. Lagt fram lóðarblað fyrir Húsatóftir 2 B 4,93 ha að stærð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðar utan um íbúðarhús og lóðarinnar Húsatóftir 2B og breytinga afmörkunar Húsatófta 2 lóð. Landsskipti samþykkt samkv. 13 gr jarðarlaga.
15. mál. Minni- Mástunga lnr. 166582: Breytt nýting lóðar: Fyrirspurn- 1701046
Fyrirspurn um hvort breyta megi lóðum nr. 5 og 6 í íbúðarhúsalóð.
Sveitarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss á umræddum lóðum. Með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi.
16. mál. Minni – Mástunga lnr 166582: Íbúðarhúsalóð: stofnun lóðar -170147.
Umsókn um stofnun íbúðarhúsalóðar. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
11. Fundargerð 12. Fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu. Fundargeð lögð fram og kynnt.
12. Skólanefnd. Leikskólamál. Fundargerð 31. fundar 17.01.17. Fundargerð lögð fram og staðfest.
13. Skólanefnd. Grunnskólamál. Fundargerð 30 fundar 17.01.17. Fundargerð lögð fram og staðfest.
14. Menningar og æskulýðsnefnd. Fundargerð 22. Fundar 11.01.17. Fundargerð lögð fram og staðfest.
15. Menningar og æskulýðsnefnd. Fundargerð 23. Fundar 24.01.17. Fundargerð lögð fram og staðfest. Í fundargerð kemur fram að nefndin leggur til að ,,Gaman saman“ hátíð verði haldin 19 febrúar nk. Sveitarstjóri staðfesti að rými væri á fjárhagsáætlun til auka fjárveitingu til hátíðarinnar um ca 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.
Annað:
16. Umsögn um drög að kerfisáætlun Landsnets hf. Umsögn lögð fram Athugasemdaskýrsla við kerfisáætlun og umhverfisskýrslu 2016-2025. Undirrituð af Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Skýrsla lögð fram og kynnt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skýrsluna.
17. Breyting á lögum og reglugerðum um veitinga, gisti og skemmtistaði.
Lögð var fram skýrsla undirrituð af Pétri Péturssyni Slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu er varðar áhrif vegna breytinga á lögum og reglugerðum um veitinga, gististaði og skemmtanahald. Lagt fram og kynnt.
18. Alsheimer samtökin. Beiðni um stuðning. Lögð fram beiðni frá Alsheimar samtökunum um stuðning við starfsemi samtakanna.Samþykkt samhljóða að styrkja samtökin um 25.000 kr. Styrkur rúmast innan fjárhagsáætlunar og bókast á lykil 0286.
19. Erindi frá Vestmanneyjabæ vegna grunnskólanemanda. Lagt fram bréf frá fjölskyldu og velferðarsviði Vestmannabæjar undirritað af Ernu Jóhannesdóttur þar sem óskað er eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykki viðtöku nemanda. Samþykkt samhljóða.
20. Vegvísir Samstarfsn KÍ og Samb Svf vegna málefna Grunnsk.
21. Vinir Skaftholtsrétta. Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Vina Skaftholtsrétta um fjárhagsstöðu og verkefni félagsins.
22. Skipun fulltrúa í Atvinnumálanefndinni. Oddviti lagði fram tillögu um að skipa Matthildi Maríu Guðmundsdóttur sem fulltrúa í nefndina í stað Einars Bjarnason. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
A. Stjórnarfundur Sorpstöðvar nr 252.
B. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Breyting á lögum um slökkvilið.
C. Afgreiðslur byggingafulltrúa 04.01.17.
D. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18.01.17.
E. Aðalskipulagsvinna. Fundargerð 17.01.17.
F. Dagur leikskólans 2017.
G. Fagráð Tónlistarskóla Árnesinga. Fundargerð 179 fundar.
H. Heilbrigðisnefnd Umsögn um sorpgjaldskrá SKOGN.
I. Aðgerðaráætlun um dekkjakurl.
J. Dekkjakurl – skilgreining.
K. Minjastofnun- skýrslugjöf.
L. Skilaskylda upplýsinga til RSK.
M. LSS staða lána um áramót.
Fundi slitið kl 16:40.
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 1. mars næstkomandi.