Sveitarstjórn

77. fundur 23. mars 2022 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

1. Umsókn um rekstur fjallaskála.

Ein umsókn barst eftir auglýsingu um rekstur þriggja fjallaskála sveitarfélagsins á Gnúpverjaafrétt, Tjarnarvers, Bjarnalækjarbotna og Gljúfurleitar. Auglýst var í fréttabréfinu Gauknum í febrúar og á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsækjendur eru Hrönn Jónsdóttur og Gylfi Sigríðarson.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Hrönn Jónsdóttur og Gylfa Sigríðarson í samstarfi við Forsætisráðuneytið.

 

2. Úthlutun beitarstykkja í Gnúpverjahrepp.

Þrjár umsóknir bárust í fjögur beitarstykki sveitarfélagsins. Úthlutun beitarstykkja fer sem hér segir: spildu, merkt nr. 1, úthlutað til Tryggva Karls Valdimarssonar, spildu merkt nr. 2, úthlutað til Hannesar Ólafs Gestssonar og spildu, merkt nr. 5, úthlutað til Magnúsar Hjaltested. Enginn sótti um spildu merkta nr. 3.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við umsækjendur til eins árs skv. úthlutun með fyrirvara um að landspildunnar verði teknar út og metið til beitarhæfis. Gæta þarf að beitarþoli á svæðunum.  

 

3. Fjárhagsáætlun 2022. Staða rekstrar.

Yfirlit yfir greidda staðgreiðslu fyrstu tvö mánuði ársins lögð fram og kynnt. Rætt var um stöðu sveitarsjóðs. Snjómokstur sl. tvo mánuði hefur verið mikill. Gera þarf ráð fyrir viðbótarframlagi í þennan málaflokk á árinu. Framlag til Bergrisans hefur einnig hækkað töluvert vegna mikilla veikinda, vinnutímastyttingar og leiðréttingar á samningum. Ljóst er að gera þarf á árinu viðauka fyrir þessum tveimur liðum.

 

4. Sundlaugar sveitarfélagsins.

Ekki hefur náðst að fá arkitekt Skeiðalaugar til fundar við stjórn sveitarfélagsins, vegna veikinda hans og veðurfars. Fara þarf í miklar framkvæmdir við húsnæði Skeiðalaugar ef halda á Skeiðalaug áfram í rekstri, þar sem mikils viðhalds er þörf. Við framkvæmdir þyrfti að gæta að aðgengi fatlaðra og reglugerðum þar um. Sveitarstjóra falið að halda áfram að reyna að ná arkitekt Skeiðalaugar til fundar við sveitarstjórn.

Stýrikerfi í Neslaug er farið að gefa sig enda um 20 ára gamalt kerfi. Skipta þarf út stýrikerfinu og verður farið í þá framkvæmd á næstunni.

 

5. Þjóðskrá Íslands. Lykiltölur mars 2022.

Skýrsla þjóðskrár Íslands um Skeiða- og Gnúpverjahrepp lögð fram og kynnt. Hinn 10. mars 2022 voru íbúar sveitarfélagsins 578 sem er fjölgun íbúa um 2,3% frá 1. desember 2021. Meðalaldur íbúa er 39,9 ára og er elsti íbúinn 102 ára. Fjöldi sérbýla eru 228 talsins, fjöldi fjölbýla eru 27 og fjöldi sumarhúsa eru 232 talsins.

 

6. Ungir umhverfissinnar.

Pétur Halldórsson og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir náttúruverndarfulltrúi, fyrir hönd Ungra Umhverfissinna, óskuðu eftir fundi við sveitarstjórn í gegnum Teams fjarfundarbúnað um byggingu Hvammsvirkjunar. Þau telja að undirbúningur við vinnslu verkefnisins af hálfu Landsvirkjunar vera illa unnin útfrá náttúruverndar- og samfélagssjónarmiðum. Óskuðu þau eftir því að hitta sveitarstjórn aftur í heild eða einstaka sveitarstjórnarmenn og fara nánar yfir umhverfisáhrif virkjunarinnar.

Þakkar sveitarstjórn Pétri og Sæunni fyrir erindi sitt.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir tók vel í erindi Ungra umhverfissinna um áframhaldandi samtal og harmar að aðrir sveitarstjórnarmenn hafi ekki tekið betur í erindi þeirra.

 

7. Félagsmálaráðuneytið. Móttaka flóttafólks.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri hefur verið að skoða verklag við móttöku flóttafólks, m.a. hjá Fjölmenningarsetri, Félagsmálaráðuneytinu og sveitarfélögum sem hafa gefið sig út fyrir að vera móttökusveitarfélög. Fyrirtæki og fjölskylda í sveitarfélaginu hafa lýst yfir vilja sínum til að útvega húsnæði komi til þess að tekið verði á móti flóttafólki í sveitarfélaginu.

 

8. Sveitarfélagið Vogar. Áskorun til sveitarfélaga.

Áskorun frá sveitarfélaginu Vogum, dagsett 3. mars 2022, vegna bókunar sveitarstjórnar frá 2. mars 2022, er varðar Suðurlínu 2.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur mikilvægt að staðið verði vörð um rétt sveitarfélaga til sjálfsákvörðunar í skipulagsmálum innan þeirra sveitarfélagamarka.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá við afgreiðslu þessa máls.

 

9. Kjörskrá - umboð sveitarstjóra vegna sveitarstjórnarkosninga.

Skv. kosningalögum nr. 112/2021 gefur Þjóðskrá Íslands út kjörskrá skv. skráningu lögheimilis hvers kjósanda í kjörskrá.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að veita sveitarstjóra fullnaðarheimild og umboð til að fjalla um athugasemdir og gera nauðsynlegar leiðréttingar á kjörskrá sem kunna að koma upp fram á kjördag vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí nk, í samræmi við 3. og 4. mgr. 32. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

 

 

10. Umsagnarbeiðni. Aðalskipulags Ásahrepps

Heildar endurskoðun á aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032 lagt fram. Umsagnarfrestur er til 21. apríl 2022.

 

11. Umsagnir Vegagerðarinnar

Umsagnir Vegagerðarinnar vegna spennistöðvar Rarik í landi Ósabakka og lóðablaða við Skógarlund og Guðnýjarbolla í landi Þrándarlundar, lagðar fram til kynningar.

 

12. Rauðukambur. Árnes lóðir

Rauðukambar hafa sýnt því áhuga á að fá lóðir í Árnesi til að byggja upp íbúðir í sveitarfélaginu fyrir starfsmenn. Fyrstu drög að þeim byggingum og svæði til uppbyggingar lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn telur mikilvægt að byggt verði upp í takt við Árneshverfið og að miðast eigi við að fjölskyldur geti búið í húsunum til framtíðar.  

 

13. Skipulagsnefnd umhverfis- og tæknisviðs uppsveita. Fundargerð 235. Fundar

liður 32. Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202085

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar nýtt deiliskipulag skálasvæðis að Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að unnin verði skipulags- og matslýsing sem tekur til framlagðra deiliskipulaga skálasvæða og fjallaselja á Gnúpverjaafrétti og Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Gera þarf grein, innan lýsingar, fyrir hugsanlegum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar byggingarheimildir og fjölda gistiplássa innan svæðanna.

                  

liður 33. Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202086

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar nýtt deiliskipulag fjallasels að Bjarnalækjarbotnum á Gnúpverjaafrétti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að unnin verði skipulags- og matslýsing sem tekur til framlagðra deiliskipulaga skálasvæða og fjallaselja á Gnúpverjaafrétti og Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Gera þarf grein, innan lýsingar, fyrir hugsanlegum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar byggingarheimildir og fjölda gistiplássa innan svæðanna.

 

liður 34. Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag - 2202087

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar nýtt deiliskipulag fjallasels að Tjarnarveri á Gnúpverjaafrétti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að unnin verði skipulags- og matslýsing sem tekur til framlagðra deiliskipulaga skálasvæða og fjallaselja á Gnúpverjaafrétti og Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Gera þarf grein, innan lýsingar, fyrir hugsanlegum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar byggingarheimildir og fjölda gistiplássa innan svæðanna.

                  

liður 35. Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag - 2202088

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar nýtt deiliskipulag sem telur til fjallaselsins Setrið á Flóa- og Skeiðamannaafrétti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að unnin verði skipulags- og matslýsing sem tekur til framlagðra deiliskipulaga skálasvæða og fjallaselja á Gnúpverjaafrétti og Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Gera þarf grein, innan lýsingar, fyrir hugsanlegum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins er varðar byggingarheimildir og fjölda gistiplássa innan svæðanna.

                  

liður 36. Áshildarvegur 7 L230355; Fyrirspurn - 2202089

Lögð er fram fyrirspurn frá Skúla Baldurssyni er varðar byggingarheimildir á lóð Áshildarvegar 7 L230355.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur ljóst að samkvæmt skilmálum deiliskipulags er ekki gert ráð fyrir því að 60 fm aukahús innan deiliskipulagsins geti verið íveruhús þar sem gert er ráð fyrir útihúsi, geymslu eða þ.u.l. á lóðunum. Sveitarstjórn  mælist til þess að skilmálar deiliskipulagsins verði uppfærðir með þeim hætti að skilgreind byggingarheimild fyrir 60 fm húsi verði skilgreint sem aukahús í stað útihúss. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

                  

14. Oddvitanefnd Árnessýslu. Fundargerð 9. fundar.

Ársreikningur Laugaráshéraðs fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar. 

4. tl. fundargerðar var tekinn til umræðu. Fyrir liggur að samningstími fyrir umsjón jarðarinnar Laugarás skv. samningi er til loka árs 2022. Bláskógabyggð hefur hingað til séð um innheimtu leigu á löndum og lóðum af jörðinni.

Oddvita er falið fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ganga frá samningum um ráðstöfun lóðarinnar. Fundargerð að öðru leyti lögð fram og kynnt.

 

15. Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings. Fundargerð 53. fundar.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

16. Bergrisinn. Fundargerðir 37. og 38. fundur stjórnar.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Auk þess var lagt fram uppgjör v. ársins 2021.

 

17. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 216. fundur.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

18. Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 309. fundur stjórnar.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19. Samtök orkufyrirtækja. Fundargerð 49. fundur.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Framtíð minni sveitarfélaga á Íslandi. Fundargerð.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

21. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Bréf eftirlitsnefndar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis lagt fram til kynningar.

 

22. Innviðaráðuneyti. Bréf til kjörinna fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

 

23. Tillögur að þingsályktunum og lagabreytingum.

 

Þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. 51. mál

Lagt fram til kynningar

 

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 vegna íbúakosninga á vegum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar

 

Frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts). 78. mál

Lagt fram til kynningar

 

Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025. 415. mál.

Lagt fram til kynningar

 

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki ofl. 416. mál

Lagt fram til kynningar

 

24. Skrifstofa framkvæmdastjórnar ESB. Boð um þátttöku í EU verkefni um loftslagsbreytingar.

Lagt fram til kynningar.
 

25. Lánasjóður sveitarfélaga. Aðalfundarboð.

Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga lagt fram.

Sveitarstjóra falið að mæta á fundinn.

 

26. Reiðhöllin á Flúðum. Aðalfundarboð.

Fundarboð aðalfundar Reiðhallarinnar á Flúðum lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Ingvar Hjálmarsson mæti til fundar fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

27. Umhverfisnefnd. Fundargerð 8. og 9. fundargerð.

Fundargerðir Umhverfisnefndar lagðar fram til kynningar.

Málsliður 8 í 8 fundargerð var tekinn fyrir. Umræður sköpuðust. Sveitarstjórn telur að reynt sé að koma til móts við mismunandi stærð búrekstrar með mismunandi gjaldflokkum en vert er að skoða þetta áfram með innleiðingu Borgað þegar hent er.   

 

28. Samþykkt um stjórn- Lokaumræða

Samþykkt um stjórn lögð fram til lokaumræðu. Viðbót um tilnefningu í stjórn Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps og stjórn Hitaveitufélags Gnúpverja bætt við ákvæði 41. gr. samþykktarinnar. Að öðru leyti er samþykkt um stjórn óbreytt frá síðustu samþykkt sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum samþykkt um stjórn.

 

Fundi slitið kl. 17:35.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  þriðjudaginn 5. apríl kl 14.00 í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: