Sveitarstjórn

35. fundur 02. nóvember 2016 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

              Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 2. nóvember  2016  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.    Rauðikambur ehf. Framkvæmdir við Reykholtslaug. Magnús Orri Schram mætti til fundar og greindi frá áformum félagsins Rauðakambs ehf um lagfæringar á sundlauginni við Reykholt í Þjórsárdal og áformum um uppbyggingu á svæðinu.

2.    Fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun 2016. Viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram drög að viðaukum við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Viðaukar taka til allmargra málaflokka. Viðaukar gera ráð fyrir að nettó útgjöld vaxi um 12.760 þkr. Útgjaldaaukningu verði mætt með lækkun á handbæru fé. Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir nokkrum breytingum milli liða. Áætlunin gerir ráð fyrir 8.815 þkr. hækkunar útgjalda vegna fjárfestinga. Verði þeirri aukningu mætt með lækkun á handbæru fé. Ofangreindir viðaukar samþykktir samhljóða.

3.    Fjárhagsáætlun 2017 og 2017 – 2020. Fyrri umræða. Sveitarstjóri lagði fram og útskýrði drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 og 2017-2020.  Farið var yfir helstu atriði fjárhags-áætlananna. Samþykkt að vísa ofangreindum fjárhagsáætlunum til síðari umræðu.

4.    Tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum 2017. Tillaga lögð fram og kynnt. Tillögu vísað til síðari umræðu.

5.    Tillaga að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2017. Tillögu um gjaldskrá vísað til síðari umræðu.

6.    Erindi frá Einari Bjarnasyni. Varðar búsetu starfsmanna Landsvirkjunar í sveitarfélaginu. Einar Bjarnason lagði fram svohljóðandi bókun : Í Skeiða og Gnúpverjahreppi er líklega stærsti vinnustaður sveitarfélagsins staðsettur í Þjórsárdal en er þó með þeim annmörkum að aðeins brot vinnuaflsins þar er búsett í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps leggur  til að skipuð verði nefnd til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar um möguleika og leiðir til hvetja bæði núverandi og tilvonandi starfsmenn Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu til að taka upp búsetu hér í nærsamfélaginu.

Svohljóðandi greinargerð lögð fram:

Það hlýtur að vera til mikilla hagsbóta fyrir bæði fyrir sveitarfélagið og viðkomandi fyrirtæki að stærra hlutfall vinnuaflsins hafi búsetu í viðkomandi sveitarfélagi. Bæði styrkir það stoðir samfélagsins og viðkomandi vinnuveitandi fær betri nýtingu á  vinnuframlagi starfsmanna sinna og þeir að mínu mati meiri og betri samveru með sinni fjölskyldu.

Það hlýtur því að vera nokkuð ljóst að hagsmunir sveitarfélagsins,  Landsvirkjunar og  starfsmanna þess liggja algjörlega saman hér og ættu að taka að minnsta kosti umræðu um hvort ekki sé hægt að koma á einhverjum hvötum til að fá starfsmenn þess til að taka upp búsetu hér.  Jafnframt er sjálfsagt að hvetja Landsvirkjun til auka við starfsemi sína hér enda verður hér til stór hluti af þeim verðmætum sem fyrirtækið byggir á.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókunina og felur oddvita að kynna málið fyrir yfirstjórnendum Landsvirkjunar.

7.    Húsnæðismál. Gunnar Örn Marteinsson og Halla Sigríður Bjarnadóttir lögðu fram svohljóðandi tillögu : Sveitarstjórn samþykkir að skipa starfshóp til að kanna möguleika og þörf á að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Starfshópurinn skal skila niðurstöðu fyrir 1.mars 2017. Tillaga samþykkt samhljóða. Samþykkt að skipa Gunnar Örn Marteinsson og Skafta Bjarnason í starfshópinn. Sveitarstjóra falið að vinna með starfshópnum.

8.    Öldrunarmál. Rætt var um stöðu öldrunarmála í sveitarfélaginu.

9.    Uppgjör við Orna ehf. Lagt var fram erindi þar sem Orna ehf fyrrverandi leigutakar félagsheimilisins Árness og tjaldsvæðis óskar eftir að sveitarfélagið kaupi af félaginu salernishús sem staðsett er á tjaldsvæði við Árnes. Kaupverð 2.975 þkr. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ganga frá kaupunum.

10.   Hestaaðstaða í Hólaskógi. Erindi frá Sveini og Elwiru. Erindi frá Gesti Þórðarsyni. Báðir aðilar leggja fram beiðni um að taka hesthús í Hólaskógi og tilheyrandi aðstöðu á leigu. Ekki er  samþykkt að leigja umrædda aðstöðu að svo komnu máli.

       Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi bókun :

Ekki er hægt að fallast á að rekstur í Hólaskógi verði ekki áfram með svipuðum hætti og verið hefur alla tíð. Ekki hefur enn verið samið við nýjan rekstaraðila en væntanlegur samningur hlýtur að tryggja að ekki verði breyting frá því sem verið hefur, það er að staðurinn verði áfram opinn þeim sem þar vilja gista og rekstraraðillar sjái jafnframt um þjónustu við hestamenn.

Hestatengd ferðaþjónusta hefur í mörg ár verið með talsverðum blóma í sveitarfélaginu,  Hólaskógur hefur alla tíð verið þessum aðilum mikilvægur í sínum rekstri, það getur því ekki verið að sveitarstjórn sættist á annað en að reksturinn verði áfram á líkum nótum og verið hefur.

11.   Vegamál. Ástand vegar frá Sandlækjarholti að Þrándarholti Erindi frá Oddi Bjarnasyni lagt fram þar sem hann bendir á lélegt ástand reiðleiðar frá Sandlækjarholti að Þrándarholtsafleggjara. Ekki sé annað verjandi en benda á hættur á þeirri leið. Hún sé niðurgrafin og dýblaut. Mikil umferð sé um veginn af hestahópum. Sérstaka áherslu vekur Oddur á hversu mjór vegurinn er og stutt í djúpa skurði samhliða veginum.Oddur óskar eftir því að sveitarstjórn ýti á að Vegagerðin geri tilheyrandi úrbætur sem draga megi úr þeirri miklu hættu sem þarna er á því að stórslys verði. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ábendingar Odds og felur sveitarstjóra að senda tilheyrandi erindi til Vegagerðarinnar.

12.    Landsáætlun um uppbyggingu. Innviða náttúru- og menningarminjum. Beiðni um umsögn. Lögð var fram Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv.bráðabrigðaákvæði við lög nr. 20/2016 Drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við framlagða landsáætlun.

13.   Skipulagsmál í Árnesi. Lagðar voru fram tillögur að breytingum     á skipulagi í hverfinu við Árnes. Lagt fram og kynnt.

14.   Fundargerð 119. fundar Skipulagsnefndar, mál 5 og 6 þarfnast afgreiðslu.

Mál nr. 6. Réttarholt A lnr 166587: Verslun og þjónusta : Breytinga á nýtingu lóðar : Aðalskipulagsbreyting – 1610004.  Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi svæðis sem nær til lóðarinnar, ásamt heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið. Óskað er eftir að svæðið verði skilgreint sem verslunar – og þjónustusvæði. Horft verði til þjónustu á svæðinu fyrir hestaferðir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar verði kynnt skv 1.mgr 30 gr Skipulagslaga.

Mál nr. 7. Geldingaholt 5. Sumarhús viðbygging. Stækkun sumarhúss að Geldingaholti 5. Heildarstærð eftir stækkun 108,9 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingafulltrúa.

15.   Fundargerð 27. fundar Skólanefndar frá 24.10.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.

16.   Fundargerð Ferðamálaráðs uppsveita. 20.10.16. Fundargerð lögð   fram og kynnt.

17.   Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.   Fundargerð lögð fram. Á aðalfundinum var lagður fram ársreikningur 2015 ásamt fjárhagsáætlun 2017. Ársreikningur og          fjárhagsáætlun samþykkt.

18.   Fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar 27.10.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.

A.     Í fundargerðinni kemur fram fyrirspurn nefndarinnar eftir áformum sveitarstjórnar um byggðahátíð á árinu 2017. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að haldin verði byggðahátíð á árinu 2017. 

B.      Á fundinum var fjallað um ungmennaráð. Tilnefning nefndarinnar um Ástráð Sigurðsson, Guðmundi Ágústsson og Iðunni Ósk Jónsdóttur í ungmennaráð samþykkt samhljóða. Auk þess er samþykkt að Halla Sigríður Bjarnadóttir verði ráðinu stuðnings við mótun starfsins.

Styrkbeiðnir

19.   Neistinn Beiðni um styrk. Fríða Björk Arnardóttir fyrir hönd Neistans styrktarsjóðs hjartveikra barna óskar eftir styrk til samtakanna. Samþykkt að styrkja samtökin um 20.000 kr.

20.   Krabbameinsfélagið. Beiðni um styrk. Krabbameinsfélagið óskar eftir styrk til starfseminnar. Samþykkt að styrkja félagið um 20.000 kr.

Samningar

21.   Samningur. Íslenska Gámafélagið um sorpþjónustu 2016-2020.

Samningur samþykktur með fyrirvara um að ferðum til hirðingar heyrúlluplasts verði ekki fækkað frá því sem verið hefur. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.    

22.    Samningur. Georg Kjartansson um Fráveituframkvæmdir í Brautarholti. Máli frestað þar sem gögn hafa ekki borist. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningsgerð og undirrita fyrir hönd Sveitarfélags.

23.   Samningur við Eyþór Brynjólfsson. Samningur um rekstur Neslaugar 2017 við Eyþór Brynjólfsson. Samningur staðfestur.

24.   Samningur um sölu á Heiðargerði. Þarfnast staðfestingar.

25.   Önnur mál.

I.    Kristján Guðmundsson óskaði eftir stuðningi að fjárhæð 35.000 kr vegna lagfæringar á grafreit í Skáldabúðum. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

A.   Fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

B.   Fundargerð 249. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

C.   Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 05.10.16.

D.   Svar við bréfi frá Eftirlitsnefndar sveitarfélaga.

E.    Fundargerð 26. fundar stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga 4.10.16.

F.    Uppbyggingarsjóður Suðurlands vegna ungmenna.

Fundi slitið kl 18:36.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 7. desember næstkomandi.