Sveitarstjórn

34. fundur 05. október 2016 kl. 14:00
Nefndarmenn
  •               34. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5 október  2016  kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

1.     Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Anna María Snorradóttir forstjóri hjúkrunar mættu til fundar og greindu frá starfsemi stofnunarinnar og umfangi. Þær lögðu áherslu á að heilbrigðisþjónusta og heilsugæsla myndi ekki skerðast í héraðinu.

2.     Samningur um Reykholtslaug í Þjórsárdal. Samningur lagður fram við Rauðakamb ehf um Reykholtslaug. Auk þess ógilding eldri samnings. Samningurinn samþykktur með fjórum atkvæðum. Gunnar Örn Marteinsson greiddi atkvæði gegn samningnum og vísaði til bókunar frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

3.     Tillaga um kortagerð um göngu- hjóla- og reiðleiðir. Lögð fram tillaga að ofangreindri kortagerð í Sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og er Einari Bjarnasyni og sveitarstjóra falið að kostnaðargreina og meta verkefnið.

4.     Hólaskógur útleiga. Afgreiðsla tilboða. Eins og áður hefur verið greint frá hafa borist tvö tilboð í útleigu fjallaskálans Hólaskógar.

Annað frá Extreme Iceland og hit frá Gesti Þórðarsyni. Samþykkt að ganga til samninga við Extreme Iceland. Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun : Ekki er hægt að sætta sig við að ekki verði rekinn starfsemi áfram í Hólaskógi með svipuðum hætti og verið hefur undanfarinn ár. Rétt er að benda á að húsið í Hólaskógi er byggt vegna þess að landbætur komu vegna Sultartanga-virkjunar, hugsunin hefur án efa verið að efla atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu og auðvelda fólki umferð um svæðið, það hefur að mörgu leiti gengið eftir og til að mynda eru  fyrirtæki í hestatengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu sem hafa á undanförnum árum nýtt sér aðstöðuna. Sveitarstjóra, oddvita og Höllu Sigríði Bjarndóttur falið að vinna að gerð samnings við Extreme Iceland.

5.     Neslaug samningur um rekstur. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi um rekstur og leigu Neslaugar árið 2017 við Eyþór Brynjólfsson. Samningur samþykktur samhljóða.

6.     Veitingarekstur og ferðaþjónusta í Árnesi. Félagsheimili og tjaldsvæði. Sveitarstjóri lagði fram drög að auglýsingu um tilboð í útleigu á félagsheimilinu Árnesi ásamt tjaldsvæði og rekstri mötuneytis fyrir skóla og leikskóla ásamt drögum að útboðsgögnum. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir tilboðum í ofangreindar rekstrareiningar.

7.     Uppgjör við Orna ehf. Aðstaða á tjaldsvæði. Máli frestað til næsta fundar.

8.     Beiðni um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

9.       Alþingiskosningar. Umboð til sveitarstjóra til að semja kjörskrá Utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma  fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29 október 2016 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Lagt fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Undirritað af Karli Björnssyni. Þar er óskað eftir að sveitarstjórnir hafi samstarf við embætti sýslumanna um utankjörfunaratkvæðagreiðslur. Sveitarstjórn tekur jákvætt í tilmælin.

10.    Réttarholt erindi um skipulagsbreytingu. Lögð fram grunnmynd sem kynning nýrra eigenda landsins að verslunar- og þjónustulóð. Lagt fram og kynnt.

11.    Urðarholt. Erindi um skipulagsbreytingu. Lagt fram og kynnt. Vísað til afgreiðslu málsins í 118 fundargerð Skipulagsnefndar.

12.    Samingur um Nónstein. Lagður fram samningur við Bláhiminn ehf um leigu á gisitiheimilinu Nónsteini. Fram til 1 október 2017. Samningur samþykktur samhljóða.

13.    Samningur við Ragnar Ingólfsson og Guðbjörgu Bjarnadóttur um kaup á landi smábýlisins Heiðargerði. Sveitarstjóri lagði fram drög að kaupsamningi um land smábýlisins Heiðargerðis. Landið er 3,9 hektarar að stærð. Kaupsamningur lagður fram og samþykktur samhljóða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þeir aðilar sem byggt hafa á sambærilegum smábýlalóðum í eigu hreppsins geti keypt slíkar lóðir á sambærilegu verði og hér um ræðir.

14.    Gjáin í Þjórsárdal. Viðbrögð við ástandi staðarins. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum af ástandi Gjárinnar sökum aukinnar umferðar um svæðið. Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á  að aðgerðir til verndar svæðinu umhverifs Gjána þurfa að eiga sér stað sem allra fyrst.

Fundargerðir

15.    Skipulagsnefnd fundargerð 117 fundar. Mál nr. 2,3,4 og 5 þarfnast umfjöllunar.

Mál nr 2. Skarð 1 174781 : Arngrímslundur stofnun lóðar 1608081.

Umsókn um stofnun 6.743 m2 lóðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að vísa málinu til byggingafulltrúa ef ekki berast athugsemdir á kynningartíma.

Mál nr. 3. Skeiðaháholt 2 166496 2a stofnun lóðar. 1608049.

Umsókn um stofnun lóðar 4.745,7 m2 að stærð.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir landsskiptin

Mál nr 4. Norðurgarður 166483: Selið Stofnun lóðar – 167008

Lágt fram lóðarblað yfir 32.685 m2 lóðar úr landi Norðurgarðs. Lóðin mun heita Selið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir landsskiptin fyrir sitt leyti skv 13 gr. jarðarlaga.

Mál nr 5. Kálfhóll lóð 178950 Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – 1608051. Lögð fram umsókn um heimild til að flytja 30,4 m2 hús af lóðinni Kálfhóll 1 á lóðina Kálfhóll Lóð 178950.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að vísa málinu til byggingafulltrúa

16.    Skipulagsnefnd fundargerð 118 fundar. Mál nr. 7,8,9 og 10 þarfnast umfjöllunar.

Mál nr 7. Urðarholt (Réttarholt B) lnr 223803 stækkun lóðar 1609045.

Lagfært lóðarblað lagt fram fyrir landið Urðarholt lnr 223803. 40,7 ha að stærð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti lagfærða afmörkun spildunnar.

Mál nr 8. Búrfellsvirkjun 166701. Ýmsar breytingar í ferli. : Deiliskipulagsbreyting – 1609042.

Lögð fram umsókn um heimild til að breyta deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar ásamt matslýsingu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leita samráðs við Skipulagsstofnun.

Mál nr 9. Réttarholt B lnr 223803 : Urðarholt : Aðalskipulagsbreyting : Umsókn 1606007.

Umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu á breytingar á aðalskipulagi sem nær til svæðis við Árnes.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að breytingar á aðalskipulagi svæðisins verð i kynntar.

Mál nr 10.

Réttarholt B lnr. 223803. Urðarholt : Deiliskipulagsbreyting – 1609048.

Umsókn lögð fram um breytingar á deiliskipulagi við Árnes sem nær til landsins Urðarholt, sunnan þjóðvegar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að Deiliskipulagsbreytingin verði hluti af kynningu á breytingum á aðalskipulagi svæðisins.

17.    Fundur 38. fundar stjórnar BS Skipulags- og Byggingafltr. Fundargerð lögð fram og kynnt. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir starfsmanni til embættisins.

18.    Afréttarmálafélag Gnúp. Fundargerð 9 fundar 28.ágúst 2016. Fundargerð Lögð fram og kynnt. Í fundargerðinni er fjárhagsáætlun fjallskila. Samþykkt samhljóða.

19.    Brunavarnir Árnessýslu fundargerð 8 fundar. 07.09.16. Fundargerð lögð fram og kynnt.

20.    Brunavarnir Árnessýslu, fundargerð 9 fundar 20.09.16. Fundargerð lögð fram. Í fundargerðinni er lagður fram viðauki við fjárhagsáælun BÁ. Fjárhagsáætlun samþykkt og vísað til viðauka.

21.    Skóla- og Velferðarnefnd 16 fundur. 06.09.16. fundargerð lögð fram og kynnt.

Styrkbeiðnir

22.    Hjartaheill, beiðni um styrk. Lögð fram beiðni um styrk til samtakanna. Samþykkt að syrkja samtökin um 7.000 kr.

23.    Heyrnarhjálp, beiðni um styrk. Lögð fram beiðni um styrk til samtakanna. Samþykkt að syrkja samtökin um 7.000 kr.

24.    Hraunteigur kaup á landi. Erindi lagt fram og kynnt. Afgreiðslu málsins frestað.

25.    Elwira og Sveinn Breiðanesi. Erindi vegna Hólaskógar. Erindi lagt fram og kynnt. Afgreiðslu málsins frestað.

         Mál til kynningar

         A.   Stjórnarfundur SOS nr 247.

         B.   Ársskýrsla Vinnumálastofnunar.

        C.   Ársskýrsla Þjóðskrár.

        D.   Úttekt Þjórsárskóla, eftirfylgni.

        E.    Tjarnarver teikning af fjallaskála.

        F.    Tún ehf Ársreiknignur og aðalfundargerð

       G.    Framkvæmd laga um almennar íbúðir

       H.     Ljóstengt Ísland -  Míla.

       I.    Samtök orkusvetiarfélaga. Skýrsla stjórnar.

      J.     Stöng í Þjórsárdal – skýrsla.

      K.   Vatnsöflun- möguleikar.

     L.    Svar til Eftirlitsnefndar sveitarfélaga.

       M. Skýrsla/verkefni sveitarstjóra.

Fundi slitið kl 16:50

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  2. nóvember næstkomandi.