Sveitarstjórn

32. fundur 10. ágúst 2016 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

1. Vindmyllur á Hafinu. Margrét Arnardóttir og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun mættu til fundar og sagði frá stöðu verkefnisins sem ber heitið Búrfellslundur og mati á umhverfisáhrifum þess á núttúrufar og samfélag. Unnar hafa verið þrjár tillögur að staðsetningu vindmyllanna. Málið er í biðflokki Rammaáætlunar. Á kynningartíma frummatsskýrslu bárust alls 15 umsagnir og 59 athugsemdir. Á heimsíðu Landsvirkjunar má finna upplýsingar um málið. Margrét og Jóna greindu einnig frá hugmyndum um aðgengi ferðamanna að vindlundum. Þær greindu frá niðurstöðu skoðanakönnunar um stuðning almenings við vindmyllur. Samkvæmt könnuninni eru 85,1 % þátttakenda hlynntir því að vindmyllur séu reistar og vindur nýttur sem orkugjafi.

2. Framkvæmdir í sveitarfélaginu. Verkefni framundan endurskoðun framkvæmdaáætlunar. Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Tæknisviði Uppsveita mætti til fundar og ræddi um fyrirhuguð verkefni. Farið var yfir gögn um fyrirhugaðar framvæmdir við fráveitu í Brautarholtshverfi og Árneshverfi. Samykkt samhljóða að ráðast í þær framkvæmdir. Tæknisviði Uppsveita falið að undirbúa verkefnið ásamt sveitarstjóra. Máli vísað til viðauka við framkvæmda- og fjárhagsáætlun.

3. Útboð sorpþjónustu. Börkur Brynjarsson lagði fram og kynnti útboðsgögn um sorpþjónustu í sveitarfélaginu 2016 – 2020. Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn með lítilsháttar breytingum.

4. Aðalskipulag 2017-2029, lýsing. Lýsing aðalskipulagsins lögð fram og kynnt.

5. Útfærsla lóða í Árneshverfi. Tillögur frá Landformi. Sveitarstjórn hyggst ráðstafa lóð við Kálfá þar sem Gistiheimilið Nónsteinn stendur undir hótelbyggingu. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lóðina til úthlutunar. Sveitarsjóra falið að sjá um auglýsinguna.

6. Erindi frá Umhverfisstofnun. Varðar friðlýsingu Kerlingafjalla. Lögð fram drög að auglýsingu um landslagsverndarsvæði í Kerlingarfjöllum frá Umhverfisráðherra, ásamt korti af svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

7. Möguleikar til vatnsöflunar í sveitarfélaginu. Í ljósi þess að útlit er fyrir vaxandi vatnsþörf í sveitarfélaginu er að mati sveitarstjórnar þörf á að kanna möguleika til vatnsöflunar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að afla gagna og leita til ÍSOR í samráði við Tæknisvið Uppsveita um ráðgjöf við vatnsöflun.

8. Samingur við Rauðukamba um Sundlaug í Þjórsárdal. Máli frestað.

9. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Beiðni um umsögn lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd.

10. Erindi frá Orra Eiríkssyni. Eyja í Stóru-Laxá, skipulagsmál. Lagt var fram erindi Orra Eiríkssonar sem kaupanda eyjunnar Breiðaness í Stóru-Laxá landnr. 201727 45,4 hektarar að stærð. Orri óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar til breytinga á skipulagi landsins úr Frístundalandi í landbúnaðarland. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á skipulagi.

11. Skýrsla um ástand vega í sveitarfélaginu. Sveitarfélög á starfssvæði Skipulags- og Byggingafulltrúa Uppsveita hafa sameiginlega leitað til Ólafs Guðmundssonar um úttekt á vegum á svæðinu. Lögð var fram og kynnt umfjöllun Ólafs um ástand vega á svæðinu.

12. Innheimtuþjónusta. Kostnaður. Lögð fram gögn frá Inkasso og Motus. Motus hefur annast innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið um árabil. Samþykkt að halda viðskiptum áfram við Motus.

Fundargerðir

13. Fundargerð 114. Fundar Skipulagsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14. Fundargerð 115. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 9 og 10 þarfnast afgreiðslu. Mál 9. Búrfell 116701 Efnistaka úr Fauskáslæmi. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Fausksáslæmi vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Mál 10. Hraunvellir, Ólafsvellir. Deiliskipulagsbreyting 1503011 Umsögn Skipulagsstofnunar lögð fram varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunvalla. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samhljóða.

15. Fundargerð Afréttarmálanefndar nr 7. Fundargerð lögð fram og kynnt. Í fundargerð óskar Afréttarmálanefnd efir að sveitarstjórn verðleggi gistingu í fjallaskálum á Gnúpverjaafrétti. Samþykkt að gjald í Gljúfurleit verði 3.500 kr pr nótt og í Bjarnalækjarbotnum 2.500 kr pr. nótt veðrskrá gildi frá 1 janúar 2017.

16. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu nr.6 frá 27 júní 2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.

17. Úthlutun úr styrkvegasjóði. Lagt fram bréf um staðfestingu fyrir úthlutun úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar að fjárhæð 800.000 kr, til afréttarvega. Undirritað af Svani G. Bjarnasyni umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Sveitarstjórn felur Afréttarmálanefnd að taka ákvörðun um ráðstöfun styrksins.

Mál til kynningar

A. Fundargerð stjórnar SÍS.

B. Deilsikpulagsbreyting gatna í Árneshverfi.

C. Viðmiðunarlaunatafla kjörinna fulltrúa.

D. Brú Lífeyrissjóður Fréttatilkynning.

E. Eftirlit í Sundlaugum. Skýrslur Hes.

F. Afgreiðslur byggingafulltrúa.

G. Úthlutun úr styrkvegasjóði

H. Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

I. Rafrænar kosningar

J. Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk.

K. Skýrsla sveitarstjóra Fundi slitið kl 17:55.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 7 september næstkomandi kl 14:00.