Sveitarstjórn

31. fundur 29. júní 2016 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 29. júní  2016  kl. 14:00

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

1.     Skipulagsstofnun. Varðar Umhverfismat Hvammsvirkjunar.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að óháðir viðurkenndir fagaliðar vinni úttekt og kannanir  er varða mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar.

2.     Beiðni um leyfi til gistingar. Birkikinn, Bente Hansen.

Lögð var fram beiðni frá Sýslumanni Suðurlands um umsögn sveitarstjórnar vegna leyfis til gistingar að Birkikinn. Ábyrgðaraðili Bente Hansen. Beiðni undirrituð af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við að umbeðið leyfi verði veitt og samþykkir fyrir sitt leyfi.

3.     Trjágróður í sveitarfélaginu. Stefnumörkun.

Sveitarstjórn samþykkir að mörkuð verði stefna er varðar ásýnd, viðhald og trjágróður opinna svæða í eigu sveitarfélagsins. Tekið verði mið af því við vinnu aðalskipulags.

4.     Lóð undir hótel í Árneshverfi. Hugmyndavinna. Lagt var fram minnisblað frá vinnufundi oddvita og sveitarstjóra með Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt um vinnu við breytingu lóðar þar sem gistiheimilið Nónsteinn stendur nú. Hugmyndir miða að því að auka og afmarka byggingamagn og nýtinugu lóðarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að unnið verði áfram að breytingu lóðarinnar. Samþykkt að leggja til verkefnisins allt að 200.000 kr. Vísað til viðauka við fjárhagsáætlun

5.     Hólaskógur. Útboð á leigu. Sveitarstjóri lagði fram drög að útboðsgögnum og auglýsingu vegna leigu á fjallaskálanum Hólaskógi. Sveitarstjórn samþykkir útboðsgögn og auglýsingu samhljóða. Sveitarstjóra falið að auglýsa og annast útboðið og semja drög að samningi við leigutaka.

6.     Brunavarnir Árnessýslu. Samþykkt um lántöku hjá Lánasj. Svf.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 74.000.000 kr. til 8 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggur fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á tankbifreiðum og slökkvistöð í Árnesi sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni kt 060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

7.     Héraðsnefnd Árn. Samþykkt um lántöku hjá Lánsj. Svf.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Héraðsnefndar Árnesinga bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Héraðsnefnd Árnesinga bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni kt. 060865-5909 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

8.     Umgengnisreglur um Þjórsárver. Lagðar fram og kynntar umgengnisreglur frá Umhverfisstofnun um Þjórsárver. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með leiðbeiningar stofnunarinnar og vísar þeim til kynningar hjá Umhverfisnefnd sveitarfélagsins.

9.       Ljósleiðaravæðing. Áskorun til stjórnvalda. Lagt fram bréf í nafni landshlutasamtaka þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja fjármuni til ljósleiðaravæðingar landsins alls. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir áskorunina.

10.    Erindi frá Eystra- Geldingaholti. Niðurfelling fasteignagjalda. Bréf  undirirtað af  Sigþrúði Jónsdóttur og Axel Njarðvík.  þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda Gamla bæjarins í Eystra- Geldingaholti fastanr. 220-2274. Í ljósi þess að bærinn er byggður 1913 og því orðinn friðlýstur samkvæmt lögum. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina. Skilyrði eru gerð um framlagningu reikninga dagsettra á tilheyrandi ári vegna framkvæmda á móti niðurfellingu fasteignagjalda viðkomandi árs.

11.    Ferðamálastofa ósk um samstarf. Lagt var fram bréf frá Ferðamálastofu undirritað af Ólöfu Ýrr Atladóttur. Óskað er eftir samstarfi vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðamanna. Sveitarstjórn samþykkir að fela Ásborgu Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu að vera fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfinu.

12.    Skipulagsstofnun. Landsskipulagsstefna. Bréf lagt fram undirritað af Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur og Einari Jónssyni. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í samráðsvettvang og ráðgjafahóp um framfylgd landsskipulagsstefnu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Björgvin Skafta Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson í samráðsvettvanginn.

Fundargerðir

13.    Fundargerð. 112. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 12,13, og 14. Þarfnast umfjöllunar. 

Mál 12. Flúðalína. Lagning 66 kv rafstrengs : Þverun Fossár: Framkvæmdaleyfi 1606006. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Sveitarstjórns gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkri fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Mál 13. Réttarholt B lnr. 223803 : Urðarholt: Aðalskipulagsbreyting : Umsókn 1606007. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að svæðinu verði breytt í blandaða landnotkun íbúðar og landbúanaðarsvæðis. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagi svæðisins verði breytt og samhliða verði kynnt lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar sem byggð verði á fyrirliggjandi gögnum.

Mál 14. Þrándarholt 166618. Umsókn um byggingarleyfi. Skemma og fjárhús- 1604011. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir öðrum landeigendum bæjartorfunnar.

14.    Fundargerð 113. fundar Skipulagsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt. Ekki eru mál tilheyrandi Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

15.    Fundargerð 36. fundar BS Skipulags – og byggfltr. Fundargerð lögð fram og staðfest. Samþykktir byggðasamlagsins voru lagðar fram í fundargerðinni og staðfestar. Samþykktir samþykktar.

16.    Fundargerð 37. Fundar BS Skipulags – og byggfltr. Fundargerð lögð fram. Í fyrsta lið fundargerðar er óskað eftir samþykki aðildarsveitarfélaga fyrir lántöku vegna biðfreiðakaupa 70 % af 13 mkr bílakaupum. Sveitarstjórnn samþykkir lántökuna samhljóða. Í lið 2 í fundarðgerð 37. Fundar eru lagðar fram breytingar á gjaldskrá byggðasamlagsins. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárbreytinguna samhljóða.

17.    Fundargerð Afréttarmálanefndar 12. Júní 2016. Tvö erindi frá Landgræðslu ríkisins voru tekin til afgreiðslu á fundinum. Ótilgreindir tilraunareitir á  Gnúpverjaafrétti og uppgræðsla framan við afréttargirðingu. Sveitarstjórn tekur undir bókanir Afréttarmálafélagsins og samþykkir að tilraunareitir verði settir upp og lítur jákvætt á verkefnið en samkomulagið verði endurskoðað innan tíu ára. Sveitarstjórn lítur jákvætt á áfrom um uppgræðslu Landgræðslunnar á tilteknu svæði. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

18.    Fundargerð 19 fundar Menningar- æskulýðsnefnar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

19.    Fundargerð 19 fundar stjórnar Bergrisans  31.05.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.

20.    Fundargerð vorfundar BS Bergrisans 31.05.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Annað

21.     Bergrisinn. Þjónustusamningar. Lögð voru fram drög að þjónustusamingi um málefni fatlaðs fólks milli Sveitarfélagsins Árborgar og aðildarsveitarfélaga BS Bergrisans er gildi almannaksaárin 2016, 2017 og 2018. Auk þess voru lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og  aðildarsveitarfélaga BS Bergrisans um sameiginleg og sérhæfð verkefni samlagsins. Samningurinn gildi almannaksárið 2016. Sveitarstjórn samþykkir drög beggja samninganna samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita  fyrir hönd sveitarfélagsins.

22.    Br. á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Beiðni um umsögn frá Umhverifs og auðlindaráðuneyti. Undirritað af Íris Bjargmundsdóttur. Gögn lögð fram og kynnt.

23.    Fjölskylduhjálp. Beiðni um stuðning. Beiðni hafnað.

24.    Útgáfa Íslendingasagna- Griffla ehf. Beiðni um framlag undirritað af Þórunni Heimisdóttur. Beiðni hafnað.

25.    Samningur um refaveiðar. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningum við Berg Björnsson, Skúla Helgason og Jón Bogason um að annast refaveiðar fyrir sveitarfélagið.  Samningsdrög samþykkt samhljóma og sveitarstjóra falið að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

26.    Skýrsla Hreins Óskarssonar Skógrækt ríkisins. Lögð var fram og kynnt skýrsla um framgang mála og öryggismál í  hjólhýsabyggð í Þjórsárdal.

27.    Skýrsla formanns Menningar- og æskulýðsnefndar um byggðahátíðina ,,Uppsprettan“ Byggðahátíðin tókst í alla staði vel og var vel sótt. Sveitarstjórn þakkar Menningar- og æskulýðsnefnd og öðrum sem unnu við undirbúning og framkvæmd byggðahátíðarinnar kærlega fyrir sérlega vel unnin störf við verkefnið.

28.    Nafn á götum í iðnaðarhverfi sunnan við Árnes. Götur sem byggðar hafa verið  í iðnaðarhverfi sunnan við Árnes, hafa til þess haft vinnuheitin E-gata og D gata. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að E-gata hljóti nafnið Tvísteinabraut og D- gata hljóti nafnið Þingbraut.

Mál til kynningar

          A.   Háskólafélag Suðurlands. Ársreikingur og fundargerð aðalfundar.

          B.   Afgreiðslur byggingafulltrúa. 16-31. Fundur 1.júní

          C.   Stjórnarfundur Samb svf nr. 839.

          D.   Samruni Eflu og Steinsholts ehf .

          E.    Greiðslur til Sveitarf. Vegna forsetakosninga.

          F.    Úthlutun til SKOGN 2016 frá Styrktarstjóði EBÍ

         G.    Skýrsla um 17. Júní hátiðarhöld.

         H.    Listi yfir eignir Sveitarfélgsins.

         I.      Þingskjal 1285. Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda.

        J.      Þingskjal 1340. Frv um timbur og timburvörur.

        K.     Þingskjal 764. Framkvæmdaátælun í jafnréttismálum 2016-2019.

        L.     Leiðbeiningar um fasteignagjöld.

        M.   undur stj. SASS nr 509.

        N.    Aðalskipulag SKOGN 2017-2029. Lýsing/ staða verkefnis.

        O.    Skýrsla sveitarstjóra.

 

      Fundi slitið kl 16:25.

      Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn  10. ágúst næstkomandi kl 14:00