Sveitarstjórn

30. fundur 15. júní 2016 kl. 08:00
Nefndarmenn
  •  
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1.  Umboð til sveitarstjóra til að semja kjörskrá og til leiðréttinga kjörskrár, fjalla um athugasemdir og úrskurða um ágreiningsmál vegna forsetakosninga 25.06.2016. „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní 2016 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.“

2.  Umsókn um framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar – efnistaka á Guðmundareyri.  „Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna efnistöku á Guðmundareyri að því gefnu að gögn séu leiðrétt og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.“

Fundi slitið kl. 08:40 næsti fundur ákveðinn 29. júní kl. 14:00.