- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 4. maí 2016 kl. 14:00.
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu
1. Minjastofnun, uppbygging á Stöng. Kristín Huld Forstöðumaður, Esther Jóhannsdóttir fjármálastjóri Minjastofnunar og Uggi Ævarsson minjavörður, mættu til fundar. Kristín Huld, Ester og Uggi gerðu athugasemd við bókun á 26. sveitarstjórnarfundi frá 6 apríl sl. Mál nr. 6. Varðar uppbyggingu á Stöng og nágrenni. Umræður urðu um málin og var farið sameiginlega yfir þau. Vinnufundur ákveðin í lok maí.
2. Extreme Iceland ferðaskrifstofa. Björn Hróarsson framkvæmdastjóri mætti til fundar ásamt Hildi Snjólaugu Bruun markaðsstjóra fyrirtækisins. Björn sagði frá áhuga sínum á að koma að uppbyggingu í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
3. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015. Lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrareikningur :Heildartekjur A og B hluta 500.485 þkr. Rekstrargjöld fyrir afskriftir 489.095 þkr. Tap eftir afskriftir og fjármagnsgjöld 12.925 þkr.
Efnahagsreikningur : Fastafjármunir 693.960 þkr. Veltufjármunir 85.923 þkr. Eignir samtals 725.883 þkr. Eigið fé 567.403 þkr. Fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum 25.309 þkr. Eiginfjárhlutfall 81 %. Skuldahlutfall 32 %.
Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun :
Sú staðreynd að árið 2015 sé sveitarfélagið í fyrsta skipti í áratug rekið með halla er ekki staða sem fólk vill sjá, bent hefur verið á ákveðna hluti sem valda þessari niðurstöðu og skýri þetta tap, sumt af því á við rök að styðjast en þrátt fyrir það á staða sveitarfélagsins að vera það sterk að hægt sé að mæta óvæntum útgjöldum eins og komu á síðasta ári án þess að sveitarfélagið lendi í taprekstri. Skeiða-og Gnúpverjahreppur er öflugt sveitarfélag með góða tekjustofna en þeir eru ekki það öflugir að ekki þurfi að gæta aðhalds í rekstri og ekki hægt að verða við öllu því sem óskað er eftir að framkvæmt sé.
Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015 samþykktur samhljóða.
4. Rekstaryfirlit málaflokka janúar-mars 2016. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti rekstraryfirlit málaflokka Sveitarfélagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 2016.
5. Erindi frá Búnaðarfélagi Gnúpverja. Iðnaðarhúsnæði.
Lagt var fram erindi frá stjórn Búnaðarfélags Gnúpverja. Þar er boðið til kaups hluti iðnaðarhúsnæðis sem til stendur að byggja við Suðurbraut. Um ræðir 80 m2 rými. Kaupverð ca 13.000.000 kr. Erindið var lagt fram áður vorið 2014 og er það samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirbúa kaupin fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt að sækja um 100 % lánsfjármagn vegna kaupanna hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Máli vísað til viðauka við fjárhags- og fjárfestingaáætlunar.
Búnaðarfélagið óskar einnig eftir að sveitarfélagið taki þátt í að kaupa annað 80m2 rými í húsinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ræða þann möguleika við stjórn Búnaðarfélagið.
6. Kaupsamningur Holtabraut 27. Lagður var fram kaupsamningur að fasteigninni Holtabraut 27. Kaupverð 18.600.000 kr. Fasteignakaupin og kaupsamningur samþykktur. Kaupin verða fjármögnuð með 100 % lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá og undirrita skuldabréf vegna kaupanna.
Fjárfestingin rúmast ekki innan fjárhags- og fjárfestingaáætlana. Vísað til viðauka á fjárhags- og fjárfestingaáætlunum.
7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016. Máli frestað.
8. Þverun Fossár vegna jarðstrengs. Lagt fram til kynningar. Um ræðir tilfærslu á rafstreng. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við verkefnið.
9. Reykholtslaug. Umræður um samninga.
10. Bókun vegna frumvarps til laga um útlendinga þingskjal 1180 – 728 mál.
,,68 gr. dvalarleyfi útlendinga
Útlendingastofnun skal láta í té nauðsynleg eyðublöð vegna samninga um vistráðningu
og er henni heimilt að fela stofnun eða fyrirtæki milligöngu og umsjón með vistráðningum.
Hlutverk slíkrar stofnunar eða fyrirtækis skal nánar útfært í reglugerð. Ráðherra mælir í reglugerð fyrir um það hvaða reglur skuli gilda um dvöl samkvæmt ákvæði þessu, þar á meðal um það sem fram skal koma í samningi um vistráðningu, skilyrði sem útlendingur og viðkomandi vistfjölskylda þurfa að uppfylla vegna dvalarinnar, svo sem um ábyrgð vistfjölskyldu á heimferð, vasapeninga hins vistráðna, frítíma og vinnutíma sem að hámarki má vera 30 klst. á viku“
Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að setja skýra reglugerð sem fyrst er taki á málinu. Það er báðum aðilum til hagsbóta að skýrt sé kveðið á um réttindi og skyldur og að tilheyrandi upplýsingar séu aðgengilegar.
11. Stefna húsnæðismálum í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Lagt var fram eftirfarandi erindi undirritað af Höllu Sigríði Bjarnadóttur : Ég legg fram þá tillögu að sveitarstjórn móti stefnu hvað varðar kaup á fasteignum, stefnu um hvaða
fasteignir sveitarfélagið ætlar að eiga og stefnu um útleigu á þeim fasteignum sem sveitarfélagið á. Sveitarstjóra falið að vinna samantekt um fasteignir sveitarfélagsins fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
12. Erindi frá Ragnari Ingólfssyni og Guðbjörgu Bjarnadóttur um kaup á landi Heiðargerðis. Lagt var fram erindi frá Ragnari og Guðbjörgu þar sem þau óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup á landi því sem tilheyrir Heiðargerði. Landnr. 186572. 3,9 hektarar að stærð. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við Ragnar og Guðbjörgu um sölu á landinu.
Fundargerðir- Skipulagsmál
13. Fundargerð 109. Fundar Skipulagsnefndar. Mál 23 þarfnast umfjöllunar.
Mál 23. Húsatóftir 2 lóð 2 lnr 222395. Húsatóftir 2 a-c 1604035 : Stofnun lóða- skipting í fjórar lóðir stærð 7,508,4 m2 hver. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna, með fyrirvara um að aðkoma að lóðunum verði sýnd á uppdrætti. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskipti skv 13 gr. jarðarlaga.
14. Aðalskipulagsbreyting Hraunvellir. Aðalskipulagsbreyting lögð fram að lokinni auglýsingu þar um. Hún felur í sér breytingu á lóð í þjónustu og verslunarlóð. Aðalskipulagsbreyting staðfest.
15. Fundargerð 16. Fundar Menningar og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
16. Fundargerð 11. Fundar Umhverfisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt. Sveitarstjórn lýsir ánægju með umhverfisdaginn sem haldinn var 9 apríl sl og færir Umhverfisnefnd þakkir fyrir framtakið.
17. Fundargerð 10. Fundar Atvinnumálanefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
18. Aðalfundur Skipulags- og byggingafulltrúa BS. Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framkomnar breytingar á gjaldskrá Skipulags – og byggingafulltrúa.
19. Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð lögð fram og kynnt.
20. Fundargerð 11. Fundar stjórnar Skóla – og velferðar-þjónustu. Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt.
21. Fundargerð Skólanefndar 21. Fundur Grunnskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.
22. Fundargerð Skólanefndar 22. Fundur Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.
Samþykktir -samningar
23. Samþykktir Skipulags- og byggingafulltrúa. Síðari umræða. Samþykktir lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar samhljóða fyrir sitt leyti.
24. Samningur við Íslenska Gámafélagið tímabundin framlenging. Samningur staðfestur.
25. Samningur um eftirlit við byggingu Búrfells 2. Samningur lagður fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Mál til umsagnar
26. Málefni heilbrigðiseftirlits, til umsagnar að beiðni SÍS. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga undirritað af Guðjóni Bragasyni. Bréf lagt fram og kynnt.
27. Samgönguáætlun 2015-2018. Þingmál 638. Til umsagnar.
Sveitarstjórn undrast að ekki sé gert ráð fyrir því í samgönguáætlun 2015-2018 að fjármagn verði lagt í umbætur á vegkerfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástand vega í sveitarfélaginu er engan veginn ásættanlegt og krefst þess að samgöngunefnd Alþingis og aðrir sem fara með ákvörðunarvald í vegamálum gefi hið allra fyrsta skýringar á því hvers vegna ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum í umbætur í þessum efnum.
Styrkir
28. ASÍ – Vinnan Beiðni um stuðning. Erindi hafnað.
Annað
29. Erindi frá eigendum Norðurgarðs og Björnskots. Í erindinu eru kynnt skógræktar áform. Lagt fram og kynnt.
30. Fornleifaskráning tilboð. Lagt fram tilboð frá Forleifaskráningu Íslands undirritað af Elínu Hreiðarsdóttur um skráningu fornleifa sveitarfélaginu. Ákveðið að leita eftir verðtilboða í verkefnið.
31. Erindi frá eigendum húsa á Flötum. Lagt fram erindi frá eigendum sumarhúsa í bústaðahverfi á Flötum ofan við Árneshverfi. Þar sem gerðar eru athugsemdir við umgengi og ástand á tilteknum lóðum í hverfinu. Sveitarstjóra falið að ræða við byggingafulltrúa og hlutaðeigandi
32. Beiðni um umsögn um gististað frá sýslumanninum á Suðurlandi. Undirrituð af Agli Benediktssyni vegna Húsatófta 1C. Eigandi Einar Harðarson. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
33. Erindi frá Landgræðslu. Lagt fram erindi frá Landgræðslunni, undirritað af Sigþrúði Jónsdóttur. Þar er óskað eftir leyfi til rannsókna á Gnúpverjaafrétti. Í rannsókninni er gert ráð fyrir að girða af lítil hólf og kanna áhrif beitarfriðunar. Sveitarstjórn óskar eftir því að Landgræðsla geri grein fyrir um hvað stór hólf er að ræða og til hvað langs tíma þau eigi að standa og hvar eigi að staðsetja þau.
Mál til kynningar :
A. Fundur Fagráðs tónlistarkennara nr. 176.
B. Afgreiðslur byggingafulltrúa 13.04.2016.
C. Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga
D. Ársskýrsla og samþykktir HSK
E. Kynningarbréf hreyfivika.
F. Skipulagsstofnun. Varðar umsögn vegna byggingar á Hæli.
G. Frumvarp nr. 1180 til laga um útlendinga
H. Frumvarp nr. 449 um stofnun umboðsmanns Útlendinga.
I. Málþing Upplestrarkeppni
J. Skýrsla Bjsv Sigurgeir
K. Fundargerð Heilbrigðisnefndar nr. 171.
Fundi slitið kl 18:00
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 1. júní næstkomandi kl 14:00.