- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
FundargerðFundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 14:00.
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :
1. Reykholtslaug Þjórsárdal. Áform um uppbyggingu. Framhald frá fundi 24.
Fyrir fundinum lág kynning Rauðakambs ehf á framkvæmdaáformum við Reykholtslaug í Þjórsárdal. Auk þess voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Rauðakambs ehf um uppbyggingu Reykholtslaugar og svæðisins þar í kring. Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að vinna áfram að viðræðum við forsvarsmenn Rauðakambs um uppbyggingu við Þjórsárdalslaug og svæðið umhverfis.
2. Gjáin, hugmyndir um friðlýsingu. Sveitarstjóri greindi frá því að umræður hefðu átt sér stað við Umhverfisstofnun um friðlýsingu Gjárinnar í Þjórsárdal og spildu umhverfis hana. Farið var yfir verkferli við friðlýsingu. Samþykkt samhljóða að vísa friðlýsingarhugmyndum um Gjána og önnur svæði í sveitarfélaginu til endurskoðunar aðalskipulags 2017-2029.
3. Erindi frá Ungmennafélögum Skeiðamanna og Gnúpverja. Lagt var fram bréf frá stjórnum Ungmennafélaga Gnúpverja og Skeiðamanna. Þar er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins með því að kosta tryggingar iðkenda íþrótta á vegum ungmennafélaganna. Sveitarstjóri greindi frá því að kostnaður við tryggingar 30 iðkenda nemi um 17 þkr. pr ár. Erindi samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá málinu. Máli vísað til viðauka fjárhagsáætlunar, lykill 0685.
4. Úrskurður Umhverfis-og auðlindanefndar varðandi minkabú að Ásum.
Lagður var fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis – og auðlindamála frá 18 febrúar 2016 vegna máls nr. 109 /2014, kæru um ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 16. september 2014 um að synja um deiliskipulag vegna minkabús úr landi jarðarinnar Ása. Í úrskurðinum felst að hafnað er kröfu kærenda um ógildingu áðurnefndrar ákvörðunar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Úrskurður undirritaður af Ómari Stefánssyni, Ásgeiri Magnússyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Úrskurður lagður fram og kynntur. Sveitarstjórn lýsir óánægju sinni með hversu langur tími hefur liðið frá móttöku málsins þar til afgreiðslu þess lauk.
5. Svar Forstjóra Rarik við fyrirspurn sveitarstjórnar. Svarbréf Tryggva Þórs Haraldssonar dagsett 11 febrúar 2016 við bréfi sveitarstjóra frá 7 janúar 2016 í framhaldi af bókun sveitarstjórnar 6 janúar 2016 varðandi raforkumál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar er spurt hvort viðhaldi og endurnýjun í raforkumálum í sveitarfélaginu hafi verið sinnt sem vera ber.
Í svarbréfi Tryggva er tekið ítarlega saman hvernig staðið hefur verið að endurnýjun og viðhaldi dreifikerfisins í sveitarfélaginu og hvað framundan er í þeim efum. Bréf lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn lýsir vonbrigðum með áætlun um viðhald og endurnýjun raforkukerfis og telur hana engan veginn ásættanlega.
6. Kaup á húseigninni Holtabraut 27. Lagt fram til umræðu hugmynd um kaup á húseigninni Holtabraut 27. Eigandi VBS eignasafn. Afgreiðslu frestað.
7. Kvenfélag Skeiða. Kaup á búnaði. Erindi frá stjórn Kvenfélags Skeiða þar sem óskar eftir að sveitarfélagið kaupi af félaginu borðbúnað og dúka sem notaðir hafa verið í félagsheimilinu í Brautarholti. Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna þörf fyrir kaup á búnaði af þessu tagi.
8. Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Auglýsing frá Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga um framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga undirritað af Óttari Guðjónssyni. Lagt fram og kynnt.
9. EBÍ. Brunabót. Styrkumsókn sveitarfélagsins. Lagt var fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands. Undirritað af Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra. Í bréfinu er óskað eftir umsóknum í styrktarsjóð félagsins. Umsóknir skuli vera til framfaraverkefna. Samþykkt að sækja um styrk til merkingar sögufrægra staða í sveitarfélaginu.
10. Endurskoðun Aðalskiplags. Verkáætlun-samningur. Lögð var fram verkáætlun og drög að samningi milli Steinsholts sf og Eflu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp um vinnu við gerð aðalskipulags sveitarfélagsins 2017-2029. Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkt að undirbúa vinnu við skráningu fornleifa í sveitarfélaginu.
11. Ungmennaráðstefna UMFÍ. Lagt var fram bréf frá Ungmennaráði Ungmennafélags Íslands þar sem ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði er kynnt, hún fer fram á Hótel Selfossi 16 18 mars nk. Óskað er eftir einstaklingum á aldrinum 16- 25 ára til þátttöku í ráðstefnunni. Samþykkt að senda bréf til allra íbúa í sveitarfélaginu á aldrinum 16-25 ára þar sem þeir verði hvattir til að sækja um þátttöku í ráðstefnunni. Samþykkt að vísa málinu til Menningar- og æskulýðsnefndar.
12. Landbótafélag Gnúpverja. Landbótaáætlun. Lögð var fram Landbótaáætlun fyrir Gnúpverjaafrétt árin 2016- 2025. Ábyrgðaraðili áætlunarinnar er Landbótafélag Gnúpverja. Hún er unnin af framleiðendum er nýta afréttinn. Markmið áætlunarinnar eru Landbætur, beitarstýring og friðun. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða landbótaáætlunina fyrir sitt leyti.
13. Lóðir og gatnagerðargjöld. Farið var yfir gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri lagði fram samanburð við slíkar gjaldskrár í öðrum sveitarfélögum í sýslunni. Samanburður sýnir að gatnagerðargjöld eru afar hagstæð í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að auglýsa lausar lóðir í sveitarfélaginu.
Fundargerðir
14. Fundargerð 104 fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 19 til kynningar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
15. Fundargerð 105 fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 21, 22, og 23 þarfnast umfjöllunar. Mál nr. 25 til kynningar.
Mál nr. 21. Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulagsbreyting – 1602043
Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 18. febrúar 2016 um breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar sem nýlega tók gildi. Eru breytingarnar tilkomnar þar sem hönnun hefur þróast frá verkhönnun og í útboðshönnun. Meðfylgjandi er lýsing dags. 18. febrúar 2016 þar sem farið er yfir breytingar og upplýsingar sem fram eiga að koma í umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og leita leiðbeininga um málsmeðferð hjá Skipulagsstofnun.
Að mati sveitarstjórnar er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir ofangreindum umsagnaraðilum. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúa hefur leitað leiðbeininga um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar og ef það kemur í ljós að stofnunin telji að ekki sé um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við um að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu.
Mál nr. 22. Mál 22. Búrfellsvirkjun : Stækkun virkjunar Framkvæmdaleyfi – 1601024. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Mál. Nr 23. Stóri – Núpur 2. Lnr 166610: 3 nýjar spildur : Stofnun lóða – 1602045. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar en
gerir fyrirvara um lagfæringar á tilheyrandi gögnum. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við landsskiptin skv. 13.gr. jarðarlaga.
16. Fundargerð 14 fundar Menningar – og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
17. Fundargerð 9 fundar Umhverfisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
18. Fundargerð 10 fundar Umhverfisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
19. Fundargerð skólanefndar. Grunnskólamál 19 fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.
20. Fundargerð skólanefndar. Leikskólamál 20 fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.
Beiðnir um styrki/umsagnir
21. Einstök börn. Styrkbeiðni. Lagt fram erindi frá samtökunum ,,Einstökum börn“ þar sem óskað er eftir styrk til styrktarsjóðs samtakanna. Samþykkt samhljóða að leggja fram styrk að fjárhæð 25.000 kr.
22. Rekstrarleyfi- Hagi. Beiðni um umsögn um leyfi til Gistingar. Samþykkt.
23. Umboðsmaður barna. Beiðni um umsögn. Lagt fram erindi undirritað af Margréti Sigurðardóttur umboðsmanni barna þar sem mótmælt er niðurskurði til skóla- og frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Erindi lagt fram og kynnt.
24. Tilnefning í starfshóp um Kerlingafjöll. Fyrir var lagt erindi frá Umhverfisstofnun, þar er óskað eftir tilnefningu fullrúa sveitarfélagsins í starfshóp um friðlýsingu Kerlingafjalla. Skafti lagði fram tillögu um Sigþrúði Jónsdóttur og Gunnar Örn Marteinsson lagði fram tillögu um Bjarna Másson. Tillaga um Sigþrúði Jónsdóttur samþykkt með þremur atkvæðum. Bjarni Másson fékk tvö atkvæði.
25. Önnur mál
Halla Sigríður kvaddi sér hljóðs og lýsti þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að stofna ungmennaráð í sveitarfélaginu. Samþykkt að vísa málinu til Menningar –æskulýðsnefndar.
Mál til kynningar :
A. SASS. Kynning á nýju skipulagi.
B. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
C. Umhverfisstofnun, endurgreiðslur refaveiða
D. Staðgreiðsluuppgjör 2015.
E. Íslands ljóstengt- kynning
F. Fundargerð 23. Funar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
G. Tillaga til þingsályktunar 14 mál. Frv til laga embætti aldraðra.
H. Ferðamálafulltrúi Uppsveita. Ársyfirlit.
I. Frumvarp v uppb áningastaða Vegagerðar.
J. Frumvarp v br á lögum svstj lögum mál 227-219.
K. Frumvarp v br á lögum um félagsþj. Mál 732-458.
L. Frumvar v bann við notkun á gúmmíkurli. Mál 390-328.
M. Fundur um málefni hjólhýsasvæðis í Þjórsárdal.
N. Afgreiðslur byggingafulltrúa 03.02.2016.
O. 505 fundur stjórnar SASS.
Fundi slitið kl 16 :45.
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi kl 14:00.