Sveitarstjórn

24. fundur 03. febrúar 2016 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 3. febrúar 2016  kl. 14:00.

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Reykholtslaug í Þjórsárdal. Áform um framkvæmdir. Ragnheiður Björk Sigurðardóttir, Magnús Orri Schram, Ellert Schram og Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir lögmaður mættu til fundar og greindu frá áformum um uppbyggingu við Reykholtslaug í Þjórsárdal. Magnús og Ellert hafa gengið til samstarfs við Ragnheiði Björk um framtíðaráform um uppbygginu við Reykholtslaug. Magnús talaði fyrir hönd hópsins og greindi fá áformunum. Sveitarstjórn tekur jákvætt í áformin.

2.     Framkvæmdaleyfi Búrfell 2. Lögð var fram beiðni frá Landsvirkjun um Framkvæmdaleyfi um Virkjunina Búrfell 2. Undirrituð af Rögnu Árnadóttur aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Um að er að ræða stækkun við núverandi virkjun í Búrfelli. Áform um stækkun felast í byggingu nýs stöðvarhúss sem nýta mun sama fall í Þjórsá og núverandi virkjun. Áætluð orkugeta nýrra virkjunar er um 300 GW/ári eða 100 MW. Með beiðninni fylgdu ítarleg tilheyrandi gögn í máli, myndum og kortum. Greinargerð deiliskipulags og efnistökuáætlun ásamt uppdráttum  yfir tilheyrandi landsvæði. Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið og felur skipulagsfulltrúa að undirrita framkvæmdaleyfið fyrir hönd sveitarfélagsins að uppfylltum formsatriðum er varða eftirlit með framkvæmdunum.

3.     Val á skipulagsráðgjafa við endurskoðun aðalskipulags. Sveitarstjórn Skeiða—og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins 2017-2029. Send voru gögn til sex aðila. Leitað var til sjö fyrirtækja sem talið var að byggju yfir reynslu og þekkingu á aðalskipulagsgerð og staðarþekkingu á aðalskipulagssvæðinu. Tilboð bárust frá fimm aðilum. Eitt tilboð var áberandi hæst þrjú á svipuðu róli, og eitt nokkru lægra.

 Eftir að hafa farið yfir tilboðin er ljóst að allir bjóðendur uppfylla hæfniskröfur sem áskildar eru til að framkvæma verkið.  Endurskoðun aðalskipulags er nokkuð yfirgrips mikið verk. Það er freistandi að taka lægsta tilboði en eftir nánara mat oddvita og sveitarstjóra á reynslu og þekkingu þeirra er standa að tveimur lægstu tilboðunum, er niðurstaðan sú að lægstbjóðandi hafi að mati sveitarstjórnar ekki þá reynslu sem þau fyrirtæki hafa sem buðu næstlægsta verðið. Tilboð þeirra eru töluvert hærri og má ætla að erfitt geti reynst að standa við lægsta tilboðið. Að öllu samanteknu er  það mat sveitarstjórnar að  þekking og reynsla vegi þyngra en  verð og því verði gengið til samninga við Steinsholt sf og Eflu ehf sem var næstlægst á grundvelli tilboðs þess. Sveitarstjóra falið að undirrita þar að lútandi samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Kristjana H. Gestsdóttir sat hjá.

4.     Sorpþjónusta. Ákvörðun um útboð. Íslenska gámfélagið hefur annast sorpþjónustu fyrir sveitarfélagið undanfarin ár. Samningur er útrunninn. Innkaupareglur sveitarfélagsins kveða skýrt á um að þessa þjónustu skuli bjóða út í ljósi fjárhæða. Samþykkt að fela Sveitarstjóra að vinna að undirbúningi útboðs. Samþykkt að boða Umhverfisnefnd til samráðsfundar um málið

5.     Niðurstaða kosningar um nafn á sveitarfélagið. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti niðurstöðu kosningar um nafn á sveitarfélagið er fram fór 9 janúar sl. 53,4 %. Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk flest atkvæði.  

6.     Uppgjör milli Landsvirkjunar og SKGN um Þjórsárstofu. Oddviti kynnti drög að uppgjöri milli sveitarfélagsins og Landsvirkjunar um uppgjör kostnaðar við þjórsárstofu. Drögin samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita uppgjörið.

7.     Erindi frá Stóru-Laxárdeild VÁ vegna brúar í Hólma. Erindi frá Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnessýslu, undirritað af Esther Guðjónsdóttur formanni. Þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í gerð brúar í  Hólma í Stóru-Laxárgljúfrum. Samþykkt samhljóða að leggja 100.000 kr til verkefnisins. Bókist á lykil nr. 1304. Ýmis atvinnumál. Tekið verði tillit til þess í viðauka við fjárhagsáætlun.

8.     Mammut travel. Leyfi til gistingar á Flötum 14. Beiðni um umsögn.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar um rekstrarleyfi Mammút travel kt 681111- 20140 til gistingar í sumarbústaðnum Flatir 14. Beiðni undirritað af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi verði veitt.

9.     Stóri- Núpur. Fastanr. 166608/ 220-2681 og 220-2682. Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda. Erindi barst frá Huga Ármannssyni Stóra- Núpi. Er þar vísað til laga nr 80/2012 um menningarminjar. Þar sem kveðið er á um heimild sveitarstjórna til að lækka eða fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum. Í ljósi þess óskar Hugi eftir að felld verði niður fasteignagjöld árið 2016 af fasteigninni Stóri-Núpur fastanr 166608 / 220-2681 og 220-2682. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að endurgreiða sem nemur fasteignagjöldum af ofangreindum eignum, auk eignarhluta í sama húsi, verði framvísað reikningum með samsvarandi fjárhæðum er sýni fram á endurbætur á eigninni.

10.   Erindi frá stjórn Skálholtsstaðar. Lögð var fram beiðni frá stjórn Skálholtsstaðar um styrk til kaupa á hljóðkerfi í Skálholtsdómkirkju Áætlaður kostnaður við hljóðkerfið 2.500.000 kr. Bréfið er sent til sveitafélaga í uppsveitum og sóknarnefnda, auk fyrirtækja í héraðinu. Samþykkt að vísa erindinu til  Oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs.

       Fundargerðir

11.  Fundargerð fundar Skipulagsnefndar nr 102. Mál nr. 14 þarfnast afgreiðslu. 

Mál nr. 14.  Alifugla-, svína- og loðdýrabú : Fjarlægð að lóðamörkum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir  sitt leyti að Skipulagsfulltrúa veðri falið að að skoða tilheyrandi reglur og gögn.

12.   Fundargerð fundar Skipulagsnefndar nr 103. Mál nr. 16,17,18 og 20 þarfnast afgreiðslu.

Mál nr. 16. Réttarholt (A) lnr 166587: Breyting á notkun húsnæðis í íbúðarhús: Fyrirspurn – 1601021.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti að húsinu verði breytt í íbúðarhús með fyrir vara um nauðsynlegar breytingar til samræmis við kröfur um byggingareglugerðar um íbúðarhús.

Mál nr. 17. Búrfellsvirkjun : Stækkun virkjunar : Framkvæmdaleyfi – 1601024. Sveitarstjórn samþykkir umrætt framkvæmdaleyfi. Vísað er til liðar 2 í fundargerð sveitarstjórnar 03.02.2016.

Mál nr. 18.  Hraunvellir : Ólafsvellir – Aðalskipulagsbreyting 1508074. Svæði fyrir verslun og þjónustu. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytinguna skv, 1. Mgr. 31. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að annast auglýsinguna.

Mál nr. 20. Alifugla,- svína- og loðdýrabú : Fjarlægð bygginga að lóðamörkum – 1512039. Sent á öll sveitarfélög.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna gátlista um þau atriði sem fjall þarf um í deiliskipulagi fyrir slíka starfsemi í samráði við Skipulagsstofnun.

13.  Fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar frá 20.01.16. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14.  Skipun fulltrúa í Menningar- og æskulýðsnefnd. Hildur Lilja Guðmundsdóttir tilkynnti afsögn sína úr nefndinni í fundargerð nefndarinnar þann 20 janúar sl. Kristjana H. Gestsdóttir og Halla Bjarnadóttir gerðu tillögu um Ólaf Hafliðason í hennar stað. Tillaga samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn þakkar Hildi Lilju fyrir sérlega vel unnin störf í þágu nefndarinnar.

15. Fundargerð Atvinnumálanefndar frá 27.01.16. Fundargerð lögð fram og kynnt.

16. Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla frá 27.01.16. Fundargerð lögð fram og kynnt. Samhliða kynnt og lögð fram skýrsla um skipulagða skimun og eftirfylgd með læsi í 5 og 9 bekk í Árnesþingi.

Samningar

17. Samningur um heimaþjónustukerfi. Sveitastjóri greindi frá nýju kerfi Curron ehf fyrir heimaþjónustu aldraða. Hefur kerfið verið kynnt fyrir sveitarfélögunum í uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Um er að ræða bakendabúnað og búnað í snjallsíma.  Samningsdrög við áðurnefnd sveitarfélögin voru lögð fram og kynnt. Reiknað er með að kerfið verði tilbúið til notkunar á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í samningum og felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd samninginn.

18.  Samningur um Seyru. Þarfnast staðfestingar. Lagður fram áður samþykktur og undirritaður samningur um seyrulosun. Samningur staðfestur.

19.   Þingskjal 13. Frv lög um versl m áfengi og tóbak.

Kristjana Gestdóttir lagði fram svohljóðandi bókun: Ég undirrituð lýsi megnri andstöðu minni við breytingu á  „Frumvarpi til laga um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki,  með síðari breytingum ( smásala áfengis).“ ( Þingskjal 13.)

Ég tel að með þessari breytingu séu einkahagsmunir settir ofar lýðheilsu í landinu, Þar sem  margsannað er að aukið aðgengi sérhverrar vöru þýðir meiri neysla og áfengi er talið mjög áhættusamt fíkniefni, svo ekki sé fastar að orði kveðið og ég tel að aðgangur á þessu efni sé meira en vel ásættanlegur í landinu.

 Einnig tel ég að að þetta brjóti í bága við yfirlýsta lýðheilsustefnu í landinu og samkv. nýjustu könnunum eru 62% landsmanna á móti þessari breytingu sem segir manni að almenningi hugnast þetta ekki. Einnig  geri ég alvarlega athugasemd við afgreiðslu málsins út úr nefnd þeirri er fjallaði um það. 

Meike Witt  tók undir bókunina. Aðrir sátu hjá.

20.     Önnur mál löglega fram borin.

I.    Virkjanasýning í Búrfelli. Fréttir hafa borist af því að virkjanasýning Landsvirkjunar í Búrfelli verði lögð niður tímabundið eða til frambúðar. Sveitarstjórn sýnir því skilning að erfitt verði að halda sýningunni opinni meðan á framkvæmdum við Búrfell 2 stendur. En leggur á það áherslu að sýningin verði opnuð að nýju á sama stað að þeim framkvæmdum loknum.

II.   Póstþjónusta í dreifbýli. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með núverandi þjónustu Íslandspósts. Engu að síður lýsir sveitarstjórn áhyggjum af því ef svo fer að póstþjónusta verði skert með fækkun reglulegra póstferða eins og boðað hefur verið í öðrum landshlutum.

  Mál til kynningar :

A.   Fundargerðir stjórnar SASS nr. 498-503.

B.   Fundargerð. SÍS og Kennarasambands.

C.   Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar.

D.   Yfirlit yfir greiðslur Húsaleigubóta.

E.   Afgreiðslur Byggingafulltrúa 05.01.16

F.   Bréf frá Forsætisráðuneyti varðar þjóðlendur.

G.   Fundur Fagráðs Tónlistarskólans

H.   SOS stjf Sorpst Su nr 245.

I.     Auglýsingar utan þéttbýlis.

J.    Reglugerð um Bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga SVF.

K.   Bréf frá Skipulagsst. Deiliskipulagstillaga Hvammsvirkjun.

L.    Ísland Ljóstengt. Kynningarefni.

M.  Staða lána SKGN hjá Lánasjóði sveitarfélaga. 31.12.2015.

N.   Smári – Skýrsla ungliðastarfs 2015.

O.   Þingskjal 0546 Frv til laga um br á lögum um vatnsveitur svf.

P.    Þingskjal 0550 Frv til laga um br á lögum um fráveitur.

Q.   Þingskjal 13. Frv lög um versl m áfengi og tóbak.

R.   Viðbótarsamningur milli Landsnets og Landsvirkjunar.

S.    Dagur leikskólans 2016.

 

Fundi slitið kl 17:28

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 2. mars  næstkomandi kl 14:00.