Sveitarstjórn

23. fundur 06. janúar 2016 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6 janúar  2016  kl. 14:00.

Mál til umfjöllunar og umræðu :

1.     Fasteignamat vindmyllur. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar. Oddviti fór yfir feril málsins er varðar kæru fasteignamats á vindmyllum við Hafið. Yfirfasteignamatsnefnd vísaði kærunni frá. Málið hefur verið sent til endurmats. 1. mál gögn

2.     Ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats vegna Hvammsvirkjunar.

 Oddviti lagði fram eftirgreinda bókun : Við undirrituð  teljum  að samkvæmt reglugerð nr: 660/2015   28. Gr. annarri málsgrein sé það hlutverk Skipulagsstofnunar að meta það sjálfstætt hvort endurskoða eigi umhverfismat ekki síður en eftir ábendingum umsagnaraðila og almennings  (þriðja mgr.)

Í fyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna mats á samfélagslegum áhrifum vísar stofnunin til þess að umsagnaraðilar haft ekki með beinum hætti bent á hugsanlegar breytingar á samfélagslegum áhrifum. Stofnunin hefði átt að leggja sjálfstætt mat á breytt samfélagsleg viðhorf. Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt.

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi tillögu :

Við undirrituð teljum úrskurð Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar  unninn á faglegan hátt.

Gunnar Örn Marteinsson, Kristjana H Gestsdóttir  

3.     Raforkumál í sveitarfélaginu – ástand flutningskerfis rafmagns.  3. mál gögn

Oddviti vakti máls á ástandi raforkumála í sveitarfélaginu. Á síðustu misserum hefur rafmagn ítrekað farið af og hefur rafmagnsleysi varað í allt 12 klukkustundir í senn. Raforkuöryggi í sveitarfélaginu er í ólestri og hefur verið svo um nokkuð langt skeið. Sveitarstjórn lýsir samhljóða megnri óánægju með að ástand raforkumála sé með þessum hætti og spyr stjórnendur RARIK hvort viðhaldi og endurnýjun hafi ekki verið sinnt sem vera ber.

4.     Afslættir ellilífeyrissþega á fasteignagjöldum. Sveitarstjóri lagði fram tekjuviðmið og tilheyrandi uppreikning samkvæmt hækkun vísitölu milli ára. Uppreikningurinn byggir á eldri samþykkt sveitarstjórnar. Samkvæmt tekjuviðmiðinu fá einstaklingar 67 ára og eldri með tekjur allt að 2.349.671 kr, 100 % afslátt  af fasteignagjöldum. Sambúðarfólk með tekjur allt að 3.579.111 kr, 100 % afslátt. Afsláttur fasteignagjalda ellilífeyrisþega lækkar í þrepum að tekjum einstaklinga allt að 3.192.724 kr og allt að 4.766.895 kr hjá sambýlisfólki. Framlagt tekjuviðmið samþykkt samhljóða.

5.     Fjárhagsmál. Sveitarstjóri lagði fram drög að sjóðsstreymi sveitarsjóðs frá áramótum til 1 maí 2016. Sjóðstreymi sýnir þörf á yfirdráttarláni allt að 30.000.000 kr næstu mánuði. Ekki þó stöðugt. Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum heimild til töku yfirdráttarláns allt að 30.000.000 kr til 4 maí 2016. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

6.     Tómstunda- og íþróttastyrkur 2016.

Lögð var fram svohljóðandi tillaga um tómstunda- og íþróttastyrk. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að íþrótta – og tómstundastyrkur til ungmenna 6- 18 ára  búsettra í sveitarfélaginu verði kr. 55.000 fyrir hvern einstakling fyrir árið 2016. Hægt verði að sækja um styrkinn tvisvar á árinu þ.e. fyrir 1.mars og 1.okt. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að frumriti viðkomandi reiknings verði framvísað. Samþykkt samhljóða.

7.     Uppgjör Þjórsárstofu. Oddviti sagði frá viðræðum sem hafa farið fram milli fulltrúa Landsvirkjunar annars vegar og oddvita og sveitarstjóra fyrir hönd sveitarfélagsins hins vegar um uppgjör kostnaðar við Þjórsárstofu. Lagt fram og kynnt.

8.     Opnunartíma sundlauga. Rætt var um opnunartíma sundlauga. Oddviti leggur til að opnunartími í Skeiðalaug verði óbreyttur frá því sem nú er svo framarlega sem aðsókn helst. Samþykkt samhljóða.

9.     Tillaga stjórnar byggðasamlags Skipulags og byggingarfulltrúa um sameiningu Tæknisviðs uppsveita við byggðasamlagið. Oddviti vísaði til liðar 2 í fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa BS frá 29.12. 2015. Fyrir þann fund var lagt  minnisblað sem unnið var af starfsmönnum Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita ásamt fulltrúa af  Tæknisviði. Þar var farið yfir helstu áhersluatriði um fyrirkomulag ef til þess kemur að Tæknisvið Uppsveita verði fellt undir byggðasamlag Skipulags- og byggingafulltrúa. Samkvæmt minnisblaðinu er búist við að auglýsa þurfi að lágmarki 1.8 stöðugildi fyrir starfsemina. Lagt er til að ganga til samninga við Héraðsskjalasafn Árnesinga um skönnun og flokkun eldri gagna og gera um það sérstakan verktakasamning. Í áðurnefndri fundargerð samþykkir Stjórn byggðasamlagsins Skipulags- og byggingafulltrúa að beina því til aðildarsveitarstjórna að þau samþykkja að fella stafsemi Tæknisviðsins undir Skipulags og byggingarfulltrúa Uppsveita b.s. frá og með 1. janúar 2016.  Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum. Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason og Meike Witt samþykktu tillöguna. Kristjana H Gestsdóttir sat hjá. Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar lagði fram svohljóðandi bókun : Undirritaður telur ekki þörf á að sveitarfélagið taki þátt í Tæknisviði Uppsveita í ljósi þess að umfang verkefna og framkvæmda sé ekki það mikið hjá sveitarfélaginu og greiðir atkvæði gegn samruna Tæknisviðs Uppsveita við byggðasamlag Skipulags – Byggingafulltrúa.

10.      Erindi frá Einari Sigurðssyni varðandi nafn á smábýli.

Einar Sigurðsson eigandi jarðarinnar Brjánsstaða á Skeiðum hefur óskað eftir að spilda sem hann hefur stofnað úr jörðinni hljóti nafnið Mosateigur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafnið Mosateigur.

11.      Erindi um aðilaskipti á lóðaleigusamningi. Lagt var fram erindi frá Valdimar Þór Ólafssyni kt. 030573-5879 þar sem óskað er eftir aðilaskiptum á lóð á Löngudælaholt nr 5 við Kálfá. Nýr aðili verður Barrholt ehf kt. 560902-2980. Sveitarstjórn samþykkir aðilaskiptin samhljóða.

12.      Beiðni um samþykki vegna landskipta Réttarholts. Erindi undirritað af Guðbjörgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Hjartar ehf kt. 620607-3390 eiganda Réttarholts landnr. 166587. Í erindinu er ósk eiganda um að skipta  úr áðurnefndu landi spildunni Réttarholt B landnr 223803 og selja spilduna. Samþykkt samhljóða.

13.      Endurskoðun aðalskipulags 2017-2029. Val á sérfræðingum til verksins.

Oddviti greindi frá viðræðum oddvita og sveitarstjóra við fulltrúa Steinsholts sf og Eflu annars vegar og Landhönnunar hins vegar.  Samþykkt að fresta ákvörðun um val á sérfræðingum til næsta fundar og oddvita og sveitarstjóra falið að ræða betur við áðurnefnda sérfræðinga.

14.      Þjóðveldisbærinn. Einar Bjarnason varaoddviti situr hússtjórn Þjóðveldisbæjarins. Hann greindi frá því að  áhugi væri hjá núverandi hússtjórn Þjóðveldisbæjarins um að auka aðgengi og notkun á Þjóðveldisbænum, í því skyni hafa verið haldnir nokkrir fundir undanfarið  þar sem unnið hefur verið að stefnumótun og skoðað hvað lög og reglur um Þjóðveldisbæinn leyfa. Nefndin hefur verið í sambandi við Menntamálaráðuneytið, Þjóðminjasafnið, Landsvirkjun og minjavernd í því skyni. Stefnt er að því að opna bæinn fyrir hópa frá 1. Febrúar nk. Haldinn verður vinnufundur 7.Janúar n.k. Þar mun mæta til fundar tilvonandi sérfræðingur um gerð nýs bæklings og annars upplýsingaefnis ásamt fulltrúa menntamálaráðuneytis og  hefur fulltrúum Exploring Iceland verið boðið að kynna sínar hugmyndir um leiðsögn og nýtingu bæjarins. Áform lögð fram og kynnt.

15.      Samstarfssamningur við Hestamannafélagið Smára. Oddviti kynnti drög að samstarfssamningi við Hestamannafélagið Smára um uppbyggingu reiðvega. Samstarfssamningurinn felur í sér framlag frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi til Smára samtals að fjárhæð kr. 850.000 árlega næstu 3 árin frá með árinu 2016 að telja.  Áður en til framkvæmda við reiðvegi kemur ár hvert skulu fulltrúar Smára og Skeiða- og Gnúpverjahrepps funda sameiginlega til að ákveða í hvaða verkefni verður ráðist það árið. Verði samningsfjárhæðin greidd eigi síðar en 15 desember ár hvert. Samningur samþykktur samhljóða. Bókist á lið 0685 hestamannafélag í bókhaldi. Tekið verði tillit til málsins í viðauka við fjárhagsáætlun.

16.      Skýrsla um úttekt á brunahættu á hjólhýsasvæði í Þjórsárdal. Lögð var fram skýrsla um mat á brunahættu í hjólhýsahverfi í Þjórsárdal vegna gróður- og kjarrelda unnin af Guðna Pálssyni brunaverkfræðingi hjá Verkfræðistofunni Mannviti. Sveitarstjórn lýsir ánægju með skýrsluna. Sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður skýrslunnar með Skógrækt ríkisins og huga að úrbótum á hjólhýsasvæðinu.

17.      Landnámshelgi 2016. Lagt var fram erindi frá Menningar- og æskulýðsnefnd undirritað af Hildi Lilju Guðmundsdóttur formanni nefndarinnar. Þar er óskað eftir að sveitarstjórn gefi gefi skýrar línur um hvernig Landnámshelgi verði háttað, hversu miklum fjármunum er áætlað að verja til hátíðarinnar og hvernig framkvæmd verði háttað.  Sveitarstjórn hefur samþykkt í fjárhagsáætlun að leggja 350.000 kr til verkefnisins. Sveitarstjóra falið að kynna hugmyndir sveitarstjórnar um fyrirkomulag viðburðarins.

18.      Tillaga að breytingum á lóðum við Holtabraut. Lagt var fram gildandi deiliskipulag að lóðunum Holtabraut 1,3,5 og 7. Lóðirnar eru samþykktar sem einbýlishúsalóðir.  Í ljósi þess að eftirspurn virðist nokkur eftir litlum og meðalstórum raðhúsalóðum samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gerð verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu umræddra lóða úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir.

Fundargerðir :

19.        Fundargerð 12 fundar Menningar – og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

20.        Fundargerð 13.fundar stjórnar Skóla- og Velferðarnefndar 15.12.15. Fundargerð lögð fram og kynnt.

21.        Fundargerð 101. Skipulagsnefnd. Mál nr. 23 og 24 þarfnast umfjöllunar.

Mál nr. 23

Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079

Á fundi skipulagsnefndar var lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var í kynningu frá 23. október 2015 til 4. desember. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma fyrir utan nýjar umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Hekluskógum, Skógrækt ríkisins, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun.

Var mælt með að deiliskipulagið yrði samþykki með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar umsagnir. Frá því að skipulagsnefnd tók málið fyrir hefur verið í gangi samráð við Minjastofnun um útfærslu mótvægisaðgerða og liggur nú fyrir niðurstaða í því máli sbr. tölvupóstur Ugga Ævarssonar hjá Minjastofnun dags. 21. desember 2015.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með minniháttar breytingum til að koma til móts við ábendingar í umsögnum. Ekki er talið að um sé að ræða grundvallarbreytingar á tillögunni  og því er ekki þörf á að auglýsa deiliskipulagið að nýju.

Mál nr. 24

Hæll 1 166569: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1511040

Sótt er um leyfi til að byggja starfsmannahús 80 ferm og 266,5 rúmm úr timbri.

Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að leita eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá vegi. Þá var jafnframt samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi fasteigna.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar.

22.        Fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa BS. Fundargerð lögð fram og kynnt. Vísað til máls nr. 9 framar í fundargerð. Þar er liður nr 2 tekin til afgreiðslu.

23.        Aðalfundur Bergrisans. 30.10.2015. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Styrkir :

24.        Kvennaathvarf –Beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi undirritað af Margréti Marteinsdóttur: beiðninni fylgdi rekstraráætlun fyrir árið 2016. Samþykkt samhljóða að veita Kvennaathvarfinu styrk að fjárhæð 50.000 kr Bókist á lykil 0285 styrktarlínur.

Samningar :

25.        Húsaleigusamningur við sveitarstjóra um Heiðargerði 7, þarfnast staðfestingar. Lagður var fram undirritaður húsaleigusamningur um eignina. Samningur staðfestur án athugasemda.

 

Mál til kynningar :

 

A.   Stjórnarfundur 168 fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

B.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa 09.12.2015.

C.   Héraðsnefnd Árnesinga 7 fundur. 15-16.10 2015.

D.   Menntaverðlaun suðurlands tilnefning.

E.   Samþykktir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

F.    Ársskýrsla Ferðamálafulltrúa Uppsveita 2014.

G.  Art verkefni Ársskýrsla.

H.  Fundargerð stjórnarfundar SASS nr 500.

I.      Hreyfivika UMF 2016.

J.     Samband Íslenskra sveitarfélaga fundarg. 833.

K.  Samband Íslenskra sveitarfélaga fundarg. 834.

L.   Minnisblað RSK um VSK.

M. Frítíminn er okkar fag. Stefnumótun í æskulýðsmálum.

N.   Frumvarp til laga nr. 565. Breyting á Húsaleigulögum.

O.  Frumvarp til laga nr. 565. Frumvarp um Húsnæðisbætur.

P.    Frumvarp til laga nr. 643. Frumvarp um almennar íbúðir.

Q.  SASS nýtt skipulag/skipurit.

 

Fundi slitið kl kl 18:50.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. febrúar  næstkomandi kl 14:00.