Sveitarstjórn

22. fundur 02. desember 2015 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

22. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 2 desember   2015  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og umræðu :

1.     Sorpþjónusta sveitarfélagsins.

Jón Frantzson og Guðjón Egilsson frá Íslenska gámfélaginu mættu til fundar. Þeir ræddu um þá þjónustu sem félagið annast í sorpþjónustu fyrir sveitarfélagið. Félagið hefur annast sorphirðu fyrir sveitarfélagið frá 2009. Þar að lútandi samningur er nýlega runnin út. Umræður voru um hvort æskilegt væri að bjóða þjónustuna út. Hann lagði áherslu á að ekki væri sjálfgefið að hagur væri af því að mörg sveitarfélög bjóði út í sameiningu. Farið var yfir einingarverð skilmála þjónustunnar. Hvatt var til þess að upplýsingagjöf frá félaginu væri sem best á hverjum tíma. Rætt var um mögulegar breytingar á áherslum á lífrænum úrgangi. Jón Frantzson sagði félagið tilbúið til að koma betur að kynningu á umhverfismálum og flokkunarmálum í sveitarfélaginu til að mynda í grunnskólanum. Rætt var um að afhending á plastúrgangi  á gámsvæðum væri ekki viðunandi. Til umræðu komst hvort æskilegt væri að hafa gámsvæði opin án gæslu. Jón og Guðjón sögðu frá miður góðri reynslu af því að hætta við gæslu á gámasvæðum og töldu þeir ekki líklegt að ávinningur yrði af því. Jón Frantzson lofaði að senda til sveitarstjórnar ýtarlegar tölulegar upplýsingar um þann úrgang sem Íslenska gámafélagið hefur tekið við frá sveitarfélaginu síðustu árin, magn og flokkun. Ákveðið að halda umræðu um sorpmál áfram á næsta fundi sveitarstjórnar.

2.     Ferðamálafulltrúi Uppsveita.

Hlutverk, áherslur og verkefni. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi mætti til fundar.  Ásborg starfar fyrir sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu. Ásborg sagði frá því helsta sem hún er að fást við í sínum störfum.  Fjölgun starfa er mikil á síðustu árum í ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamannastraumur nær nú yfir mun lengri tíma af árinu en áður. Algengara en nokkru sinni áður er að hús á svæðinu séu leigð til ferðamanna. Aukinn ferðamannastraumur knýr á um að ferðaskipulagning taki breytingum. Ásborg lagði áherslu á að margir staði væru eftirsóknarverðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir ferðamenn. Tækifæri væru ef til vill mikil um þessar mundir. Gunnar Marteinsson lagði mikla áherslu á mikilvægi samganga í ferðaþjónustu. Ásborg sagði starf sitt hafa breyst, þar megi nefna verkefni sem snúa þar mjög að sveitarfélögum, svo sem umhverfismál og tilheyrandi kröfur  þar um. Ásborg leggur uppúr því að upplýsingagjöf um ferðamannastaði og þá þjónustu sem er í boði sé mikilvæg.

3.     Gjaldskrá sveitarfélagsins 2016.

Vatnsgjald :
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði veðrur óbreytt frá þeirri gjaldskrá sem í gildi hefur verið frá árinu 2012.
Vatnsgjald er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. þó að hámarki 35 þúsund krónur. Vatnagjald sumarhúsa er 24.000 kr.
Seyrulosunargjald :
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 7,607.-kr á rotþró. Hækkun 10 %
Sorpgjöld :
Sorpgjöld eru lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8. Desember 2005. Samþykktin var staðfest á 84.fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14. Mars 2006, og staðfest af Umhverfisráðuneyti þann 5. Janúar 2007.
Sorpgjöld árið 2016 verða eftirfarandi : Hækkun 10 %
Sorphirðugjald 240 Lítrar 13.728-kr.
Sorphirðugjald 660 Lítrar 39.777-kr.
Sorphirðugjald 1.100 Lítrar 68.931-kr.
Sorpeyðingargjald íbúðarhús 13.926.-kr.
Sorpeyðingargjald sumarhúsa 10.417-kr.
Sorpeyðingargjald atvinnu 38.071-kr.
Samþykkt um afslætti til íbúa sveitarfélagsins varðandi lífrænt hráefni frá 3. September 2013 gildir óbreytt.
Fráveitugjald :
Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,25% af fasteignamati viðkomandi eignar.
Lóðaleigugjöld :
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá mötuneytis :
Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 317-kr Hádegisverður til nemenda Leikholts 227 kr. -
Gjald fyrir hádegisverð til starfsmanna nemi hráefnisverði máltíða. Er frá 1. ágúst 2015 431 kr. Verðið skal endurskoða 1 janúar og 1 júlí 2016.
Gjaldskrá Þjórsárskóla :
Morgunhressing kr. 80.-Skólavistun klst. kr. 305 Aukavistun klst. kr.305 Náðarkorter 15 mín. 540 kr
Gjaldskrá leikskólans Leikholts :
Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.
Stök morgunhressing kr. 80- Stök síðdegishressing kr.90-
Gjald fyrir klukkustund utan kjarnatíma kr. 2.220. fyrir 30 mínútur kr. 1.110
Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 555.-

Gjaldská samþykkt samhjóða.

4.     Ákvörðun um útsvarshlutfall og fasteignagjöld.

Tillaga að útsvarsprósentu og álagningu fasteignagjalda í Skeiða – og
Gnúpverjahreppi.
A. Útsvar fyrir árið 2016 verður 14,48 %.
B. Fasteignagjöld
A-flokkur.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum
nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.
B-flokkur.
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í
lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.
C-flokkur.
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3.
Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar
2006. Samkvæmt 3. Grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af örðum, tekjuviðmið er í lið 7.
Gjalddagar fasteignaskatts eru í lið 8.
Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2015 í
samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2014 til 1.des
2015. Gjalddögum fasteignagjalda verði fjölgað árið 2016 í samræmi við það sem lög og reglur heimila. Nánari útfærsla lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Tillögur um útsvarshlutfall og fasteignagjöld samþykkt samhljóða.

5.     Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019 seinni umræða.

        Sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið árin 2016 og 2017-2019 til seinni umræðu.

Útsvar  nemi  187,6 mkr.

Fasteignagjöld  187,2  mkr

Tekjur frá Jöfnunarsjóði 59,3  mkr

Rekstrargjöld A hluta 472,0 mkr

Afskriftir  25,5 mkr

Rekstrarniðurst. A-hluta tekjur umfram gjöld  29,8 mkr  

Rekstrarniðurst. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld  26,6 mkr       

Handbært fé frá rekstri A-hluti  43,  mkr.

Handbært fé frá rekstri samstæðu 52,9 mkr.

Næsta árs afborganir langtímalána 2,9 mkr.

Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar fyrir 34,5 mkr. Stærsta fjárfestingaverkefni verður lagfæring gatna 20,5 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða

Fjárhagsáætlun 2017-2019. Sveitarstjóri lagð fram fjárhagsáætlun 2017-2019

Skatttekjur, framlög úr jöfnunarsjóði og aðrar tekjur eru áætlaðar þær sömu árin 2017-2019 og árið 2016. Ef ekki kemur til lækkun útsvars er áætlað að rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði 26,470 þkr árið 2017, 25.661 þkr árið 2018 og 26.451 þkr árið 2019 Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Áætlað er að heildarvirði eigna vaxi og muni nema 826.483 þkr í lok árs 2019. Veltufé frá rekstri er áætlað 52.595 þkr 2017 og 52.806 þkr árið 2019. Útlit er fyrir að handbært fé hækki frá ári til árs og verði komið í 146.152 þkr í lok árs 2019. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 24 mkr á ári 2017. Tilefni er til að það verði endurskoðað. Ekki hafa verið lögð fram áform um framkvæmdir árin 2018-2019. Útlit er fyrir að eiginfjárhlutfall verði 83 % í lok árs 2019 og veltufjárhlutfall  verði 2,00. Fjárhagsáætlun 2017-2019 samþykkt samhljóða.

6.     Fjárfestingaáætlun 2016. Sveitarstjóri kynnti tillögu að framkvæmdum 2016. Áætlað er að framkvæma fyrir 34.5 mkr áætlun samþykkt samhljóða.

7.     Fjárhagsmál. Viðaukar fjárhagsáætlun 2015.

Sveitarstjóri lagði fram lagði fram eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Útsvarstekjur lækkun úr 212.058 þkr í 187.650 þkr eða um 24.408 þkr.
Hækkun á tekjum úr Jöfnunarsjóði úr 35.664 þkr í 45.792 eða um kr. 10.128 þkr
Samtals breytingar til lækkunar á rekstrarniðurstöðu 14.280 þkr

Viðaukar samþykktir samhljóða.

Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til framlengingar yfirdráttar á bankareikningi  sveitarfélagsins allt að 15 mkr til  06. febrúar 2016.  Samþykkt með fjórum atkvæðum.

8.     Kosning um nafn á sveitarfélagið. Lagt var fram bréf frá Örnefnastofnun. Óskað var umsagnar nefndarinnar um þau átta nöfn sem tillögur bárust um.

Þann 20. október s.l. rann út frestur til að skila inn tillögum um nafn á sveitarfélagið. Eitt þessara átta nafna er núverandi nafn, Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Nafnatillögurnar eru auk þess nafns eftirtalin: Eystribyggð, Eystrihreppur,Vörðubyggð, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur, Þjórsársveit. Nefndin mat það svo að nafnið Vörðubyggð væri óheppilegt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjósa um öll nöfnin utan Vörðubyggðar og að kosningin um nafn fari fram 9. janúar 2016. Kjörstjórn sveitarfélagsins falið að annast framkvæmd kosningarinnar í samræmi við áður samþykktar reglur um kosninguna.

9.     Vinna við endurskoðun aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Niðurstaða verðkönnunar. Ákvörðun um samstarfsaðila. Verðkönnun var opnuð 27 nóvember sl um vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins verð bárust frá fjórum aðilum. Samþykkt að fela Oddvita og sveitarstjóra að ræða við fulltrúa þeirra fyrirtækja sem buðu lægst verð í verkefnið, það eru Steinsholts sf, Eflu  og Landhönnunar slf.

10.  Erindi frá eigendum lóða og fasteigna í Áshildarmýri. Lagt var fram undirritað erindi frá eigendum lóða við Áshildarveg við Áshildarmýri um að breytt verði aðalskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir að kanna möguleika á að verða við erindinu og en til þess að slíkt sé hægt þarf að fara fram aðalskipulagsbreyting.

11.  Erindi frá Íbúðalánasjóði. Eignin Holtabraut 4 boðin til kaups. Lagt fram erindi í tölvupósti frá Árna Markússyni hjá Íbúðalánasjóði, þar sem Holtabraut 4 er boðin sveitarfélaginu til kaups. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

12.  Brunaáætlun Brunavarna Árnessýslu. Óskað umsagnar. Einari Guðnasyni varðstjóra Brunavarna var falið að veita umsögn um málið og gerir hann ekki athugsemdir við áætlunina. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

       Fundargerðir :

13.   Skipulagsnefnd, 99. Fundur mál nr 11 þarfnast  afgreiðslu.

Mál 11.

Stöng og Gjáin í Þjórsárdal: Deiliskipulag - 1511004
Um ræðir lýsingu skipulags vegna deiliskipulags fyrir Stöng og Gjánna í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leiti að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar skipulags-stofnunar,Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Skógræktar ríkisins og Forsætisráðuneytisins.

14.   Skipulagsnefnd, 100. Fundur mál nr. 6 og 7 þarfnast afgreiðslu.

Mál 6. Hvammsvirkjun. Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall Deiliskipulag 150-9062  Drög að deiliskipulagi. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu þar til umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu liggur fyrir það mun verða þann 11. Desember 2015. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við þá afgreiðslu Skipulagsnefndar.

Mál 7. Hæll 1. 166569. Umsókn um byggingaleyfi starfsmannahús 1511040. Sótt um leyfi til að byggja starfsmannahús 80 m2 að stærð. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur byggingafulltrúa að ræða um staðsetningu hússins. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

15.   Stjórn Bs Skipulags og Byggfltr 29 fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt

16.   Stjórn Bs Skipulags og Byggfltr 30 fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.

17.   Skólanefnd 17. fundur Grunnskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

18.  Skólanefnd 18. Fundur Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

19.  NOS. Nefnd oddvita og sveitarstjóra. Fundur nr 8 13.11.15. Fundargerð lögð fram og kynnt ásamt fjárhagsáætlun fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir árið 2016. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti  fjárhagsáætlunina samhljóða. Kynnt var atvinnuátak í samvinnu við Vinnumálastofnun. Sveitarstjórn samþykkir atvinnuátakið samhljóða.

       Annað :

20.    Erindi frá HSK. Beiðni um styrk vegna kvikmyndagerðar. Undirrituð af Engilbert Olgeirssyni. Beiðni hafnað.

21.    Styrktarfélag Lamaðra og fatlaðra. Beiðni um styrk til sumardvalar fatlaðra, undirrituð af Vilmundi Gíslasyni. Samþykkt að veita til 50.000 krónum til verkefnis.

22.    Landgræðslan. Beiðni um styrk. Bændur græða landið. Beiðni undirrituð af Sigþrúði Jónsdóttur. Samþykktur styrkur að fjárhæð 30.000 kr. 

        23.    Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Hlemmiskeiði 2.

Lögð var fram beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurlandi um rekstrarleyfi gistiþjónustu að Hlemmiskeið 2. Undirrituð af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að
 áðurnefnt rekstrarleyfi verði veitt.

24.    Önnur mál.

I.  Húsaleigusamningur við sveitarstjóra. Oddviti lagði tillögu um að húsaleigusamningur milli Sveitarfélags og Kristófers Tómassonar sveitarstjóra um fasteignina Heiðargerði 7. Tillagan er þess efnis að leiga fyrir eignina verði 110.000 kr pr mánuð. Tillaga samþykkt samhljóða og oddvita falið að ganga frá samningnum og undirrita hann.

II.  Samningur um snjómokstur. Sveitarstjórn lýsir óánægju með að ekki sé staðið við ákvæði samnings um snjómokstur hvað varðar tímasetningar opnana sem getið er í samningnum. Ef ekki verður bætt úr sér sveitarstjórn sig knúin til að segja upp samningnum.

 

Mál til kynningar :

 

A.   Tilkynning Skipulagsstofnun. Varðar Hvammsvirkjun.

B.   Afgreiðslur byggingafulltrúa. 11.11.15

C.   Afgreiðslur byggingafulltrúa. 24.11.15

D.   Ályktanir Ársþings SASS 29- 30 okt 2015.

E.    Fundur Stjórnar SASS nr 499.

F.    Fundur Stjórnar SASS nr 500.

G.   Fundur Stjórnar SOS nr 243.

H.   Fundur Stjórnar SOS nr 244.

I.       Hitaveita Gnúpverja ársreikningur 2014.

J.      Jöfnunarsjóður, framlög til nýbúafræðslu.

K.   Rekstrarleyfi Hestakrá.

L.    Þingskjal 405. Stefna í geðheilbrigðismálum.

M. Breyting á Lögræðislögum.

N.   Reykholtslaug, greinargerð.

O.   Reykholtslaug, vettvangsskoðun.

P.    Úrbætur í Brunavörnum Þjórsárskóli.

Q.   Sunnlenski skóladagurinn 2016.

R.   Skipulagsstofnun- hugmyndahefti.

S.    Frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga.

 

Fundi slitið kl  18:45.

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 6. janúar næstkomandi.