Sveitarstjórn

20. fundur 07. október 2015 kl. 14:00

20. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi mánudaginn  07 október 2015  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Meike Witt,  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar. Margrét Arnardóttir, Ingvar Hafsteinsson og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun, ásamt Rúnari Bjarnasyni frá Verkfræðistofunni Mannvit mættu til fundar. Margrét sagði frá verkefninu og lagði áherslu á frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Búrfellsalundar. En skýrslunni um var skilað inn til Skipulagsstofnunar í september sl. Kynningartími stendur yfir í 6 vikur.  Um er að ræða vindmyllugarð sem fyrirhugað er að rísi skammt fyrir innan Búrfell beggja vegna Þjórsár. Á því svæði þar sem þegar hafa risið tvær vindmyllur. Hún sagði marga hafa komið að gerð skýrslunnar og verður mikið lagt uppúr því að gera allar upplýsingar aðgengilegar um verkefnið. Margrét kynnti heimasíðu um verkefnið sem opnuð verður senn.  Á síðunni er almennur fróðleikur um vindmyllur, fyrirhugaðan vindlund og aðstæður í Búrfellslundinum sem slíkum. Matið byggir á að settar verði upp vindmyllur sem verða allt að 149 m háar. Ítarlegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um verkefnið. Heimasíðan verður opnuð á næstu dögum og verður hún kynnt ásamt verkefninu með dreifibréfi sem sent verður inn á öll heimili í sveitarfélaginu. Til stendur að halda opinn kynningarfund um verkefnið í sveitarfélaginu. Rúnar Bjarnason sagði frá umhverfi lundarins, landslagsheildir á svæðinu ásamt flokkun þeirra og náttúrufari og sjónræn áhrif. Auk þess var rætt um hljóðvist þessu tengd. Greint var frá könnun um áhrif vindmylla sem gerð hefur verið meðal ferðamanna og íbúa.

2.     Kosning fulltrúa á Ársþing SASS. Ársþingið verður haldið í Vík í Mýrdal 29 og 30 október 2015. Auk þess verða innan þingsins aðalfundir Sorpstöðvar Suðurlands og Heilbrigðisnefndar Suðurlands. Eftirtaldir voru kjörnir fulltrúar á ofangreint þing og aðalfundi. Björgvin Skafti Bjarnason, Meike Witt og Gunnar Örn Marteinsson. Einar Bjarnason, Anna María Flygenring og Halla Sigríður Bjarnadóttir til vara.

3.     Fjárhagsmál. Sveitarstjóri fór fyrir rekstur sveitarfélagsins á fyrstu 8 mánuðum ársins og samanburð við sambærileg tímabíl 2014 og 2013. Sveitarstjóri lagði auk þess fram sjóðsstreymisáætlun fyrir október. Hann óskaði eftir heimild til framlengingar yfirdráttarheimildar allt að 15 mkr til 2 nóvember nk. Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

4.     Ferli við gerð fjárhagsáætlunar. Oddviti kynnti drög að ferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið. Lagt fram og kynnt.

5.     Aðgengi sveitarstjórnarfulltrúa að bókhaldi sveitarfélagsins.

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi tillögu : Sveitarstjórn samþykkir að veita kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn skoðunaraðgang að bókhaldskerfi sveitarfélagsins.
Greinargerð.
Það er hlutverk sveitarstjórnarfulltrúa að fylgjast með rekstri sveitarfélagsins og að hann sé í takt við fjárhagsáætlanir, það er erfitt fyrir almenna fulltrúa í sveitarstjórn að rækja þær skyldur sínar án þess að hafa aðgang að bókhaldi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að gera breytingar í þá veru að veita kjörnum fulltrúum skoðunaraðgang að bókhaldi.

6.     Niðurfelling tolla á matvæli.

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi tillögu :

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps lýsir yfir áhyggjum sínum af samningi við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla á matvæli. Margir íbúar sveitarfélagsins eru í mikilli óvissu um hvaða áhrif
samningurinn muni hafa á þeirra lífsafkomu. Framundan eru nýir búvörusamningar, nauðsynlegt er að í þeim sé tekið mið af þeim tollasamningi sem gerður var við Evrópusambandið. Á meðan ekki
liggur ljóst fyrir hvernig nýr búvörusamningur lítur út er ekki skynsamlegt að Alþingi samþykki tollasamninginn. Það er einnig nauðsynlegt að tryggt verði að merkingar matvæla verði með þeim
hætti að neytendur þurfi ekki að vera í vafa um uppruna þeirra. Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu samhljóða.

7.     Fyrirkomulag starfa í áhaldahúsi/þjónustu. Oddviti og sveitarstjóri kynntu hugmyndir um breytingar á störfum í þjónustu og í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Lagt fram og kynnt.

8.     Endurskoðun aðalskipulags. Verðkönnun. Sveitarstjóri lagði fram drög að verðkönnunargögnum fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera verðkönnun á vinnu við endurskoðun aðalskipulags og felur sveitarstjórn að annast verðkönnunina.

9.     Tjaldsvæði í Sandártungu. Greinargerð frá Atvinnuráðgjöf SASS.

Greinargerð unnin af Þórarni Sveinssyni. Sveitarstjórn óskar eftir að Skógrækt ríkisins upplýsi um þátttöku í  verkefninu í samræmi við það sem lagt er til í skýrslu SASS.

10.    Tónlistarnám. Erindi. Sveitarstjóra falið að kanna aðstæður vegna málsins. 

11.    Umsögn um rekstrarleyfi Verslunin Árborg.

Lögð var fram umsókn um endurnýjun um rekstrarleyfi veitinga 2 fyrir Verslunina Árborg kt. 581200-3150. Ábyrgðarmaður Gunnar Egilsson. Umsókn sendi frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirritað af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við að umrætt leyfi verði veitt.

Styrkbeiðnir :

12.    Framtíðarþing um öldrun. Styrkbeiðni. Lagt fram bréf undirritað af Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur þar sem óskað er eftir 50.000 kr styrk til þinghalds um öldrunarmál á Suðurlandi. Til stendur að þingið verður haldið í Árborg í byrjun nóvember nk. Tillaga samþykkt samhljóða.

13.    Kvenfélög. Styrkbeiðni. Lagt var fram bréf frá kvenfélögunum í Árnessýslu. Í bréfinu er óskað eftir 200.000 kr styrk frá hverju sveitarfélagi vegna gerðar Kvikmyndarinnar ,, Svipmynda fyrir framtíðina um fortíðina úr nútímanum. Beiðni hafnað.

Fundargerðir:

14.  Fundargerð 97. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 19,20,21 og 22 þarfnast umfjöllunar.

          19. Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079  Tillaga að stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt ramma um þau mannvirki sem þegar eru til staðar. Sveitarstjór gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv 1 mg. Skipulagslaga nr. 123/2010  greinargerð um skráningu fornleifa lögð fram.

          20. Hvammsvirkjun : Virkjun Þjórsár  á móts við Skarðsfjall : Deiliskipulag – 1509062.

          Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir Hvammsvirkjun. Björgvin Skafti, Einar, Gunnar Örn og Halla gera ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði kynnt skv. 3 mgr. 40 gr skipulagslaga. Nr. 123/2010 og leitað verði umsagnar hlutaðeigandi aðila. Meike Witt sat hjá.

          21. Stöng í Þjórsárdal: Nýr göngustígur: Framkvæmdaleyfi – 1509047  Lögð fram umsókn dags 10 sept 2015. Um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígs að fornleifum við Stöng. 400 metrar ásamt breytingu á og stækkun bílastæðis.  Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Forsætisráðuneytis.

           22. Réttarholt Landnr. 166587. Stofnun lóðar – 1509059. Lagður fram uppdráttur að 40,7 m2 spildur úr landi Réttarholts. Lnr. 166587. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við stofnun lóðarinnar og samþykkir stofnun hennar og landsskipti fyrir sitt leyti.

15.   Fundargerð 26. Fundar stjórnar BS Skipulags- og byggingarfulltrúa. Fundargerð lögð fram og kynnt.

16.    Fundargerð 27. Fundar stjórnar BS Skipulags- og byggingarfulltrúa. Fundargerð lögð fram og kynnt. Greining á úttekt embættis Skipulags og byggingafulltrúa samþykkt samhljóða.

17.   Tónlistarskóli fagráð. 174 fundur. Fundargerð lögð fram og kynnt.

18.   Fundargerð 15. fundar Skólanefndar 28.09.2015 Grunnskólamál. Fundargerð lögð fram og staðfest.

19.   Fundargerð 16. fundar Skólanefndar 28. 09.2015 Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og staðfest.

20.  Skólaþjónusta og velferðarnefnd Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt.

21.  Ferðamálaráð Uppsveita. Fundargerð. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

Mál til kynningar:

A.   497. Fundur stjórnar SASS.

B.   Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 16.09.2015.

C.   Þingskj. Br á lögum um almannatryggingar

D.   Þingskj Byggingarsj Landspítala

E.    Þingskjal. Br á lögum um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.

F.    Þingskjal. Br á lögum um sjóði og stofnanir.

G.   Þingskjal. Tillaga um landsskipulagsstefnu.

H.   Þingskjal. Landsáætlun um uppb. Innviða til verndar náttúru og minja.

I.     Þingskjal. Breyting á náttúruverndarlögum.

J.    Þingskjal. Breyting á skiptingu tekjustofna.

K.   Eftirfylgni með úttekt Þjórsárskóla.

L.    Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og svf.

M.   Velferðarþjónusta Árn 2014. Tölulegar upplýsingar

N.   Skólaþjónusta Árn. Framgangur markmiða.

O.   Skólaþjónusta Árn. Könnun á líðan nemenda.

P.    Kynning frá lögreglustjóra.

Q.   Fundargerð 830 fundar Samabands Ísl Svf.

R.   Fundargerð 21. Fundar Orkusveitarfélaga.

S.    Kæra fasteignamat vegna vindmylla.

T.    Fundargerð 96 fundar Skipulagsnefndar.

U.   Stjórnarfundur SASS nr 497.

V.   Svæðisskipulag tillögur vinnuhóps.

Fundi slitið kl  17:45

Næsti reglulegi fundur ákveðinn miðvikudaginn 04. nóvember næstkomandi.