Sveitarstjórn

18. fundur 02. september 2015 kl. 14:00

Árnesi 02. September 2015

Fundargerð. Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi mánudaginn  02 september 2015  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt,  Halla Sigríðar Bjarnadóttir og Kristjana Heyden Gestsdóttir er mætti í forföllum Gunnars Arnar Marteinssonar. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. 

Dagskrá:

1.     Fjárhagsmál. Sveitarstjóri lagði fram upplýsingar um fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Auk þess lagði sveitarstjóri fram beiðni um heimild til töku yfirdráttar á bankareikningi sveitarfélagsins að fjárhæð allt að 25 mkr til 7 október 2015. Beiðnin samþykkt samhljóða.

2.     Öryggismál hjólhýsasvæðis í Þjórsárdal. Lagt var fram bréf frá Hreini Óskarssyni skógarverði Skógræktar ríkisins á Suðurlandi þar sem greint er frá umbótum sem Skógræktin vinnur  að í öryggismálum á hjólhýsasvæðinu. Sveitarstjórn fagnar því að Skógræktin skuli hafa tekið umbætur í öryggismálum á hjólhýsasvæðinu föstum tökum. Skógræktinni er veittur frestur til að ljúka umbótum á svæðinu til 1 maí 2016.

3.     Erindi vegna aksturs skólabarna. Erindi fellt niður, þar sem gögn bárust ekki.

4.     Erindi vegna vistunar barns í grunnskóla. Beiðni barst til sveitarstjórnar um vistun tveggja barna á grunnskólaaldri í leikskóla eftir kennslu í grunnskóla. Reglur hafa verið í gildi um að bjóða upp á skólavistun í grunnskóla ef ósk berst að lágmarki um vistun þriggja barna. Samþykkt samhljóða að fengnu samþykki skólastjóra Þjórsárskóla að veita undanþágu í áðurnefndu tilfelli til skólavistunar tveggja barna í grunnskóla veturinn 2015-2016 án aksturs.

5.     Aðalskipulag. Ferli við endurskoðun. Núverandi aðalskipulag sveitarfélagsins gildir til ársloka 2016. Framundan er vinna við endurskoðun aðalskipulagsins. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að  leita eftir samningum og gera verðkönnun við sérfræðinga í skipulagsmálum til ráðgjafar í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

6.     Skipulagsstofnun. Hvammsvirkjun umsagnarbeiðni um endurskoðun umhverfismats. Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun undirritað af Jakobi Gunnarssyni. Ásamt skýrslunni ,,Hvammsvirkjun 93 MW“ Rýni á mati á umhverfisáhrifum. Unnin af Verkfræðistofunni Eflu í júlí 2015. Í bréfinu er þess óskað að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps kynni sér áðurnefnda skýrslu. Auk þess er óskað umsagnar sveitarstjórnar á því hvort mat á umhverfisáhrifum virkjunar við Núp frá árinu 2003 skuli endurskoðað. Óskað eftir því  að afstaða verði tekin til þess hvort forsendur hafi breyst frá því úrskurður Skipulagstofnunar lá fyrir. Frestur til umsagnar veittur til 21. september næstkomandi. Nokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt samhljóða að afla gagna vegna málsins og fresta afgreiðslu til 20. september.

7.     Skipun afmælisnefndar vegna 40 ára afmælis Skeiðalaugar. Skeiðalaug verður 40 ára í nóvember næstkomandi. Samþykkt að fela umsjónarmanni sundlauga að gera tillögur um dagamun á afmælisdaginn.

8.     Opnunartímar sundlauga veturinn 2015-2016. Sveitarstjóri kynnti tillögur að opnunartíma sundlauga sveitarfélagsins veturinn 2015-2016. Lagt er til að opið verði frá 1. sept 2015 til 1 des 2015 Miðvikudaga: 18 — 22 og Laugardaga: 13 — 18.  Neslaug verði lokuð frá 1 desember 2015 til 19 mars 2016. Skeiðalaug verði opin frá 1 sept – 1. Des 2015, mánudaga 18 — 22 og fimmtudaga 18 — 22. Frá 1 des – 19 mars 2016 fimmtudaga 18-22. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir

9.     Fundargerð 94. Fundar Skipulagsnefndar.

Mál 12.   Árnes sunnan við Þjóðveg : Landnotkun breytt í iðnaðarsvæði. Aðalskipulagsbreyting 1508009. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna verkefni skv 1. mgr 30 grein Skipulagslaga og að leita umsagnar Skipulagsstofnunar.

Mál 13.   Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079       Í framlagðri tillögu að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun er gert ráð fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar að þess að setja ramma um þau mannvirki sem þegar eru til staðar á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar með lagfæringum er komi til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.

10.    Fundargerð 95. Fundar Skipulagsnefndar.

Mál 10.  Réttarholt landnr 166587: Stofnun lóðar 1508056       Ósk Eiganda Réttarholts 1 um stofnun lóðar. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að afgreiðslu málsins verði frestað þar til umbeðin gögn liggi fyrir

11.     Fundargerð 25. Fundar stjórnar Skipulags og byggingafulltrúa BS. Fundargerð lögð fram og kynnt ásamt minnisblaði um starfsmannamál embættisins.

12.     Fundargerð Skólanefndar Leikskólamálefni 14 fundur. 18.08.2015. fundargerð lögð fram og kynnt. Framlagðar breytingar á gjaldskrá samþykktar samhljóða. Sveitarstjórn þakkar Margréti Steinþórsdóttur leikskólakennara sem lætur af störfum á næstunni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins um áratuga skeið.

13.      Fundargerð Skólanefndar Grunnskólamálefni 13. Fundur 18.08.2015. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14.      Fundargerð 6. Fundar Skólanefndar  Flúðaskóla 28.08.2015. Fundargerð lögð fram og kynnt.

15.      Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla v. Æskulýðsmála. 28.08.2015. Fundargerð lögð fram og kynnt.

16.      Fundargerð 7. Fundar umhverfisnefndar. 26.08.2015. Fundargerð lögð fram og kynnt. Anna María Flygenring formaður Umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið og greindi frá fundi nefndarinnar.

17.       Fundargerðir Afréttarmálanefndar. Frá 4.fundi 05.08 2015 og 5. fundi 24.08.2015. fundargerðir lagðar fram og kynntar. Auk þess var lögð fram, kynnt og samþykkt fjárhagsáætlun fjallskila 2015.

Samningar og fleira

18.      Samningur við Bláhiminn ehf um Nónstein. Þarfnast staðfestingar. Um er að ræða samning milli Sveitarfélagsins og Bláhimins ehf um leigu húsnæðis gistiheimilisins Nónsteins 2015-2017. Samningur staðfestur. Jafnframt er samþykkt að segja upp samningi  1.  mars 2016.

19.      Átak um læsi. Lögð voru fram drög að þjóðarsáttmála um læsi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélagsins. Markmið þess er að hið minnsta 90 % nemenda grunnskóla geti lesið sér til gagns árið 2018.

20.        Umsókn um rekstrarleyfi Nonnahús. Lögð var fram beiðni frá Sýslumanni Suðurlands um umsögn rekstrarleyfi til Krosshóls ehf kt 530308-1030 fyrir gistihús í húsi nefnt Nonnahús að Miðhúsum 1. Beiðni undirrituð af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að áðurnefnt rekstrarleyfi til Krosshóls ehf verði veitt.

21.      N4, þáttagerð um Suðurland. Lagt var fram bréf frá N4 undirritað af Maríu Björk Ingvadóttur þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki þátt ásamt öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi í gerð 12 þátta í þáttaröðina ,,Að sunnan“ sem til stendur að framleiða á næstu mánuðum. Kostnaður sveitarfélags verði 250.000 kr. Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu.

Mál til kynningar:

A.   Fundargerð HES

B.   Hreyfivika UMFÍ 2015.

C.   Afgreiðslur byggingafulltrúa.

D.   Stj fundur 241. Fundar Sorpstöðvar Su.

E.   Leyfisbréf Álftröð.

F.    496 fundur stjórnar SASS.

G.  Fundargerð 14. Fundar stj Þjónustusvæðis fatlaðra.

H.  Batasetur Suðurlands.

Fundi slitið kl  17.05

Næsti reglulegi fundur ákveðinn miðvikudaginn 7.  október næstkomandi. Eins og áður segir verður aukafundur 20. september næstkomandi.