Sveitarstjórn

17. fundur 05. ágúst 2015 kl. 14:00

17. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  05 ágúst 2015  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Meike Witt  og Kristjana Heyden Gestsdóttir er mætti í forföllum Höllu Sigríðar Bjarnadóttur.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að bætt yrði einu máli á dagskrá. Varðar staðfestingu samnings um refaveiðar. Var það samþykkt.

Dagskrá:

1.     Hvammsvirkjun. Umhverfismat-framkvæmdaleyfi. Hvammsvirkjun hefur verið sett í nýtingarflokk. Oddviti og sveitarstjóri voru boðaðir á fund Landsvirkjunar ásamt fulltrúum Rangárþings ytra 8 júlí síðastliðinn. Í framhaldi af þeim fundi var ákveðið að senda erindi til Skipulagsstofnunar þar sem þess er farið á leit við stofnunina að hún meti hvort endurskoða skuli umhverfismat um áðurnefnda virkjun sem framkvæmt var árið 2003. Var slíkt erindi sent til stofnunarinnar í júlímánuði sl. undirritað af sveitarstjórum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Fyrir fundinum lá ný rýniskýrsla um umhverfismat vegna Hvammsvirkjunar sem unnið var árið 2003. Rýniskýrslan var unnin af Verkfræðistofunni Eflu.

2.     Fasteignamat á vindmyllum. Lagður var fram rökstuðningur frá Þjóðskrá við fasteignamati á vindmyllum dagsett 13. júlí 2015. Rökstuðningur kveður á um að fasteignamat sérhæfðra eigna sé fundið með markaðsleiðréttu kostnaðarmati. Samþykkt samhljóða að kæra umrætt fasteignamat á vindmyllum. Sveitarstjóra falið að undirbúa kæru vegna málsins.

3.     Fjárhagsmál. Sveitarstjóri lagði fram bráðbirgðarekstarniðurstöður fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjóri lagði einnig fram beiðni um samþykkt fyrir 15 mkr yfirdráttarláni á veltureikningi sveitarfélagsins til 02.09.2015.

4.     Starfsmannamál. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað er varðar skipun nokkurra verkþátta og starfa hjá sveitarfélaginu. Lagt fram og kynnt.

5.     Framkvæmdir við Bugðugerði / Hamragerði. Eigendur Hamragerðis 7 og Hamragerðis 8 óska samþykkis sveitarstjórnar fyrir púttvelli á landi hreppsins á auðu svæði vestan Hamragerðis. Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að veita leyfi fyrir framkvæmdinni með eftirgreindum skilyrðum. Völlurinn verði öllum opinn og víki bótalaust verði landið skipulagt til annarra nota. Engin varanleg mannvirki verði á svæðinu. Samþykkt samhljóða.

6.     Ferli við kosningu um nafn sveitarfélagsins. Sveitarstjóri leggur til eftirgreint ferli.

1.     Í fréttabréfi Sveitarfélagsins í ágústmánuði 2015 verður fyrirhugað kosningaferli kynnt.

2.     Í fréttabréfi septembermánaðar eða með sérstöku dreifibréfi verði auglýst eftir tillögum um nafn á sveitarfélaginu. Dreift verði á öll heimili í sveitarfélaginu. Samhliða verði auglýst í héraðsblöðum eftir tillögum að nafni. Í auglýsingu komi fram hvernig nöfnin sem kjósa á um verða valin. Frestur til að skila inn tillögum að nafni verði til 20. október.

3.     Ekki verður tekið við fleiri en einni tillögu frá hverjum einstaklingi.

4.     Á nóvemberfundi sveitarstjórnar fari sveitarstjórn yfir framkomnar tillögur að nöfnum. Þau sex nöfn sem flestar tillögur hljóta skal verða kosið um í fyrri umferð kosninganna að fengnu samþykki Örnefnanefndar. Komi færri tillögur en tíu skal kjósa um þau öll.

Kjörstjórn sveitarfélagsins tekur við lista yfir þau nöfn sem kjósa skal um.

Ef það nafn sem flest atkvæði hlýtur, fær innan við 50 % atkvæða skal kjósa aftur um þau tvö nöfn sem flest atkvæði hljóta.

Miða skal við að fyrri kosning fari fram eigi síðar en 1. desember. Ef kjósa skal tvisvar skal miða við að seinni kosningin fari fram eigi síðar en 15. desember 2015. Ofangreint ferli samþykkt með fjórum atkvæðum. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

7.     Framtíð Reykholtslaugar í Þjórsárdal. Núverandi samningur við Þjórsárdalslaug ehf . Skipulagsmál. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita forsvarsaðilum Þjórsárdalslaugar ehf. 30 daga frest til úrbóta samkvæmt 11. Grein gildandi samnings.  Sveitarstjóra falið að skrifa bréf til aðila Þjórsárdalslaugar ehf.

Fundargerðir :

8.     Fundargerð 93. Fundar Skipulagsnefndar. Mál 16 og 17 til umfjöllunar.

Mál 16. Aðkoma inn í Árnes og tjaldsvæði Deiliskipulagsbreyting.

Lagðar fram til kynningar tvær tillögur að breytingu aðkomunnar. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögurnar.

Mál 17. Iðnaðarsvæði við Árnes- 1507013. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis sunnan við Árnes. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða fyrir sitt leyti.

9.     Fundargerð 13. Fundar stjórnar málefna fatlaðra. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Styrkbeiðni :

10.  Námsefnisbankinn. Styrkbeiðni. Lögð var fram beiðni styrk vegna Námsefnisbankans undirrituð af Leifi Viðarssyni og Má I Mássyni. Beiðni hafnað.

Til umsagnar :

11.    Umhverfisráðuneyti – Mannvirkjastofnun. Beiðni um umsögn. Sveitarstjórn samþykkir að fela Byggingafulltrúa Uppsveita að veita umsögn vegna málsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.    Umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um lágmarksfjölda íbúa á þjónustusvæðum fatlaðra. Umsögn undirrituð af Karl Björnssyni. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við umsögn Sambandsins.

13.    Frumvarp til laga um húsnæðisbætur. Beiðni um umsögn. Frumvarp lagt fram og kynnt.

14.    Tjöld utan tjaldsvæða og tilheyrandi vandamál. Meike Witt vakti athygli á að algengt sé að ferðamenn tjaldi utan hefðbundinna tjaldssvæða og deildi sveitarstjórn áhyggjum sínum af því. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að taka umrætt mál til umræðu á næsta sameiginlega fundi nefndar oddvita og sveitarstjóra. Sveitarstjórn skorar jafnframt á ferðamálaráðherra að vinna að setningu reglugerðar í þessum efnum.

15.     Samningur um refaveiðar. Lagður fram undirritaður samstarfssamningur um refaveiðar milli Umhverfisstofnunar annars vegar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps hinsvegar. Samningur staðfestur.

16.    Önnur mál. Framkvæmdir við byggingu nýs gámasvæðis við Árneshverfi. Þar sem framkvæmdir við byggingu gámsvæðis hafa  dregist úr hófi fram að mati sveitarstjórnar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fela sveitarstjóra að virkja ákvæði verksamnings við verktaka um tafabætur.

 

Mál til kynningar:

 

A.  Fundargerð 165 fundar HES

B.  Fundargerð 829 fundar SÍS

C.  Álagningarskrá einstaklinga 2015.

D.  Fasteignamat 2016.

E.  Hreyfivika UMFÍ- kynning.

F.   Innleiðing nýrrar aðalnámskrár.

G.  Jöfnunarsjóður. Áætlað framlag.

H.  Kynnisferð til Skotlands um vindmyllur.

I.    Talnarýnir Suðurland og sjáverútvegur.

J.   Öryrkjabandalag Íslands. Aðgengileg ferðasalerni.

K.  Fundur oddvita og sveitarstjóra í ,,Þjórsársveitum“

L.  Talnarýnir sumarhús á Suðurlandi.

M.  Starfamat. Ný útgáfa.

N.  Viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands.

 

Fundi slitið kl  16:40

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  2. september næstkomandi kl 14:00