Sveitarstjórn

16. fundur 29. júní 2015 kl. 17:00

 

16. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi mánudaginn  29. júní  2015  kl. 17:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt,  Halla Sigríðar Bjarnadóttir og Kristjana Heyden Gestsdóttir er mætti í forföllum Gunnars Arnar Marteinssonar.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að bætt yrði einu máli á dagskrá. Varðar fjárveitingu til Ólafsvallakirkjugarðs. Var það samþykkt.

 

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar:

  1. Starfsmannahald og rekstur. Tillaga að breytingum. Sveitarstjóri lagði fram greiningu á verkefnum í nokkrum rekstrarþáttum sveitarfélagsins, er þar um að ræða Áhaldahús, ræstingar og umsjón fasteigna. Hann lagði fram drög að breytingum á skipan starfa og breytingu verkefna í þeim deildum í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri. Sveitarstjóri og oddviti óskuðu eftir heimild sveitarstjórnar til að endurskipuleggja störf þeirra deilda sem um ræðir og leggja fram drög að starfslýsingum. Það var samþykkt samhljóða.

  2. Fjárhagsmál. Sveitarstjóri kynnti rekstrartölur fyrir tímabilið janúar til maí 2015. Lagt fram og kynnt.

  3. Niðurstaða útboðs á akstri. Óskað var eftir tilboðum í akstur á einni leið í sveitarfélaginu. Auk aksturs með mat og strætóakstur. Útboðsfundur var haldinn í Árnesi 24 júní sl. Engin tilboð bárust í umræddan akstur.

  4. Athugasemd við jarðvinnslu í landi sveitarfélagsins. Laugardaginn 20 júní sl. varð þess vart að land hafði verið tætt með jarðtætara vestan lóðarinnar Hamragerði 7 og austan Bugðugerðis í Árneshverfi. Um er að spildu ca 6-800 m2 að stærð. Að sögn þeirra er að verkinu stóðu er hugmyndin með þessum framkvæmdum að útbúa mini golfvöll á spildunni.
    Ljóst er að umrætt land er ekki innan lóðamarka Hamragerðis 7. Sveitarstjóri og oddviti hafa gert þeim sem í hlut eiga grein fyrir því að umrætt land sé land á í eigu sveitarfélagins.

    Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lagði fram eftirfarandi bókun :

    "Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps telur að mörgu leiti jákvætt að íbúar sýni áhuga á að bæta umhverfi sitt og sýni frumkvæði í þá átt. En áréttar jafnframt að þegar um breytingar og framkvæmdir á deili- skipulögðu svæði sem er í eigu og í umsjá sveitarfélagsins skuli alltaf sækja um leyfi og fá samþykki með formlegum hætti frá viðkomandi skipulagsyfirvaldi áður en ráðist sé í verkið."

  5. Nafn sveitarfélagsins. Lögð voru fram gögn um möguleika á rafrænum kosningum um nafn sveitarfélagsins. Fallið var frá frekari hugmyndum um rafræna kosningu. Samþykkt var samhljóða að stefna á að kosning um nýtt nafn sveitarfélagsins fari fram með næstkomandi hausti og að hún verði kynnt ítarlega. Sveitarstjóra falið að gera tímaáætlun um kosningaferlið og skrifa kynningargreinar um málið.

  6. Hrunamannahreppur. Íþróttasamstarf. Lögð var fram bókun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps um íþróttasamstarf. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja samþykkir að skipaðir verði þrír aðilar í hóp um samstarf um íþróttamál við Hrunamenn af sveitarfélaginu þegar samningur liggur fyrir.

  7. Umsókn um rekstrarleyfi. Ásólfsstaðir. Lögð var fram beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurlandi um rekstrarleyfi gistingar á Ásólfsstöðum. Umsækjandi Jóhannes H. Sigurðsson. Undirrituð af Agli Benediktssyni. Með vísan til laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstraleyfi verði veitt.

  8. Fyrirkomulag á kynningu fyrirhugaðs vindmyllugarðs. Landsvirkjun hyggst reisa vindmyllugarð sem staðsettur verður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Rangárþingi Ytra. Skýrsla um tillögu að matsáætlun verkefnisins útgefin af Landsvirkjun hefur verið lögð fram og er aðgengi að henni á vef sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að sent verði út dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu þar sem helstu atriði skýrslunnar verða kynnt ásamt upplýsingum um hvar skýrsluna er að finna.

  9. Beiðni um vistun barns í leikskóla innan 12 mánaða aldurs. Lögð var fram beiðni um vistun 9 mánaða gamals barns í leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða og vísar ákvörðun um vistun til leikskólastjóra.

  10. Opnunartími leikskóla. Gjaldskrá leikskólans utan kjarnatíma (8-16) vistunar. Fjallað var um gjald fyrir vistun í leikskóla utan kjarnatíma. Sveitarstjórn samþykkir að gjald fyrir vistun barna í leikskóla utan kjarnatíma miðist við tilkostnað.

Fundargerðir :

11. Fundargerð skólanefndar. Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

12. Fundargerð 92. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 15,16 og 17 þarfnast afgreiðslu. Mál nr. 25 til kynningar. 

15. Brjánsstaðir 166456. Byggingarleyfi íbúðarhús. Samtals 148m2 nr 1506054. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga.

16. Búrfellsvirkjun. Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag- 1502079. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

17. Búrfellsvirkjun. 166701: Umsókn um byggingarleyfi: Eiríksbúð geymsla -1506008. Sótt um leyfi til byggingar geymslu 22 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að málinu verði vísað til byggingarfulltrúa.

13. Fundargerð 11. fundar Menningar – og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14. Fundargerð 08. fundar Atvinnu- og samgöngunefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

15. Skólanefnd Flúðaskóla. 6. fundur 11. júní. Fundargerð lögð fram og kynnt.

16. Fundur 34. fundar stjórnar Skipulags og byggingarfulltrúa BS. Fundargerð lögð fram og kynnt.

17. Fundargerð Skóla- og velferðarnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

18. Fundargerð 06. fundar Umhverfisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

Styrkbeiðnir :

19. Karlakór Hreppamanna. Beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni undirrituð af Helga Má Gunnarssyni formanni Karlakórs Hreppamanna þar sem óskað er eftir 100.000 kr styrk til kaupa á söngpöllum. Samþykkt að veita 50.000 kr til málsins.

20. Fjárveiting til framkvæmda í Ólafsvallakirkjugarði. Sóknarnefnd Ólafsvallasóknar lagði fram beiðni um styrk að fjárhæð 302.500 kr til lagfæringar á Ólafsvallakirkjugarði. Undirrituð af Snæbirni Guðmundssyni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðna styrkfjárhæð.

21. Önnur mál löglega framborin.

I) Meike Witt kvaddi sér hljóðs og kom á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu til sjálfboðavinnu við undirbúning og framkvæmd Landsnámshelgarinnar 19. - 21. júní sl. Sveitarstjóra falið að skrifa þakkarbréf til hlutaðeigandi aðila.

II) Kristjana Gestsdóttir kvaddi sér hljóðs og sagði frá gangi framkvæmda við kirkjugarðinn að Stóra- Núpi. Ljóst er að kostnaður við verkefnið verður meiri en ætlað var. Kostnaður mun lenda á sveitarsjóði. Máli vísað til viðauka fjárhagsáætlunar.

III) Halla Sigríður Bjarnadóttir óskaði eftir því að sveitarstjóri sendi sveitarstjórn skýrslu eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði.

 

Mál til kynningar:

 

A. Stjórnarfundur SASS nr. 495

B. Ársreikningur SASS 2014

C. Ársreikningur og skýrsla Háskóalfélags Suðurlands

D. Fundargerð 828. Stjórnarfundar Sambands svf

E. Samn. Ríkis og SVF um talmeinaþjónustu

F. Starfssemi Sælkerasveppa ehf.

G. Skipulagsnefnd fundargerð 91. fundar

H. Afgreiðslur byggingafulltrúa 03.06.15

I. Flokkun landbúnaðarlands

J. Endurskoðun starfsmatskerfis. 23.06.15

K. Skýrsla um Landnámshelgi.

L. Skýrsla um 17. júní hátíðarhöld.

 

Fundi slitið kl  20:10

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  5. ágúst næstkomandi.