Sveitarstjórn

12. fundur 01. apríl 2015 kl. 14:00

 

12. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  01. apríl  2015  kl. 14:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt, Halla Sigríðar Bjarnadóttir og Kristjana H. Gestsdóttir en hún  sat fundinn sem varamaður Gunnars Arnar Marteinssonar er boðaði forföll.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að tveimur málum yrði bætt á dagskrá. Erindi frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands, umboð til setu á aðalfundi. Verði það mál nr. 21.  Beiðni frá 9. Bekk Flúðaskóla um ferðastyrk. Verði það mál nr. 22. Máli til kynningar var bætt við, umfjöllun um Frumkvöðladag í Uppsveitum. Voru breytingarnar samþykktar samhljóða.

Dagskrá:

Mál til umræðu og umfjöllunar

  1. Kynning á útboðsgögnum um gatnagerð og fráveitu. Tæknisvið Uppsveita.

    Davíð Sigurðsson tæknifræðingur hjá Tæknisviði Uppsveita kynnti verklýsingar og drög að útboðsgögnum um gatnagerð og fráveitu í Þéttbýliskjörnum í Brautarholti og við Árnes. Um er að ræða uppbyggingu flestra gatna í kjörnunum ásamt bundnu slitlagi, kantsteinum og tilheyrandi frágangi, auk fráveituframkvæmda í báðum kjörnum.  Stefnt er að því að verkið verði unnið á tveimur árum 2015 og 2016. Gögn lögð fram og kynnt. Ákveðið að útfæra gögn ítarlegar og taka til afgreiðslu á næsta fundi.

  2. Erindi frá Valdimar og Ólafi Jóhannssonum, varðar málskostnað. Fyrir fundinum lá bréf undirritað af Valdimar og Ólafi Jóhannssonum Stóra-Núpi. Þar sem þeir óska fyrir hönd landeigenda að Stóra-Núpi og Skaftholti eftir að sveitarfélagið greiði útlagðan lögfræðikostnað áðurnefndra landeigenda vegna deiliskipulags fyrirhugaðs minkabús að Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fram voru lögð afrit reikninga samtals að fjárhæð um 2.990 þkr með virðisaukaskatti. Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og leita álits lögmanns.

  3. Erindi frá Búnaðarfélagi. Varðar iðnaðarhúsnæði. Lagt var fram erindi frá stjórn Búnaðarfélags Gnúpverja þar sem boðið er til kaups eitt bil 80 m2 að stærð í iðnaðarhúsnæði sem fyrirhugað er að byggja í iðnaðarhverfi við Suðurbraut við Árneshverfi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við stjórn Búnaðarfélagsins um kaup á húsnæðinu.

  4. Beiðni frá Landsvirkjun um að hefja vinnu við deiliskipulag við Sultartanga. Lagt var fram erindi vegna málsins. Málið tekið fyrir á fundi Skipulagsnefndar nr 86. Mál nr 23. Sultartangavirkjun: Deiliskipulag – 1503054. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að skipulagssvæðið nái yfir öll mannviki virkjunarinnar að meðtalinni Sultartangastíflu.

  5. Tillaga að gjaldskrám sundlauga.Fyrir fundinum lá eftirfarandi tillaga forstöðumanns sundlauga um gjaldskrá sundlauga. Frá 1. Maí 2015. Fullorðnir greiði 600 kr. Börn stakt skipti 300 kr. 10 miða kort 3.000 kr. Frítt fyrir 70 ára og eldri. Tillaga forstöðumanns samþykkt. Auk þess samþykkt að 10 miða kort fyrir börn kosti 1.500 kr. Samþykkt að ungmenni 18 ára og yngri búsett í sveitarfélaginu fái afhent frítt árskort til aðgangs að sundlaugum sveitarfélagsins.

  6. Vinnuskóli fyrir unglinga í sveitarfélaginu. Samþykkt að vinnuskóli verði rekinn fyrir unglingar á vegum sveitarfélagsins með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.

  7. Nafn sveitarfélags. Viðhorfskönnun. Sveitarstjóri kynnti niðurstöðu viðhorfskönnunar um hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins. Könnunin fór fram í sveitarfélaginu í mars sl. Sent var bréf til allra íbúa sem fæddir eru árið 1997 og fyrr. Um 416 einstaklinga var að ræða. Einstaklingar sem tóku þátt voru 198 eða 48 %. 111 reyndust hlynntir breytingu nafnsins eða 56.1 % af þeim þátt tóku. 77 einstaklingar vildu ekki breyta nafninu eða 39,0 %, 9 seðlar voru auðir eða ógildir. Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að leggja fram tillögu um framgang könnunar um nafnabreytingu fyrir næsta sveitarstjórnar-fund.

  8. Erindi frá Menningar – og æskulýðsnefnd. Lagt var fram bréf frá formanniMenningar- og æskulýðsnefndar. Í því er óskað eftir að nefndarfólki verði greitt sérstaklega fyrir viðveru og ábyrgð við Byggðahátíðina Landnámshelgi sem fyrirhugað er að halda í júní nk.

    Sveitarstjórn tekur jákvætt  í erindið. Sveitarstjóra falið að útfæra tilheyrandi reglur fyrir næsta sveitarstjórnarfund um greiðslur fyrir vinnuframlag til nefndarfólks.

  9. Erindi frá Jóhönnu Reynisdóttur. Fyrir fundinn var lagt erindi frá Jóhönnu Reynisdóttur, þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi um húsnæði Gistiheimilisins Nónsteins til 1. október 2017. Auk þess að leigugjald verði föst tala fyrir september. Samþykkt samhljóða að framlengja samningum til 1 október 2016 og að innheimta fasta tölu fyrir september. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundargerðir

10. Fundargerð 86. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 12 þarfnast umfjöllunar. Mál nr. 12. Hraunvellir. Ólafsvellir Breyting á deiliskipulagi -1503011.Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að gera breytingu á aðalskipulaginu og verði það auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Samþykkt að kynna lýsingu vegna málsins samkv. 1. Mgr. 30 gr . skipulagslaga.

11. Fundargerð 87.Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 21,22 og 23 þarfnast umfjöllunar. Mál nr 21. Bugðugerði 3A og 3B : Árnes : Deiliskipulagsbreyting – 1503068. Breyting á einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu samkv. 2. Mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Sveitarstjórn samþykkir að fela Skipulagsfulltrúa að annast grenndarkynningu vegna málsins samkvæmt 44. Gr. skipulagslaga.

Mál nr 22.  Hæll 2 166570 : Umsókn um byggingarleyfi : Geldneytahús  672,8 m2– viðbygging 1503050. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemda við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að grenndarkynna umsóknina samkv 44. Gr. skipulagslaga.

Mál nr. 23. Vísast til máls nr 4 í fundargerð.

12. Fundur nr 23. Stjórnar. Skipulags – og Byggingafltr. Fundargerð lögð fram og kynnt.

13. Fundargerðir Skólanefndar frá 24 mars. Grunnskólamál fundur nr 08. Fundargerð lögð fram og kynnt. Umræður urðu nokkrar um útboðsgögn um skólaakstur og tómstundaúrræði grunnskólabarna á mánudögum. Leikskólamál fundargerð nr 09. Fundargerð lögð fram og kynnt. Meðal þess sem fram kom í fundargerðinni er tillaga skólanefndar um ráðningu Elínar Önnu Lárusdóttur í starf Leikskólastjóra. Sveitarstjóri greindi frá ráðningarferlinu. Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Elínar Önnu.

14. Fundargerð 7. Fundar Menningar – og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt. Í fundargerð kom fram kostnaðaráætlun fyrirLandsnámshelgi sem haldin veðrur í júní nk.Kostnaðaráætlun staðfest.

15. Fundargerðir vinnufunda Atvinnumálanefndar. 2. mars og 23 mars. Lagðar fram og kynntar. Atvinnumálanefnd hefur unnið að undirbúningi íbúafundar sem haldinn verður 30 apríl nk. er fjalli um Þjórsárdal, staðhætti og tækifæri þar. Einar Bjarnason formaður Atvinnumálanefndar kynnti glærusýningu um Þjórsárdal sem nefndin vinnur að. Glærusýningin nær yfir athyglisverða staði í Þjórsárdal og helstu tækifæri þar.

Umsagnir

16. Umsögn Sambands Ísl sveitarfélaga um frumvarp til laga um almenningssamgöngur. Lögð var fram umsögn um frumvarpið frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga undirrituð af Karli Björnssyni framkvæmdastjóra. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir umsöngnina.

Samningar

17. Samningur um Seyrunotkun. Þarfnast staðfestingar. Lagður fram undirritaður samningur milli sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu og Landsgræðslunnar. Samningur staðfestur.

18. Samningur við Ríkiskaup. Sveitarfélagið er aðili að Rammasamningakerfi Ríkiskaup. Sveitarfélagið samþykkir áframhaldandi aðild að Rammasamningakerfinu og felur sveitarstjóra að undirrita tilheyrandi skjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

Styrkjabeiðnir

19. Styrkbeiðni Kirkjukór Stóra-Núps og Ólafsvallakirkna. Lögð var fram beiðni frá um styrk frá stjórn Kirkjukórs Stóra- Núps og Ólafsvallakirkna undirrituð af Þorbjörgu Jóhannsdóttur og Sr Óskari Óskarssyni að fjárhæð 100.000 kr. vegna útgáfu kórsins á hljómdisk með lögum eftir sr Valdimar Briem. Kristjana H. Gestsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

20. Virknimiðstöð. Beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni um styrk kr 500.000 til stofnunar Virknimiðstöðvar fyrir einstaklinga með geðraskanir undirrituð af Jónu Heiðdísi. Guðmundsdóttur. Sveitarstjórn hafnar beiðninni.

21. Eignarhaldsfélag Suðurland. Lögð var fram beiðni frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið veiti einum einstaklingin umboð til að fara með hlut sinn á aðalfundi félagsins 13 apríl nk. Sveitarstjórn samþykkir að Kristófer Tómasson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

22. Beiðni 9. bekkjar Flúðaskóla. Lögð var fram beiðni frá 9. Bekk Flúðaskóla um styrk að fjárhæð 50-100.000 kr. í sameiginlegan ferðasjóð vegna fyrirhugaðrar Danmerkurferðar bekksins á komandi vori. Halla Sigríður Bjarnadóttir og Einar Bjarnason viku af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir í ljósi aðstæðna styrk til ferðarinnar að fjárhæð 150.000 kr.

23. Önnur mál. Kristjana Gestsdóttir fór yfir vinnu við uppfærslu heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Mál til kynningar:

A. Umsagnir um Landsskipulagsstefnu.

B. SÍS Fundargerð nr. 826.

C. Aldursdreifing Íslenskum sveitarfélögum.

D. HSK Ársskýrsla.

E. Heilbrigðisstofnun Su. Fundargerð nr 163.

F. Fundargerð Fagráðs Tónlistarskóla Árnessýslu.

G. Landsþing Sambands sveitarfélaga.

H. Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.

I. Fundarboð Forsætisráðuneyti.

J. Frumkvöðladagur í Uppsveitum.

 

Fundi slitið kl  17:50

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  15. apríl  n.k. kl 14:00