Sveitarstjórn

10. fundur 04. febrúar 2015 kl. 14:00

10. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  04. febrúar  2015  kl. 14:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt, Gunnar Örn Marteinsson og Kristjana H Gestsdóttir er sat fundinn í forföllum Höllu Sigríðar Bjarnadóttur.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að einu máli yrði bætt á dagskrá mál 33. Fjárframlag til kirkjugarðsins að Stóra-Núpi.

 

Dagskrá:

1. Kynning áætlana og hugmynda Landsvirkjunar um framkvæmdir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstunni. Helgi Bjarnason verkefnisstjóri Landsvirkjunar mætti til fundar undir þessum lið. Helgi kynnti áætlanir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Hvað Hvammsvirkjun varðar er útboðshönnun langt komin og verður líklega lokið á komandi sumri. Gangsetning getur orðið ca þremur árum eftir að útboð hefur farið fram. Framleiðslugeta Hvammsvirkjunar er áætluð um 93 MW vatnasvið er 7,578 (km2). Flatarmál Hagalóns 4 (km2). Helgi sýndi afstöðu og staðsetningu virkjunarinnar með myndrænum hætti. Stöðvarhús verður staðsett við Skarðsfjall í Landsveit. Hagalón er myndað með stíflu í Þjórsá við Minnanúpshólma. Frárennsli verður um jarðgöng og opinn skurð til Þjórsár við Ölmóðsey. Seyðafleyta og fiskistigi verða við hlið stíflunnar. Helgi kynnti áform um Holtavirkjun enáætlað afl hennar veðru rum 53 MW. Stöðvarhús virkjunarinnar verður í námunda bæinn Akbraut í Holtum. Hluti af ofangreindum áformum er bygging brúar á Þjórsá við fossinn Búða. Vatnasvið verður um 7.600 km2. Flatamál lóns4,6 km 2.

Urriðafossvirkjun er neðst þeirra virkjana sem áform eru um. Hún verður við samnefndan bæ í Flóahreppi. Áætlað afl hennar er 140 MW. Vatnasvið 7.600 km2 Flatarmál lóns 8,6 km 2. Gangsetning áætluð um 3.5 árum eftir að framkvæmdir hefjast.Fiskistigi og seiðafleyta verður við virkjunina auk fiskiteljara.Byggir á miðlun ofar í Þjórsá. Helgi sagði frá hugmyndum um Skrokkölduvirkjun og Norðlingaölduveitu við Þjórsárver og væntanlegu umfangi hennar. Norðlingaöldulón. Vatnasvið 846 m2 75 m3 rennsli á sekúndu. Kjalölduveita er ein þeirra veita sem fyrirhuguð er á Gnúpverjaafrétti.Áætlað afl hennar er 44 MW. Tillögur um tvær ofangreindar virkjanir hafa verið sendar til umsagnar yfirvalda þar sem óskað er eftir því að þær verði settar í nýtingarflokk. Helgi sýndi gröf  um rennsli í fossinum.  Samningar um vatnsréttindi við landeigendur eru flestir frágengnir.

Helgi sagði frá hugmyndum um virkjun Stóru-Laxár. Þar hefur verið unnin rannsóknaráætlun og metin hagkvæmni virkjunar. Meðal þess sem rannsakað hefur verið er jarðfræði, umhverfi, aðkomuleiðir og leiðir til línulagna. Lón virkjunarinnar verður í Illaveri á afrétti Flóamanna . Stöðvarhús verður við mót Skillandsár og Stóru-Laxár nokkru ofan Hrunakróks. Aflgeta virkjunar er áætluð 30-35 MW: Flatarmál lóns er um 5 km2. Stefnt er að frumhönnun virkjunar árið 2016.

Meike Witt tók til máls og spurði um umhverfismat og benti á að langt væri síðan slíkt hefði verið gert og spurði hvort gera þyrfti nýtt mat. Helgi sagði það ekki vera ljóst enn. Í ferli er að meta það hjá Skipulagsstofnun. Meike benti á að ekki hefðu verið metin samfélagsleg áhrif vegna Hvammsvirkjun. Hún spurði Helga álits. Hann sagði þessi áhrif verða skoðuð í rýniskýrslu. Verður það sett í hendur sveitarstjórnar. Meike spurði um tilfærslu  á línum, Helgi sagði það vera óverulegt. Ekki munu verða línur ofanjarðar vegna fyrirhugaðra virkjana á Gnúpverjaafrétti. Meike benti á að farvegur Þjórsár geti orðið þurr á vissum svæðum og spurði um hættu á sandfoki.Helgi sagði að til stæði að gróðursetja á slíkum svæðum og verið sé að rannsaka það hvernig gróður henti. Meike spurði um eftirspurn eftir rafmagni. Helgi sagði einkum um tvo kaupendur að ræða auk almenns markaðar að því rafmagni sem á að framleiða í neðri hluta Þjórsár annar er í Helguvík og hinn á Grundartanga. Ekki er horft til flutnings rafmagns um sæstreng. Umræða varð um þörf á nýtingu orku í heimabyggð. 

2. Aðalskipulag. Uppfærsla, staða verks og næstu skref. Pétur Ingi skipulagsfulltrúi mætti til fundar undir þessum lið. Pétur sagði ekki verða um stórfelldar breytingar að ræða spurning hvort sveitarstjórn telji þörf á endurskoðun. Hún getur verið með ýmsum hætti. Um getur verið að ræða að taka fyrir alla þætti eða einstaka hluta aðalskipulagsins. Til dæmis má nefna þar fornleifar. Á þessari stundu segir Pétur að staðan sé sú að sveitarstjórn spyrji sig hvort núverandi aðalskipulag þarfnist endurskoðunar við í stórum eða smáum dráttum og hvað þurfi að skoða. Meike spurði um atriði varðandi Þjórsárdal og hvort áform þar kalli á endurskoðun tilheyrandi þátta í aðalskipulagi. Pétur sagði svo vera, þar komi til þættir svo sem varðandi ferðaþjónustu. Frá því núverandi aðalskipulag var samþykkt hafa komið nýstárleg mál eins og uppsetning á vindmyllum sem kallar á breytingu aðalskipulags. Nokkuð hafi einnig borið á áhrifum flóða og væntum áhrifum þeirra með öðrum hætti en áður hafi gerst. Ferðaþjónusta er fyrirferðarmeiri en áður var og kallar það á vangaveltur í aðalskipulagsgerð. Pétur sagði vera æskilegt að sveitarstjórn lesi gögn vel og meti hvað gera skuli í framhaldi benti hann á að gott væri að halda íbúafundi um uppfærslu aðalskipulags í þeim tilgangi að kalla fram hugmyndir. Hvatti hann einnig til þess að sveitarstjórn setji sér tímamörk varðandi uppfærslu skipulagsins.

3. Umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu.  Fyrir fundinum lá bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélaga við tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026. Lögð var fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.01.2015 um landsskipulagsstefnu 2015-2026.    Sérfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa yfirfarið tillöguna og notið til þess aðstoðar skipulagsmálanefndar sambandsins og fulltrúa sambandsins í ráðgjafanefnd um gerð landsskipulagsstefnu. Til grundvallar þeirri umfjöllun voru lögð fram vinnuskjöl sem fylgdu með umsögn þeirri þar sem fram kemur greining á tillögum og skýringum í tillögunni. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur undir umsögn Sambandsins

4. Umsókn um lóð við Bugðugerði. Fyrir fundinum lá umsókn frá Selásbyggingum ehf um parhúsalóðina Bugðugerði 3A og 3B í Árneshverfi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta umræddri lóð til Selásbygginga ehf.

5. Hrunamannahreppur, aðalskipulag 2016-2028. Beiðni um umsögn. Ekki eru gerðar athugsemdir við framkomin gögn um aðalskipulag Hrunamannahrepps 2016-2028.

6. Starfsmannamál. Lagt fram og kynnt.

7. Þjórsárdalur. Kynning á hugmyndum og þróunarmöguleikum.

 Einar Bjarnason formaður atvinnumálanefndar lagði fram glærukynningu sem atvinnumálanefnd hefur samið um Þjórsárdal. Í kynningunni er lögð  áhersla á svæðið,  söguna, náttúruna og forsendur þar til framtíðar. Nefndin leggur upp úr verndun  þeirra minja sem til staðar eru og nýtingu tækifæranna sem eru til staðar í Þjórsárdal. Meike sagði ferðaþjónustuaðila leita að nýjum áfangastöðum einkum á Suðurlandi og taldi allt benda til þess að Þjórsárdalur væri í ljósi þess ákjósanlegur staður. Talið er að þegar komi um 40.000 manns á ári í Þjórsárdal. Meðal fundarmanna komu fram vangaveltur um hvort æskilegt væri að beina ferðamönnum á svæðið. Ákveðið að halda íbúafund á næstu vikum þar sem áform um Þjórsárdal verði kynnt.

8. Þjórsárdalslaug ehf. Staða mála hjá leigutaka. Máli frestað.

9.  Atvinnueflingarsjóður Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í 12. Grein samþykkta sjóðsins segir að ,,Sjóðurinn skal hefja starfsemi 1. apríl 2010. Starfslok hans skulu ákvörðuð af sveitarstjórn en endurskoðun á samþykktum og starfsemi skal fara fram að loknum 2 ára starfstíma. ,, Í ljósi þeirrar endurskoðunar skal taka ákvörðun um framhald starfseminnar. Nokkur umræða varð um framtíð sjóðsins.Lögð var fram svohljóðandi tillaga,, Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að Atvinnueflingarsjóður Skeiða- og Gnúpverjahrepps verði starfræktur til 31.desember 2016. Umsóknum um styrki úr sjóðnum verði skilað fyrir 1. apríl ár hvert. Úthlutað verði úr sjóðnum 1. maí ár hvert“ Tillaga samþykkt samhljóða.

10. Þingmál nr. 244 þingsályktun um áætlun og vernd og orkunýtingu landsvæða. Breytingartillaga og frávísunartillaga. Lögð var fram breytingartillaga um þingsályktun um áætlun og vernd og orkunýtingu landsvæða frá meirihluta Atvinnuveganefndar Alþingis. Auk þess var lögð fram frávísunartillaga um sama þingmál frá minnihluta Atvinnuveganefndar Alþingis.

Björgvin Skafti Bjarnason, Meike Witt og Einar Bjarnason lögðu fram svohljóðandi bókun vegna breytingartillögu formanns atvinnuveganefndar Alþingis við tillögu  til þingsályktunar,  þingskjal 273, um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar er sem meðal annars er lagt er til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun færist einnig  í orkuýtingarflokk.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á alþingi að láta verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða fjalla um flutning Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar í nýtingarflokk áður en tekin er ákvörðun á Alþingi. Órökstuddur flutningur virkjana milli flokka er ekki trúverðugur.

Gunnar Örn Marteinsson og Kristjana H Gestsdóttir lögðu fram svohljóðandi bókun : Við erum sammála breytingartillögu við tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 13/141 frá meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis. Hvað varðar þá virkjanakosti sem eru að hluta til í Skeiða-og Gnúpverjahreppi,  það er Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun er rétt að benda á að þær hafa allar verið samþykktar í sveitarstjórn mótatkvæðalaust eftir að ljóst var að mati sveitarstjórnar að rétt hafi verið staðið að hlutunum.

Rétt er einnig að benda á að sveitarstjórn setti það sem skilyrði fyrir því að Hvammsvirkjun og Holtavirkjun yrðu samþykktar á aðalskipulagi sveitarfélagsins að Landsvirkjun gengi fyrst frá samningum við þá landeigendur sem myndu tapa landi undir fyrirhugaðar framkvæmdir.

Hvað varðar Hagavatnsvirkjun  hefur hún sérstöðu að því leyti að hún hefur ekki verið tekin til afgreiðslu í verkefnastjórninni, velta má fyrir sér hvort það væri æskilegra áður en hún er sett í nýtingarflokk, þó hefur  margoft  verið á það bent að hún gæti haft jákvæð umhverfisáhrif.

 

11. Þingmál 634. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla.  Sveitarstjórn  tekur undir frumvarpið.

12. Umsókn Flóahrepps um aðild að Tæknisviði Uppsveita. Fyrir fundinum lá beiðni Flóahrepps um aðild að Tæknisviði Uppsveita. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða aðild Flóahrepps að Tæknisviðinu.

13. Skólaakstur, útboð fyrirkomulag. Sveitarstjóra falið að ganga frá útboðagögnum fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Samþykkt einnig að sveitarstjóri fái heimild til að leita til sérfræðinga ef þörf gerist.

Samningar

14. Kynning á þjónustu Náttúru.is ásamt drögum að samningi. Fyrir fundinum lágu drög að samningi um samstarf um endurvinnslu-kort.Samþykkt að ganga ekki að samningi við Náttúru.is að svo stöddu.

15. Samningur við Orna ehf um félagsheimilið Árnes og tjaldsvæði. Þarfnast staðfestingar. Samningar staðfestir.

Styrkbeiðnir

16. Beiðni um styrk frá Ómari Smára. Útgáfa Hjólabókarinnar. Um er að ræða væntanlega útgáfuhjólabókar um Suðurlands. Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins óska eftir útskýringum höfundar bókarinnar um hvaða hjólaleiðir verði skilgreindar í bókinni.

17. Beiðni um styrk frá SSK. Lögð var fram beiðni frá Sambandi Sunnlenskra kvenna undirrituð af Elinborgu Sigurðardóttur og Rosmarie Þorleifsdóttur um styrk til auglýsingar. Samþykkt samhljóða að styrkja SSK með kaupum á auglýsingu með Logo fyrir 25.000 kr.

 Fundargerðir

18. Fundargerð 82. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr.13,14 og 15 þarfnast staðfestingar.

    Mál nr. 13. Fossnes 166548. Hellholt Stofnun lóðar 1501018. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir skiptingu lands   samkvæmt 13. grein Jarðarlaga.

    Mál nr. 14. Fossnes 166548. Breytt stærð. 1501025. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir frestun afgreiðslu málsins og að samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur málsins.

    Mál nr. 15. Fossnes 176972 sameining lóða 150123. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti með fyrirvara um lagfæringu gagna.

19. Fundargerð 83. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 14 og 16 þarfnast staðfestingar. Mál nr 15 er til kynningar.

    Mál nr. 14 Sandlækjarkot 2 179080 Vélageymsla/hænsnahús

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir frestun málsins og að leitað verði umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

   Mál nr 16. Landsskipulagsstefna 2015-2026 151017.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur fyrir sitt leyti skipulagsfulltrúa að drög að umsögn um Landsskipulagsstefnuna.

20. Fundargerð 3. fundar Afréttarmálanefndar Gnúpverja. Fundargerð staðfest.

21. Fundargerð 21.fFundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu. Fundargerð lögð fram og kynnt.

22. Starfsáætlun Skóla og velferðarnefndar. Lögð fram og kynnt.

23. Fundargerð Skóla- og velferðarnefndar. Lögð fram og kynnt.

24. Fundargerð Nefndar oddvita og sveitarstjóra (NOS) frá 14. jan 2015. Fundargerð lögð fram og staðfest.

25. Fundargerð Nefndar oddvita og sveitarstjóra (NOS) frá 29. jan 2015. Fundargerð lögð fram og staðfest.

26. Fundargerð 3. fundar Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð staðfest.

27. Fundargerð 4. fundar menningar- og æskulýðsnefndar 12.01.15. Fundargerð staðfest.

28. Fundargerð 3. fundar Atvinnumálanefndar 20.01.15. Fundargerð staðfest.

Samþykktir

29. Samþykktir Byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Umræðu vísað til seinni umræðu.

30. Breyting á samþykktum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Varðar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings BS. Máli frestað til næsta fundar.

Annað

31 Kynnisferð Skipulagsnefndar uppsveitar til Skotlands og Danmerkur.

Samþykkt að oddviti eða varaoddviti fari í umrædda kynnisferð á vegum sveitarfélagsins.

32. Tilnefning í innflytjendahóp. Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi bakhópa sveitarfélaga um innflytjendamál. Samþykkt að tilnefna Meike  Witt.

33. Fjárfarmlag til Kirkjugarðs að Stóra- Núpi.

Fyrir fundinum lá framkvæmdaáætlun frá sóknarnefnd Stóra-Núpskirkju um lagfæringar á kirkjugarðinum  er hljóðar upp á 2.7 milljónir kr. Samþykkt var fjárveiting fyrir verkefninu á árinu 2013. Ekki varð úr framkvæmdum á því ári. Unnið er að framkvæmdum um þessar mundir. Þau mistök voru gerð að setja ekki fjárveitingu til verksins á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Samþykkt að veita til verkefnisins  2.8 milljónir kr. að svo stöddu. Samþykkt að óska eftir uppfærðri kostnaðaráætlun um verkefnið.

 

Mál til kynningar:

 

A. Fundargerð 235 fundar Sorpstöðvar Suðurlands.

B. Fundargerð 489 fundar stj. SASS.

C. Fundargerð 19 fundar stj. Félags orkusveitarfélaga.

D. Stefnumótun Þjóðskjalasafns.

E. 237. Fundur stj. Sorpst.

F. Leiðbeiningar um gerð siðareglna.

G. Fundargerð Túns ehf.

H. Lífshlaupið 2015.

I.  Barnalífeyrir vegna náms.

J. Fundargerð 10 fundar stjórnar málefna fatlaðs fólks.

K. Menntaverðlaun SASS.

L. Frumvarp til laga um örnefni.

M. Fundargerð um mál hjólhýsabyggðar.

N. Rammaáætlun. Frá kynningarfundi 29.01.15.

 

Fundi slitið kl  19:25

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 4 mars  n.k. kl 14:00