Sveitarstjórn

1. fundur 18. júní 2014 kl. 14:00

01. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  18 júní.  2014  kl. 13:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Meike Witt.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti reyndist með lengstan starfsaldur hann setti því fundinn. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

  1. Kosning oddvita og varaoddvita. Björgvin Skafti stýrði kjöri oddvita samkvæmt hefð sem sá sveitarstjórnarfulltrúi sem býr að mestri starfsreynslu í sveitarstjórninni. Tillaga kom fram um að Björgvin Skafti yrði kjörinn oddviti. Einar Bjarnason, Meike Witt og Björgvin Skafti samþykktu það. Gunnar Örn og Halla Sigríður sátu hjá. Tillaga kom fram um að Einar Bjarnason yrði kjörinn varaoddviti. Björgvin Skafti, Meike Witt og Einar Bjarnason samþykktu kjör hans. Gunnar Örn og Halla Sigríður sátu hjá.

  2. Skipan í nefndir á vegum sveitarfélagsins samkvæmt fundarsköpum Skeiða – og Gnúpverjahrepps. Kjör í Skólanefnd. Tillögur komu fram um Meike Witt, Önnu Þórnýju Sigfúsdóttur og Ingvar Hjálmarsson sem aðalmenn. Tillögur komu fram um Ásmund Lárusson, Önnu Flygenring og Bjarna Másson sem varamenn. Kjör þeirra allra var samþykkt samhljóða. Kjör í Afréttarmálanefnd. Sem aðalmenn Lilja Loftsdóttir, OddurG Bjarnason og Bjarni Másson sem aðalmenn. Kosning þeirra samþykkt samhljóða. Lögð var fram tillaga um Ingvar Þrándarson, Sigrúnu Bjarnadóttur og Tryggva Steinarsson sem varamenn. Kosning þeirra samþykkt samhljóða.

    Kosning fulltrúa á aðalfund SASS. Tillögur komu um Björgvin Skafta Bjarnason, Einar Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson sem aðalmenn og Meike Witt, Önnu Flygenring Höllu Sigríði Bjarnadóttur sem varamenn. Voru þær tillögur samþykktar samhljóða. Tillaga lögð fram um Björgvin Skafti Bjarnason yrði fulltrúi sveitarfélagsins í Skipulagsnefnd og Einar Bjarnason til vara. Samþykkt af Björgvin Skafta, Einari og Meike. Gunnar Örn og Halla Sigríður sátu hjá.

    Skipan fulltrúa í aðrar nefndir á vegum sveitarfélagsins frestað til næsta fundar.

  3. Drög að starfssamningi sveitarstjóra. Sveitarstjóri vék af fundi. Oddviti leggur til að samningur verði óbreyttur að mestu leyti og leggur fram uppkast af samningi. Nokkrar umræður urðuum samninginn. Lagt til og samþykktað fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Sveitarstjóri kom aftur inn á fundinn.

  4. Launakjör sveitarstjórnarfulltrúa. Afgreiðslu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

  5. Tillaga að breytingum á 40 grein samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 40 grein lítur að nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins. Tillögum til breytinganna vísað til annarrar umræðu.

  6. Framkvæmdir í Brautarholti. Oddviti lagði fram tillögu að framkvæmdum í Brautarholti um gerð gangstígs og tilheyrandi lýsingar er nýtist íbúum í Brautarholtshverfi ogleiksvæði við leikskóla. Afgreiðslu vísað til viðauka framkvæmdaáætlunar ársins.

  7. Fulltrúi í stjórn Reiðhallar á Flúðum, breyttar forsendur. Meike Witt hefur óskað lausnar frá setu í stjórn Reiðhallarinnar.

    Skafti Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögu vegna málsins :

    Fyrir síðasta aðalfund kom fram ósk um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur tilnefndi stjórnarmann í stjórn Reiðhallarinnar.

    Skeiða- og Gnúpverjahreppur á 2.000.000 kr af rúmlega 36 milljóna kr. hlutafé eða á milli 5 og 6%. Hlutverk stjórnar skv. hlutafjárlögum er aðallega eftirlit með fjárhag félagsins og stefnumótun. Oft er það svo í minni einkahlutafélögum að eigendur vinna ýmis störf sem til falla þó þau séu ekki beint í verkahring stjórnar án þess að reikna sér endurgjald. Svo virðist vera að meirihluti stjórnar hafi samþykkt að stjórnarsetu fylgdu kvaðir um vinnuframlag ótengt stjórnarstörfum.

    Þar sem eignarhlutur Skeiða – og Gnúpverjahrepps er þetta lítill og að mínu mati ekki rétt að leggja kvaðir á stjórnarmenn um vinnuframlag ótengt stjórnarsetu hef ég samþykkt að Meike Witt segi sig úr stjórn og mun Skeiða og Gnúpverjahreppur ekki tilnefna stjórnarmann fyrr en forsendur hafa breyst.

    Tillaga samþykkt samhljóða.

  8. Unglingavinna og ferðaþjónusta. Meike Witt sagði frá hugmyndum sínum um að þjálfa unglinga sem starfa í unglingavinnu í sveitarfélaginu við störf í ferðaþjónustu. Hún horfir sérstaklega til að þau kynni fyrir ferðamönnum það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Samþykkt að setja verkefnið í vinnslu. Meike falið að vinna að verkefninu og lagt til að hún leiti aðstoðar hjá Lilju Loftsdóttur flokksstjóra unglingavinnu, Rósu Benediktsdóttur veitingamanns í Árnesi og Irmu Dias.

  9. Erindi frá Kvenfélagi Gnúpverja. Varðar dvalarheimili. Í erindinu er vakin athygli á alverlegri stöðu aldraðra og sjúkra í héraðinu. Tillaga kom fram um að leita eftir sjónarmiðum félags eldri borgara varðandi málið.

  10. Skólaakstur. Fyrirkomulag eftir lok samninga í ágúst n.k. Samþykkt bjóða út skólaakstur í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi útboðs.

  11. Nýtt Aðalskipulag sveitarfélagsins eftir 2016. Nokkur umræða fór fram um fyrirkomulag við þá vinnu sem framundan er við endurskoðun þess. Samþykkt var að hefja undirbúning við vinnu við endurskoðun Aðalskipulagsins.

Mál til kynningar:

  1. Fundargerð 157 fundar Heilbrigðisnefndar

  2. Atvinnuvegaráðuneyti úthlutun til ferðamannastaða.

  3. Samkomulag um talmeinaþjónustu.

  4. Fundur Brokk og skokk

  5. Fundur SÍS of KÍ

  6. Fundur FG og SNS

 

Fundi slitið kl  16:00

Næsti fundur ákveðinn miðvikudag 25. júní næstkomandi  kl 14:00.