Sveitarstjórn

59. fundur 03. júní 2014 kl. 20:00

 

59. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  03 júní.  2014  kl. 20:00. Síðasti fundur sveitarstjórnar kjörtímabilið 2010-2014.

Mætt til fundar: Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir, Einar Bjarnason mætti í forföllum Gunnars Arnar Marteinssonar og Björgvin Þór Harðarson sem mætti í forföllum Jóns Vilmundarsonar. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir eitt mál yrði sett á dagskrá fundarins. Mál nr. Bláhiminn ehf beiðni umsögn um rekstur. Var það samþykkt. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.

Dagskrá:

  1. Bláhiminn ehf. Beiðni sýslumanns um umsögn um rekstur félagsins.Jóhanna Reynisdóttir sækir fyrir hönd Bláhimins eh um leyfi til reksturs gististaðar með veitingum. Sveitarstjórn gerir hvorki athugsemd við reksturinn né afgreiðslutíma staðarins og staðfestir að staðsetning starfseminnar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins kveður á um.  

  2. Oddur Guðni Bjarnason kvaddi sér hljóðs og þakkaði samstarfsfólki í sveitarstjórn og sveitarstjóra fyrir samstarfið á kjörtímabilinu. Annað sveitarstjórnarfólk og sveitarstjóri þökkuðu einnig fyrir samstarfið.

Mál til kynningar:

  1. Fundargerð 816 fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

  2. Fundargerð oddvitafundar 22. 05.2014

  3. Úttekt á sérfræðiþjónustu í 6 sveitarfélögum 2013

  4. Kynning á siðanefnd Samband Íslenskra sveitarfélaga.

  5. Kynning á kjarasamningi félags grunnskólakennara.

  6. Drög að tillögu matsáætlunar vegna Búrfellslundar

            Fundi slitið kl  20:45