Sveitarstjórn

58. fundur 22. maí 2014 kl. 20:00

58. Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  22. maí.  2014  kl. 20:00.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Harpa Dís Harðardóttir. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.

Dagskrá:

1.     Fundargerð 72. fundar Skipulagsnefndar. mál nr. 5 og 15  Þarfnast staðfestingar.

 Mál nr 5. Ásar landnr. 166523 - ný lóð. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna samkv. 123/2010.

 Mál nr. 15. Deiliskipulag vegna minkabús að Ásum. Nýtt ferli.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og leggur til  með vísan í 5 mgr 12 gr skipulagslaga nr. 123/2010 að umfjöllun um áhrif skipulagsins og einstakra stefnumiða þess á umhverfið m.a. með samanburði þeirra kosta sem til greina koma og þá sérstaklega staðsetningarkosta minkabús.

 2.     Tillaga að deiliskipulagi að Ásum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: Í auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir minkahús á spildu sem kallast Steinkerstún athafnasvæði úr landi Ása er í texta með umsókninni sótt um þrjú hús og að fyrirhugaðar byggingar séu 8880 m2 að stærð. Að vel athuguðu máli og m.a. vegna framkominna athugasemda nágranna leggur sveitarstjórn til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni.

Lagt er til að byggingarreitur minkahúsa fari úr 20.800 m2 í 7.980 m2 eða 105 m x 76 m. Fjarlægð byggingarreits frá miðlínu Stóra-Núpsvegar fari úr 33,5 m í 53,5 m. Með þessum breytingum ættu byggingar að færast 20 m fjær landamörkum Skaftholts og 141 m fjær Stóra-Núpi. Færsla  á minkahúsi felur einnig í sér færslu á byggingarreit fyrir haugtanka

Lagt er að þeim er óska eftir umræddu deiliskipulagi að lagfæra deiliskipulagsgögn að teknu tilliti til þessara breytinga.

Jafnframt er með vísan til 5. mgr. 12. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 lagt að þeim er óska eftir umræddu deiliskipulagi að gera frekari grein fyrir áhrifum skipulagsins og einstakra stefnumiða þess á umhverfið, m.a. með samanburði þeirri kosta sem til greina koma og þá sérstaklega annarra hugsanlegra staðsetningarkosta minkahúsanna.

Þegar lagfærðum deiluskipulagsgögnum hefur verið skilað til sveitarstjórnar mun deiliskipulagið verða tekið til afgreiðslu og þá um leið bókaðar umsagnir sveitarfélagsins við framkomnum athugasemdum. Tillaga samþykkt samhljóða.

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Hef alla tíð frá því þetta mál kom fyrst upp í sveitarstjórn bent á þá hættu að samþykkt skipulagsins kynni að valda sveitarfélaginu skaðabótaskyldu, byggir sú skoðun mín á vel athuguðu máli og umræðum við ýmsa aðila meðal annars þáverandi lögmann sveitarfélagsins. Núverandi lögmaður hefur einnig talið ákveðna hættu á bótaskyldu eins og minnispunktar frá fundi hans og oddvita sem haldinn var 20. mars 2014 með bændum í Ásum sína. Nú hefur skipulagsnefnd komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að bregðast við framkomnum athugasemdum með því að minnka verulega skipulagssvæðið, nefndin hefði varla lagt til þessar breytingar nema hún teldi ekki líkur á að sveitarfélagið yrði bótaskylt með samþykkt þess, ég  treysti því að nefndin hafi kynnt sér þau mál til hlítar og geri því ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar.

3.      Björgunarfélagið Eyvindur, styrkbeiðni. Þann 27.-29. Júní n.k. verður haldið landshlutamót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Álfaskeiði í Hrunamannahrepp. Þess er óskað að sveitarfélagið veiti keppendum frían aðgang að sundlaugum í       sveitarfélaginu ofangreinda mótsdaga. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.

4.     Tilnefning fulltrúa/varafulltrúa í kjörnefnd. Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að Helga Guðlaugsdóttir og Úlfhéðinn Sigurmundsson og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

Umhverfisskýrsla kerfisáætlun Landsnet. Lagt fram og kynnt.

5.     Aðalfundargerð Skipulags – og Byggingafulltrúa. Fundargerð lögð fram og staðfest.

6.     Fundargerðir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Fundargerðir  lagðar fram og staðfestar.

7.     Erindi frá Skógrækt ríkisins  er varðar skipulagsmál í Þjórsárdal.

Lagt var fram bréf frá Hreini Óskarssyni þar sem greint er frá endurskoðun á fyrirkomulagi útleigu og skipulags hjólhýsasvæðis í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn hvetur  Skógrækt ríkisins til að sjá til þess að reglum um brunavarnir og heilbrigðismál varðandi Hjólhýsasvæði í Þjórsárdal sé framfylgt.

 8.     Fulltrúi í stjórn Reiðhallar á Flúðum. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í stjórn Reiðhallarinnar á Flúðum fyrir hönd Skeiða-og Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp. Tilnefning kom fram um Meike Witt Glóruhlíð. Var tillagan samþykkt samhljóða.

                   

Mál til kynningar:

 

  1. 157. Fundargerð Heilbrigðisnefndar
  2. Markmið Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
  3. Fundur landsnámsdagsnefndar.
  4. 479. Fundargerð Stjórnar SASS.
  5. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál.
  6. 156. Fundargerð Heilbrigðisnefndar.
  7. Afgreiðslur byggingafulltrúa.

 

Fundi slitið kl.  21:35.

Næsti reglulegi fundur ákveðinn 03. júní næstkomandi.