Sveitarstjórn

52. fundur 10. desember 2013 kl. 13:00

 

52. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  10. desember  2013  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Gunnar Örn Marteinsson. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og óskaði hann eftir að bæta á dagskrá einum lið. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera.

1. Kynning á mögulegri fjölgun vindmylla á Hafinu. Margrét Arnardóttir frá Landsvirkjun, Haukur Einarsson frá verkfræðistofunni Mannvit og Eysteinn Einarsson frá verkfræðistofunni Mannvit mættu á fundinn. Margrét greindi frá því að unnið er að af hálfu Landsvirkjunar að vísindalegum rannsóknum á vindorku sem virkjanakosti hér á landi. Auk þess er unnið að mati á umhverfisáhrifum. Ísland er talið vera hagkvæmur kostur til virkjunar vinds. Hugsanlegt er  að fjölga vindmyllum á Hafinu innan við Búrfell á næstu árum. Þar er aðstæður taldar hagstæðar meðal annars vegna ríkjandi vindátta. Áætlað er að afkastamestu vindmyllur sem þar verði reistar geti framleitt allt að 3 megawöttum.

Margrét benti á þann kost að framkvæmdir við vindmyllur væru algerlega endurkræfar. Endingartími vindmylla er áætlaður 25 ár. Landsvirkjun hyggst sækja um leyfi til að setja niður 80 metra hátt mastur sem notað verður til mælinga í eitt ár.

2. Fundargerð 65.fundar Skipulags og bygginganefndar Uppveita bs. Mál nr. 9. 10 og 11 þarfnast staðfestingar. Mál nr. 4 lagt fram til kynningar.
Mál nr. 9. DSKBR Réttarholt/Árnes
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Réttarholts og Árness. Samkv 2 mgr 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Sem meðal annars felur í sér breytingu á staðsetningu tengingar við þjóðveg. Samþykkið er með fyrirvara um endanlegt samþykki Vegagerðarinnar.

Mál nr. 10. sumarhús Stóra-Núpi. Máli vísað aftur til Skipulags- og bygginganefndar.

Mál nr. 11 Íbúðarhús Vestra- Geldingaholti.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti 4.000 m2 lóð úr landi Vestra-Geldingaholts  undir íbúðarhús og bílskúr með fyrirvara um samþykki Vegagerðar við  fyrirhugaða vegtengingu og niðurstöðu grenndarkynningar fyrir íbúum Eystra-Geldingaholts. Með vísun í 48. gr skipulagslaga nr 123/2010.

3. Breyting á áður samþykktri verðskrá 2014. Samþykkt að falla frá  áður ákveðnum hækkunum á leikskólagjöldum.

4. Fjárhagsáætlun lokaumræða.
Sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun ársins 2014 auk áætlunar til ársins 2017.
Tekjur og afkoma á árinu 2014 eru áætlað eftirfarandi:

Útsvar  nemi 175,4 mkr.
Fasteignagjöld 189,1 mkr
Tekjur frá Jöfnunarsjóði 41,7 mkr

Rekstrarniðurst. A-hluta tekjur umfram gjöld  38,5 mkr  
Rekstrarniðurst. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld  38,3 mkr      
Handbært fé frá rekstri A-hluti    50,4 mkr.
Handbært fé frá rekstri samstæðu 60,4 mkr.
Næsta árs afborganir langtímalána 5,3 mkr.
Veltufjárhlutfall verði 2,02 og eiginfjárhlutfall 86 %

Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir 32,5 mkr. Meðal framkvæmda verður nýtt gámasvæði við Árnes og endurnýjun þaks á grunnskóla.

Áætluð rekstrarniðurstaða á árinu 2015 er 38,6 mkr á árinu 2016 38,0 og 2017 37,4 mkr,
Fjárhagsáætlun 2014-2017 samþykkt samhljóða.

5. Tillaga um markaðsstyrk til fyrirtækja í sveitarfélaginu. Oddviti kynnti tillögu um markaðsstyrk. Styrkur verði að hámarki 250.000.

6. Fundargerðir Skólanefndar nr 28 og 29. Frestað var til næsta fundar að samþykkja lið 2 í fundargerð 30.Skólastefna til næsta fundar. Fundargerðir að öðru leyti samþykktar.

7. Heilsuefling starfsmanna HSU. Erindi hafnað.

8. Beiðni um frystingu fasteignagjalda AK. Bygg. Erindi hafnað.

9. Samningur við leigutaka um Árnes. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningum við Rósu Kristínu Benediktsdóttur fyrir hönd óstofnaðs félags um veitingaaðstöðu í félagsheimilinu Árnesi og tjaldsvæði við Árnes. Samþykkt með fjórum atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum við væntanlegan leigutaka. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

10. Erindi Neseyjar ehf. vegna  lóða í iðnaðarhverfi við Árnes. Erindi Neseyjar hljóðar upp á beiðni um úthlutun lóða nr. 3,5,9,4,6,8 og 10 við Suðurbraut við Árneshverfi. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Neseyjar um þarfir félagsins fyrir lóðir.

11. Breytingar á  samþykktum Skeiða- og Gnúpverjahrepps síðari umræða. Um er að ræða tillögur að breytingu á 40. Gr samþykkta sveitarfélagsins er lúta að stjórnum og nefndum. Breytingar samþykktar samhljóða.

12. Stjórnarfundur Skipulags og byggingafulltrúa uppsveita BS: Fundargerð samþykkt.

13. Samningur við Skaftholt sf um lífrænt hráefni. Þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur með fyrirvara um að Skaftholt sf hafi öðlast tilskilin leyfi til jarðgerðar.

14. Brunavarnir Árnessýslu. Lánamál.
Skeiða-  og Gnúpverjahreppur samþykkir að veita  Brunavörnum Árnessýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög,  einfalda  og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar 2013 í Brunavörnum Árnessýslu vegna lántöku hjá Lánasjóði  sveitarfélaga að fjárhæð  300.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til  að fjármagna  höfuðstöðvar félagsins, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn  skuldbindur hér með sveitarfélagið sem  einn af eigendum  Brunavarna Árnessýslu til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að  Skeiða-  og Gnúpverjahreppur  selji eignarhlut í  Brunavörnum Árnessýslu til annarra  opinberra aðila, skuldbindur Skeiða-  og Gnúpverjahreppur  sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er  Kristófer A. Tómassyni, sveitarstjóra  Skeiða-  og Gnúpverjahrepps, kt. 060865-5909,  veitt  fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h.  Skeiða-  og Gnúpverjahrepps  veitingu ofangreindrar  veðtryggingar og til  þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

15. Áhaldahús, húsnæðismöguleikar. Máli frestað.

16. Héraðssambandið Skarphéðinn. Beiðni um styrk. Þar sem Héraðssambandið er styrkt af sveitarfélögum á Suðurlandi í gegnum Héraðsnefnd er erindi hafnað.

17.  Rangárhöllin. Beiðni um styrk. Samþykkt var með fjórum atkvæðum  að veita styrk að fjárhæð 300.000. Oddur G Bjarnason sat hjá.

18. Samningur við Landbótafélag um landbótaverkefni. Samningur samþykktur. Sveitarstjóra falið að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

19.  Umsögn um frumvarp nr. 147 um húsaleigubætur námsmanna. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur heilshugar undir frumvarpið.

20. Greinargerð frá nefnd um friðlýsingu Kerlingafjalla. Bréf frá Sigþrúði Jónsdóttur fulltrúa sveitarfélagsins í vinnuhóp um friðlýsingu lands í Kerlingafjöllum Lagt fram og kynnt.

 

Mál til kynningar:

A. Frumvarp til laga um lífsýnasöfnun.
B. Umsögn um breytingar á Barnaverndarlögum.
C. 810 fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
D. Virkniúrræði. Félagsþjónusta.
E. Viðbótarframlag til rekstrarsjóðs fatlaðra.
F. 158. Fundur Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
G. 153. Fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
H. Íþróttasamstarf  Hrunamanna og Skeið og Gnúp.
I. Minnisblað í kjölfar þjóðhagsspár
J. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
K. Eftirlitsnefnd um fjármal sveitarfélaga. Bréf sent öllum sveitarfélögum
L. Deiliskipulag um Skálholt
M. Skil á fjárhagsáætlun. Bréf frá Innanríkisráðuneyti.
N. Gögn frá Túni Vottunarstofu
O. Frumvarp til laga um plastpokanotkun.
P. Frumvarp til laga um seinkun klukkunnar.
Q. Svar frá ESA vegna ljósleiðara.
R. Áskorun frá Bárunni.
S. Skýrsla sveitarstjóra

Fundi slitið kl  16:20.

Næsti fundur ákveðinn 07. janúar  næstkomandi.