Sveitarstjórn

51. fundur 19. nóvember 2013 kl. 13:00

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  19. nóvember  2013  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Gunnar Örn Marteinsson. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og óskaði hann eftir að bæta á dagskrá einum lið. Tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum 2014. Varð samþykkt. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera.

1. Kynning á áformum um virkjunina Búrfell 2. Björk Guðmundsdóttir og Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun mættu til fundar. Þau sögðu frá fyrirhugaðri virkjun Búrfell 2. En það er lokaáfangi Búrfellsvirkjunar. Framkvæmdin kallar á breytingu á aðalskipulagi auk þess þarf að koma til deiliskipulag. Framkvæmdin er ekki talin matsskyld samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar. Virkjunin getur að hámarki framleitt 140 Megawött. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta aukinni orkuþörf landsins. Auk þess að létta álagið á núverandi virkjun í Búrfelli. Með framkvæmdinni nýtast þau mannvirki betur sem þegar eru til staðar í virkjuninni við  Búrfell.

2. Viðauki við fjárhagsáætlun. Framhald frá fundi 50 mál nr.7. Formgalli var á samþykkt viðaukans. Geta þurfti þess hvernig kostnaðaraukningu verður mætt. Henni verður mætt með lækkun á handbæru fé. Samþykkt samhljóða.

3. Gjaldskrá  Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2014. Tillaga að gjaldskrá Skeiða – og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2014:

Vatnsgjald Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði veðrur óbreytt frá þeirri gjaldskrá sem í gildi er frá árinu 2012.

SeyrulosunargjaldÁrlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 6.915.-kr á rotþró.

Sorpgjöld Sorpgjöld eru lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8. desember 2005. Samþykktin var staðfest á 84. fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14. mars 2006, og staðfest af Umhverfisráðuneyti þann 5. janúar 2007.

Sorpgjöld árið 2014 verða eftirfarandi:

Sorphirðugjald 240 Lítrar 12.480.-kr.Sorphirðugjald 660 Lítrar 36.780.-kr. Sorphirðugjald 1.100 Lítrar 60.840.-kr.Sorpeyðingargjald íbúðarhús 12.660.-kr. Sorpeyðingargjald sumarhúsa 9.470.-kr.Sorpeyðingargjald atvinnu 34.610.-kr. Samþykkt um afslætti til íbúa sveitarfélagsins varðandi lífrænt hráefni frá 3. september 2013 gildir óbreytt.

Holræsagjald :Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,15% af fasteignamati.

Lóðaleigugjöld:  Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.

 

Gjaldskrá mötuneytis frá 1. janúar 2014: 

Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla  302-kr

Hádegisverður til nemenda Leikholts 216 kr. -

Hádegisverður til kennara, leikskólakennara og annarra starfsmanna leik- og grunnskóla kr. 302 -

Hádegisverður til starfsmanna annarra deilda en skóla og leikskóla. Kr. 605.-

 

Gjaldskrá Þjórsárskóla frá 1. janúar  2014:

Morgunhressing kr. 78.-

Skólavistun klst. kr. 230,-

Aukavistun klst. kr. 230,-

Náðarkorter 15 mín. 540,-

 

Gjaldskrá Leikskólans Leikholts frá 1. janúar 2014:

Stök morgunhressing kr. 73-

Stök síðdegishressing kr.83- 

Klukkustundargjald kr. 133.-

Gjald fyrir 45 mín. Kr. 100-

Gjald fyrir 30 mín. Kr. 67-

Gjald fyrir klukkustund á öðrum tímum en frá kl. 08 til kl 16:00 kr. -270 

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 520.-  

Gjaldskrá samþykkt samhljóða.

 

4. Fjárhagsáætlun 2014. Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 og voru um hana umræður. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Matarsmiðjan á Flúðum. Sveitarstjóri fór yfir umsókn Matarsmiðjunnar í vaxtarsamning SASS. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn er samþykk þátttöku í verkefninu og lýsir yfir vilja til að halda áfram farsælu samstarfi um Matarsmiðjuna.

6. Rangárbakkar ehf beiðni um styrk. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7. Velferðarnefnd breytingar á samþykktum og tillaga að verðskrá.Oddviti greindi frá drögum að breytingum á samþykktum Velferðarnefndar. Vísað til síðari umræðu. Sveitarstjórn samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskrá Velferðarnefndar um fjárhagsaðstoð og greiðslur til stuðningsfjölskyldna vegna barnaverndarmála.

8. Brunavarnir Árnessýslu. Gjaldskrá. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna fyrir sitt leyti.

9. Skóla- og félagsþjónusta samstarfssamningur. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samstarfssamninginn.

10. Tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum 2014. Útsvar fyrir árið 2014 verði 14,48 %.

Tillaga samþykkt samhljóða.

B. Fasteignagjöld

A-flokkur.Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.

B-flokkur.Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.

C-flokkur.Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3. Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.

Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar 2006. Samkvæmt 3. Grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af örðum, tekjuviðmið er í lið 7.

Gjalddagar fasteignaskatts eru í lið 8.

Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2013 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2013 til 1.des 2014.

Tillögur að fasteignagjöldum samþykktar samhljóða.

Mál til kynningar:

A. Fundur NOS 11.10.13.

B. Tillaga til þingsályktunar v. Krabbameins í blöðruhálskirtli

C. Tillaga að breytingum á lögum um húsaleigubætur.

D. Tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna.

E. Tillaga til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu.

F. Tillaga til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra.

G. Fundargerð HES.

H. Fundargerð starfshóps um skólaþjónustu.

I.  Aðalfundargerð SKS 2013.

J. 44. Aðalfundargerð SASS.

K. Fundargerð 473. Fundar stjórnar SASS.

L. Samþykktir SASS.

M. Ársfundur Umhverfisstofnunar.

N. Frá fundi um Stangarverkefni.

O. Viðbót við rekstrarsjóð v. Málefna fatlaðra- Ósk um viðbótargreiðslu

P. Framlag til SASS.

Q. 32. aðalfundur Sorpstöðvar 2013.

R. Þingsályktunartillaga um veiðigjald.

S. Tilkynning ESA vegna ljósleiðara.

T.Skýrsla sveitarstjóra.

 

Fundi slitið kl. 16:23.

 

Næsti fundur ákveðinn 03. desember. næstkomandi.