Sveitarstjórn

50. fundur 05. nóvember 2013 kl. 13:00

50. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  05 nóvember  2013  kl. 13:00.

 

Mætt til fundar : Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Gunnar Örn Marteinsson. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Gerð var athugasemd við að hluti fundarganga hefði borist seint.

 

1.   63. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita. Mál 21.
 Deiliskipulag minkabús í landi Ása – Nýtt ferli. Sjá fylgiskjöl. Máli var frestað á fundi nr. 49. Skafti og Gunnar greindu frá því að þeir hefðu
átt samtöl við ábúendur að Ásum, Skaftholti og Stóra-Núpi.


Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun.  Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi fyrir minkabú á spildu úr landi Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Um er að ræða um 4,5 ha spildu sem liggur upp að Stóra-Núpsvegi nr. 382, alveg við minkabúið Mön. Innan skipulagssvæðisins eru tveir byggingarreitir. Í öðrum þeirra verður heimilt að reisa minkahús sem samtals geta orðið allt að 8.880 fm að stærð og í hinum er gert ráð fyrir tveimur allt að 6 m háum tönkum.
 Lýsing deiliskipulagsins var kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu sem birtist í Dagskránni, Fréttablaðinu og heimasíðu sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa þann 22. ágúst 2013. Að auki var lýsingin ásamt fylgigögnum send Skipulagsstofnun til umsagnar og til aðliggjandi landeigenda til kynningar. Auk tillögu að deiliskipulagi liggur nú fyrir umsögn 
 Skipulagsstofnunar dags. 6. september 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við lýsinguna og athugasemd Lex lögfræðistofu.
  Þá liggur fyrir skýrsla VSÓ ráðgjafar dags. júlí 2013 sem unnin var fyrir sveitarstjórn og kallast Lykt frá minkabúum - Mat á líklegri lyktarmengun og dreifingu lyktar. Einnig liggur fyrir greinargerð Verkfræðistofu Suðurlands dags. 24. júní 2013 ásamt uppdrætti þar sem farið er yfir mögulega staðsetningakosti fyrir minkabúið innan jarðarinnar Ása.
 Tillagan er efnislega samhljóða tillögu frá 5. maí 2012 sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti. Sveitarstjórn hefur brugðist við og unnið úr þeim ágöllum sem voru á þeirri tillögu að mati Úrskurðarnefndar.
 Einnig frestaði sveitarstjórn afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 01.10 2013 og fól Skafta Bjarnasyni og Gunnari Erni Marteinssyni að ræða við málsaðila. Þær viðræður hafa farið fram án þess að sameiginleg niðurstaða hafi fengist.

 Gunnar Marteinsson sagðist andvígur því að tillagan yrði samþykkt og benti á að hætta væri á að sveitarfélagið myndi verða dæmt til að greiða verulegar skaðabætur. Hann lagði   fram eftirfarandi bókun :
 Hvort að þau gögn sem lögð eru fram við endurupptöku þessa máls nægja til að koma málinu í gegnum úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála verði málinu aftur vísað þangað ætla ég ekki að leggja mat á, en vísa í fyrri bókanir mínar varðandi þetta mál og þá sérstaklega þann þátt er varðar þá hættu að sveitar félagið verði bótaskylt  taki skipulagið gildi.
 Gengið var til atkvæða um tillöguna. Tillagan var samþykkt. Björgvin Skafti Bjarnason, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir og Oddur Bjarnason greiddu atkvæði með tillögunni. Gunnar Örn Marteinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

2. Fundargerð 64.fundar Skipulagsnefndar Uppsveita.Mál nr. 14, 15 þarfnast afgreiðslu. Mál nr 7 og 25 lögð fram til kynningar.
 Gunnar Marteinsson vék af fundi undir lið nr. 14.Fundargerð samþykkt.


3. Endurnýjun leyfis Pizzavagninn. Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun leyfisins fyrir sitt leyti.


4. Endurnýjun leyfis Gunnar Örn Marteinsson Ferðaþjónusta. Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun leyfisins fyrir sitt leyti.


5. Endurnýjun leyfis Kristján Guðmundsson. Kertasmiðjan. Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun leyfisins fyrir sitt leiti.


6. Friðlýsing íbúðarhúss Valdimars Briem Stóra-Núpi. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við friðlýsinguna fyrir sitt leyti.


7. Fjárhagsáætlun viðaukar 2013. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun. Þegar er fyrirsjáanleg hækkun á útgjöldum um 7,9 mkr. Viðauki samþykktur samhljóða.


8. Fjárhagsáætlun 2014. Fyrri umræða. Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Auk þess var lögð fram á áætlun er nær til ársins 2017. Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.


9. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2014. Afgreiðslu gjaldskrá vísað til umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.


10. Tillaga að útsvarsprósentu og álagningu fasteignagjalda 2014. Afgreiðslu um útsvarsprósentu og álagningu fasteignagjalda vísað til umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.


11. Ræktunaráætlun Bjarnarlón. Áætlun lögð fram og kynnt.


12. Skólaþjónusta í Árnesþingi. Lagt var fram minnisblað frá nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnessýslu. Varðandi velferðar – og skólaþjónustu. Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu.
 Sveitarfélögin sem standa að velferðarþjónustu Árnessýslu utan Árborgar hyggjast stofna  skólaþjónustu sem taki við  þegar Skólaskrifstofa Suðurlands hættir.
 Velferðar- og skólaþjónusta Árnesþings.  Kostnaður vegna skólaþjónustunnar er áætlaður um  35 milljónir króna sem skiptist niður á sveitarfélögin í samræmi við fjölda nemenda í leik-og grunnskóla.
 Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir fyrir sitt leiti  að auglýst verði  eftir þremur starfsmönnum, tveimur kennsluráðgjöfum, bæði fyrir leik- og grunnskóla og einum sálfræðingi sem gæti þá bæði sinnt velferðar- og skólaþjónustunni. Jafnframt felur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps oddvita og sveitarstjóra að vinna áfram að stofnun skólaþjónustunnar.


13. Fyrirspurn frá Gunnar Marteinssyni til sveitarstjóra. 
 Á 44 fundi sveitarstjórnar sem haldin var í Árnesi 07.05.2013 var eftirfarandi bókað : Framkvæmdir við gámasvæði við Árnes og fráveitu í Brautarholti. Lagðar voru fram áætlaðar kostnaðartölur þar að lútandi. Samþykkt að bjóða út framkvæmdir við gámasvæði neðan við Árnes ásamt gámaplani. Samþykkt að semja án útboðs við verktaka um framkvæmdir við fráveitu í Brautarholti. Sveitarstjóra falið að halda utan um verkefnin.“


 Í framhaldi af þessari bókun óskar undirritaður eftir að fram verði lagt á fundinum hvar vinna við útboð á gámaplani við Árnes er statt.
 Jafnframt óskar undirritaður eftir að á fundinum verði upplýst við hvaða verktaka var samið vegna fráveitu í Brautarholti, hver er staða þeirra framkvæmda og hvaða kostnaður er þegar fallinn á verkið.
Gunnar Örn Marteinsson.

  
 Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi skýringar. Varðandi framkvæmdir við gámasvæði. Hönnun vegar  og útboðsgögn hafa verið útbúin af Verkfræðistofu Suðurlands. Tafir hafa verið í skipulagsferli. Breytt útfærsla  af deiliskipulagi verður lögð fyrir næsta fund skipulagsnefndar. 
Verði sú tillaga afgreidd verður ekkert til fyrir stöðu að bjóða verkið út.
Varðandi framkvæmdir við fráveitu í Brautarholti.
Samið var við Nesey um að verkið. Kostnaður nam kr. 7.255.000
Verkinu lauk í lok júní síðastliðnum.


14. Tillaga um sorphirðu frá Gunnari Marteinssyni. 
Sveitarstjórn samþykkir að undirbúa útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu sem gerir ráð fyrir tveggja tunnu kerfi en ekki þriggja tunnu eins og gert var í síðasta samningi um sorphirðu.

Með samþykkt þessarar tillögu fellur úr gildi fyrri ákvörðun sveitarstjórnar sem byggir á tillögu umhverfisnefndar frá 23.04.2013 um að semja við Íslenska gámafélagi án útboðs til september 2015, enda telur flutningsmaður tillögunnar hæpið að slíkt standist innkaupareglur sveitarfélagsins.
 Gunnar Örn Marteinsson.


 Greinargerð.
Þegar samið var á sínum tíma við Íslenska gámafélagið um sorphirðu án útboðs byggði það á því sjónarmiði að það fyrirtæki var það eina sem bauð uppá þriggja tunnu kerfi í sorphirðu, en það var í samræmi við metnaðarfull markmið sveitarstjórnar á þeim tíma, á þeim tíma sem sá samningur var gerður voru ekki í gildi innkaupareglur hjá sveitarfélaginu.

Nú er rúmlega ár síðan  samningurinn við Íslenska gámafélagið rann út og því löngu tímabært að undirbúa útboð á þessum málaflokki, auk þess hefur sveitarstjórn samþykkt tillögu umhverfisnefndar að hætta söfnun á lífrænum úrgangi án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn sem koma í veg fyrir að lífrænn úrgangur fari með almennu sorpi, það er því eðlilegur framgangur að miða útboð á sorphirðu við tveggja tunnu kerfi sem mörg sveitarfélög eru með.  Einnig er rétt að benda á að ekki hefur verið lagður fram nýr samningur við Íslenska gámafélagið í sveitarstjórn til staðfestingar, ekki er því um að ræða samnings rof  þó svo tillaga um útboð verði samþykkt.


Tillagan var felld. Gunnar Örn samþykkti, Oddur Bjarnason sat hjá. Skafti, Jón og Harpa Dís voru á móti.


15. Beiðni Kvennaathvarfs um styrk. Samþykkt að styrkja Kvennaathvarf um 25.000 kr.


16. Stofnun veiðideildar um Fossá. Sveitarstjóri kynnti þörf á að stofna veiðideild um Fossá í Þjórsárdal með öðrum er fara með nýtingarrétt árinnar. Það eru Skógrækt ríkisins og Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiða. Sveitarstjóra falið að vinna að stofnun veiðideildar um Fossá í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiða.


17. Fundargerðir Fræðslunefndar Flúðaskóla. Fundargerðir staðfestar.


18. Fundargerð fræðslunefndar vegna æskulýðsmála. Fundargerð staðfest.


19. Fundargerð Afréttarmálafélags Gnúpverja. Fundargerð samþykkt.


20. Fundargerð Skólanefndar. Máli frestað til næsta fundar.


21. Gjaldskrá Brunavarna Árnessýslu og heimildarbeiðni um lántöku.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Brunavörnum Árnessýslu einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhlut 31.12.2012 að fjárhæð 300.000.000 kr. Sveitarstjóra falið að undirrita tilheyrandi skjöl.


22. Samningur við Þjórsárdalslaug ehf. Máli frestað.


23. Samningur um Sorphirðu við Íslenska Gámafélagið. Samningur staðfestur með fjórum atkvæðum. Skafti, Harpa Dís, Jón voru samþykk. Oddur sat hjá. Gunnar Örn var á móti og taldi eðlilegar að málið færi í útboð.


24. Ráðning Rekstraraðila í Árnes og á Tjaldsvæði. Sveitarstjóra falið að vinna að samningi við Rósu Kr Benediktsdóttur.

 


Mál til kynningar

A. Þingsályktunartillaga um fæðingarorlof.
B. Þroskahjálp Ályktun.
C. 228. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
D. 229. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
E. 230. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
F. 230. Stjórnarfundur SASS.
G. 151.Stjórnarfundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
H. 155.Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
I. 156.  Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

J. 157. Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
K. 471. Stjórnarfundur SASS.
L. 472. Stjórnarfundur SASS.
M. 231. Stjórnarfundur SASS.
N. Fundur samstarfsnefndar Sambands Svf. Fl, KÍ og SNS
O. Fundur samstarfsnefndar Sambands svf og Sjúkraliða. 
P. 3. Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu.
Q. 4. Fundargerð fagráðs Brunavarna Árnessýslu.
R. Boðsbréf - Umhverfisþing.
S. Punktar frá fundi um Rammaskipulag í Þjórsárdal.
T. Skýrsla sveitarstjóra.
U. Matarsmiðjan.

Fundi slitið kl  16:47.

Næsti fundur ákveðinn 19. nóvember næstkomandi.