- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
47. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 13 ágúst 2013 kl. 13:00.
Mætt til fundar : Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Einar Bjarnason en hann mætti í forföllum Sigrúnar Guðlaugsdóttur. Auk þess mætti Jóhanna Arnardóttir og sat hún fundinn undir lið.1. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
Oddviti kom með tillögu um breytingar á áður boðaðri dagskrá.
Liður 12. Erindi frá Smalahundafélagi Árnessýslu.
Hann óskaði eftir að þessu máli yrði bætt á áður boðaða dagskrá. Ekki komu fram athugasemdir við þessar breytingar.
1. Fundargerð 61. fundar Skipulags- og bygginganefndar.
Mál nr. 5
LB_Hagi lnr. 166550 – ný íbúðarhúsalóð
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að stofnuð verði 933 fm lóð utan um núverandi íbúðarhús (fnr. 220-2305) úr landi Haga lnr. 166550. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr 6.
LB_Hæll Miðnes – sameining og landsskipti
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lóðirnar Hæll Miðnes lnr. 166568 og Hæll 1 lóð 2 lnr. 220291 verði sameinaðar (samtals 38.878,5 fm) og síðan skipt í fjórar minni lóðir. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 16.
Deiliskipulag minkabús að Ásum. Oddviti vék af fundi og kallaði til Jóhönnu Arnardóttur í sinn stað, Oddviti bað varaoddvita að stýra fundi.
Lögð er fram skýrsla frá Verkfræðistofu Suðurlands dagsett 08.08.2013.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar viðeigandi aðila. Gert er ráð fyrir að lýsingin verði aðgengileg á vef sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa.
Bent er á að meðfylgjandi lýsingu þessari er skýrsla frá Verkfræðistofu Suðurlands. Dags. 24.06.2013, þar sem kannaðar eru aðrar staðsetningar á minkahúsi í landi Ása. Jafnframt er meðfylgjandi skýrsla frá VSÓ ráðgjöf dags. Í júlí 2013. Lykt frá minkabúum. Mat á líklegri lyktarmengun og dreifingu lyktar. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Mál nr. 17: Dskbr. Hulduheimar. Oddviti kom aftur til fundar og tók við fundarstjórn og vék Jóhanna af fundi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyta deiliskipulagi Hulduheima úr landi Álfsstaða (lnr. 215104) skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að undanþága fáist frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægð mannvirkja frá þjóðvegi. Í greinargerð breytingarinnar er farið yfir rökstuðning breytingar, þ.e. að landfræðilegar aðstæður eru þannig að hentugra er að byggja á svæði sem er innan við 100 m frá þjóðvegi en fjær honum. Þá má aftur benda á að skv. vegaskrá vegagerðarinnar er vegurinn skilgreindur sem héraðsvegur sem þýðir að við næstu endurskoðun aðalskipulags mun skilgreining hans breytast til samræmis við það. Þá er vegurinn mjög fáfarinn og skv. vegtalningu árið 2007 er meðal umferð á dag allt árið eingöngu 16 bílar. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um að undanþága fáist frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægðir mannvirkja frá þjóðvegum.
Mál nr. 18: Íbúðarhús – Stóra-Núpi
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins. Í lýsingum fyrir íbúðarhús og frístundahús þarf að taka afstöðu til umsagnar fyrirliggjandi umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og m.a. gera grein fyrir núverandi áhrifasvæði minkabúsins Mön.
Mál nr. 19: Kílhraun – lögbýlið Mörk
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir lögbýlið Mörk að lokinni auglýsingu með minniháttar lagfæringum til að koma til móts við ábendingar í umsögnum Veðurstofunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykkt með fyrirvara um umsagnir Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands sem eiga eftir að berast (nýjar umsagnir).
2. Áhaldahús. Verkefnaskipan og ráðningarmál. Sveitarstjóri fór yfir rekstrartölur úr rekstri áhaldahúss sveitarfélagsins. Hann lýsti hugmyndum um endurskipulagningu verkefna er heyra undir áhaldahúsið. Samþykkt að fela Sveitarstjóra og oddvita að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri ofangreindra rekstrarþátta. Sveitarstjóra falið að ganga frá framlengingu tímabundinnar ráðningar starfmanns í áhaldahúsi.
3. Samningur við Motus um innheimtuþjónustu. Samningur staðfestur.
4. Atvinnumálastefna. Lögð var fram skýrsla frá atvinnuráðgjöf SASS varðandi atvinnumálastefnu sveitarfélaga. Samningi vísað til Atvinnu-fjarskipta og samgöngunefndar.
5. Samningur við Skaftholt sjálfseignastofnun um jarðgerð lífræns sorps. Samningur samþykktur og sveitarstjóra falið undirrita samninginn.
6. Samningur við Tónsmiðjuna. Framlenging eldri samnings. Samningur samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.
7. Undirbúningur v. skólaskrifstofu. Samningur. við Gerði Óskarsdóttur um ráðgjöf. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða samninginn fyrir sitt leyti.
8. Styrkur til Árnesingafélags vegna framkvæmda við Áshildarmýri.
Framlögð beiðni um styrk til Árnesingafélagsins að fjárhæð kr 148.499. Samþykkt samhljóða.
9. Rekstrarmál Þjórsárstofu. Skýrsla umsjónarmanns kaffihúss Þjórsárstofu, ásamt rekstrartölum lagt fram og kynnt.
10. Rekstrarmál tjaldsvæðis í Árnesi og sundlauga. Skýrsla umsjónarmanns lögð fram og kynnt.
11. Gjaldskrá Sorpmála.Afgreiðslu frestað.
12. Erindi frá Smalahundafélagi Árnessýslu. Beiðni um styrk að fjárhæð. 50.000 kr.Beiðni samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
A. Fundargerð. 807 fundar stjórnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga.
B. Fundargerð Samb. Ísl Svf og félags tónlistamanna, og Kí
C. Úthlutun úr Námsgagnasjóði.
D. Umsögn Skipulagsstofnunar vegna virkjunarinnar Búrfell 2.
E. Jöfnun tekjutaps á fasteignaskatti.
F. Uppgjör á framlagi lækkaðra fasteignaskatta.
G. Umsögn um frumvörp. Mál 6,7 og 25 frá Velferðarnefnd Alþingis.
H. Staðfesting ráðuneytis um samþykktir sveitarfélagsins.
I. Byggingamál í samþykktum sveitarfélaga.
J. Umsögn um frumvarp um breytingu á Skipulagslögum frá 2010.
K. Skýrsla um opinbera vefi.
L. Skýrsla sveitarstjóra.
M. Fundargerð 15. Fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
Fundi slitið kl 15:10.
Næsti fundur ákveðinn 3. september næstkomandi.