Sveitarstjórn

40. fundur 08. janúar 2013 kl. 13:00

40. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  08.01.  2013  kl. 13:00.


Mætt til fundar : Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason og Harpa Dís Harðardóttir.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Björgvin Skafti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir einu máli yrði bætt á dagskrá fundarins. Beiðni Ásahrepps um inngöngu í byggðasamlag um Skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Hún var samþykkt. Árni Stefán Jónsson og Heiðar Sigtryggsson mættu til fundar vegna 1. Liðar á dagskrá.

     

Dagskrá:


1. Skipulagsmál að Vorsabæ 2. Varðandi fyrirhugaðrar uppsetningar á vindmyllum. Til fundar mættu Heiðar Sigtryggsson og Árni Stefán Jónsson vegna málsins. Þeir eru eigendur tveggja sumarhúsa og 24.8 hektara spildu að Vorsabæ. Húsin eru staðsett í 1-1,3 km fjarlægð frá fyrirhuguðum vindmyllum. Þeir höfðu  gert athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir. Oddviti gaf þeim orðið. Þeir lýstu áhyggjum sínum vegna þessa.

Árni benti á að sveitarstjórn þyrfti að mynda sér stefnu um hvar ætti að leyfa uppbyggingu vindmylla. Hann benti á að þörf væri á að fram færu rannsóknir á vindstyrk og veðráttu. Auk þess þyrfti að huga að hávaðamengun. Heiðar spurði hver væri efnahagslegur eða félagslegur ávinningur sveitarfélagsins af uppbyggingu vindmylla sem þessara, hann sagðist ekki hafa trú á að þau væru nein. Ennfremur greindi Heiðar frá áhyggjum sínum af sjónmengun af áðurnefndri framkvæmd.

Gunnar benti á að hugsanlega væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að samþykkja uppbyggingu sem þessa. Kvaðst samt alls ekki vera mótfallinn vindmyllum. Hann sagðist skilja sjónarmið Heiðars og Árna. Árni kvaðst hafa áhyggjur af því að ef heimilað yrði að byggja tvær vindmyllur þá gæti orðið erfitt neita uppbyggingu á fleiri vindmyllum. 
Árni og Heiðar viku af fundi.

Skafti ræddi þann möguleika að vísa málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og bygginganefndar. Jón Vilmundarson kvaðst samþykkur því.Gunnar benti á að málinu hefði verið hafnað í nóvember síðastliðnum og taldi fátt hafa komið fram í málinu síðan þá.
 

Skafti lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps Vísar aðalskipulagstillögu um Vorsabæ til skipulags og bygginganefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps til efnislegrar umfjöllunar.


 Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum. Björgvin Skafti, Jón Vilmundarson Oddur Bjarnason og Harpa Harðardóttir voru samþykk.

Gunnar Örn Marteinsson greiddi atkvæði á móti og  lagði fram eftirfarandi bókun:

Tel  ekki ásættanlegt að breyta landnotkun í þá veru sem hér er um sótt vegna sjónrænna áhrifa af framkvæmdinni og tel því að hafna beri beiðninni um breytingu á aðalskipulaginu. 

2. Beiðni um húsaleigustyrk frá kvenf. Gnúpverja.2013. Lagt fram.

3. Umsögn um breytingu á lögum um Gatnagerðargjald  lög nr. 290. Ekki er gerð athugasemd við breytingu laganna.


4. Fyrirkomulag styrkjamála. Samþykkt að félög og kórar er starfa í sveitarfélaginu geti fengið afslátt af húsaleigu í félagsheimilum sveitarfélagsins eða öðru húsnæði í eigu þess.


5. Beiðni um styrk til eldvarnarátaks frá LSS. Beiðni vísað til Brunavarna Árnessýslu.

6. Kaffistofa samhjálpar.Beiðni um styrk. Samþykkt að veita kr. 15.000  til málsins.


7. Landbótafélag Gnúpverja beiðni um styrk. Greiðsla vegna áranna 2012 og 2013 samkvæmt samningi milli landbótafélags Gnúpverja og Skeiða og Gnúpverjahrepps samþykkt.


8. Umsókn um styrk vegna tónleikahalds. Samþykkt að veita kr.60.000 til verkefnisins.


9.  Uppsögn samninga um tjaldsvæði við Árnes og í Brautarholti. Samþykkt að segja upp samningum.


10.  Brunavarnir Árnessýslu kauptilboð og samningur vegna Árvegar 1. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um málið.


11. Fundargerð Fræðslunefndar Flúðaskóla. Fundargerð samþykkt.

12.  54 fundur Skipulag og Byggingafulltrúa mál nr. 1, 15,16 og 17 þarfnast umfjöllunar. Mál nr. 1samþykkt samhljóða. Mál nr. 15. Samþykkt samhljóða. Mál nr. 16. Samþykkt samhljóða. Mál nr. 17. Samþykkt samhljóða.

13.  Deiliskipulag fyrir Mörk 
 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012 varðandi deiliskipulag lögbýlisins Mörk úr landi Kílhrauns. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 25. júlí 2012 að auglýsa deiliskipulagstillöguna og sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar 14. ágúst.

En þar sem málið var ekki tekið fyrir sérstaklega á fundi sveitarstjórnar lítur Skipulagsstofnun svo á að sveitarstjórn hafi ekki tekið afstöðu til málsins og þess vegna hafi ekki verið heimilt að auglýsa tillöguna. Að auki er gerðar nokkrar athugasemdir við tillöguna auk þess sem leita þarf að nýju að umsögnum.
 Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerðar hafa verið lagfæringar á gögnum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa er einnig falið að leita viðeigandi umsagna.

14.  Samningur um Þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða. Samningur staðfestur af sveitarstjórn.

 

15.  Skógræktarfélag Íslands. Erindi lagt fram og kynnt.

 

16.  Afsláttur fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja. Samþykkt tekjuviðmið eldri borgara og öryrkja á grundvelli samþykktar á sveitarstjórnarfundi 7. Febrúar 2006.

 

17.  Þóknun sveitarstjórnarmanna. Lögð var fram tillaga að breytingu á samþykkt sveitarstjórnar frá 30.06. 2010. 8. Lið um launakjör sveitarstjórnarfólks. Samþykkt að laun fyrir vinnufundi sveitarstjórnarfólks verði 4 % af þingfararkaupi.


18.  Starfssamningur oddvita. Samningur lagður fram.og samþykktur.

19.  Samningur við Steinsholt sf og framvinda arkitektavinnu í Þjórsárdal. Á fundi 23.apríl 2012 var samþykkt að leggja 1 mkr til skipulagsvinnu í Þjórsárdal. Samningur var gerður við Steinsholt sf um verkefnið. Samþykkt samhljóða að leggja 1,2 mkr til verkefnisins til viðbótar. Jafnframt samþykkt að funda með Gísla um lokaáfanga verkefnisins.


20.  Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis – og auðlindamála. Samþykkt að fela Lögmönnum Suðurlandi að svara ofangreindu bréfi.


21.  Breyting á nefndarskipan Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Tillaga var lögð fram um eftirfarandi breytingar á nefndarskipan í Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
  Í skipulags og bygginganefnd er lagt til að Björgvin Skafti verði  varamaður í stað Gunnars Arnar Marteinssonar. Í Héraðsnefnd er lagt til að Björgvin Skafti Bjarnason verði fulltrúi í stað Gunnars Arnar Marteinssonar. Fræðslunefnd Flúðaskóla Helga Kolbeinsdóttir sem varamaður í stað Sigurðar Kárasonar. Í Umhverfisnefnd er lagt til að Jóhannes Eggertsson verði varamaður í stað Huldu M. Þorláksdóttur. Á landsfund Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Björgvin Skafti Bjarnason í stað Gunnars Arnar Marteinssonar. Tillaga samþykkt samhljóða.


22.  Tryggingar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjóri tilkynnti niðurstöður tilboða er borist höfðu tryggingar sveitarfélagsins. VÍS átti lægsta tilboð. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að undirrita samning við VÍS.

 

23. Beiðni Ásahrepps um aðild að byggðasamlagi um Skipulags og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.  Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir fyrir sitt leyti aðild Ásahrepps og fagnar innkomu þeirra.

24. Oddviti sagði frá fundi með forsvarsmönnum Strætó BS um möguleika á aðkomu Strætó að akstri frá Sandlækjarholti að Árnesi.


25. Oddviti sagði frá fundi með forsvarsmönnum Árnesingafélagsins varðandi Áshildarmýri.

 

 Mál til kynningar

A. 13. fundur Brunavarna Árnessýslu.

B. 91. fundargerð fulltrúaráðs BÁ 13. des.12.

C. 107. fundargerð stjórnar BÁ 13.des12.

D. 143. fundur stj. Skólaskrifstofu Suðurlands.

E. 144. fundur stj. Skólaskrifstofu Suðurlands.

F. Framhaldsframkvæmdir í Áshildarmýri.    

G. Fundargerð Samb. Ísl Sveitarfélaga nr. 802.

H. Afgreiðsla Byggingafulltrúa nr. 91

I. Skýrsla sveitarstjóra. 
                                                                                              

Fundi slitið kl : 17:00. 

Næsti fundur ákveðinn 05. febrúar  næstkomandi.