- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
39. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 04.desember 2012 kl. 13:00.
Mætt til fundar: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason og Harpa Dís Harðardóttir. Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Gunnar Örn oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Björgvin Skafti Bjarnason kvaddi sér hljóðs. Hann lagði fram beiðni um breytingu á dagskrá. Hann lagði fram vantrauststillögu á Gunnar Örn Marteinsson sem oddvita. Tillagan var samþykkt af Jóni Vilmundarsyni, Hörpu Dís Harðardóttur, Björgvin Skafta Bjarnasyni og Oddi Bjarnasyni. Gunnar Örn Marteinsson greiddi atkvæði á móti. Gunnar Örn kvaðst ekki hafa lengur umboð til að stjórna fundi. Hann óskaði eftir að Jón Vilmundarson varaoddviti tæki við fundarstjórn. Jón tók við fundarstjórn og bar fram tillögu þess efnis að Björgvin Skafti yrði kjörinn oddviti. Tillaga samþykkt af Jóni Vilmundarsyni, Hörpu Dís Harðardóttur, Björgvin Skafta og Oddi Bjarnasyni. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá. Björgvin Skafti tók við fundarstjórn og gaf Jóni Vilmundarsyni orðið. Hann sagði af sér sem varaoddviti. Björgvin Skafti lagði fram tillögu um að Oddur Bjarnason yrði kjörinn varaoddviti. Tillaga samþykkt af Jóni Vilmundarsyni, Hörpu Dís Harðardóttur, Björgvin Skafta Bjarnasyni og Oddi Bjarnasyni. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.
Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun : Hef aldrei þau rúm tíu ár sem ég hef setið í sveitarstjórn lent í því að finna fyrir þeim stuðningi við mín störf sem ég hef fundið fyrir undanfarið. Ég er afskaplega þakklátur fyrir það kveð oddvitastarfið í bili alla vega mjög sáttur við þann árangur sem náðst hefur þann tíma sem ég gegndi því. Bauð öðrum fulltrúum K-lista í sveitarstjórn það í gær að ég tæki mér leyfi í tvo mánuði og bauð jafnframt uppá þann möguleika að ég léti endanlega af störfum eftir það ef þeir sem skipuðu K-lista í síðustu kosningum teldu það vera fyrir bestu. Tel mjög hæpið að þeir fulltrúar K-lista sem standa að þessu meirihlutasamstarfi hafi meirihluta þeirra sem studdu þann lista síðast á bak við sig í þessari ákvörðun sinni.
Það er erfitt að gerast dómari í eigin sök en án efa á ég minn þátt í því hvernig mál hafa þróast hjá fulltrúum K-lista í sveitarstjórn og mun ekki fjalla meir um það í þessari bókun en leyfi öðrum fulltrúum listans að njóta vafans í þeim efnum enda nóg komið að tilgangslausu pexi í þeim herbúðum.
Vill biðja kjósendur K-lista afsökunar á því hvernig mál hafa þróast og mun gera þeim betur grein fyrir minni sýn á þessi mál á næstunni.
Óska nýkjörnum oddvita velfarnaðar í starfi og er tilbúinn að vera honum innan handar telji hann það geta komið sér að notum í sínum störfum.
Eftir að hafa lagt fram áðurgreinda bókun vék Gunnar Örn af fundi. Hann kallaði ekki inn varamann.
Gengið var til áðurboðaðrar dagskrár
2. Beiðni Leikdeildar UMFG. Beiðni um niðurfellingu húsaleigu samþykkt. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að lagfæringar á ljósaborði og ljóskösturum í sal fari fram.
3. Ferðaþjónusta og veitingar í Árnesi. Niðurstaða starfshóps var kynnt.
Harpa Dís Harðardóttir sagði frá þeirri vinnu sem starfshópurinn hefur unnið. Hópurinn leggur áherslu á að tjaldsvæði í Árnesi og á Brautarholti verði rafvædd settir verði upp ca 30 tenglar á hvorum stað. Áætlaður kostnaður við rafvæðingu samkvæmt könnun nefndarinnar er 1,6 mkr. á hvorum stað. Sveitarstjórn samþykkir að nefndin vinni áfram að málinu. og að auglýst verði eftir nýjum rekstaraðilum í janúar næstkomandi.
4. Fundur Skipulags – og byggingafulltrúa nr. 53 dags 22.11.2012
Eftirfarandi mál þarfnast staðfestingar :
Mál nr. 43 Málsnr. 201105233196 : Breyting á deiliskipulagi Árness – Færsla
á hringtorgi við nýjan tengiveg.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi Árness, vegna breytinga á legu tengivegar, verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 44, Málsnr. 201107723327. Dsk Hamarsholt land 220290 (Lómsstaðir)
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulag fyrir nýtt um 25 ha lögbýli úr landi Hamarsholts, Lómsstaðir, verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 45 Málsnr. 201112513592. Dskbr. Flatir – lóðir 5 og 6
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Flata, lóðir nr. 5 og 6, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem tillagan hefur áður verið kynnt án athugasemda og þegar er búið að framkvæma í samræmi við breytinguna.
5. Björgunarsveitin Sigurgeir samstarfssamningur. Drög að samningi milli sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar lögð fram. Samningurinn skal vera til fimm ára. Samningur samþykktur af hálfu sveitarstjórnar.
6. Björgunarsveitin Sigurgeir beiðni um styrk. Um er að ræða styrk til að mennta allt að þrjá björgunarsveitarmenn sem ætlað er að sérhæfa í björgunaraðgerðum með notkun nýrrar björgunarsveitarbifreiðar og þeim búnaði sem henni fylgir. Það kostar 80.000 krónur að mennta hvern þeirra. Sveitarstjórn samþykkir að veita 240.000 krónur til málsins.
7. Drög að samningi um tæknisvið uppsveita. Ákveðið að fresta afgreiðslu.og sveitarstjóra falið að skoða betur hvað í samningi felst..
8. Fjárhagsáætlun 2013- 2016. Síðari umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun var tekin til lokaafgreiðslu. Helstu niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi.
Heildartekjur A og B hluta 452.068 þkr.
Rekstrarafgangur A og B hluta sveitarsjóðs eftir fjármagnsliði 29.681 þkr
Handbært fé frá rekstri A og B hluti 50.044 þkr
Fjárhæðir í þúsundum króna.
Heildartekjur 452.068
Eignir alls 686.495
Gjöld 424.699
Skuldir alls 97.785
Afkoma f fjármliði 27.369
Eigið fé 588.710
Fjármagnsgjöld - 1.688
Handbært fé frá rekstri 50.044
Afkoma e fjárm.liði 29.681
Áætlað er að fjárfesta í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 33,3 mkr. Þar er um verulega aukningu að ræða frá fyrri umræðu um fjárhaglsáætlun. Ekki er gert ráð fyrir lántöku til fjárfestinganna.
Fjárhagsáætlun til áranna 2014,2015 og 2016 er unnin samhliða áætlun 2013. Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:
2014 2015 2016
Tekjur 452.068 452.068 452.068
Gjöld - 425.033 - 425.953 - 427.456
Fjarmagnsl - 636 63 807
Rekstrarafg 26.399 26.178 25.419
Eigið fé 615.108 641.286 666.704
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og fyrir árin 2014-2016 samþykktar samhljóða.
9. Fundargerð 22.Skólanefnd- Leikskólamál. 28 nóv. Fundargerð samþykkt.
10. Fundargerð 23.Skólanefnd- Grunnskólamál 28 nóv.Fundargerð samþykkt.
11. Beiðni Nýsköpunarkeppni grunnskólanema um styrk. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 25.000 til nýsköpunarkeppninnar.
12. Héraðssambandið Skarphéðinn beiðni um styrk. Sveitarstjórn bendir á að Héraðssambandið hefur verið styrkt í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.
13. Landsbyggðin lifi. Umsókn um styrk. Beiðni hafnað.
14.
15. Samstarfssamningur um verkefni vegna IPA styrkumsóknar Uppsveita Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. Oddvita falið að ganga frá samningi.
16. Vegur Heiðargerði. Erindi frá Ragnari Ingólfssyni. Sveitarstjóra falið að skoða málið í samráði við skipulagsfulltrúa.
17. Fundur stjórnar embættis. Skipulags og byggingafulltrúa nr. 13. Fundargerð samþykkt samhljóða.
18. Hátíðisdagur vegna verkloka ljósleiðara 12. Janúar 2013. Sveitarstjóri sagði frá hugmynd um að sveitarfélagið stæði fyrir samkomu í tilefni af lokum ljósleiðaraframkvæmda. Samþykkt að efna til samkomu af ofangreindu tilefni. Sveitarstjóra og oddvita falið að skipuleggja samkomuna.
Mál til kynningar
A. 145. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
B. 146. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
C. 12. fundargerð Velferðarnefnd Árnesþings
D. Fundargerð 801. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
E. Starfsleyfi vatnsveitu Skeiða – og Gnúpverjahrepps
F. Bréf Samkeppniseftirlits til sveitarfélaga
G. 90. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa uppsveita Árn. og Flóa.
H. Fundargerðir Félags Orkusveitarfélaga Aðalfundur og fundir 1-8.
I. Afstöð myndir af fyrirhuguðum vindmyllum á Vorsabæ
J. Handbók í nýsköpun.
K. Fundur um skólastefnu leik og grunnskóla, Hrun , Skeið og Gnúp.
L. Aðalfundargerð SASS
M. 462. stjórnarfundur SASS
N. Fundargerð Velferðarnefndar 7. Nóv. S.l.
O. Fundarboð aukaaðalfundar SASS 14.12.
P. Fundargerð kynningarfundur um urðunarstaði.
Fundi slitið kl 17:41.
Næsti fundur ákveðinn 8 janúar 2013 næstkomandi.