Sveitarstjórn

26. fundur 10. janúar 2012 kl. 14:00

26. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn  10.01.2012 í Árnesi kl. 14:00.


Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.    Gunnar Örn Marteinsson ritaði fundargerð.

Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið en svo reyndist ekki vera.

 


1.  Fulltrúar Fjarska sem mæta áttu á fundinn og fara yfir þá vinnu sem þeir hafa unnið vegna athugunar á lagnaleiðum ljósleiðara boðuðu forföll vegna ófærðar.

 

2.  Fundargerð 42. fundar skipulags- og byggingarnefndar haldinn 15.12.2011,  jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð 74. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa haldinn 07.12.2011.
Fundargerðin samþykkt.

 


3.  Styrkbeiðni frá hópi sem ákveðið hefur að halda Gunnlaugi Skúlasyni dýralækni heiðurssamsæti í tilefni starfsloka hans.
Samþykkt  að veita styrk að upphæð kr. 50.000,-

 

4.  Fundargerð 5. fundar velferðarnefndar Árnesþings haldinn 14.12.2012, jafnframt lögð fram starfsáætlun fyrir árið 2012.
Fundargerðin samþykkt.

 

5.  Erindi frá Sýslumanni þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Himbrima ehf, kt. 500304-2270 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki V í samræmi við lög nr.85/2007 í Hótel Heklu, Brjánsstöðum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

6.  Lagður fram til staðfestingar leigusamningur við Þjórsárdalslaug sf, kt. 430511-2030 um leigu á sundlaug í Þjórsárdal.
Samningurinn samþykktur.

 

7 . Fundargerð 88. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu haldinn 07.12.2011.
Varðandi mál nr. 1 í fundargerðinni telur sveitarstjórn eðlilegt að skipting framlaga sveitarfélagana miðist 50% við íbúafjölda og 50% við brunabótamat.

 

8.  Fundargerð 210. fundar stjórnar Sorpsstöðvar Suðurlands.
Samþykkt að oddviti verði fulltrúi sveitarfélagins á aukaaðalfundi Sorpstöðvarinnar sem haldinn verður 17.  janúar 2012.

 


Mál til kynningar

 


A. Fundargerðir Inntökuráðs ART teymis 14. fundur haldinn 17.05.2011 og 15. fundur haldinn 12.12.2011.

 

B.  Fundargerð 137. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

C.  Fundargerð 88. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu haldinn 07.12.2011.

 

D.  Fundargerð 105. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu haldinn  07.12.2012.

 

E.  Fundargerð 210. fundar stjórnar Sorpsstöðvar Suðurlands.

 

F.  Fundargerð 792. fundar stjórnar sambands Íslenskra Sveitarfélaga.

 

G.  Erindi frá Landmælingum Íslands þar sem gerð er grein fyrir innleiðingu á lögum nr.  44/2011  um grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar.

 

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl.  15.45.

 

Ítarefni aðgengilegt  hér