Sveitarstjórn

25. fundur 15. desember 2011 kl. 13:00

25. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, fimmtudaginn 15.12.2011 í Árnesi kl. 13:00.


Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
 Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

 

1. Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, síðari umræða.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar í þúsundum króna vegna ársins 2012 eftir fyrri umræðu.


                                A hluti                         A og B hluti
Tekjur                    398.896                          408.457
Gjöld                     (377.949)                       (382.477)
Fjármunatekjur         8.923                             4.127
Rekstrarniðurstaða   29.870                          30.107

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar við síðari umræðu.
Gert verði ráð fyrir nýjum skiltum á sveitarfélagamörkum, kostnaður áætlaður kr.650.000,-
Haldinn verði Landnámsdagur, kostnaður áætlaður kr. 500.000,-
Kostnaður í rekstri félagsmiðstöðvar hækki un kr.150.000,- v/ aukins stöðuhlutfalls  starfsmanns.
Kostnaður v/skólaþings með Hrunamannahreppi kr. 300.000,-
Styrkur til  ungmennafélaga og kvenfélaga í sveitarfélaginu  verði  480.000,- í heildina, unnið verði að því að gera samninga við félögin um úthlutun styrkja.
Jafnframt er lagt fram álit Björgvins Guðmundssonar endurskoðanda hjá KPMG um fjárhagsleg áhrif fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun ársins 2012 í samræmi við ákvæði 1. málsgreinar 65. gr. sveitarstjórnarlaga. 
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum.


2.  Tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2015 síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna  eins og hún liggur fyrir.

 

3.  Erindi frá Ungmennafélögunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með ósk um styrk.
Erindinu hafnað og vísað  til bókunar  í fjárhagsáætlun 2012. Bendum einnig á að sveitarfélagið samþykkti  50.000,-  í æskulýðs- og tómstundastyrk fyrir hvert barn á aldrinum  6 – 18 ára sem á lögheimili í sveitarfélaginu.


4.  Bókun frá sveitarstjórn Skagafjarðar. Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra.  Bókun lögð fram.

 

5.  Erindi frá HSu. Endurskipulagning heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum yfir niðurskurði á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

 

6.    Erindi frá HSK með ósk um fjárstuðning.  Sveitarstjórn bendir á að sveitarfélagið styrkir HSK í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.

 

7.    Erindi frá sóknarnefndum Ólafsvallakirkju og Stóra-Núpskirkju með ósk um húsaleigustyrk.    -     Erindið samþykkt.

 

8.    Erindi frá stjórn Félags tónlistarkennara. Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum.   Lagt fram.

 

9.   Tillaga að gjaldskrá útleigu á fasteignum sveitarfélagsins 2012.  Lögð fram og starfsmönnum skrifstofu falið að vinna hana frekar í framhaldi af umræðum fundarins.

 

10. Starfsmannamál.  Oddvita falið að ganga frá ráðningu starfsmanns í Áhaldahús.

 

Mál til kynningar

A. Ungmennafélag Íslands. Samþykktar tillögur af  47. sambandsþingi UMFÍ.


Næsti fundur haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2012.

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl.  16:00

 

Ítarefni aðgengilegt hér