- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
24. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 06.12.2011 í Árnesi kl. 13:00.
Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi sveitarfélagsins kom á fundinn og yfirfór endurskoðaða fjárhagsáætlun 2011.
Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samþykkt.
2. Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, fyrri umræða. Endurskoðandi fór yfir tillöguna og sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 til síðari umræðu.
3. Tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2015 fyrri umræða. Endurskoðandi fór einnig yfir tillöguna og sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2015 til síðari umræðu.
4. Tillaga að gjaldskrá Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2012 samþykkt.
Vatnsgjald
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, verður óbreytt frá þeirri gjaldskrá sem í gildi er fyrir árið 2011.
Seyrulosunargjald
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 6.400.- kr. á rotþró.
Sorpgjöld
Sorpgjöld er lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8. des 2005.
Samþykktin var staðfest á 84 fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14. mars 2006, og staðfest af Umhverfisráðuneyti þann 5. janúar 2007.
Sorpgjöld árið 2012 verða eftirfarandi:
Sorphirðugjald 240 L 11.550.- kr.
Sorphirðugjald 660 L 34.000.- kr.
Sorphirðugjald 1.100 L 56.250.- kr.
Sorpeyðingargjald íbúðarhús 11.700.- kr.
Sorpeyðingargjald sumarhús 8.750.- kr.
Sorpeyðingargjald atvinnu 32.000.- kr.
Holræsagjald
Holræsagjald á þeim stöðum þar sem sveitarfélagið er með holræsakerfi, gjaldið nemur 0.15% af fasteignamati.
Lóðaleigugjöld
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá grunnskóla frá 1. janúar 2012
Skólamötuneytisgjöld
Morgunhressing kr. 69,-
Hádegisverður kr. 255,-
Skólavistun
Skólavistun klst. kr. 210,-
Aukavistun klst. kr. 210,-
Náðarkorter 15 mín. Kr. 500,-
Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2012
Ein stök morgunhressing kr. 64,-
Einn stakur hádegisverður kr. 184,-
Ein stök síðdegishressing kr. 77,-
Klukkustundargjald kr. 123,-
klst.gjald 75% kr. 92,-
klst. gjald 50% kr. 61,-
Klukkustundargjald á öðrum tímum en frá kl.08 til kl.16:00 kr. 250,-
Gjald fyrir aukatíma, hverjar byrjaðar 15.mínútur kr. 500,-
Tillaga að upphæð tómstundastyrks fyrir árið 2012.
Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur frá 6 ára til og með 18 ára geti sótt um styrk sem nemur allt að 50.000.- kr. á árinu 2012 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf.
Með umsókn þarf að fylgja frumrit kvittunar um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og /eða menntun
5. Fundargerð skólanefndar, grunnskólamál 13. fundur haldinn 11.11.2011. Fundargerð samþykkt.
6. Fundargerð skólanefndar, leikskólamál 14. fundur haldinn 23.11.2011. Fundargerð samþykkt.
7. Erindi til sveitarstjórnar frá Afréttanefnd Gnúpverja.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með störf þess fólk sem unnið hefur að lagfæringu fjallaskálanna og þakkar greinargóða skýrslu. Tekið verður tillit til erindisins við gerð fjárhagsáætlunar.
8. Fundargerð 41. fundar skipulags-og byggingarnefndar frá 17.11.2011, jafnframt lagðar fram til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, fundir nr. 72 og 73.
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar staðfest og afgreiðslufundargerðir byggingarfulltrúa nr. 72. og 73 lagðar fram.
9. Fundargerð velferðarnefndar 4. fundur haldinn 16.11.2011. Fundargerð lögð fram.
10. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla 13. fundur haldin 22.11.2011. Fundargerð samþykkt.
11. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla v/æskulýðsmála 5. fundur haldinn 25. maí 2011.
Fundargerð samþykkt.
12. Fundargerð Oddvitafundar haldinn 14.11.2011. Fundargerð lögð fram.
13. Ósk endurnýjun á leigusamning undir smábýlið Leiti.
Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun samnings á grundvelli annarra sambærilegra samninga og felur oddvita að ganga frá undirskrift.
14. Ósk frá Stígamótum um fjárstuðning.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 50.000.-
15. Orkusveitarfélög og aðild Skeiða-og Gnúpverjahrepps að þeim.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að sveitarfélagið gerist aðili að OS - Sambandi orkusveitarfélaga.
16. Leigumál í Hólaskógi. Núverandi leiguaðilar í Hólaskógi hafa ekki áhuga á gera langtímaleigusamning og oddvita er falið að gera skammtímaleigusamning til vors og ákveðið að auglýsa eftir rekstraraðilum.
17. Trúnaðarmál.
Mál til kynningar
A. Fundargerð 42. aðalfundar SASS.
B. Fundargerð 449. fundar stjórnar SASS.
C. Fundargerð 304. fundar stjórnar AÞS.
D. Fundargerð 135. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
E. Fundargerð 209. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
F. Svar frá Sorpu v/fyrirspurnar frá Íslenska gámafélaginu.
Fleira ekki. Fundi slitið kl. 17:06
Ítarefni Fundur nr 24. Mál nr 01 - 04
Ítarefni Fundur nr 24. Mál nr 05 - 09
Ítarefni Fundur nr 24. Mál nr 10 - 14
Ítarefni Fundur nr 24 Mál nr 15 og Mál til kynningar