- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
23. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 15.11.2011 í Árnesi kl. 13:00.
Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
1. Rán Jónsdóttir og Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun komu á fundinn og kynntu hugmyndir um að reisa tilraunavindorkuver við Búrfell. Hugmyndir unnar áfram af LV og kynntar sveitarstjórn þegar þar þær liggja betur fyrir.
2. Tillaga að útsvarsprósentu og álagningu fasteignagjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2012 tekin fyrir og samþykkt að lækka fasteignaskattshlutfall í A flokki úr 0,60% af heildar fasteignamati í 0,50 % af heildar fasteignamati.
a. Útsvar
Útsvar fyrir árið 2012 verður 14,48%
b. Fasteignagjöld
A- flokkur.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.
B- flokkur.
Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3. gr. í lögum nr.4/1995 verður 1,32% af heildar fasteignamati.
C- flokkur.
Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum eins og þær eru skilgreindar í 3. gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.
Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7. febrúar 2006. Samkvæmt 3. gr. þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67.ára, og þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af öðrum, tekjuviðmiðið er í lið 7.
Gjalddagar fasteignaskatts eru í lið 8.
Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2011 í samræmi við breytingu á vísutölu neysluverð á tímabilinu 1. des 2011 til 1. des. 2012.
Tillagan samþykkt.
3. Samstarfssamningur Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hestamannafélagsins Smára. Samstarfsamningurinn samþykktur.
4. Kauptilboð í jörðina Laugarás í Bláskógabyggð.
Ekki tekin afstaða til tilboðsins og óskað eftir ítarlegri upplýsingum um fasteignina.
5. Erindi frá Skipulagsstofnun. Landsskipulagsstefna 2012-2024.
Tilnefndur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi á samráðsvettvangi er Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi, Laugarvatni.
6. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi vegna umsóknar um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II í Fjalli, frá Valdimari Bjarnasyni. Sveitarstjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.
7. Fundargerð NOS. Fundur haldinn 24.10.2011. Fundargerð fram.
8. Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna girðingar á Hafinu. Lagt fram.
9. Fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiða, fundur haldinn 27.4.2011.
Fundargerð lögð fram.
10. Leigusamningur um sundlaug í Þjórsárdal. Samningur lagður fram.
11. Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fornleifarannsóknir í Árnesi og við fossinn Búða, norðan Þjórsár.
Sveitarstjórn hvetur eindregið til þess að tillagan verði samþykkt og telur það löngu tímabært að þetta svæði sé rannsakað.
Mál til kynningar
A. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 136. fundur haldinn 27.10.2011.
B. Fundargerð 790. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundur haldinn 28.10.2011.
C. Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga fundur haldinn 5.10.2011.
D. Fundargerð samráðsfundar stjórnar sambandsins, formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga.
E. Fundargerð 6. aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Fundur haldinn 28.10.2011.
F. Fundargerð 448. fundar stjórnar SASS haldinn 27.10.2011.
G. Umhverfisráðuneytið. Ný skipulagsreglugerð, ósk um umsögn.
H. Velferðarráðuneyti. Öryggi barna hjá dagforeldrum.
Fleira ekki. Fundi slitið kl. 15:15
Ítarefni 23. fundar hér.